Fáein orð um samtakamátt Kristján Þór Júlíusson skrifar 27. júní 2014 10:26 Landspítala voru í gær færðar að gjöf 110 milljónir króna til kaupa á svokölluðum aðgerðaþjarka. Gjöfin kemur úr sjóði sem stofnaður var í þessum tilgangi en samkvæmt samkomulagi við spítalann skyldi ráðist í kaupin, tækist að safna fyrir um helmingi kaupverðsins. Söfnunin hefur staðið yfir í tæpt ár og gengið vonum framar, enda eldhugar sem efndu til hennar og kveiktu áhuga hjá öðrum til þátttöku. Mikilvægi aðgerðaþjarkans er margþætt og hugurinn að baki söfnuninni skiptir einnig máli. Framlög hafa borist víðs vegar að af landinu, smá og stór, frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum, að ógleymdum þeim merka Pokasjóði sem lagði drjúgt til mála. Þannig sýnir fólk hug sinn til Landspítalans sem stendur augljóslega undir nafni sem þjóðarsjúkrahúsið okkar allra. Þessi söfnun er líka frábært dæmi um samtakamáttinn, hvernig hann getur flutt fjöll, stuðlað að framförum og fært okkur nýja sigra. Faglegt mikilvægi aðgerðaþjarkans er óumdeilt. Tæki sem þessi eru til á sjúkrahúsum víða um heim og fer fjölgandi. Um læknisfræðilegt gildi ætla ég ekki að fjölyrða en vísa á viðtal við Eirík Jónsson yfirlækni í Læknablaðinu á liðnu ári. Bætt meðferð og skjótari bati sjúklinga er stærsti ávinningurinn en að auki fæst sá stóri bónus að Landspítalinn fetar inn í heim nýjustu tækni nútíðar og framtíðar. Ég hef nefnt nafn Eiríks Jónssonar og vil þakka honum sérstaklega fyrir framsýni og metnað sem hann ber í brjósti fyrir sérgrein sína, sjúklinga og framtíð Landspítalans. Eiríkur hefur verið ein helsta driffjöðrin að baki söfnuninni og hans þáttur er ómetanlegur. Alþingi samþykkti á liðnu ári áætlun um aukin framlög næstu árin til endurnýjunar á tækjakosti Landspítalans, auk þess sem rekstrargrunnur spítalans var styrktur. Þetta skiptir miklu og mun gera spítalanum kleift að standa undir mikilvægri endurnýjun tækja frá ári til árs. Kaupin á aðgerðaþjarkanum hefðu ekki verið gerleg hefði söfnunin ekki komið til – en með þessu merka söfnunarátaki og auknum framlögum úr ríkissjóði er þetta þjóðþrifamál mögulegt. Vörn síðustu ára hefur verið snúið í sókn hjá Landspítalanum og fram undan eru bjartari tímar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Landspítala voru í gær færðar að gjöf 110 milljónir króna til kaupa á svokölluðum aðgerðaþjarka. Gjöfin kemur úr sjóði sem stofnaður var í þessum tilgangi en samkvæmt samkomulagi við spítalann skyldi ráðist í kaupin, tækist að safna fyrir um helmingi kaupverðsins. Söfnunin hefur staðið yfir í tæpt ár og gengið vonum framar, enda eldhugar sem efndu til hennar og kveiktu áhuga hjá öðrum til þátttöku. Mikilvægi aðgerðaþjarkans er margþætt og hugurinn að baki söfnuninni skiptir einnig máli. Framlög hafa borist víðs vegar að af landinu, smá og stór, frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum, að ógleymdum þeim merka Pokasjóði sem lagði drjúgt til mála. Þannig sýnir fólk hug sinn til Landspítalans sem stendur augljóslega undir nafni sem þjóðarsjúkrahúsið okkar allra. Þessi söfnun er líka frábært dæmi um samtakamáttinn, hvernig hann getur flutt fjöll, stuðlað að framförum og fært okkur nýja sigra. Faglegt mikilvægi aðgerðaþjarkans er óumdeilt. Tæki sem þessi eru til á sjúkrahúsum víða um heim og fer fjölgandi. Um læknisfræðilegt gildi ætla ég ekki að fjölyrða en vísa á viðtal við Eirík Jónsson yfirlækni í Læknablaðinu á liðnu ári. Bætt meðferð og skjótari bati sjúklinga er stærsti ávinningurinn en að auki fæst sá stóri bónus að Landspítalinn fetar inn í heim nýjustu tækni nútíðar og framtíðar. Ég hef nefnt nafn Eiríks Jónssonar og vil þakka honum sérstaklega fyrir framsýni og metnað sem hann ber í brjósti fyrir sérgrein sína, sjúklinga og framtíð Landspítalans. Eiríkur hefur verið ein helsta driffjöðrin að baki söfnuninni og hans þáttur er ómetanlegur. Alþingi samþykkti á liðnu ári áætlun um aukin framlög næstu árin til endurnýjunar á tækjakosti Landspítalans, auk þess sem rekstrargrunnur spítalans var styrktur. Þetta skiptir miklu og mun gera spítalanum kleift að standa undir mikilvægri endurnýjun tækja frá ári til árs. Kaupin á aðgerðaþjarkanum hefðu ekki verið gerleg hefði söfnunin ekki komið til – en með þessu merka söfnunarátaki og auknum framlögum úr ríkissjóði er þetta þjóðþrifamál mögulegt. Vörn síðustu ára hefur verið snúið í sókn hjá Landspítalanum og fram undan eru bjartari tímar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun