Ísland á að fara dómstólaleiðina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. júlí 2014 08:00 Þýskaland varð í fimmta sæti á HM á Spáni 2013 sem fleytti þeim þýsku alla leið til Katar. fréttablaðið/getty Ákvörðun Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, að úthluta Þýskalandi sæti Eyjaálfu á HM í Katar hefur ekki farið fram hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins. Forráðamenn HSÍ hafa óskað eftir skýringum frá bæði IHF og EHF, Handknattleikssambandi Evrópu, af hverju gengið var fram hjá Íslandi en án mikils árangurs. Ísland var tilnefnt sem fyrsta varaþjóð Evrópu af EHF en það virtist engin áhrif hafa á forráðamenn IHF sem veittu Þýskalandi þátttökurétt á þeim forsendum að liðið náði bestum árangri (5. sæti) á HM 2013 af þeim liðum sem féllu út í undankeppni HM í Katar.Olof Bruchmann er ritstjóri vikuritsins Handball Woche, eins virtasta fjölmiðils Þýskalands sem fjallar um handbolta. Bruchmann segir að ákvörðun IHF hafi að mestu verið tekið fagnandi í ytra.Ánægja í Þýskalandi „Ég er auðvitað ánægður með að Þýskaland verði með á HM. Það þýðir að við getum vakið meiri athygli á okkar störfum auk þess sem þátttakan hefur bein áhrif á áskriftasölu,“ sagði Bruchmann í samtali við Fréttablaðið. „Maður heyrir þó ýmislegt misjafnt um þessa ákvörðun og umræða hefur farið fram um ástæður þess að Þýskalandi var úthlutað þessum „wildcard“-þátttökurétti. Bruchmann á þó ekki von á því að þýska handboltaforystan muni velta vöngum yfir málinu. „Sérstaklega ekki þar sem Þýskaland missti af ÓL í Lundúnum, EM í Danmörku og tapaði fyrir Póllandi í umspilinu fyrir HM í Katar. Það er hlutverk okkar blaðamanna að leita allra mögulega svara en það mun enginn leikmaður, þjálfari eða forráðamaður liðs í Þýskalandi kvarta undan þessu. Þeir eru allir ánægðir með að þýska landsliðið sé aftur með á stórmóti.“Snýst líka um Ólympíuleikana Bruchmann segir morgunljóst að miklir fjárhagslegir hagsmunir eru fólgnir í þátttöku Þýskalands á stórmóti eins og HM. „Þýski markaðurinn og þýska úrvalsdeildin eru afar mikilvæg í handboltaheiminum og þessi markaður verður að vera til staðar á HM. Og það kemur meira til en bara peningar því handboltinn hefur verið að berjast fyrir tilverurétti sínum á Ólympíuleikum. Það verður því að viðhalda áhuga stuðningsmanna, styrktaraðila og sjónvarpstöðva því annars á íþróttin það á hættu að missa tilverurétt sinn á Ólympíuleikum,“ bendir hann á. Bruchmann telur þó að Ísland ætti að leita allra leiða til að láta reyna á ákvörðun IHF. „Forráðamenn Hamburg ákváðu að kæra þegar liðið fékk ekki keppnisleyfi í þýsku úrvalsdeildinni og það gekk eftir. Ég myndi því ráðleggja Íslandi að kanna alla möguleika, þó ekki nema til að fullvissa sig um að allar mögulegar leiðir voru reyndar. Við verðum með nítján lið í úrvalsdeildinni í Þýskalandi í vetur – kannski verða 30 lið á HM í Katar en ekki 24. Maður veit aldrei,“ sagði Bruchmann að lokum. Handbolti Tengdar fréttir Einar: Við munum leita allra leiða Framkvæmdarstjóri HSÍ er afar undrandi á þeirri ákvörðun að gefa Þýskalandi þátttökurétt á HM í Katar. 8. júlí 2014 16:45 Íþróttaljós: Reglugerðin sem enginn vissi af Alþjóðahandknattleikssambandið breytti reglunum um hvaða þjóð kæmi til vara ef einhver skyldi ekki fá keppnisleyfi, en lét engan vita. Framkvæmdastjóri evrópska sambandsins lætur ritarann svara spurningum fyrir sig. 10. júlí 2014 06:30 Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15 Laug EHF að handboltaforystu Íslands? Framkvæmdastjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins leggur til breytingar í þröngum fimm manna hring sem nánast undantekningalaust eru samþykktar. Aum svör Evrópska handknattleikssambandsins til HSÍ. 11. júlí 2014 06:30 Formaður HSÍ: Vitum ekki um neinar reglubreytingar Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að ákvörðun IHF um að hleypa Þýskalandi á HM hafi komið sér á óvart. 9. júlí 2014 18:45 Landsliðsþjálfari Ástralíu brjálaður Landsliðsþjálfari Ástrala í handbolta, Daninn Jan Ottosen, vandar forystu alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, ekki kveðjurnar. 10. júlí 2014 15:30 Formaður HSÍ: Fengum ekki fullnægjandi svör Evrópska handknattleikssambandið bendir á Alþjóðasambandið og svarar engu. 10. júlí 2014 10:30 EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eftir fundinn í gær Evrópska handknattleikssambandið mun skoða ákvörðun Alþjóðasambandsins nánar. 9. júlí 2014 09:48 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Sjá meira
Ákvörðun Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, að úthluta Þýskalandi sæti Eyjaálfu á HM í Katar hefur ekki farið fram hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins. Forráðamenn HSÍ hafa óskað eftir skýringum frá bæði IHF og EHF, Handknattleikssambandi Evrópu, af hverju gengið var fram hjá Íslandi en án mikils árangurs. Ísland var tilnefnt sem fyrsta varaþjóð Evrópu af EHF en það virtist engin áhrif hafa á forráðamenn IHF sem veittu Þýskalandi þátttökurétt á þeim forsendum að liðið náði bestum árangri (5. sæti) á HM 2013 af þeim liðum sem féllu út í undankeppni HM í Katar.Olof Bruchmann er ritstjóri vikuritsins Handball Woche, eins virtasta fjölmiðils Þýskalands sem fjallar um handbolta. Bruchmann segir að ákvörðun IHF hafi að mestu verið tekið fagnandi í ytra.Ánægja í Þýskalandi „Ég er auðvitað ánægður með að Þýskaland verði með á HM. Það þýðir að við getum vakið meiri athygli á okkar störfum auk þess sem þátttakan hefur bein áhrif á áskriftasölu,“ sagði Bruchmann í samtali við Fréttablaðið. „Maður heyrir þó ýmislegt misjafnt um þessa ákvörðun og umræða hefur farið fram um ástæður þess að Þýskalandi var úthlutað þessum „wildcard“-þátttökurétti. Bruchmann á þó ekki von á því að þýska handboltaforystan muni velta vöngum yfir málinu. „Sérstaklega ekki þar sem Þýskaland missti af ÓL í Lundúnum, EM í Danmörku og tapaði fyrir Póllandi í umspilinu fyrir HM í Katar. Það er hlutverk okkar blaðamanna að leita allra mögulega svara en það mun enginn leikmaður, þjálfari eða forráðamaður liðs í Þýskalandi kvarta undan þessu. Þeir eru allir ánægðir með að þýska landsliðið sé aftur með á stórmóti.“Snýst líka um Ólympíuleikana Bruchmann segir morgunljóst að miklir fjárhagslegir hagsmunir eru fólgnir í þátttöku Þýskalands á stórmóti eins og HM. „Þýski markaðurinn og þýska úrvalsdeildin eru afar mikilvæg í handboltaheiminum og þessi markaður verður að vera til staðar á HM. Og það kemur meira til en bara peningar því handboltinn hefur verið að berjast fyrir tilverurétti sínum á Ólympíuleikum. Það verður því að viðhalda áhuga stuðningsmanna, styrktaraðila og sjónvarpstöðva því annars á íþróttin það á hættu að missa tilverurétt sinn á Ólympíuleikum,“ bendir hann á. Bruchmann telur þó að Ísland ætti að leita allra leiða til að láta reyna á ákvörðun IHF. „Forráðamenn Hamburg ákváðu að kæra þegar liðið fékk ekki keppnisleyfi í þýsku úrvalsdeildinni og það gekk eftir. Ég myndi því ráðleggja Íslandi að kanna alla möguleika, þó ekki nema til að fullvissa sig um að allar mögulegar leiðir voru reyndar. Við verðum með nítján lið í úrvalsdeildinni í Þýskalandi í vetur – kannski verða 30 lið á HM í Katar en ekki 24. Maður veit aldrei,“ sagði Bruchmann að lokum.
Handbolti Tengdar fréttir Einar: Við munum leita allra leiða Framkvæmdarstjóri HSÍ er afar undrandi á þeirri ákvörðun að gefa Þýskalandi þátttökurétt á HM í Katar. 8. júlí 2014 16:45 Íþróttaljós: Reglugerðin sem enginn vissi af Alþjóðahandknattleikssambandið breytti reglunum um hvaða þjóð kæmi til vara ef einhver skyldi ekki fá keppnisleyfi, en lét engan vita. Framkvæmdastjóri evrópska sambandsins lætur ritarann svara spurningum fyrir sig. 10. júlí 2014 06:30 Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15 Laug EHF að handboltaforystu Íslands? Framkvæmdastjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins leggur til breytingar í þröngum fimm manna hring sem nánast undantekningalaust eru samþykktar. Aum svör Evrópska handknattleikssambandsins til HSÍ. 11. júlí 2014 06:30 Formaður HSÍ: Vitum ekki um neinar reglubreytingar Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að ákvörðun IHF um að hleypa Þýskalandi á HM hafi komið sér á óvart. 9. júlí 2014 18:45 Landsliðsþjálfari Ástralíu brjálaður Landsliðsþjálfari Ástrala í handbolta, Daninn Jan Ottosen, vandar forystu alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, ekki kveðjurnar. 10. júlí 2014 15:30 Formaður HSÍ: Fengum ekki fullnægjandi svör Evrópska handknattleikssambandið bendir á Alþjóðasambandið og svarar engu. 10. júlí 2014 10:30 EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eftir fundinn í gær Evrópska handknattleikssambandið mun skoða ákvörðun Alþjóðasambandsins nánar. 9. júlí 2014 09:48 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Sjá meira
Einar: Við munum leita allra leiða Framkvæmdarstjóri HSÍ er afar undrandi á þeirri ákvörðun að gefa Þýskalandi þátttökurétt á HM í Katar. 8. júlí 2014 16:45
Íþróttaljós: Reglugerðin sem enginn vissi af Alþjóðahandknattleikssambandið breytti reglunum um hvaða þjóð kæmi til vara ef einhver skyldi ekki fá keppnisleyfi, en lét engan vita. Framkvæmdastjóri evrópska sambandsins lætur ritarann svara spurningum fyrir sig. 10. júlí 2014 06:30
Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15
Laug EHF að handboltaforystu Íslands? Framkvæmdastjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins leggur til breytingar í þröngum fimm manna hring sem nánast undantekningalaust eru samþykktar. Aum svör Evrópska handknattleikssambandsins til HSÍ. 11. júlí 2014 06:30
Formaður HSÍ: Vitum ekki um neinar reglubreytingar Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að ákvörðun IHF um að hleypa Þýskalandi á HM hafi komið sér á óvart. 9. júlí 2014 18:45
Landsliðsþjálfari Ástralíu brjálaður Landsliðsþjálfari Ástrala í handbolta, Daninn Jan Ottosen, vandar forystu alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, ekki kveðjurnar. 10. júlí 2014 15:30
Formaður HSÍ: Fengum ekki fullnægjandi svör Evrópska handknattleikssambandið bendir á Alþjóðasambandið og svarar engu. 10. júlí 2014 10:30
EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eftir fundinn í gær Evrópska handknattleikssambandið mun skoða ákvörðun Alþjóðasambandsins nánar. 9. júlí 2014 09:48