Af lagaleið Hreiðar Már Sigurðsson skrifar 27. júní 2014 10:26 Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifaði grein undir fyrirsögninni „Dugar lögfræðin?“ sem birtist í Fréttablaðinu mánudaginn 23. júní sl. Í inngangi greinarinnar setur hann upp litla „dæmisögu“ sem er bersýnilega ætlað að vísa til Al Thani-málsins sem nú bíður meðferðar í Hæstarétti Íslands. Ég sé mig knúinn til að gera nokkrar athugasemdir við þessa „dæmisögu“ vegna þess að þrátt fyrir augljós líkindi við Al Thani-málið koma fram veigamiklar staðreyndavillur í sögu Guðmundar sem snúa atvikum á hvolf og gefa villandi mynd af hinni raunverulegu atburðarás. Guðmundur Andri stillir upp þeirri mynd að fenginn hafi verið útlendingur til að kaupa stóran hlut í banka á uppsprengdu verði en aldrei greitt krónu fyrir. Þá er því haldið fram að kaupin hafi verið til þess ætluð að halda uppi verði á hlutabréfum í bankanum og áður hafi „ótal“ starfsmenn bankans verið látnir skrá sig fyrir „ómældum“ kaupum á hlutabréfum í bankanum í sama skyni.Hlutabréf á markaðsvirði Í fyrsta lagi fóru kaup Al Thanis á hlutabréfum í Kaupþingi fram á markaðsvirði en ekki á „uppsprengdu“ verði eins og segir í sögu Guðmundar Andra. Þá er beinlínis rangt að Al Thani hafi aldrei greitt krónu sjálfur fyrir kaupin. Hann tók sjálfskuldarábyrgð á helmingi kaupverðsins og gekk síðar frá samningum við slitastjórn Kaupþings um greiðslu á milljörðum vegna þeirrar ábyrgðar. Einnig er rangt að starfsmenn bankans hafi verið látnir skrá sig fyrir hlutabréfum í því skyni að halda uppi verði hlutabréfa. Starfskjör lykilstarfsmanna bankans fólu í sér rétt til kaupa á hlutabréfum í bankanum á hagstæðum kjörum. Flestir nýttu sér þann rétt. Var þar um að ræða hluta af starfskjarastefnu bankans sem samþykkt var af hluthöfum á aðalfundi en ekki tilraun til að hafa áhrif á markaðsverð hlutabréfa. Ávallt hefur legið fyrir að við stjórnendur Kaupþings fögnuðum hlutabréfakaupum Al Thanis. Árið 2008 voru viðsjárverðir tímar í alþjóðlegum fjármálaheimi og flestir helstu bankar heimsins kepptust við að styrkja stöðu sína, meðal annars með því að styrkja hluthafahóp sinn með aðkomu fjársterkra aðila, ekki síst frá Mið-Austurlöndum. Í því fólst ekki tilraun til markaðsmisnotkunar heldur töldu helstu bankar miklu máli skipta að fá til liðs við sig sterka bakhjarla og jafnframt stækka og breikka hluthafahóp sinn.Aðkoman mikilvæg viðurkenning Hið sama gilti um Kaupþing og aðra alþjóðlega banka. Enn fremur átti Kaupþing ekki eins gott skjól hjá seðlabanka sínum og bankar sem nutu skjóls stærri seðlabanka og stærri gjaldmiðla. Aðkoma Al Thanis, eins auðugasta fjárfestis í heimi, að hluthafahópi Kaupþings var mikilvæg viðurkenning á því að hann liti á Kaupþing sem ákjósanlegan fjárfestingarkost og hefðu kaup hans styrkt Kaupþing til framtíðar ef ekki hefðu komið til utanaðkomandi atburðir, sem kipptu fótunum undan bankanum. Uppgjör falls bankanna á Íslandi hefur að mestu falist í því að stofnað var sérstakt embætti saksóknara sem hefur það hlutverk að glæpavæða og skilgreina alla starfsemi íslensku bankanna fyrir hrun sem skipulagða glæpastarfsemi. Í þeim tilgangi hafa hundruð manna haft réttarstöðu grunaðs eða sakbornings í á sjötta ár. Sakborningar í hrunmálum hafa neyðst til að ráða sér verjendur og réttargæslumenn. Guðmundur Andri telur að uppgjörið við hrunið hafi ekki farið almennilega fram hér á Íslandi vegna þess að það hafi verið of mikið „á forsendum lögfræðinganna“.Litið í eigin barm Það er hægt að taka undir með Guðmundi Andra að sennilega er ekki besta leiðin til að gera upp við hrunið að gera það á forsendum lögfræðinganna. Það er hins vegar fráleitt að gera þá kröfu til sakborninga í hrunmálum að þeir falli frá rétti sínum til að halda uppi vörnum í dómsmálum sem saksóknarar höfða gegn þeim. Flestir geta litið í eigin barm og fundið til ábyrgðar á því sem fór úrskeiðis hér á landi í aðdraganda falls bankanna 2008 og við sem stjórnuðum bönkunum getum að sjálfsögðu ekki vikist undan okkar ábyrgð. Það gleymist hins vegar oft að það voru ekki aðeins íslenskir bankar sem féllu í hinni alþjóðlegu fjármálakrísu. Bankar um allan heim féllu. Hvergi hefur verið reynt að glæpavæða þessa fjármálakrísu með almennum hætti nema hér á Íslandi. Það er því ekki endilega góður byrjunarpunktur að hefja umræðu og uppgjör við fall íslensku bankanna á að ganga út frá því að að fall þeirra hafi stafað af víðfeðmri glæpastarfsemi eigenda þeirra, stjórnenda eða almennra starfsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Dugar lögfræðin? Ímyndum okkur að ég hafi verið bankastjóri og fengið mann frá Fjarskanistan til þess að kaupa stóran hlut í bankanum á uppsprengdu verði; bankinn hafi sjálfur fjármagnað kaupin og viðkomandi maður aldrei borgað krónu sjálfur... 23. júní 2014 07:00 Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifaði grein undir fyrirsögninni „Dugar lögfræðin?“ sem birtist í Fréttablaðinu mánudaginn 23. júní sl. Í inngangi greinarinnar setur hann upp litla „dæmisögu“ sem er bersýnilega ætlað að vísa til Al Thani-málsins sem nú bíður meðferðar í Hæstarétti Íslands. Ég sé mig knúinn til að gera nokkrar athugasemdir við þessa „dæmisögu“ vegna þess að þrátt fyrir augljós líkindi við Al Thani-málið koma fram veigamiklar staðreyndavillur í sögu Guðmundar sem snúa atvikum á hvolf og gefa villandi mynd af hinni raunverulegu atburðarás. Guðmundur Andri stillir upp þeirri mynd að fenginn hafi verið útlendingur til að kaupa stóran hlut í banka á uppsprengdu verði en aldrei greitt krónu fyrir. Þá er því haldið fram að kaupin hafi verið til þess ætluð að halda uppi verði á hlutabréfum í bankanum og áður hafi „ótal“ starfsmenn bankans verið látnir skrá sig fyrir „ómældum“ kaupum á hlutabréfum í bankanum í sama skyni.Hlutabréf á markaðsvirði Í fyrsta lagi fóru kaup Al Thanis á hlutabréfum í Kaupþingi fram á markaðsvirði en ekki á „uppsprengdu“ verði eins og segir í sögu Guðmundar Andra. Þá er beinlínis rangt að Al Thani hafi aldrei greitt krónu sjálfur fyrir kaupin. Hann tók sjálfskuldarábyrgð á helmingi kaupverðsins og gekk síðar frá samningum við slitastjórn Kaupþings um greiðslu á milljörðum vegna þeirrar ábyrgðar. Einnig er rangt að starfsmenn bankans hafi verið látnir skrá sig fyrir hlutabréfum í því skyni að halda uppi verði hlutabréfa. Starfskjör lykilstarfsmanna bankans fólu í sér rétt til kaupa á hlutabréfum í bankanum á hagstæðum kjörum. Flestir nýttu sér þann rétt. Var þar um að ræða hluta af starfskjarastefnu bankans sem samþykkt var af hluthöfum á aðalfundi en ekki tilraun til að hafa áhrif á markaðsverð hlutabréfa. Ávallt hefur legið fyrir að við stjórnendur Kaupþings fögnuðum hlutabréfakaupum Al Thanis. Árið 2008 voru viðsjárverðir tímar í alþjóðlegum fjármálaheimi og flestir helstu bankar heimsins kepptust við að styrkja stöðu sína, meðal annars með því að styrkja hluthafahóp sinn með aðkomu fjársterkra aðila, ekki síst frá Mið-Austurlöndum. Í því fólst ekki tilraun til markaðsmisnotkunar heldur töldu helstu bankar miklu máli skipta að fá til liðs við sig sterka bakhjarla og jafnframt stækka og breikka hluthafahóp sinn.Aðkoman mikilvæg viðurkenning Hið sama gilti um Kaupþing og aðra alþjóðlega banka. Enn fremur átti Kaupþing ekki eins gott skjól hjá seðlabanka sínum og bankar sem nutu skjóls stærri seðlabanka og stærri gjaldmiðla. Aðkoma Al Thanis, eins auðugasta fjárfestis í heimi, að hluthafahópi Kaupþings var mikilvæg viðurkenning á því að hann liti á Kaupþing sem ákjósanlegan fjárfestingarkost og hefðu kaup hans styrkt Kaupþing til framtíðar ef ekki hefðu komið til utanaðkomandi atburðir, sem kipptu fótunum undan bankanum. Uppgjör falls bankanna á Íslandi hefur að mestu falist í því að stofnað var sérstakt embætti saksóknara sem hefur það hlutverk að glæpavæða og skilgreina alla starfsemi íslensku bankanna fyrir hrun sem skipulagða glæpastarfsemi. Í þeim tilgangi hafa hundruð manna haft réttarstöðu grunaðs eða sakbornings í á sjötta ár. Sakborningar í hrunmálum hafa neyðst til að ráða sér verjendur og réttargæslumenn. Guðmundur Andri telur að uppgjörið við hrunið hafi ekki farið almennilega fram hér á Íslandi vegna þess að það hafi verið of mikið „á forsendum lögfræðinganna“.Litið í eigin barm Það er hægt að taka undir með Guðmundi Andra að sennilega er ekki besta leiðin til að gera upp við hrunið að gera það á forsendum lögfræðinganna. Það er hins vegar fráleitt að gera þá kröfu til sakborninga í hrunmálum að þeir falli frá rétti sínum til að halda uppi vörnum í dómsmálum sem saksóknarar höfða gegn þeim. Flestir geta litið í eigin barm og fundið til ábyrgðar á því sem fór úrskeiðis hér á landi í aðdraganda falls bankanna 2008 og við sem stjórnuðum bönkunum getum að sjálfsögðu ekki vikist undan okkar ábyrgð. Það gleymist hins vegar oft að það voru ekki aðeins íslenskir bankar sem féllu í hinni alþjóðlegu fjármálakrísu. Bankar um allan heim féllu. Hvergi hefur verið reynt að glæpavæða þessa fjármálakrísu með almennum hætti nema hér á Íslandi. Það er því ekki endilega góður byrjunarpunktur að hefja umræðu og uppgjör við fall íslensku bankanna á að ganga út frá því að að fall þeirra hafi stafað af víðfeðmri glæpastarfsemi eigenda þeirra, stjórnenda eða almennra starfsmanna.
Dugar lögfræðin? Ímyndum okkur að ég hafi verið bankastjóri og fengið mann frá Fjarskanistan til þess að kaupa stóran hlut í bankanum á uppsprengdu verði; bankinn hafi sjálfur fjármagnað kaupin og viðkomandi maður aldrei borgað krónu sjálfur... 23. júní 2014 07:00
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun