Advania á markað í Svíþjóð innan nokkurra ára Snærós Sindradóttir skrifar 26. júní 2014 00:01 .Forstjórinn, Gestur G Gestsson, er ánægður með áhuga erlendu fjárfestanna á hugbúnaðarfyrirtækinu Advania VÍSIR/GVA Framtakssjóður Íslands, sem er meirihlutaeigandi í hugbúnaðarfyrirtækinu Advania, hefur gert samkomulag við norræna fjárfesta um að sjóðurinn framselji forgangsrétt sinn til áætlaðrar hlutafjáraukningar í fyrirtækinu. Samkomulagið tryggir fjárfestunum að lágmarki 51 prósents hlut í fyrirtækinu. Hlutafé í Advania verður aukið um tvo milljarða króna samhliða þessu. Fjárfestarnir koma að Advania í gegnum sænska félagið AdvInvest en hópurinn er samsettur af reynslumiklum mönnum í upplýsingageiranum hið ytra. „Þetta eru fyrst og fremst stjórnendur og stofnendur upplýsingatæknifyrirtækja síðustu 20 til 30 ára og þeir hafa starfað hjá flestum stærstu upplýsingatæknifyrirtækjunum á Norðurlöndum,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania. Gestur segir að aðkoma fjárfestanna að fyrirtækinu muni reynast Advania vel. „Þetta er gífurlega gott fyrir félagið. Þetta sýnir ekki bara trú á Advania heldur því að það að reka upplýsingatæknifyrirtæki á Íslandi getur verið kjölfesta í öflugri starfsemi á Norðurlöndum.“ Nái áætlanir hinna erlendu fjárfesta hjá AdvInvest fram að ganga verður Advania sett á markað á Íslandi og í Svíþjóð á næstu árum. „Það eru að koma að félaginu aðilar með mikla reynslu og þekkingu á mörkuðum í Skandinavíu. Þeir ætla að nýta sér þá kunnáttu og sitt tengslanet til að auka veg Advania á erlendum mörkuðum. Markaðslega hefur þetta mikið meiri þýðingu erlendis en hér heima,“ segir Gestur. Aðrir hluthafar í Advania hafa verið boðaðir á fund hjá fyrirtækinu þann 2. júlí næstkomandi. Auk framtakssjóðsins, sem er aðaleigandi Advania, eru liðlega fjörutíu hluthafar í félaginu. „Þetta er allt háð samþykki hluthafafundar,“ segir Gestur. „Núverandi hluthöfum er boðið hvort heldur sem er að taka þátt og auka sinn hlut eða sitja hjá. Það verða haldnar fjárfestingarkynningar fyrir hluthafa og farið verður í gegnum tækifæri okkar fram undan. Í lok þess verða hluthafar að gera upp við sig hvað þeir vilja gera.“ Afstaða annarra hlutafjáreigenda mun ráða hve stóran hlut AdvInvest mun eignast í Advania. Fjárfesting AdvInvest í Advania er ein stærsta fjárfesting erlendra aðila í íslensku atvinnulífi frá efnahagshruni árið 2008. Advania er stærsta upplýsingatæknifyrirtæki landsins með um 1.100 starfsmenn. Tap fyrirtækisins árið 2012 nam 1.692 milljónum króna og 360 milljónum á síðasta ári. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Framtakssjóður Íslands, sem er meirihlutaeigandi í hugbúnaðarfyrirtækinu Advania, hefur gert samkomulag við norræna fjárfesta um að sjóðurinn framselji forgangsrétt sinn til áætlaðrar hlutafjáraukningar í fyrirtækinu. Samkomulagið tryggir fjárfestunum að lágmarki 51 prósents hlut í fyrirtækinu. Hlutafé í Advania verður aukið um tvo milljarða króna samhliða þessu. Fjárfestarnir koma að Advania í gegnum sænska félagið AdvInvest en hópurinn er samsettur af reynslumiklum mönnum í upplýsingageiranum hið ytra. „Þetta eru fyrst og fremst stjórnendur og stofnendur upplýsingatæknifyrirtækja síðustu 20 til 30 ára og þeir hafa starfað hjá flestum stærstu upplýsingatæknifyrirtækjunum á Norðurlöndum,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania. Gestur segir að aðkoma fjárfestanna að fyrirtækinu muni reynast Advania vel. „Þetta er gífurlega gott fyrir félagið. Þetta sýnir ekki bara trú á Advania heldur því að það að reka upplýsingatæknifyrirtæki á Íslandi getur verið kjölfesta í öflugri starfsemi á Norðurlöndum.“ Nái áætlanir hinna erlendu fjárfesta hjá AdvInvest fram að ganga verður Advania sett á markað á Íslandi og í Svíþjóð á næstu árum. „Það eru að koma að félaginu aðilar með mikla reynslu og þekkingu á mörkuðum í Skandinavíu. Þeir ætla að nýta sér þá kunnáttu og sitt tengslanet til að auka veg Advania á erlendum mörkuðum. Markaðslega hefur þetta mikið meiri þýðingu erlendis en hér heima,“ segir Gestur. Aðrir hluthafar í Advania hafa verið boðaðir á fund hjá fyrirtækinu þann 2. júlí næstkomandi. Auk framtakssjóðsins, sem er aðaleigandi Advania, eru liðlega fjörutíu hluthafar í félaginu. „Þetta er allt háð samþykki hluthafafundar,“ segir Gestur. „Núverandi hluthöfum er boðið hvort heldur sem er að taka þátt og auka sinn hlut eða sitja hjá. Það verða haldnar fjárfestingarkynningar fyrir hluthafa og farið verður í gegnum tækifæri okkar fram undan. Í lok þess verða hluthafar að gera upp við sig hvað þeir vilja gera.“ Afstaða annarra hlutafjáreigenda mun ráða hve stóran hlut AdvInvest mun eignast í Advania. Fjárfesting AdvInvest í Advania er ein stærsta fjárfesting erlendra aðila í íslensku atvinnulífi frá efnahagshruni árið 2008. Advania er stærsta upplýsingatæknifyrirtæki landsins með um 1.100 starfsmenn. Tap fyrirtækisins árið 2012 nam 1.692 milljónum króna og 360 milljónum á síðasta ári.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira