Af lagaleið Hreiðar Már Sigurðsson skrifar 27. júní 2014 10:26 Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifaði grein undir fyrirsögninni „Dugar lögfræðin?“ sem birtist í Fréttablaðinu mánudaginn 23. júní sl. Í inngangi greinarinnar setur hann upp litla „dæmisögu“ sem er bersýnilega ætlað að vísa til Al Thani-málsins sem nú bíður meðferðar í Hæstarétti Íslands. Ég sé mig knúinn til að gera nokkrar athugasemdir við þessa „dæmisögu“ vegna þess að þrátt fyrir augljós líkindi við Al Thani-málið koma fram veigamiklar staðreyndavillur í sögu Guðmundar sem snúa atvikum á hvolf og gefa villandi mynd af hinni raunverulegu atburðarás. Guðmundur Andri stillir upp þeirri mynd að fenginn hafi verið útlendingur til að kaupa stóran hlut í banka á uppsprengdu verði en aldrei greitt krónu fyrir. Þá er því haldið fram að kaupin hafi verið til þess ætluð að halda uppi verði á hlutabréfum í bankanum og áður hafi „ótal“ starfsmenn bankans verið látnir skrá sig fyrir „ómældum“ kaupum á hlutabréfum í bankanum í sama skyni.Hlutabréf á markaðsvirði Í fyrsta lagi fóru kaup Al Thanis á hlutabréfum í Kaupþingi fram á markaðsvirði en ekki á „uppsprengdu“ verði eins og segir í sögu Guðmundar Andra. Þá er beinlínis rangt að Al Thani hafi aldrei greitt krónu sjálfur fyrir kaupin. Hann tók sjálfskuldarábyrgð á helmingi kaupverðsins og gekk síðar frá samningum við slitastjórn Kaupþings um greiðslu á milljörðum vegna þeirrar ábyrgðar. Einnig er rangt að starfsmenn bankans hafi verið látnir skrá sig fyrir hlutabréfum í því skyni að halda uppi verði hlutabréfa. Starfskjör lykilstarfsmanna bankans fólu í sér rétt til kaupa á hlutabréfum í bankanum á hagstæðum kjörum. Flestir nýttu sér þann rétt. Var þar um að ræða hluta af starfskjarastefnu bankans sem samþykkt var af hluthöfum á aðalfundi en ekki tilraun til að hafa áhrif á markaðsverð hlutabréfa. Ávallt hefur legið fyrir að við stjórnendur Kaupþings fögnuðum hlutabréfakaupum Al Thanis. Árið 2008 voru viðsjárverðir tímar í alþjóðlegum fjármálaheimi og flestir helstu bankar heimsins kepptust við að styrkja stöðu sína, meðal annars með því að styrkja hluthafahóp sinn með aðkomu fjársterkra aðila, ekki síst frá Mið-Austurlöndum. Í því fólst ekki tilraun til markaðsmisnotkunar heldur töldu helstu bankar miklu máli skipta að fá til liðs við sig sterka bakhjarla og jafnframt stækka og breikka hluthafahóp sinn.Aðkoman mikilvæg viðurkenning Hið sama gilti um Kaupþing og aðra alþjóðlega banka. Enn fremur átti Kaupþing ekki eins gott skjól hjá seðlabanka sínum og bankar sem nutu skjóls stærri seðlabanka og stærri gjaldmiðla. Aðkoma Al Thanis, eins auðugasta fjárfestis í heimi, að hluthafahópi Kaupþings var mikilvæg viðurkenning á því að hann liti á Kaupþing sem ákjósanlegan fjárfestingarkost og hefðu kaup hans styrkt Kaupþing til framtíðar ef ekki hefðu komið til utanaðkomandi atburðir, sem kipptu fótunum undan bankanum. Uppgjör falls bankanna á Íslandi hefur að mestu falist í því að stofnað var sérstakt embætti saksóknara sem hefur það hlutverk að glæpavæða og skilgreina alla starfsemi íslensku bankanna fyrir hrun sem skipulagða glæpastarfsemi. Í þeim tilgangi hafa hundruð manna haft réttarstöðu grunaðs eða sakbornings í á sjötta ár. Sakborningar í hrunmálum hafa neyðst til að ráða sér verjendur og réttargæslumenn. Guðmundur Andri telur að uppgjörið við hrunið hafi ekki farið almennilega fram hér á Íslandi vegna þess að það hafi verið of mikið „á forsendum lögfræðinganna“.Litið í eigin barm Það er hægt að taka undir með Guðmundi Andra að sennilega er ekki besta leiðin til að gera upp við hrunið að gera það á forsendum lögfræðinganna. Það er hins vegar fráleitt að gera þá kröfu til sakborninga í hrunmálum að þeir falli frá rétti sínum til að halda uppi vörnum í dómsmálum sem saksóknarar höfða gegn þeim. Flestir geta litið í eigin barm og fundið til ábyrgðar á því sem fór úrskeiðis hér á landi í aðdraganda falls bankanna 2008 og við sem stjórnuðum bönkunum getum að sjálfsögðu ekki vikist undan okkar ábyrgð. Það gleymist hins vegar oft að það voru ekki aðeins íslenskir bankar sem féllu í hinni alþjóðlegu fjármálakrísu. Bankar um allan heim féllu. Hvergi hefur verið reynt að glæpavæða þessa fjármálakrísu með almennum hætti nema hér á Íslandi. Það er því ekki endilega góður byrjunarpunktur að hefja umræðu og uppgjör við fall íslensku bankanna á að ganga út frá því að að fall þeirra hafi stafað af víðfeðmri glæpastarfsemi eigenda þeirra, stjórnenda eða almennra starfsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Dugar lögfræðin? Ímyndum okkur að ég hafi verið bankastjóri og fengið mann frá Fjarskanistan til þess að kaupa stóran hlut í bankanum á uppsprengdu verði; bankinn hafi sjálfur fjármagnað kaupin og viðkomandi maður aldrei borgað krónu sjálfur... 23. júní 2014 07:00 Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifaði grein undir fyrirsögninni „Dugar lögfræðin?“ sem birtist í Fréttablaðinu mánudaginn 23. júní sl. Í inngangi greinarinnar setur hann upp litla „dæmisögu“ sem er bersýnilega ætlað að vísa til Al Thani-málsins sem nú bíður meðferðar í Hæstarétti Íslands. Ég sé mig knúinn til að gera nokkrar athugasemdir við þessa „dæmisögu“ vegna þess að þrátt fyrir augljós líkindi við Al Thani-málið koma fram veigamiklar staðreyndavillur í sögu Guðmundar sem snúa atvikum á hvolf og gefa villandi mynd af hinni raunverulegu atburðarás. Guðmundur Andri stillir upp þeirri mynd að fenginn hafi verið útlendingur til að kaupa stóran hlut í banka á uppsprengdu verði en aldrei greitt krónu fyrir. Þá er því haldið fram að kaupin hafi verið til þess ætluð að halda uppi verði á hlutabréfum í bankanum og áður hafi „ótal“ starfsmenn bankans verið látnir skrá sig fyrir „ómældum“ kaupum á hlutabréfum í bankanum í sama skyni.Hlutabréf á markaðsvirði Í fyrsta lagi fóru kaup Al Thanis á hlutabréfum í Kaupþingi fram á markaðsvirði en ekki á „uppsprengdu“ verði eins og segir í sögu Guðmundar Andra. Þá er beinlínis rangt að Al Thani hafi aldrei greitt krónu sjálfur fyrir kaupin. Hann tók sjálfskuldarábyrgð á helmingi kaupverðsins og gekk síðar frá samningum við slitastjórn Kaupþings um greiðslu á milljörðum vegna þeirrar ábyrgðar. Einnig er rangt að starfsmenn bankans hafi verið látnir skrá sig fyrir hlutabréfum í því skyni að halda uppi verði hlutabréfa. Starfskjör lykilstarfsmanna bankans fólu í sér rétt til kaupa á hlutabréfum í bankanum á hagstæðum kjörum. Flestir nýttu sér þann rétt. Var þar um að ræða hluta af starfskjarastefnu bankans sem samþykkt var af hluthöfum á aðalfundi en ekki tilraun til að hafa áhrif á markaðsverð hlutabréfa. Ávallt hefur legið fyrir að við stjórnendur Kaupþings fögnuðum hlutabréfakaupum Al Thanis. Árið 2008 voru viðsjárverðir tímar í alþjóðlegum fjármálaheimi og flestir helstu bankar heimsins kepptust við að styrkja stöðu sína, meðal annars með því að styrkja hluthafahóp sinn með aðkomu fjársterkra aðila, ekki síst frá Mið-Austurlöndum. Í því fólst ekki tilraun til markaðsmisnotkunar heldur töldu helstu bankar miklu máli skipta að fá til liðs við sig sterka bakhjarla og jafnframt stækka og breikka hluthafahóp sinn.Aðkoman mikilvæg viðurkenning Hið sama gilti um Kaupþing og aðra alþjóðlega banka. Enn fremur átti Kaupþing ekki eins gott skjól hjá seðlabanka sínum og bankar sem nutu skjóls stærri seðlabanka og stærri gjaldmiðla. Aðkoma Al Thanis, eins auðugasta fjárfestis í heimi, að hluthafahópi Kaupþings var mikilvæg viðurkenning á því að hann liti á Kaupþing sem ákjósanlegan fjárfestingarkost og hefðu kaup hans styrkt Kaupþing til framtíðar ef ekki hefðu komið til utanaðkomandi atburðir, sem kipptu fótunum undan bankanum. Uppgjör falls bankanna á Íslandi hefur að mestu falist í því að stofnað var sérstakt embætti saksóknara sem hefur það hlutverk að glæpavæða og skilgreina alla starfsemi íslensku bankanna fyrir hrun sem skipulagða glæpastarfsemi. Í þeim tilgangi hafa hundruð manna haft réttarstöðu grunaðs eða sakbornings í á sjötta ár. Sakborningar í hrunmálum hafa neyðst til að ráða sér verjendur og réttargæslumenn. Guðmundur Andri telur að uppgjörið við hrunið hafi ekki farið almennilega fram hér á Íslandi vegna þess að það hafi verið of mikið „á forsendum lögfræðinganna“.Litið í eigin barm Það er hægt að taka undir með Guðmundi Andra að sennilega er ekki besta leiðin til að gera upp við hrunið að gera það á forsendum lögfræðinganna. Það er hins vegar fráleitt að gera þá kröfu til sakborninga í hrunmálum að þeir falli frá rétti sínum til að halda uppi vörnum í dómsmálum sem saksóknarar höfða gegn þeim. Flestir geta litið í eigin barm og fundið til ábyrgðar á því sem fór úrskeiðis hér á landi í aðdraganda falls bankanna 2008 og við sem stjórnuðum bönkunum getum að sjálfsögðu ekki vikist undan okkar ábyrgð. Það gleymist hins vegar oft að það voru ekki aðeins íslenskir bankar sem féllu í hinni alþjóðlegu fjármálakrísu. Bankar um allan heim féllu. Hvergi hefur verið reynt að glæpavæða þessa fjármálakrísu með almennum hætti nema hér á Íslandi. Það er því ekki endilega góður byrjunarpunktur að hefja umræðu og uppgjör við fall íslensku bankanna á að ganga út frá því að að fall þeirra hafi stafað af víðfeðmri glæpastarfsemi eigenda þeirra, stjórnenda eða almennra starfsmanna.
Dugar lögfræðin? Ímyndum okkur að ég hafi verið bankastjóri og fengið mann frá Fjarskanistan til þess að kaupa stóran hlut í bankanum á uppsprengdu verði; bankinn hafi sjálfur fjármagnað kaupin og viðkomandi maður aldrei borgað krónu sjálfur... 23. júní 2014 07:00
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun