Ungt fólk til vinnu Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði skrifar 12. júní 2014 07:00 Eitt mikilvægasta verkefni norrænu velferðarsamfélaganna er að takast á við atvinnuleysi ungs fólks. Ungt fólk sem ekki nær fótfestu á vinnumarkaði á enda á hættu að lenda utangarðs í samfélaginu allt sitt líf. Fyrir utan þann persónulega harmleik sem slíkt hefur í för með sér fer samfélagið jafnframt á mis við mikil verðmæti sem mannauður þessa unga fólks er. En á okkar fjölhæfu og vel menntuðu einstaklingum byggist eitt helsta samkeppnisforskot Norðurlandanna á vinnumarkaði. Til að takast á við atvinnuleysi ungs fólks þurfum við bæði efnahags- og atvinnustefnu sem gerir ráð fyrir fullri atvinnuþátttöku og sértækar aðgerðir til að tryggja ungu fólki atvinnu. Norðurlöndin geta mikið lært hvert af öðru þegar kemur að atvinnuleysi ungs fólks og sem betur fer er mikið norrænt samstarf á þessum sviðum. Norræni hugmyndabankinn um brottfall úr framhaldsnámi er gott dæmi þar um.Menntun, menntun, menntun Menntun borgar sig. Því meiri menntun sem maður hefur, þeim mun minni eru líkurnar á að lenda í atvinnuleysi. Þess vegna er það menntakerfið sem mestu máli skiptir. Allt ungt fólk á að hafa möguleika á að mennta sig í samræmi við kröfur dagsins og þar er mikilvægt að tengingin við atvinnulífið sé sterk. Fæstir koma einnig til með að starfa á sama sviði allt sitt líf og því er mikilvægt að allir fái breiða menntun og þar með sterkan grunn til að standa á. Þá getur maður auðveldar bætt síðar við eða breytt um stefnu. Grunnskólamenntun dugar fæstum á vinnumarkaði í dag. Þó eru margir undir 25 ára aldri sem hvorki stunda nám né hafa lokið framhaldsmenntun. Fjöldinn er nokkuð breytilegur milli Norðurlandanna enda menntakerfin og aðstæður á vinnumarkaði mismunandi. Við getum ýmislegt lært af norska og danska menntakerfinu sem gerir leiðina frá námi til vinnu auðveldari en hjá öðrum og í Svíþjóð gefur öflugt endurmenntunarkerfi þeim sem flosna upp í námi mikilvægt annað tækifæri. Í Finnlandi hafa jafnaðarmenn nú fengið samþykkt að skólaskyldan verður lengd um eitt ár. Þetta þýðir að framvegis munu allir í Finnlandi hefja einhvers konar framhaldsnám að grunnskóla loknum. Þetta mun auðvitað ekki koma í veg fyrir allt brottfall úr námi, en ætti að minnka það umtalsvert.Vinna, nám eða starfsþjálfun innan 90 daga Margháttaðar aðgerðir ríkisstjórnar jafnaðarmanna á Íslandi til að koma í veg fyrir atvinnuleysi ungs fólks í kjölfar kreppunnar skiluðu góðum árangri, ekki síst tilboð um framhaldsnám og tímabundin störf. Sænskir jafnaðarmenn ganga til kosninga í haust með fyrirheit til ungs fólks um „90 daga tryggingu“. Í Finnlandi komu jafnaðarmenn á svipaðri ungmennatryggingu sem frá árinu 2013 hefur tryggt að allir undir 25 ára aldri eða allir nýútskrifaðir undir 30 ára aldri sem ekki fá vinnu, fái tilboð um starf, starfsnám eða menntunarúrræði innan þriggja mánaða. Ólík form af ungmennatryggingum hafa staðið til boða á Norðurlöndunum í gegnum tíðina, en hingað til hafa þau aðallega beinst að mjög ungu fólki eða þeim sem hafa verið lengi án atvinnu. Við eigum hins vegar ekki að bíða, heldur hjálpa öllum ungmennum sem ekki fá vinnu sem fyrst. Ungmennatryggingar krefjast vissulega fjármagns og þátttöku og nýrrar hugsunar hjá mörgum ólíkum aðilum, en þær eru vafalaust þess virði. Samhliða verðum við síðan að skapa ný góð störf. En það er ekki alltaf nóg að bjóða störf eða námsúrræði. Talsverður fjöldi ungs fólks getur ekki nýtt sér nám eða tekið virkan þátt á vinnumarkaði vegna veikinda eða tímabundinna áskorana. Þessum hópi þurfum við að mæta með einstaklingsbundnum stuðningi eins og þurfa þykir.Norrænn vinnumarkaður mikilvægur Norðurlöndin fagna nú 60 ára sameiginlegum vinnumarkaði. Hann hefur skilað okkur miklum árangri og framförum og hundruð þúsunda Norðurlandabúa hafa nýtt sér möguleikann á flytja sig á milli landa til lengri og skemmri tíma þar sem atvinnutækifærin bjóðast. Enn í dag virkar norræni vinnumarkaðurinn eins og slíkur ventill milli landanna, eins og t.d. má sjá af fjölda sænskra ungmenna sem í dag sækja vinnu til Noregs. Norrænir jafnaðarmenn vilja standa vörð um samnorrænan vinnumarkað og við viljum sjá til þess að ungt fólk geti nýtt sér þá möguleika sem þar finnast til fullnustu. Þess vegna leggja norrænir jafnaðarmenn einnig áherslu á að fjarlægja landamærahindranir, auka norrænan tungumálaskilning og styðja áfram verkefni eins og Nordjobb.Helgi Hjörvaralþingismaður (Samfylkingin), ÍslandiGunvor Eldegardþingmaður (Verkamannaflokkurinn), NoregiRuth Grungþingmaður (Verkamannaflokkurinn), NoregiTarja Filatovþingmaður (Jafnaðarmannaflokkurinn), FinnlandiBilly Gustafssonþingmaður (Jafnaðarmannaflokkurinn), SvíþjóðAnders Karlssonþingmaður (Jafnaðarmannaflokkurinn), SvíþjóðJakob Esmannforseti Norðurlandaráðs æskunnar, Danmörku Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta verkefni norrænu velferðarsamfélaganna er að takast á við atvinnuleysi ungs fólks. Ungt fólk sem ekki nær fótfestu á vinnumarkaði á enda á hættu að lenda utangarðs í samfélaginu allt sitt líf. Fyrir utan þann persónulega harmleik sem slíkt hefur í för með sér fer samfélagið jafnframt á mis við mikil verðmæti sem mannauður þessa unga fólks er. En á okkar fjölhæfu og vel menntuðu einstaklingum byggist eitt helsta samkeppnisforskot Norðurlandanna á vinnumarkaði. Til að takast á við atvinnuleysi ungs fólks þurfum við bæði efnahags- og atvinnustefnu sem gerir ráð fyrir fullri atvinnuþátttöku og sértækar aðgerðir til að tryggja ungu fólki atvinnu. Norðurlöndin geta mikið lært hvert af öðru þegar kemur að atvinnuleysi ungs fólks og sem betur fer er mikið norrænt samstarf á þessum sviðum. Norræni hugmyndabankinn um brottfall úr framhaldsnámi er gott dæmi þar um.Menntun, menntun, menntun Menntun borgar sig. Því meiri menntun sem maður hefur, þeim mun minni eru líkurnar á að lenda í atvinnuleysi. Þess vegna er það menntakerfið sem mestu máli skiptir. Allt ungt fólk á að hafa möguleika á að mennta sig í samræmi við kröfur dagsins og þar er mikilvægt að tengingin við atvinnulífið sé sterk. Fæstir koma einnig til með að starfa á sama sviði allt sitt líf og því er mikilvægt að allir fái breiða menntun og þar með sterkan grunn til að standa á. Þá getur maður auðveldar bætt síðar við eða breytt um stefnu. Grunnskólamenntun dugar fæstum á vinnumarkaði í dag. Þó eru margir undir 25 ára aldri sem hvorki stunda nám né hafa lokið framhaldsmenntun. Fjöldinn er nokkuð breytilegur milli Norðurlandanna enda menntakerfin og aðstæður á vinnumarkaði mismunandi. Við getum ýmislegt lært af norska og danska menntakerfinu sem gerir leiðina frá námi til vinnu auðveldari en hjá öðrum og í Svíþjóð gefur öflugt endurmenntunarkerfi þeim sem flosna upp í námi mikilvægt annað tækifæri. Í Finnlandi hafa jafnaðarmenn nú fengið samþykkt að skólaskyldan verður lengd um eitt ár. Þetta þýðir að framvegis munu allir í Finnlandi hefja einhvers konar framhaldsnám að grunnskóla loknum. Þetta mun auðvitað ekki koma í veg fyrir allt brottfall úr námi, en ætti að minnka það umtalsvert.Vinna, nám eða starfsþjálfun innan 90 daga Margháttaðar aðgerðir ríkisstjórnar jafnaðarmanna á Íslandi til að koma í veg fyrir atvinnuleysi ungs fólks í kjölfar kreppunnar skiluðu góðum árangri, ekki síst tilboð um framhaldsnám og tímabundin störf. Sænskir jafnaðarmenn ganga til kosninga í haust með fyrirheit til ungs fólks um „90 daga tryggingu“. Í Finnlandi komu jafnaðarmenn á svipaðri ungmennatryggingu sem frá árinu 2013 hefur tryggt að allir undir 25 ára aldri eða allir nýútskrifaðir undir 30 ára aldri sem ekki fá vinnu, fái tilboð um starf, starfsnám eða menntunarúrræði innan þriggja mánaða. Ólík form af ungmennatryggingum hafa staðið til boða á Norðurlöndunum í gegnum tíðina, en hingað til hafa þau aðallega beinst að mjög ungu fólki eða þeim sem hafa verið lengi án atvinnu. Við eigum hins vegar ekki að bíða, heldur hjálpa öllum ungmennum sem ekki fá vinnu sem fyrst. Ungmennatryggingar krefjast vissulega fjármagns og þátttöku og nýrrar hugsunar hjá mörgum ólíkum aðilum, en þær eru vafalaust þess virði. Samhliða verðum við síðan að skapa ný góð störf. En það er ekki alltaf nóg að bjóða störf eða námsúrræði. Talsverður fjöldi ungs fólks getur ekki nýtt sér nám eða tekið virkan þátt á vinnumarkaði vegna veikinda eða tímabundinna áskorana. Þessum hópi þurfum við að mæta með einstaklingsbundnum stuðningi eins og þurfa þykir.Norrænn vinnumarkaður mikilvægur Norðurlöndin fagna nú 60 ára sameiginlegum vinnumarkaði. Hann hefur skilað okkur miklum árangri og framförum og hundruð þúsunda Norðurlandabúa hafa nýtt sér möguleikann á flytja sig á milli landa til lengri og skemmri tíma þar sem atvinnutækifærin bjóðast. Enn í dag virkar norræni vinnumarkaðurinn eins og slíkur ventill milli landanna, eins og t.d. má sjá af fjölda sænskra ungmenna sem í dag sækja vinnu til Noregs. Norrænir jafnaðarmenn vilja standa vörð um samnorrænan vinnumarkað og við viljum sjá til þess að ungt fólk geti nýtt sér þá möguleika sem þar finnast til fullnustu. Þess vegna leggja norrænir jafnaðarmenn einnig áherslu á að fjarlægja landamærahindranir, auka norrænan tungumálaskilning og styðja áfram verkefni eins og Nordjobb.Helgi Hjörvaralþingismaður (Samfylkingin), ÍslandiGunvor Eldegardþingmaður (Verkamannaflokkurinn), NoregiRuth Grungþingmaður (Verkamannaflokkurinn), NoregiTarja Filatovþingmaður (Jafnaðarmannaflokkurinn), FinnlandiBilly Gustafssonþingmaður (Jafnaðarmannaflokkurinn), SvíþjóðAnders Karlssonþingmaður (Jafnaðarmannaflokkurinn), SvíþjóðJakob Esmannforseti Norðurlandaráðs æskunnar, Danmörku
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun