Verndartollar þótt innlend framleiðsla anni ekki eftirspurn Sveinn Arnarsson skrifar 8. júlí 2014 10:00 VÍSIR/VILHELM Árið 2013 var um 77 þúsund svínum slátrað á Íslandi. Sú framleiðsla dugði ekki til að anna eftirspurn neytenda eftir ákveðnum hlutum grísanna, svo sem grísahryggjum og svínasíðum, og þurfti að flytja inn um 440 tonn af svínakjöti. Þrátt fyrir þennan annmarka í innlendri framleiðslu þurfa kjötvinnslur og sláturleyfishafar sem flytja inn þessar afurðir, sem augljóslega er skortur á, að greiða himinháa tolla á þessum vörum. Verndartollar á innfluttu kjöti eru hugsaðir til þess að vernda innlendan landbúnað. Hins vegar skýtur það skökku við að tollar séu greiddir af kjöti sem skortur er á í landinu og þegar innlendur landbúnaður getur ekki annað eftirspurn íslenskra neytenda. Einnig hafa margoft heyrst mótbárur gegn verndartollum á svínakjöt þar sem hægt sé að fá ódýrara kjöt frá öðrum Evrópulöndum, neytendum til hagsbóta. Þar sem svínabændur séu þetta fáir skjóti skökku við að þeir njóti vafans en ekki neytandinn. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd, er á þeirri skoðun að tollar eigi ekki að vera á kjöt sem sé ekki til á Íslandi. Hann segir grundvallarafstöðu sína vera þá að ef íslenskur landbúnaður eða iðnaður yfirhöfuð annar ekki innlendri eftirspurn þá eigi að flytja vöruna inn án þess að tolla hana upp í rjáfur. „Það hefur enginn Íslendingur drepist á ferðum sínum erlendis við það að borða svínakjöt,“ segir Vilhjálmur.Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞAndrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, tekur í sama streng og segir þessa umræðu ekki nýja af nálinni. „Við höfum margítrekað bent á þessa hluti og gerum það aftur. Þetta hefur lengi verið baráttumál okkar,“ segir Andrés. „Við erum þeirrar skoðunar að þegar innlend framleiðsla getur ekki annað eftirspurn eigi að flytja inn vöruna tollfrjálsa..“ Andrés bendir einnig á að sama öryggiskerfi sé á Íslandi og í löndum Evrópusambandsins. Kjöt sem framleitt er í þeim löndum uppfylli alla innlenda staðla. „Neytendur og kaupendur eiga að vera í vissu um það að vara sem er talin góð annars staðar í Evrópu er einnig nógu góð hér heima,“ segir Andrés.Haraldur BenediktssonHaraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ósammála flokksbróður sínum og telur tollana vera til hagsbóta fyrir neytendur. „Við getum ekki gefið tollana bara frjálsa og leyft óheftan innflutning á svínakjöti. Þetta er alveg eins og við getum ekki leyft óheftan innflutning á blaðamönnum eða verkamönnum frá öðrum löndum Evrópu á því verði sem tíðkast þar. Ef það væri leyft þá færi ekki vel fyrir innlendum markaði,“ segir Haraldur. Tengdar fréttir Stór hluti beikons á Íslandi úr innfluttum svínasíðum Nærri helmingur beikons á Íslandi er úr innfluttum svínasíðum. Um 300 tonn af svínasíðum voru flutt inn til landsins í fyrra til að anna eftirspurn eftir beikoni. Sláturfélag suðurlands upprunamerkir ekki beikonið, líkt og aðrar 7. júlí 2014 07:00 Búrfell bara með íslenskt beikon Aukin kolvetnisneysla Íslendinga hefur aukið eftirspurn eftir beikoni. Mikið flutt inn af svínakjöti en Búrfell framleiðir eingöngu íslenskt beikon. 7. júlí 2014 14:15 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Árið 2013 var um 77 þúsund svínum slátrað á Íslandi. Sú framleiðsla dugði ekki til að anna eftirspurn neytenda eftir ákveðnum hlutum grísanna, svo sem grísahryggjum og svínasíðum, og þurfti að flytja inn um 440 tonn af svínakjöti. Þrátt fyrir þennan annmarka í innlendri framleiðslu þurfa kjötvinnslur og sláturleyfishafar sem flytja inn þessar afurðir, sem augljóslega er skortur á, að greiða himinháa tolla á þessum vörum. Verndartollar á innfluttu kjöti eru hugsaðir til þess að vernda innlendan landbúnað. Hins vegar skýtur það skökku við að tollar séu greiddir af kjöti sem skortur er á í landinu og þegar innlendur landbúnaður getur ekki annað eftirspurn íslenskra neytenda. Einnig hafa margoft heyrst mótbárur gegn verndartollum á svínakjöt þar sem hægt sé að fá ódýrara kjöt frá öðrum Evrópulöndum, neytendum til hagsbóta. Þar sem svínabændur séu þetta fáir skjóti skökku við að þeir njóti vafans en ekki neytandinn. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd, er á þeirri skoðun að tollar eigi ekki að vera á kjöt sem sé ekki til á Íslandi. Hann segir grundvallarafstöðu sína vera þá að ef íslenskur landbúnaður eða iðnaður yfirhöfuð annar ekki innlendri eftirspurn þá eigi að flytja vöruna inn án þess að tolla hana upp í rjáfur. „Það hefur enginn Íslendingur drepist á ferðum sínum erlendis við það að borða svínakjöt,“ segir Vilhjálmur.Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞAndrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, tekur í sama streng og segir þessa umræðu ekki nýja af nálinni. „Við höfum margítrekað bent á þessa hluti og gerum það aftur. Þetta hefur lengi verið baráttumál okkar,“ segir Andrés. „Við erum þeirrar skoðunar að þegar innlend framleiðsla getur ekki annað eftirspurn eigi að flytja inn vöruna tollfrjálsa..“ Andrés bendir einnig á að sama öryggiskerfi sé á Íslandi og í löndum Evrópusambandsins. Kjöt sem framleitt er í þeim löndum uppfylli alla innlenda staðla. „Neytendur og kaupendur eiga að vera í vissu um það að vara sem er talin góð annars staðar í Evrópu er einnig nógu góð hér heima,“ segir Andrés.Haraldur BenediktssonHaraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ósammála flokksbróður sínum og telur tollana vera til hagsbóta fyrir neytendur. „Við getum ekki gefið tollana bara frjálsa og leyft óheftan innflutning á svínakjöti. Þetta er alveg eins og við getum ekki leyft óheftan innflutning á blaðamönnum eða verkamönnum frá öðrum löndum Evrópu á því verði sem tíðkast þar. Ef það væri leyft þá færi ekki vel fyrir innlendum markaði,“ segir Haraldur.
Tengdar fréttir Stór hluti beikons á Íslandi úr innfluttum svínasíðum Nærri helmingur beikons á Íslandi er úr innfluttum svínasíðum. Um 300 tonn af svínasíðum voru flutt inn til landsins í fyrra til að anna eftirspurn eftir beikoni. Sláturfélag suðurlands upprunamerkir ekki beikonið, líkt og aðrar 7. júlí 2014 07:00 Búrfell bara með íslenskt beikon Aukin kolvetnisneysla Íslendinga hefur aukið eftirspurn eftir beikoni. Mikið flutt inn af svínakjöti en Búrfell framleiðir eingöngu íslenskt beikon. 7. júlí 2014 14:15 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Stór hluti beikons á Íslandi úr innfluttum svínasíðum Nærri helmingur beikons á Íslandi er úr innfluttum svínasíðum. Um 300 tonn af svínasíðum voru flutt inn til landsins í fyrra til að anna eftirspurn eftir beikoni. Sláturfélag suðurlands upprunamerkir ekki beikonið, líkt og aðrar 7. júlí 2014 07:00
Búrfell bara með íslenskt beikon Aukin kolvetnisneysla Íslendinga hefur aukið eftirspurn eftir beikoni. Mikið flutt inn af svínakjöti en Búrfell framleiðir eingöngu íslenskt beikon. 7. júlí 2014 14:15
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur