Frá Leifsstöð á hjóli Pawel Bartoszek skrifar 15. ágúst 2014 07:57 „Samsetning reiðhjóla er BÖNNUÐ í flugstöðinni.“ Svona skilaboð blöstu við mér, þrykkt á hurð í komusal Leifsstöðvar þaðan sem von var á mínum „sérstæða“ farangri, innpökkuðu hjóli eldri sonarins sem ég hafði keypt einhvers staðar í Evrópusambandinu. Ekki að til hafi staðið að draga fram skiptilykilinn, skrúfa framhjólið og pedalana á, rétta við stýrið og senda barnið hjólandi til höfuðborgarinnar en ég velti því samt fyrir mér hvort það væri ekki dálítið glatað að þetta færu fyrstu skilaboðin sem hjólreiðamenn fengju við komuna til landsins. Ekki bara: „Vinsamlegast ekki skrúfa hjólin saman hérna í komusalnum, hér er lítið pláss.“ Nei: „Gjörvöll millilandaflugstöðin er of lítil til að rúma þetta furðulega áhugamál ykkar. Verið úti.“Hjól manns maki Þegar inn í flugrútuna var komið var mér tilkynnt að ég ætti eftir að greiða fyrir hjólið. Að flytja hjól sem var pakkað í kassa af stærð 140 x 80 x 20 cm, og komst inn í farangurshólfið án teljandi vandræða kostaði það sama og að flytja fullorðinn farþega í sæti. Nú ætla ég ekki gráta mörgum tárum yfir þessum tvöþúsundkalli. Það er samkeppni á þessari leið og sem ábyrgur neytandi hefði maður kannski átt að ganga milli miðasölustanda og láta rútufyrirtækin bítast um að flytja hjólið manns á sem ódýrastan máta. Hitt er svo annað að heimasíða Flybus þegir þunnu hljóði yfir þessum viðbótarkostnaði og það virðist ekki vera hægt að panta flutning á hjóli á netinu. Dálítið ófagmannlegt.Alltaf rukkaðir Það er annars skondið hvað þetta handhæga farartæki sem sjálft er svo hjálplegt þegar kemur að því að flytja mann á milli staða er til trafala þegar það sjálft þarfnast flutnings. Það þarf að skrúfa það í sundur og pakka því í sérstakan kassa og jafnvel þannig kostar stundum sitt að flytja það einn fluglegg. Ég las eitt sinn blogg, raunir manns sem ferðast hafði um heiminn með ferðareiðhjólið sitt. Hann var með ráðleggingar í ellefu liðum. Fjórir af þeim ellefu liðum voru „Ekki hringja í flugfélagið!“ Ástæðan var þessi: Upplýsingarnar sem flugfélagið myndi veita myndu hvort sem er ekki standast og maður væri bara látinn borga eitthvað. Hans villta ráð var að mæta bara á staðinn og vona það besta. Annað ráðið var að flytja reiðhjólið í sem venjulegastri tösku og reyna að fela öll ummerki þess að um reiðhjól væri að ræða. Þannig var oft hægt að komast hjá því að vera rukkaður um aukagjald. Ef flugvallastarfsfólkið spurði hvað væri í töskunni var svarið: „Reiðhjólapartar.“Hraðbrautin Á Reykjanesbrautinni rakst maður reyndar á einhverja ferðamenn sem greinilega höfðu ætlað sér að hjóla til Reykjavíkur, sem var raunar ekki galin hugmynd enda var þetta um miðjan dag og veðrið ágætt. Það er draumur margra að banna mönnum að hjóla á Reykjanesbrautinni. Einhvern tímann voru meira að segja sett upp skilti sem bönnuðu hjólafólki að fara yfir mislægu gatnamótin á leiðinni, án þess þó að neitt lægi fyrir um hvaða aðra leið ætti að fara í staðinn. Ég skil þennan hraðbrautardraum svo sem ágætlega og til að gæta sanngirni þá eru hjólreiðar á hraðbrautum almennt ekki leyfðar. Vandinn er bara sá að Reykjanesbrautin er enn sem komið er ekki hraðbraut og fólk sem vill fara þessa leið á hjóli hefur engan annan valkost. Ef menn ætla sér að banna fólki að hjóla á Reykjanesbrautinni þá þarf einfaldlega að leggja stíg meðfram henni. Sá stígur gæti að hluta til legið í vegstæði gamla Keflavíkurvegarins og náð allavega að Vatnsleysustrandarveginum þaðan sem hjóla mætti til Voga og svo í gegnum Reykjanesbæ. Þetta myndi hugsanlega vera örlítið lengri leið en mun fjölskylduvænni upplifun en vegöxl Reykjanesbrautar.Ímyndum okkur Ég er ungur náttúruunnandi. Ég kem til landsins á hjóli. Labba út úr flugstöðinni. Við mér blasir skilti með merki af hjóli á bláum fleti ásamt ör og nokkrum vegalengdum: Keflavík (5 km) Vogar (16 km) Hafnarfjörður (45 km) Reykjavík (55 km) Væru þetta ekki vingjarnlegri móttökur en „Viltu gjöra svo vel að vera úti með þetta hjól þitt“? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
„Samsetning reiðhjóla er BÖNNUÐ í flugstöðinni.“ Svona skilaboð blöstu við mér, þrykkt á hurð í komusal Leifsstöðvar þaðan sem von var á mínum „sérstæða“ farangri, innpökkuðu hjóli eldri sonarins sem ég hafði keypt einhvers staðar í Evrópusambandinu. Ekki að til hafi staðið að draga fram skiptilykilinn, skrúfa framhjólið og pedalana á, rétta við stýrið og senda barnið hjólandi til höfuðborgarinnar en ég velti því samt fyrir mér hvort það væri ekki dálítið glatað að þetta færu fyrstu skilaboðin sem hjólreiðamenn fengju við komuna til landsins. Ekki bara: „Vinsamlegast ekki skrúfa hjólin saman hérna í komusalnum, hér er lítið pláss.“ Nei: „Gjörvöll millilandaflugstöðin er of lítil til að rúma þetta furðulega áhugamál ykkar. Verið úti.“Hjól manns maki Þegar inn í flugrútuna var komið var mér tilkynnt að ég ætti eftir að greiða fyrir hjólið. Að flytja hjól sem var pakkað í kassa af stærð 140 x 80 x 20 cm, og komst inn í farangurshólfið án teljandi vandræða kostaði það sama og að flytja fullorðinn farþega í sæti. Nú ætla ég ekki gráta mörgum tárum yfir þessum tvöþúsundkalli. Það er samkeppni á þessari leið og sem ábyrgur neytandi hefði maður kannski átt að ganga milli miðasölustanda og láta rútufyrirtækin bítast um að flytja hjólið manns á sem ódýrastan máta. Hitt er svo annað að heimasíða Flybus þegir þunnu hljóði yfir þessum viðbótarkostnaði og það virðist ekki vera hægt að panta flutning á hjóli á netinu. Dálítið ófagmannlegt.Alltaf rukkaðir Það er annars skondið hvað þetta handhæga farartæki sem sjálft er svo hjálplegt þegar kemur að því að flytja mann á milli staða er til trafala þegar það sjálft þarfnast flutnings. Það þarf að skrúfa það í sundur og pakka því í sérstakan kassa og jafnvel þannig kostar stundum sitt að flytja það einn fluglegg. Ég las eitt sinn blogg, raunir manns sem ferðast hafði um heiminn með ferðareiðhjólið sitt. Hann var með ráðleggingar í ellefu liðum. Fjórir af þeim ellefu liðum voru „Ekki hringja í flugfélagið!“ Ástæðan var þessi: Upplýsingarnar sem flugfélagið myndi veita myndu hvort sem er ekki standast og maður væri bara látinn borga eitthvað. Hans villta ráð var að mæta bara á staðinn og vona það besta. Annað ráðið var að flytja reiðhjólið í sem venjulegastri tösku og reyna að fela öll ummerki þess að um reiðhjól væri að ræða. Þannig var oft hægt að komast hjá því að vera rukkaður um aukagjald. Ef flugvallastarfsfólkið spurði hvað væri í töskunni var svarið: „Reiðhjólapartar.“Hraðbrautin Á Reykjanesbrautinni rakst maður reyndar á einhverja ferðamenn sem greinilega höfðu ætlað sér að hjóla til Reykjavíkur, sem var raunar ekki galin hugmynd enda var þetta um miðjan dag og veðrið ágætt. Það er draumur margra að banna mönnum að hjóla á Reykjanesbrautinni. Einhvern tímann voru meira að segja sett upp skilti sem bönnuðu hjólafólki að fara yfir mislægu gatnamótin á leiðinni, án þess þó að neitt lægi fyrir um hvaða aðra leið ætti að fara í staðinn. Ég skil þennan hraðbrautardraum svo sem ágætlega og til að gæta sanngirni þá eru hjólreiðar á hraðbrautum almennt ekki leyfðar. Vandinn er bara sá að Reykjanesbrautin er enn sem komið er ekki hraðbraut og fólk sem vill fara þessa leið á hjóli hefur engan annan valkost. Ef menn ætla sér að banna fólki að hjóla á Reykjanesbrautinni þá þarf einfaldlega að leggja stíg meðfram henni. Sá stígur gæti að hluta til legið í vegstæði gamla Keflavíkurvegarins og náð allavega að Vatnsleysustrandarveginum þaðan sem hjóla mætti til Voga og svo í gegnum Reykjanesbæ. Þetta myndi hugsanlega vera örlítið lengri leið en mun fjölskylduvænni upplifun en vegöxl Reykjanesbrautar.Ímyndum okkur Ég er ungur náttúruunnandi. Ég kem til landsins á hjóli. Labba út úr flugstöðinni. Við mér blasir skilti með merki af hjóli á bláum fleti ásamt ör og nokkrum vegalengdum: Keflavík (5 km) Vogar (16 km) Hafnarfjörður (45 km) Reykjavík (55 km) Væru þetta ekki vingjarnlegri móttökur en „Viltu gjöra svo vel að vera úti með þetta hjól þitt“?
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun