Af lagaleið Hreiðar Már Sigurðsson skrifar 27. júní 2014 10:26 Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifaði grein undir fyrirsögninni „Dugar lögfræðin?“ sem birtist í Fréttablaðinu mánudaginn 23. júní sl. Í inngangi greinarinnar setur hann upp litla „dæmisögu“ sem er bersýnilega ætlað að vísa til Al Thani-málsins sem nú bíður meðferðar í Hæstarétti Íslands. Ég sé mig knúinn til að gera nokkrar athugasemdir við þessa „dæmisögu“ vegna þess að þrátt fyrir augljós líkindi við Al Thani-málið koma fram veigamiklar staðreyndavillur í sögu Guðmundar sem snúa atvikum á hvolf og gefa villandi mynd af hinni raunverulegu atburðarás. Guðmundur Andri stillir upp þeirri mynd að fenginn hafi verið útlendingur til að kaupa stóran hlut í banka á uppsprengdu verði en aldrei greitt krónu fyrir. Þá er því haldið fram að kaupin hafi verið til þess ætluð að halda uppi verði á hlutabréfum í bankanum og áður hafi „ótal“ starfsmenn bankans verið látnir skrá sig fyrir „ómældum“ kaupum á hlutabréfum í bankanum í sama skyni.Hlutabréf á markaðsvirði Í fyrsta lagi fóru kaup Al Thanis á hlutabréfum í Kaupþingi fram á markaðsvirði en ekki á „uppsprengdu“ verði eins og segir í sögu Guðmundar Andra. Þá er beinlínis rangt að Al Thani hafi aldrei greitt krónu sjálfur fyrir kaupin. Hann tók sjálfskuldarábyrgð á helmingi kaupverðsins og gekk síðar frá samningum við slitastjórn Kaupþings um greiðslu á milljörðum vegna þeirrar ábyrgðar. Einnig er rangt að starfsmenn bankans hafi verið látnir skrá sig fyrir hlutabréfum í því skyni að halda uppi verði hlutabréfa. Starfskjör lykilstarfsmanna bankans fólu í sér rétt til kaupa á hlutabréfum í bankanum á hagstæðum kjörum. Flestir nýttu sér þann rétt. Var þar um að ræða hluta af starfskjarastefnu bankans sem samþykkt var af hluthöfum á aðalfundi en ekki tilraun til að hafa áhrif á markaðsverð hlutabréfa. Ávallt hefur legið fyrir að við stjórnendur Kaupþings fögnuðum hlutabréfakaupum Al Thanis. Árið 2008 voru viðsjárverðir tímar í alþjóðlegum fjármálaheimi og flestir helstu bankar heimsins kepptust við að styrkja stöðu sína, meðal annars með því að styrkja hluthafahóp sinn með aðkomu fjársterkra aðila, ekki síst frá Mið-Austurlöndum. Í því fólst ekki tilraun til markaðsmisnotkunar heldur töldu helstu bankar miklu máli skipta að fá til liðs við sig sterka bakhjarla og jafnframt stækka og breikka hluthafahóp sinn.Aðkoman mikilvæg viðurkenning Hið sama gilti um Kaupþing og aðra alþjóðlega banka. Enn fremur átti Kaupþing ekki eins gott skjól hjá seðlabanka sínum og bankar sem nutu skjóls stærri seðlabanka og stærri gjaldmiðla. Aðkoma Al Thanis, eins auðugasta fjárfestis í heimi, að hluthafahópi Kaupþings var mikilvæg viðurkenning á því að hann liti á Kaupþing sem ákjósanlegan fjárfestingarkost og hefðu kaup hans styrkt Kaupþing til framtíðar ef ekki hefðu komið til utanaðkomandi atburðir, sem kipptu fótunum undan bankanum. Uppgjör falls bankanna á Íslandi hefur að mestu falist í því að stofnað var sérstakt embætti saksóknara sem hefur það hlutverk að glæpavæða og skilgreina alla starfsemi íslensku bankanna fyrir hrun sem skipulagða glæpastarfsemi. Í þeim tilgangi hafa hundruð manna haft réttarstöðu grunaðs eða sakbornings í á sjötta ár. Sakborningar í hrunmálum hafa neyðst til að ráða sér verjendur og réttargæslumenn. Guðmundur Andri telur að uppgjörið við hrunið hafi ekki farið almennilega fram hér á Íslandi vegna þess að það hafi verið of mikið „á forsendum lögfræðinganna“.Litið í eigin barm Það er hægt að taka undir með Guðmundi Andra að sennilega er ekki besta leiðin til að gera upp við hrunið að gera það á forsendum lögfræðinganna. Það er hins vegar fráleitt að gera þá kröfu til sakborninga í hrunmálum að þeir falli frá rétti sínum til að halda uppi vörnum í dómsmálum sem saksóknarar höfða gegn þeim. Flestir geta litið í eigin barm og fundið til ábyrgðar á því sem fór úrskeiðis hér á landi í aðdraganda falls bankanna 2008 og við sem stjórnuðum bönkunum getum að sjálfsögðu ekki vikist undan okkar ábyrgð. Það gleymist hins vegar oft að það voru ekki aðeins íslenskir bankar sem féllu í hinni alþjóðlegu fjármálakrísu. Bankar um allan heim féllu. Hvergi hefur verið reynt að glæpavæða þessa fjármálakrísu með almennum hætti nema hér á Íslandi. Það er því ekki endilega góður byrjunarpunktur að hefja umræðu og uppgjör við fall íslensku bankanna á að ganga út frá því að að fall þeirra hafi stafað af víðfeðmri glæpastarfsemi eigenda þeirra, stjórnenda eða almennra starfsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Dugar lögfræðin? Ímyndum okkur að ég hafi verið bankastjóri og fengið mann frá Fjarskanistan til þess að kaupa stóran hlut í bankanum á uppsprengdu verði; bankinn hafi sjálfur fjármagnað kaupin og viðkomandi maður aldrei borgað krónu sjálfur... 23. júní 2014 07:00 Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifaði grein undir fyrirsögninni „Dugar lögfræðin?“ sem birtist í Fréttablaðinu mánudaginn 23. júní sl. Í inngangi greinarinnar setur hann upp litla „dæmisögu“ sem er bersýnilega ætlað að vísa til Al Thani-málsins sem nú bíður meðferðar í Hæstarétti Íslands. Ég sé mig knúinn til að gera nokkrar athugasemdir við þessa „dæmisögu“ vegna þess að þrátt fyrir augljós líkindi við Al Thani-málið koma fram veigamiklar staðreyndavillur í sögu Guðmundar sem snúa atvikum á hvolf og gefa villandi mynd af hinni raunverulegu atburðarás. Guðmundur Andri stillir upp þeirri mynd að fenginn hafi verið útlendingur til að kaupa stóran hlut í banka á uppsprengdu verði en aldrei greitt krónu fyrir. Þá er því haldið fram að kaupin hafi verið til þess ætluð að halda uppi verði á hlutabréfum í bankanum og áður hafi „ótal“ starfsmenn bankans verið látnir skrá sig fyrir „ómældum“ kaupum á hlutabréfum í bankanum í sama skyni.Hlutabréf á markaðsvirði Í fyrsta lagi fóru kaup Al Thanis á hlutabréfum í Kaupþingi fram á markaðsvirði en ekki á „uppsprengdu“ verði eins og segir í sögu Guðmundar Andra. Þá er beinlínis rangt að Al Thani hafi aldrei greitt krónu sjálfur fyrir kaupin. Hann tók sjálfskuldarábyrgð á helmingi kaupverðsins og gekk síðar frá samningum við slitastjórn Kaupþings um greiðslu á milljörðum vegna þeirrar ábyrgðar. Einnig er rangt að starfsmenn bankans hafi verið látnir skrá sig fyrir hlutabréfum í því skyni að halda uppi verði hlutabréfa. Starfskjör lykilstarfsmanna bankans fólu í sér rétt til kaupa á hlutabréfum í bankanum á hagstæðum kjörum. Flestir nýttu sér þann rétt. Var þar um að ræða hluta af starfskjarastefnu bankans sem samþykkt var af hluthöfum á aðalfundi en ekki tilraun til að hafa áhrif á markaðsverð hlutabréfa. Ávallt hefur legið fyrir að við stjórnendur Kaupþings fögnuðum hlutabréfakaupum Al Thanis. Árið 2008 voru viðsjárverðir tímar í alþjóðlegum fjármálaheimi og flestir helstu bankar heimsins kepptust við að styrkja stöðu sína, meðal annars með því að styrkja hluthafahóp sinn með aðkomu fjársterkra aðila, ekki síst frá Mið-Austurlöndum. Í því fólst ekki tilraun til markaðsmisnotkunar heldur töldu helstu bankar miklu máli skipta að fá til liðs við sig sterka bakhjarla og jafnframt stækka og breikka hluthafahóp sinn.Aðkoman mikilvæg viðurkenning Hið sama gilti um Kaupþing og aðra alþjóðlega banka. Enn fremur átti Kaupþing ekki eins gott skjól hjá seðlabanka sínum og bankar sem nutu skjóls stærri seðlabanka og stærri gjaldmiðla. Aðkoma Al Thanis, eins auðugasta fjárfestis í heimi, að hluthafahópi Kaupþings var mikilvæg viðurkenning á því að hann liti á Kaupþing sem ákjósanlegan fjárfestingarkost og hefðu kaup hans styrkt Kaupþing til framtíðar ef ekki hefðu komið til utanaðkomandi atburðir, sem kipptu fótunum undan bankanum. Uppgjör falls bankanna á Íslandi hefur að mestu falist í því að stofnað var sérstakt embætti saksóknara sem hefur það hlutverk að glæpavæða og skilgreina alla starfsemi íslensku bankanna fyrir hrun sem skipulagða glæpastarfsemi. Í þeim tilgangi hafa hundruð manna haft réttarstöðu grunaðs eða sakbornings í á sjötta ár. Sakborningar í hrunmálum hafa neyðst til að ráða sér verjendur og réttargæslumenn. Guðmundur Andri telur að uppgjörið við hrunið hafi ekki farið almennilega fram hér á Íslandi vegna þess að það hafi verið of mikið „á forsendum lögfræðinganna“.Litið í eigin barm Það er hægt að taka undir með Guðmundi Andra að sennilega er ekki besta leiðin til að gera upp við hrunið að gera það á forsendum lögfræðinganna. Það er hins vegar fráleitt að gera þá kröfu til sakborninga í hrunmálum að þeir falli frá rétti sínum til að halda uppi vörnum í dómsmálum sem saksóknarar höfða gegn þeim. Flestir geta litið í eigin barm og fundið til ábyrgðar á því sem fór úrskeiðis hér á landi í aðdraganda falls bankanna 2008 og við sem stjórnuðum bönkunum getum að sjálfsögðu ekki vikist undan okkar ábyrgð. Það gleymist hins vegar oft að það voru ekki aðeins íslenskir bankar sem féllu í hinni alþjóðlegu fjármálakrísu. Bankar um allan heim féllu. Hvergi hefur verið reynt að glæpavæða þessa fjármálakrísu með almennum hætti nema hér á Íslandi. Það er því ekki endilega góður byrjunarpunktur að hefja umræðu og uppgjör við fall íslensku bankanna á að ganga út frá því að að fall þeirra hafi stafað af víðfeðmri glæpastarfsemi eigenda þeirra, stjórnenda eða almennra starfsmanna.
Dugar lögfræðin? Ímyndum okkur að ég hafi verið bankastjóri og fengið mann frá Fjarskanistan til þess að kaupa stóran hlut í bankanum á uppsprengdu verði; bankinn hafi sjálfur fjármagnað kaupin og viðkomandi maður aldrei borgað krónu sjálfur... 23. júní 2014 07:00
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun