Af lagaleið Hreiðar Már Sigurðsson skrifar 27. júní 2014 10:26 Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifaði grein undir fyrirsögninni „Dugar lögfræðin?“ sem birtist í Fréttablaðinu mánudaginn 23. júní sl. Í inngangi greinarinnar setur hann upp litla „dæmisögu“ sem er bersýnilega ætlað að vísa til Al Thani-málsins sem nú bíður meðferðar í Hæstarétti Íslands. Ég sé mig knúinn til að gera nokkrar athugasemdir við þessa „dæmisögu“ vegna þess að þrátt fyrir augljós líkindi við Al Thani-málið koma fram veigamiklar staðreyndavillur í sögu Guðmundar sem snúa atvikum á hvolf og gefa villandi mynd af hinni raunverulegu atburðarás. Guðmundur Andri stillir upp þeirri mynd að fenginn hafi verið útlendingur til að kaupa stóran hlut í banka á uppsprengdu verði en aldrei greitt krónu fyrir. Þá er því haldið fram að kaupin hafi verið til þess ætluð að halda uppi verði á hlutabréfum í bankanum og áður hafi „ótal“ starfsmenn bankans verið látnir skrá sig fyrir „ómældum“ kaupum á hlutabréfum í bankanum í sama skyni.Hlutabréf á markaðsvirði Í fyrsta lagi fóru kaup Al Thanis á hlutabréfum í Kaupþingi fram á markaðsvirði en ekki á „uppsprengdu“ verði eins og segir í sögu Guðmundar Andra. Þá er beinlínis rangt að Al Thani hafi aldrei greitt krónu sjálfur fyrir kaupin. Hann tók sjálfskuldarábyrgð á helmingi kaupverðsins og gekk síðar frá samningum við slitastjórn Kaupþings um greiðslu á milljörðum vegna þeirrar ábyrgðar. Einnig er rangt að starfsmenn bankans hafi verið látnir skrá sig fyrir hlutabréfum í því skyni að halda uppi verði hlutabréfa. Starfskjör lykilstarfsmanna bankans fólu í sér rétt til kaupa á hlutabréfum í bankanum á hagstæðum kjörum. Flestir nýttu sér þann rétt. Var þar um að ræða hluta af starfskjarastefnu bankans sem samþykkt var af hluthöfum á aðalfundi en ekki tilraun til að hafa áhrif á markaðsverð hlutabréfa. Ávallt hefur legið fyrir að við stjórnendur Kaupþings fögnuðum hlutabréfakaupum Al Thanis. Árið 2008 voru viðsjárverðir tímar í alþjóðlegum fjármálaheimi og flestir helstu bankar heimsins kepptust við að styrkja stöðu sína, meðal annars með því að styrkja hluthafahóp sinn með aðkomu fjársterkra aðila, ekki síst frá Mið-Austurlöndum. Í því fólst ekki tilraun til markaðsmisnotkunar heldur töldu helstu bankar miklu máli skipta að fá til liðs við sig sterka bakhjarla og jafnframt stækka og breikka hluthafahóp sinn.Aðkoman mikilvæg viðurkenning Hið sama gilti um Kaupþing og aðra alþjóðlega banka. Enn fremur átti Kaupþing ekki eins gott skjól hjá seðlabanka sínum og bankar sem nutu skjóls stærri seðlabanka og stærri gjaldmiðla. Aðkoma Al Thanis, eins auðugasta fjárfestis í heimi, að hluthafahópi Kaupþings var mikilvæg viðurkenning á því að hann liti á Kaupþing sem ákjósanlegan fjárfestingarkost og hefðu kaup hans styrkt Kaupþing til framtíðar ef ekki hefðu komið til utanaðkomandi atburðir, sem kipptu fótunum undan bankanum. Uppgjör falls bankanna á Íslandi hefur að mestu falist í því að stofnað var sérstakt embætti saksóknara sem hefur það hlutverk að glæpavæða og skilgreina alla starfsemi íslensku bankanna fyrir hrun sem skipulagða glæpastarfsemi. Í þeim tilgangi hafa hundruð manna haft réttarstöðu grunaðs eða sakbornings í á sjötta ár. Sakborningar í hrunmálum hafa neyðst til að ráða sér verjendur og réttargæslumenn. Guðmundur Andri telur að uppgjörið við hrunið hafi ekki farið almennilega fram hér á Íslandi vegna þess að það hafi verið of mikið „á forsendum lögfræðinganna“.Litið í eigin barm Það er hægt að taka undir með Guðmundi Andra að sennilega er ekki besta leiðin til að gera upp við hrunið að gera það á forsendum lögfræðinganna. Það er hins vegar fráleitt að gera þá kröfu til sakborninga í hrunmálum að þeir falli frá rétti sínum til að halda uppi vörnum í dómsmálum sem saksóknarar höfða gegn þeim. Flestir geta litið í eigin barm og fundið til ábyrgðar á því sem fór úrskeiðis hér á landi í aðdraganda falls bankanna 2008 og við sem stjórnuðum bönkunum getum að sjálfsögðu ekki vikist undan okkar ábyrgð. Það gleymist hins vegar oft að það voru ekki aðeins íslenskir bankar sem féllu í hinni alþjóðlegu fjármálakrísu. Bankar um allan heim féllu. Hvergi hefur verið reynt að glæpavæða þessa fjármálakrísu með almennum hætti nema hér á Íslandi. Það er því ekki endilega góður byrjunarpunktur að hefja umræðu og uppgjör við fall íslensku bankanna á að ganga út frá því að að fall þeirra hafi stafað af víðfeðmri glæpastarfsemi eigenda þeirra, stjórnenda eða almennra starfsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Dugar lögfræðin? Ímyndum okkur að ég hafi verið bankastjóri og fengið mann frá Fjarskanistan til þess að kaupa stóran hlut í bankanum á uppsprengdu verði; bankinn hafi sjálfur fjármagnað kaupin og viðkomandi maður aldrei borgað krónu sjálfur... 23. júní 2014 07:00 Mest lesið Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifaði grein undir fyrirsögninni „Dugar lögfræðin?“ sem birtist í Fréttablaðinu mánudaginn 23. júní sl. Í inngangi greinarinnar setur hann upp litla „dæmisögu“ sem er bersýnilega ætlað að vísa til Al Thani-málsins sem nú bíður meðferðar í Hæstarétti Íslands. Ég sé mig knúinn til að gera nokkrar athugasemdir við þessa „dæmisögu“ vegna þess að þrátt fyrir augljós líkindi við Al Thani-málið koma fram veigamiklar staðreyndavillur í sögu Guðmundar sem snúa atvikum á hvolf og gefa villandi mynd af hinni raunverulegu atburðarás. Guðmundur Andri stillir upp þeirri mynd að fenginn hafi verið útlendingur til að kaupa stóran hlut í banka á uppsprengdu verði en aldrei greitt krónu fyrir. Þá er því haldið fram að kaupin hafi verið til þess ætluð að halda uppi verði á hlutabréfum í bankanum og áður hafi „ótal“ starfsmenn bankans verið látnir skrá sig fyrir „ómældum“ kaupum á hlutabréfum í bankanum í sama skyni.Hlutabréf á markaðsvirði Í fyrsta lagi fóru kaup Al Thanis á hlutabréfum í Kaupþingi fram á markaðsvirði en ekki á „uppsprengdu“ verði eins og segir í sögu Guðmundar Andra. Þá er beinlínis rangt að Al Thani hafi aldrei greitt krónu sjálfur fyrir kaupin. Hann tók sjálfskuldarábyrgð á helmingi kaupverðsins og gekk síðar frá samningum við slitastjórn Kaupþings um greiðslu á milljörðum vegna þeirrar ábyrgðar. Einnig er rangt að starfsmenn bankans hafi verið látnir skrá sig fyrir hlutabréfum í því skyni að halda uppi verði hlutabréfa. Starfskjör lykilstarfsmanna bankans fólu í sér rétt til kaupa á hlutabréfum í bankanum á hagstæðum kjörum. Flestir nýttu sér þann rétt. Var þar um að ræða hluta af starfskjarastefnu bankans sem samþykkt var af hluthöfum á aðalfundi en ekki tilraun til að hafa áhrif á markaðsverð hlutabréfa. Ávallt hefur legið fyrir að við stjórnendur Kaupþings fögnuðum hlutabréfakaupum Al Thanis. Árið 2008 voru viðsjárverðir tímar í alþjóðlegum fjármálaheimi og flestir helstu bankar heimsins kepptust við að styrkja stöðu sína, meðal annars með því að styrkja hluthafahóp sinn með aðkomu fjársterkra aðila, ekki síst frá Mið-Austurlöndum. Í því fólst ekki tilraun til markaðsmisnotkunar heldur töldu helstu bankar miklu máli skipta að fá til liðs við sig sterka bakhjarla og jafnframt stækka og breikka hluthafahóp sinn.Aðkoman mikilvæg viðurkenning Hið sama gilti um Kaupþing og aðra alþjóðlega banka. Enn fremur átti Kaupþing ekki eins gott skjól hjá seðlabanka sínum og bankar sem nutu skjóls stærri seðlabanka og stærri gjaldmiðla. Aðkoma Al Thanis, eins auðugasta fjárfestis í heimi, að hluthafahópi Kaupþings var mikilvæg viðurkenning á því að hann liti á Kaupþing sem ákjósanlegan fjárfestingarkost og hefðu kaup hans styrkt Kaupþing til framtíðar ef ekki hefðu komið til utanaðkomandi atburðir, sem kipptu fótunum undan bankanum. Uppgjör falls bankanna á Íslandi hefur að mestu falist í því að stofnað var sérstakt embætti saksóknara sem hefur það hlutverk að glæpavæða og skilgreina alla starfsemi íslensku bankanna fyrir hrun sem skipulagða glæpastarfsemi. Í þeim tilgangi hafa hundruð manna haft réttarstöðu grunaðs eða sakbornings í á sjötta ár. Sakborningar í hrunmálum hafa neyðst til að ráða sér verjendur og réttargæslumenn. Guðmundur Andri telur að uppgjörið við hrunið hafi ekki farið almennilega fram hér á Íslandi vegna þess að það hafi verið of mikið „á forsendum lögfræðinganna“.Litið í eigin barm Það er hægt að taka undir með Guðmundi Andra að sennilega er ekki besta leiðin til að gera upp við hrunið að gera það á forsendum lögfræðinganna. Það er hins vegar fráleitt að gera þá kröfu til sakborninga í hrunmálum að þeir falli frá rétti sínum til að halda uppi vörnum í dómsmálum sem saksóknarar höfða gegn þeim. Flestir geta litið í eigin barm og fundið til ábyrgðar á því sem fór úrskeiðis hér á landi í aðdraganda falls bankanna 2008 og við sem stjórnuðum bönkunum getum að sjálfsögðu ekki vikist undan okkar ábyrgð. Það gleymist hins vegar oft að það voru ekki aðeins íslenskir bankar sem féllu í hinni alþjóðlegu fjármálakrísu. Bankar um allan heim féllu. Hvergi hefur verið reynt að glæpavæða þessa fjármálakrísu með almennum hætti nema hér á Íslandi. Það er því ekki endilega góður byrjunarpunktur að hefja umræðu og uppgjör við fall íslensku bankanna á að ganga út frá því að að fall þeirra hafi stafað af víðfeðmri glæpastarfsemi eigenda þeirra, stjórnenda eða almennra starfsmanna.
Dugar lögfræðin? Ímyndum okkur að ég hafi verið bankastjóri og fengið mann frá Fjarskanistan til þess að kaupa stóran hlut í bankanum á uppsprengdu verði; bankinn hafi sjálfur fjármagnað kaupin og viðkomandi maður aldrei borgað krónu sjálfur... 23. júní 2014 07:00
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun