Chia-grautur og fagleg vinnubrögð Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 11. júlí 2014 07:00 Litla þjóðin sem fyrir svo stuttu síðan sat á moldargólfi í torfbæ og drakk mysu skiptist nú á uppskriftum á chia-grautum á Facebook og ræðir kosti og galla HD-útsendinga frá heimsmeistaramótinu í fótbolta. Íslendingar geta verið stoltir af því að vera fljótir að tileinka sér nýjungar og vera óhræddir við tækni og framfarir. Orðspor okkar hefur jafnvel náð út fyrir landsteinana og þar erum við víst talin frábær í að takast á við ný og krefjandi verkefni enda til í allt (heyrt á hárgreiðslustofu). Það sem er kannski lýsandi fyrir það hversu greiðan aðgang nýjungar eiga að Íslendingum er chia-grautur. Chia-grautur er frekar dýr vara sem hefur slepjukennda áferð og er smá vesen að útbúa. Fyrir 1.800 krónur má kaupa grátt slím sem minnir helst á einhverja óhugnanlega framtíðarmynd. Á örskömmum tíma hefur hann leyst af hafragrautinn, ristaða brauðið og jógúrtina. Ég er stolt af því að vera hluti af þessari litlu þjóð sem hefur þróast á undraverðum hraða og sýnt heiminum að við séum alvöru leikmenn sem komast næstum því á HM. Ég er líka orðin þreytt á því að gömul vinnubrögð og skortur á fagmennsku sé hin hliðin á sama peningi. Þá er ég kannski komin að punktinum, fylgja þessum nýjungum og framförum í tækni ný vinnubrögð? Þær framfarir sem felast í því að skipa nefnd sem meta á hæfi seðlabankastjóra mega ekki felast í því að nefndin hittist á Skype og póki hvert annað á Facebook, heldur í faglegu vali nefndarmanna og faglegri vinnu nefndarinnar. Gæði Háskóla Íslands sem óháðrar stofnunar geta ekki falist í spjaldtölvuvæðingu heldur því smáverkefni að stimpla ekki hvað sem er sem óháða úttekt í eigin nafni. Ég rauk til og keypti chia-graut og mallaði eitthvað í flýti í eldhúsinu og endaði uppi með eitthvað hræðilegt grátt slím sem ég slafraði í mig í nafni framfara. Við erum komin með nýjungarnar, við erum óhrædd og hugrökk. Núna þurfum við bara að tryggja vönduð vinnubrögð og þá lukkast þetta vel. Eftir ábendingar á Facebook í gær lærði ég að möndlumjólk og kíví eru lykillinn að vel lukkuðum chia-graut. Þar hafið þið það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Soffía Jónsdóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Litla þjóðin sem fyrir svo stuttu síðan sat á moldargólfi í torfbæ og drakk mysu skiptist nú á uppskriftum á chia-grautum á Facebook og ræðir kosti og galla HD-útsendinga frá heimsmeistaramótinu í fótbolta. Íslendingar geta verið stoltir af því að vera fljótir að tileinka sér nýjungar og vera óhræddir við tækni og framfarir. Orðspor okkar hefur jafnvel náð út fyrir landsteinana og þar erum við víst talin frábær í að takast á við ný og krefjandi verkefni enda til í allt (heyrt á hárgreiðslustofu). Það sem er kannski lýsandi fyrir það hversu greiðan aðgang nýjungar eiga að Íslendingum er chia-grautur. Chia-grautur er frekar dýr vara sem hefur slepjukennda áferð og er smá vesen að útbúa. Fyrir 1.800 krónur má kaupa grátt slím sem minnir helst á einhverja óhugnanlega framtíðarmynd. Á örskömmum tíma hefur hann leyst af hafragrautinn, ristaða brauðið og jógúrtina. Ég er stolt af því að vera hluti af þessari litlu þjóð sem hefur þróast á undraverðum hraða og sýnt heiminum að við séum alvöru leikmenn sem komast næstum því á HM. Ég er líka orðin þreytt á því að gömul vinnubrögð og skortur á fagmennsku sé hin hliðin á sama peningi. Þá er ég kannski komin að punktinum, fylgja þessum nýjungum og framförum í tækni ný vinnubrögð? Þær framfarir sem felast í því að skipa nefnd sem meta á hæfi seðlabankastjóra mega ekki felast í því að nefndin hittist á Skype og póki hvert annað á Facebook, heldur í faglegu vali nefndarmanna og faglegri vinnu nefndarinnar. Gæði Háskóla Íslands sem óháðrar stofnunar geta ekki falist í spjaldtölvuvæðingu heldur því smáverkefni að stimpla ekki hvað sem er sem óháða úttekt í eigin nafni. Ég rauk til og keypti chia-graut og mallaði eitthvað í flýti í eldhúsinu og endaði uppi með eitthvað hræðilegt grátt slím sem ég slafraði í mig í nafni framfara. Við erum komin með nýjungarnar, við erum óhrædd og hugrökk. Núna þurfum við bara að tryggja vönduð vinnubrögð og þá lukkast þetta vel. Eftir ábendingar á Facebook í gær lærði ég að möndlumjólk og kíví eru lykillinn að vel lukkuðum chia-graut. Þar hafið þið það.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar