Ísland á að fara dómstólaleiðina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. júlí 2014 08:00 Þýskaland varð í fimmta sæti á HM á Spáni 2013 sem fleytti þeim þýsku alla leið til Katar. fréttablaðið/getty Ákvörðun Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, að úthluta Þýskalandi sæti Eyjaálfu á HM í Katar hefur ekki farið fram hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins. Forráðamenn HSÍ hafa óskað eftir skýringum frá bæði IHF og EHF, Handknattleikssambandi Evrópu, af hverju gengið var fram hjá Íslandi en án mikils árangurs. Ísland var tilnefnt sem fyrsta varaþjóð Evrópu af EHF en það virtist engin áhrif hafa á forráðamenn IHF sem veittu Þýskalandi þátttökurétt á þeim forsendum að liðið náði bestum árangri (5. sæti) á HM 2013 af þeim liðum sem féllu út í undankeppni HM í Katar.Olof Bruchmann er ritstjóri vikuritsins Handball Woche, eins virtasta fjölmiðils Þýskalands sem fjallar um handbolta. Bruchmann segir að ákvörðun IHF hafi að mestu verið tekið fagnandi í ytra.Ánægja í Þýskalandi „Ég er auðvitað ánægður með að Þýskaland verði með á HM. Það þýðir að við getum vakið meiri athygli á okkar störfum auk þess sem þátttakan hefur bein áhrif á áskriftasölu,“ sagði Bruchmann í samtali við Fréttablaðið. „Maður heyrir þó ýmislegt misjafnt um þessa ákvörðun og umræða hefur farið fram um ástæður þess að Þýskalandi var úthlutað þessum „wildcard“-þátttökurétti. Bruchmann á þó ekki von á því að þýska handboltaforystan muni velta vöngum yfir málinu. „Sérstaklega ekki þar sem Þýskaland missti af ÓL í Lundúnum, EM í Danmörku og tapaði fyrir Póllandi í umspilinu fyrir HM í Katar. Það er hlutverk okkar blaðamanna að leita allra mögulega svara en það mun enginn leikmaður, þjálfari eða forráðamaður liðs í Þýskalandi kvarta undan þessu. Þeir eru allir ánægðir með að þýska landsliðið sé aftur með á stórmóti.“Snýst líka um Ólympíuleikana Bruchmann segir morgunljóst að miklir fjárhagslegir hagsmunir eru fólgnir í þátttöku Þýskalands á stórmóti eins og HM. „Þýski markaðurinn og þýska úrvalsdeildin eru afar mikilvæg í handboltaheiminum og þessi markaður verður að vera til staðar á HM. Og það kemur meira til en bara peningar því handboltinn hefur verið að berjast fyrir tilverurétti sínum á Ólympíuleikum. Það verður því að viðhalda áhuga stuðningsmanna, styrktaraðila og sjónvarpstöðva því annars á íþróttin það á hættu að missa tilverurétt sinn á Ólympíuleikum,“ bendir hann á. Bruchmann telur þó að Ísland ætti að leita allra leiða til að láta reyna á ákvörðun IHF. „Forráðamenn Hamburg ákváðu að kæra þegar liðið fékk ekki keppnisleyfi í þýsku úrvalsdeildinni og það gekk eftir. Ég myndi því ráðleggja Íslandi að kanna alla möguleika, þó ekki nema til að fullvissa sig um að allar mögulegar leiðir voru reyndar. Við verðum með nítján lið í úrvalsdeildinni í Þýskalandi í vetur – kannski verða 30 lið á HM í Katar en ekki 24. Maður veit aldrei,“ sagði Bruchmann að lokum. Handbolti Tengdar fréttir Einar: Við munum leita allra leiða Framkvæmdarstjóri HSÍ er afar undrandi á þeirri ákvörðun að gefa Þýskalandi þátttökurétt á HM í Katar. 8. júlí 2014 16:45 Íþróttaljós: Reglugerðin sem enginn vissi af Alþjóðahandknattleikssambandið breytti reglunum um hvaða þjóð kæmi til vara ef einhver skyldi ekki fá keppnisleyfi, en lét engan vita. Framkvæmdastjóri evrópska sambandsins lætur ritarann svara spurningum fyrir sig. 10. júlí 2014 06:30 Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15 Laug EHF að handboltaforystu Íslands? Framkvæmdastjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins leggur til breytingar í þröngum fimm manna hring sem nánast undantekningalaust eru samþykktar. Aum svör Evrópska handknattleikssambandsins til HSÍ. 11. júlí 2014 06:30 Formaður HSÍ: Vitum ekki um neinar reglubreytingar Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að ákvörðun IHF um að hleypa Þýskalandi á HM hafi komið sér á óvart. 9. júlí 2014 18:45 Landsliðsþjálfari Ástralíu brjálaður Landsliðsþjálfari Ástrala í handbolta, Daninn Jan Ottosen, vandar forystu alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, ekki kveðjurnar. 10. júlí 2014 15:30 Formaður HSÍ: Fengum ekki fullnægjandi svör Evrópska handknattleikssambandið bendir á Alþjóðasambandið og svarar engu. 10. júlí 2014 10:30 EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eftir fundinn í gær Evrópska handknattleikssambandið mun skoða ákvörðun Alþjóðasambandsins nánar. 9. júlí 2014 09:48 Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira
Ákvörðun Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, að úthluta Þýskalandi sæti Eyjaálfu á HM í Katar hefur ekki farið fram hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins. Forráðamenn HSÍ hafa óskað eftir skýringum frá bæði IHF og EHF, Handknattleikssambandi Evrópu, af hverju gengið var fram hjá Íslandi en án mikils árangurs. Ísland var tilnefnt sem fyrsta varaþjóð Evrópu af EHF en það virtist engin áhrif hafa á forráðamenn IHF sem veittu Þýskalandi þátttökurétt á þeim forsendum að liðið náði bestum árangri (5. sæti) á HM 2013 af þeim liðum sem féllu út í undankeppni HM í Katar.Olof Bruchmann er ritstjóri vikuritsins Handball Woche, eins virtasta fjölmiðils Þýskalands sem fjallar um handbolta. Bruchmann segir að ákvörðun IHF hafi að mestu verið tekið fagnandi í ytra.Ánægja í Þýskalandi „Ég er auðvitað ánægður með að Þýskaland verði með á HM. Það þýðir að við getum vakið meiri athygli á okkar störfum auk þess sem þátttakan hefur bein áhrif á áskriftasölu,“ sagði Bruchmann í samtali við Fréttablaðið. „Maður heyrir þó ýmislegt misjafnt um þessa ákvörðun og umræða hefur farið fram um ástæður þess að Þýskalandi var úthlutað þessum „wildcard“-þátttökurétti. Bruchmann á þó ekki von á því að þýska handboltaforystan muni velta vöngum yfir málinu. „Sérstaklega ekki þar sem Þýskaland missti af ÓL í Lundúnum, EM í Danmörku og tapaði fyrir Póllandi í umspilinu fyrir HM í Katar. Það er hlutverk okkar blaðamanna að leita allra mögulega svara en það mun enginn leikmaður, þjálfari eða forráðamaður liðs í Þýskalandi kvarta undan þessu. Þeir eru allir ánægðir með að þýska landsliðið sé aftur með á stórmóti.“Snýst líka um Ólympíuleikana Bruchmann segir morgunljóst að miklir fjárhagslegir hagsmunir eru fólgnir í þátttöku Þýskalands á stórmóti eins og HM. „Þýski markaðurinn og þýska úrvalsdeildin eru afar mikilvæg í handboltaheiminum og þessi markaður verður að vera til staðar á HM. Og það kemur meira til en bara peningar því handboltinn hefur verið að berjast fyrir tilverurétti sínum á Ólympíuleikum. Það verður því að viðhalda áhuga stuðningsmanna, styrktaraðila og sjónvarpstöðva því annars á íþróttin það á hættu að missa tilverurétt sinn á Ólympíuleikum,“ bendir hann á. Bruchmann telur þó að Ísland ætti að leita allra leiða til að láta reyna á ákvörðun IHF. „Forráðamenn Hamburg ákváðu að kæra þegar liðið fékk ekki keppnisleyfi í þýsku úrvalsdeildinni og það gekk eftir. Ég myndi því ráðleggja Íslandi að kanna alla möguleika, þó ekki nema til að fullvissa sig um að allar mögulegar leiðir voru reyndar. Við verðum með nítján lið í úrvalsdeildinni í Þýskalandi í vetur – kannski verða 30 lið á HM í Katar en ekki 24. Maður veit aldrei,“ sagði Bruchmann að lokum.
Handbolti Tengdar fréttir Einar: Við munum leita allra leiða Framkvæmdarstjóri HSÍ er afar undrandi á þeirri ákvörðun að gefa Þýskalandi þátttökurétt á HM í Katar. 8. júlí 2014 16:45 Íþróttaljós: Reglugerðin sem enginn vissi af Alþjóðahandknattleikssambandið breytti reglunum um hvaða þjóð kæmi til vara ef einhver skyldi ekki fá keppnisleyfi, en lét engan vita. Framkvæmdastjóri evrópska sambandsins lætur ritarann svara spurningum fyrir sig. 10. júlí 2014 06:30 Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15 Laug EHF að handboltaforystu Íslands? Framkvæmdastjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins leggur til breytingar í þröngum fimm manna hring sem nánast undantekningalaust eru samþykktar. Aum svör Evrópska handknattleikssambandsins til HSÍ. 11. júlí 2014 06:30 Formaður HSÍ: Vitum ekki um neinar reglubreytingar Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að ákvörðun IHF um að hleypa Þýskalandi á HM hafi komið sér á óvart. 9. júlí 2014 18:45 Landsliðsþjálfari Ástralíu brjálaður Landsliðsþjálfari Ástrala í handbolta, Daninn Jan Ottosen, vandar forystu alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, ekki kveðjurnar. 10. júlí 2014 15:30 Formaður HSÍ: Fengum ekki fullnægjandi svör Evrópska handknattleikssambandið bendir á Alþjóðasambandið og svarar engu. 10. júlí 2014 10:30 EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eftir fundinn í gær Evrópska handknattleikssambandið mun skoða ákvörðun Alþjóðasambandsins nánar. 9. júlí 2014 09:48 Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira
Einar: Við munum leita allra leiða Framkvæmdarstjóri HSÍ er afar undrandi á þeirri ákvörðun að gefa Þýskalandi þátttökurétt á HM í Katar. 8. júlí 2014 16:45
Íþróttaljós: Reglugerðin sem enginn vissi af Alþjóðahandknattleikssambandið breytti reglunum um hvaða þjóð kæmi til vara ef einhver skyldi ekki fá keppnisleyfi, en lét engan vita. Framkvæmdastjóri evrópska sambandsins lætur ritarann svara spurningum fyrir sig. 10. júlí 2014 06:30
Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15
Laug EHF að handboltaforystu Íslands? Framkvæmdastjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins leggur til breytingar í þröngum fimm manna hring sem nánast undantekningalaust eru samþykktar. Aum svör Evrópska handknattleikssambandsins til HSÍ. 11. júlí 2014 06:30
Formaður HSÍ: Vitum ekki um neinar reglubreytingar Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að ákvörðun IHF um að hleypa Þýskalandi á HM hafi komið sér á óvart. 9. júlí 2014 18:45
Landsliðsþjálfari Ástralíu brjálaður Landsliðsþjálfari Ástrala í handbolta, Daninn Jan Ottosen, vandar forystu alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, ekki kveðjurnar. 10. júlí 2014 15:30
Formaður HSÍ: Fengum ekki fullnægjandi svör Evrópska handknattleikssambandið bendir á Alþjóðasambandið og svarar engu. 10. júlí 2014 10:30
EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eftir fundinn í gær Evrópska handknattleikssambandið mun skoða ákvörðun Alþjóðasambandsins nánar. 9. júlí 2014 09:48