Tekjulægstu og tekjuhæstu hafa hækkað mest Óli Kristján Ármannsson skrifar 29. júlí 2014 07:00 Miðað við fyrirliggjandi gögn má gefa sér að á ársfundi Samtaka atvinnulífsins fyrr á þessu ári hafi ekki komið saman fólk sem setið hefur eftir í launaþróun. Fréttablaðið/GVA Stjórnendur hækkuðu mun meira í launum en aðrir milli áranna 2012 og 2013. Tölur Hagstofu Íslands sýna um 14,4 prósenta hækkun milli áranna að jafnaði. Í nýútkomnu Tekjublaði Frjálsrar verslunar má svo sjá dæmi um mun meiri hækkanir hjá millistjórnendum fyrirtækja, sem nú eru sagðir hafa 2,2 milljónir króna í mánaðarlaun að meðaltali. Samtök atvinnulífsins segja hækkanirnar ríma illa við áherslur samtakanna um aukinn verðstöðugleika og kaupmátt. Í aðdraganda kjarasamninga í fyrrahaust lögðu samtökin áherslu á hóflega kjarasamninga, launþegar voru hvattir til að stilla kröfum í hóf þannig að verja mætti kaupmátt..Þorsteinn VígslundssonÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, áréttar að verið sé að bera saman launaþróun áranna 2012 til 2013. „Nýgerðir kjarasamningar eru gerðir í árslok 2013 og eru grunnurinn að launaþróun þessa árs,“ segir hann. Hækkun stjórnenda á þessum tíma sé engu að síður töluvert umfram almenna launaþróun og telur Þorsteinn líklegt að þar sé um að ræða ákveðna leiðréttingu vegna þess að heildarlaun stjórnenda hafi lækkað langmest eftir hrun, milli áranna 2009 og 2010. „Og það virðist eins og verið sé að leiðrétta það til baka á síðasta ári.“ Þorsteinn bendir á að sé horft lengra aftur í tímann og borin saman launaþróun frá 2006 komi í ljós að laun hafi þróast með mjög áþekkum hætti. Á þeim tíma hafi heildarlaun á almennum vinnumarkaði hækkað um 45,2 prósent og laun stjórnenda um 43,6 prósent.Gylfi ArnbjörnssonGylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), sagði í samtali við fréttastofu á sunnudag að launatölurnar kæmu sér á óvart. Þær bentu hins vegar til þess að staða stærstu fyrirtækja landsins væri betri en gefið hefði verið upp undanfarið. Hann sagði launaskrið stjórnenda minna á þensluna fyrir hrun og örugglega hafa áhrif á kröfur launþegahreyfinganna í vetur. „Stjórnendur geta ekki ætlast til þess að þeir búi við einhver önnur kjör og aðrar aðstæður en starfsmenn þeirra,“ sagði Gylfi. „Þetta mun örugglega rata inn í kröfugerð komandi vetrar.“Þegar horft er á tölur Hagstofunnar um launaþróun frá árinu 2006 kemur í ljós að þeir hópar sem mest hækka fram til ársins 2013 eru þeir allra tekjulægstu, skrifstofufólk og verkafólk, um tæp 48 og 50 prósent, og svo stjórnendur, en laun þeirra hækkuðu um 43,6 prósent á tímabilinu. Aðrir hópar hækka um 28 til 36 prósent. Í meðaltalstölum um launaþróun á vinnumarkaði er hvergi að finna dæmi um laun sem haldið hafa í við verðlagsþróun í landinu, en milli 2006 og 2013 var 58,3 prósenta verðbólga. Tengdar fréttir SA lýsir yfir áhyggjum af launahækkunum stjórnenda Í nýrri samantekt Frjálsrar verslunar kemur fram að laun stjórnenda 200 stærstu fyrirtækja landsins hafi hækkað verulega á milli ára. 28. júlí 2014 15:39 Laun stjórnenda hækka um 40 prósent Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagði í fréttum Stöðvar tvö að gríðarlegt launaskrið stjórnenda í stórum einkafyrirtækjum merki um þeim vegni betur en þau gefa upp. Launaskriðið muni hafa mikil áhrif á kjarasaviðræður í vetur. Laun millistjórnenda í stærstu einkafyrirtækjum landsins hafa hækkað á milli 35 til 40 prósent á milli ára samkvæmt nýju tekjublaði Frjálsrar verslunar. Launavísitalan hækkaði á sama tíma um tæp sex prósent. 27. júlí 2014 19:04 Verulegar launahækkanir í samfélaginu Forstjórar hafa hækkað um þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði að meðaltali, eða um 3,6 milljónir á ári samkvæmt nýjasta tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. 26. júlí 2014 11:44 Launabil stjórnenda og annarra breikkar frekar SA segja launahækkanir stjórnenda umfram almenna launaþróun vera áhyggjuefni. Munur á launum þeirra tekjuhæstu og tekjulægstu hefur aukist mikið frá 2006. Í dag munar 574 þúsundum á stjórnendum og öðrum. 29. júlí 2014 07:00 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Stjórnendur hækkuðu mun meira í launum en aðrir milli áranna 2012 og 2013. Tölur Hagstofu Íslands sýna um 14,4 prósenta hækkun milli áranna að jafnaði. Í nýútkomnu Tekjublaði Frjálsrar verslunar má svo sjá dæmi um mun meiri hækkanir hjá millistjórnendum fyrirtækja, sem nú eru sagðir hafa 2,2 milljónir króna í mánaðarlaun að meðaltali. Samtök atvinnulífsins segja hækkanirnar ríma illa við áherslur samtakanna um aukinn verðstöðugleika og kaupmátt. Í aðdraganda kjarasamninga í fyrrahaust lögðu samtökin áherslu á hóflega kjarasamninga, launþegar voru hvattir til að stilla kröfum í hóf þannig að verja mætti kaupmátt..Þorsteinn VígslundssonÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, áréttar að verið sé að bera saman launaþróun áranna 2012 til 2013. „Nýgerðir kjarasamningar eru gerðir í árslok 2013 og eru grunnurinn að launaþróun þessa árs,“ segir hann. Hækkun stjórnenda á þessum tíma sé engu að síður töluvert umfram almenna launaþróun og telur Þorsteinn líklegt að þar sé um að ræða ákveðna leiðréttingu vegna þess að heildarlaun stjórnenda hafi lækkað langmest eftir hrun, milli áranna 2009 og 2010. „Og það virðist eins og verið sé að leiðrétta það til baka á síðasta ári.“ Þorsteinn bendir á að sé horft lengra aftur í tímann og borin saman launaþróun frá 2006 komi í ljós að laun hafi þróast með mjög áþekkum hætti. Á þeim tíma hafi heildarlaun á almennum vinnumarkaði hækkað um 45,2 prósent og laun stjórnenda um 43,6 prósent.Gylfi ArnbjörnssonGylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), sagði í samtali við fréttastofu á sunnudag að launatölurnar kæmu sér á óvart. Þær bentu hins vegar til þess að staða stærstu fyrirtækja landsins væri betri en gefið hefði verið upp undanfarið. Hann sagði launaskrið stjórnenda minna á þensluna fyrir hrun og örugglega hafa áhrif á kröfur launþegahreyfinganna í vetur. „Stjórnendur geta ekki ætlast til þess að þeir búi við einhver önnur kjör og aðrar aðstæður en starfsmenn þeirra,“ sagði Gylfi. „Þetta mun örugglega rata inn í kröfugerð komandi vetrar.“Þegar horft er á tölur Hagstofunnar um launaþróun frá árinu 2006 kemur í ljós að þeir hópar sem mest hækka fram til ársins 2013 eru þeir allra tekjulægstu, skrifstofufólk og verkafólk, um tæp 48 og 50 prósent, og svo stjórnendur, en laun þeirra hækkuðu um 43,6 prósent á tímabilinu. Aðrir hópar hækka um 28 til 36 prósent. Í meðaltalstölum um launaþróun á vinnumarkaði er hvergi að finna dæmi um laun sem haldið hafa í við verðlagsþróun í landinu, en milli 2006 og 2013 var 58,3 prósenta verðbólga.
Tengdar fréttir SA lýsir yfir áhyggjum af launahækkunum stjórnenda Í nýrri samantekt Frjálsrar verslunar kemur fram að laun stjórnenda 200 stærstu fyrirtækja landsins hafi hækkað verulega á milli ára. 28. júlí 2014 15:39 Laun stjórnenda hækka um 40 prósent Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagði í fréttum Stöðvar tvö að gríðarlegt launaskrið stjórnenda í stórum einkafyrirtækjum merki um þeim vegni betur en þau gefa upp. Launaskriðið muni hafa mikil áhrif á kjarasaviðræður í vetur. Laun millistjórnenda í stærstu einkafyrirtækjum landsins hafa hækkað á milli 35 til 40 prósent á milli ára samkvæmt nýju tekjublaði Frjálsrar verslunar. Launavísitalan hækkaði á sama tíma um tæp sex prósent. 27. júlí 2014 19:04 Verulegar launahækkanir í samfélaginu Forstjórar hafa hækkað um þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði að meðaltali, eða um 3,6 milljónir á ári samkvæmt nýjasta tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. 26. júlí 2014 11:44 Launabil stjórnenda og annarra breikkar frekar SA segja launahækkanir stjórnenda umfram almenna launaþróun vera áhyggjuefni. Munur á launum þeirra tekjuhæstu og tekjulægstu hefur aukist mikið frá 2006. Í dag munar 574 þúsundum á stjórnendum og öðrum. 29. júlí 2014 07:00 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
SA lýsir yfir áhyggjum af launahækkunum stjórnenda Í nýrri samantekt Frjálsrar verslunar kemur fram að laun stjórnenda 200 stærstu fyrirtækja landsins hafi hækkað verulega á milli ára. 28. júlí 2014 15:39
Laun stjórnenda hækka um 40 prósent Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagði í fréttum Stöðvar tvö að gríðarlegt launaskrið stjórnenda í stórum einkafyrirtækjum merki um þeim vegni betur en þau gefa upp. Launaskriðið muni hafa mikil áhrif á kjarasaviðræður í vetur. Laun millistjórnenda í stærstu einkafyrirtækjum landsins hafa hækkað á milli 35 til 40 prósent á milli ára samkvæmt nýju tekjublaði Frjálsrar verslunar. Launavísitalan hækkaði á sama tíma um tæp sex prósent. 27. júlí 2014 19:04
Verulegar launahækkanir í samfélaginu Forstjórar hafa hækkað um þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði að meðaltali, eða um 3,6 milljónir á ári samkvæmt nýjasta tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. 26. júlí 2014 11:44
Launabil stjórnenda og annarra breikkar frekar SA segja launahækkanir stjórnenda umfram almenna launaþróun vera áhyggjuefni. Munur á launum þeirra tekjuhæstu og tekjulægstu hefur aukist mikið frá 2006. Í dag munar 574 þúsundum á stjórnendum og öðrum. 29. júlí 2014 07:00
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent