Í fótsporum afa Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 7. júní 2014 12:00 Hvítasunnudagur er fæðingarhátíð kirkjunnar og verður stór dagur í lífi Helga, sem segist næstum eiga lögheimili í Fíladelfíu á sunnudögum og prédikar þá á þremur samkomum. myndir/vilhelm Á hvítasunnudag hlýtur Helgi Guðnason prestur blessun sem nýr forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar. Helgi er sonarsonur Einars heitins Gíslasonar í Betel og segir margt líkt með þeim tveimur. „Jesús er mín fyrirmynd og drifkraftur. Til að einfalda málið líki ég sambandi okkar stundum við raftæki sem stungið er í samband, eins og blandara sem er drifinn til að blanda. Jesús er brúin sem tengir okkur við Guð og lætur lífið ganga upp; allt kemur heim og saman í gegnum hann.“ Þetta segir presturinn Helgi Guðnason sem á morgun hlýtur blessun Hvítasunnukirkjunnar sem nýr forstöðumaður, ásamt Aroni Hinrikssyni, hvítasunnupresti á Selfossi. Á sömu hátíðarsamkomu í Fíladelfíu verður Verði Leví Traustasyni þökkuð samfylgdin síðustu sautján ár sem forstöðumaður, en Vörður er nýráðinn framkvæmdastjóri Samhjálpar. Helgi er fæddur og uppalinn í kirkjustarfi Hvítasunnusafnaðarins. „Trúin er ferðalag og ég ákvað snemma að fylgja Jesúm og lifa kristnu lífi. Ég er í þessu af hugsjón, hjarta og sál og hef sterka köllun. Starfinu fylgir mikil ábyrgð og það eru forréttindi að fá að sinna því sem er krefjandi og ekki fyrir hvern sem er. Það má því segja að starfið velji mann frekar en að maður velji starfið.“ Helgi er tveggja barna faðir og verður 32 ára í sumar. Þá á hann líka tíu ára brúðkaupsafmæli. „Við konan mín kynntumst í kirkjunni og það var ást við fyrstu sýn. Okkur fannst tilgangslaust að bíða þess að gifta okkur og í Hvítasunnukirkjunni er fólk hvatt til að vera ábyrgt í samböndum sínum, taka þeim ekki létt og leika sér ekki að tilfinningum sínum né annarra. Rétta leiðin er að bindast maka sínum fyrir lífstíð og spara sig fram að hjónabandi. Við vitum þó að safnaðarmeðlimir eiga alls kyns sögur að baki og eru ekki illa innrættir fyrir vikið. Öllum er í sjálfvald sett hvernig þeir lifa sínu lífi en við bendum á réttu leiðina, tölum fyrir bindindi og hvetjum fólk til að vera löghlýðið, fyrirmyndarborgarar og almennt með allt sitt á hreinu.“Barnabarn stórra afa Helgi er barnabarn Einars heitins Gíslasonar sem oft var kenndur við Betel í Vestmannaeyjum. Einar var landsfrægur prédikari og forstöðumaður í Fíladelfíu í 22 ár. „Mér þótti vænt um afa minn sem var stórbrotinn og skemmtilegur karakter, fastur fyrir en mildur og góður. Afi var alinn upp sem útvegsbóndi, hafði mikið fyrir lífinu og ég bar mikla virðingu fyrir honum, enda merkilegur maður og þjóðþekktur. Um sextugt fékk hann heilablóðfall og varð ekki samur á eftir. Þá var ég sjö ára. Ég man lítið eftir honum sem prédikara en hef heyrt til hans á upptökum og skynja að það er mikið af afa í sjálfum mér þótt við höfum hvor sinn prédikunarstílinn.“ Móðurafi Helga var Helgi Hallvarðsson, skipherra hjá Landhelgisgæslunni. „Ég átti því tvo stóra afa og ekki allir sem eiga afa sem báðir hafa gefið út ævisögu sína. Ég kannast við þá báða í sjálfum mér en er þó líkari Helga afa í útliti.“ Helgi segir að styrkleika sínir í prestembættinu séu væntumþykja fyrir fólki og þörf til að hjálpa því að blómstra í lífinu. „Það er stærsta krafan í starfi prests; að hafa tíma, dug og kærleika í starfið í stað þess að líta á það sem verkefni. Ég er líka á heimavelli þegar kemur að því að útskýra ritningartexta Biblíunnar, sem er einkenni Hvítasunnukirkjunnar. Ég hef yndi af því að skoða gamla texta í upprunalegu samhengi og sjá hvernig mannlegt eðli er samt við sig. Þá kemur í ljós að nútímafólk tekst enn á við sömu vandamál, langanir og þrár og leitar svara við sömu spurningum.“ Jesús er Drottinn Helgi ólst upp í Vesturbænum fyrstu æviárin en bjó síðar lengst af á Kjalarnesi. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og fór þaðan til Belgíu þar sem hann lauk prófgráðu í guðfræði. „Ég fékk ungur tækifæri til að prédika og fann strax að ég væri á réttri hillu. Söfnuður Hvítasunnukirkjunnar á það sameiginlegt að hafa Jesú Krist í brennidepli og við erum með stystu trúarjátningu í íslenskum trúfélögum, sem er „Jesús er Drottinn“ og er talin elsta trúarjátning manna. Jesús er leiðtoginn sem við öll viljum líkjast og allir hafa upplifað að Jesús sé raunverulegur. Trúin er því ekki bara góð hugmynd; hún er veruleiki sem við lifum.“ Helgi segir engan þurfa að vera í krísu til að upplifa Jesú sem förunaut í sínu lífi. „Það hendir venjulegar manneskjur, eins og við erum flest, og gefur þeim ríkulega lífsfyllingu. Það blómstrar, hættir að hafa áhyggjur af áliti annarra, hættir að láta höft hamla sér og gerir það sem það er skapað til að gera. Á sama tíma erum við til staðar þegar fólk fótar sig á trúargöngunni, hvetjum það til að vaxa og finna hæfileika sína og gjafir.“ Margir safnaðarmeðlima Hvítasunnukirkjunnar hafa farið út af sporinu og segir Helgi þá sækja í kirkjuna vegna þess að hún dæmir þá ekki. „Í stað þess að dæma tökum við utan um þá og hér fá þeir hvatningu og stuðning. Það koma ótrúlega margir til okkar sem engin tengsl hafa við kirkjuna, eins og innflytjendur sem eru vanir því úr heimalandi sínu að kirkjan sé eina óspillta stofnunin sem hægt er að treysta. Það leggur traust sitt á Jesú og kirkjuna sem verður stuðningsnet þess og fjölskylda þegar eiginleg fjölskylda er fjarri.“ Hvítasunnusöfnuðurinn telur um 1.200 manns og á hverjum sunnudegi mæta hundruð þeirra til kirkju. Félagsstarf er ríkulegt og tónlistarlíf í Fíladelfíu rómað eins og landsmenn þekkja af sjónvarpsútsendingu jólatónleika kirkjunnar á aðfangadagskvöld. „Jólatónleikarnir eru styrktartónleikar en ágætis hliðarverkun er að fólk kynnist okkur í leiðinni. Við finnum fyrir meiri velvild í samfélaginu eftir að jólatónleikunum var sjónvarpað og nú vita fleiri hver við erum og að við erum meinlaust trúfélag,“ segir Helgi og brosir. Í frístundum hefur Helgi gaman að útivist og veiði, hjólreiðum og samveru með fjölskyldu og vinum. „Ég er líka forfallinn áhugamaður um ruðning (e. rugby) og hefur lengi langað að gefa mér tíma til að sækja æfingar hjá rugbyfélagi sem æfir á Valsvellinum. Þetta er alvöru sport sem útheimtir heilmikil átök og kannski það yrði erfitt að útskýra glóðarauga á samkomum,“ segir Helgi og skellir upp úr. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met Sjá meira
Á hvítasunnudag hlýtur Helgi Guðnason prestur blessun sem nýr forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar. Helgi er sonarsonur Einars heitins Gíslasonar í Betel og segir margt líkt með þeim tveimur. „Jesús er mín fyrirmynd og drifkraftur. Til að einfalda málið líki ég sambandi okkar stundum við raftæki sem stungið er í samband, eins og blandara sem er drifinn til að blanda. Jesús er brúin sem tengir okkur við Guð og lætur lífið ganga upp; allt kemur heim og saman í gegnum hann.“ Þetta segir presturinn Helgi Guðnason sem á morgun hlýtur blessun Hvítasunnukirkjunnar sem nýr forstöðumaður, ásamt Aroni Hinrikssyni, hvítasunnupresti á Selfossi. Á sömu hátíðarsamkomu í Fíladelfíu verður Verði Leví Traustasyni þökkuð samfylgdin síðustu sautján ár sem forstöðumaður, en Vörður er nýráðinn framkvæmdastjóri Samhjálpar. Helgi er fæddur og uppalinn í kirkjustarfi Hvítasunnusafnaðarins. „Trúin er ferðalag og ég ákvað snemma að fylgja Jesúm og lifa kristnu lífi. Ég er í þessu af hugsjón, hjarta og sál og hef sterka köllun. Starfinu fylgir mikil ábyrgð og það eru forréttindi að fá að sinna því sem er krefjandi og ekki fyrir hvern sem er. Það má því segja að starfið velji mann frekar en að maður velji starfið.“ Helgi er tveggja barna faðir og verður 32 ára í sumar. Þá á hann líka tíu ára brúðkaupsafmæli. „Við konan mín kynntumst í kirkjunni og það var ást við fyrstu sýn. Okkur fannst tilgangslaust að bíða þess að gifta okkur og í Hvítasunnukirkjunni er fólk hvatt til að vera ábyrgt í samböndum sínum, taka þeim ekki létt og leika sér ekki að tilfinningum sínum né annarra. Rétta leiðin er að bindast maka sínum fyrir lífstíð og spara sig fram að hjónabandi. Við vitum þó að safnaðarmeðlimir eiga alls kyns sögur að baki og eru ekki illa innrættir fyrir vikið. Öllum er í sjálfvald sett hvernig þeir lifa sínu lífi en við bendum á réttu leiðina, tölum fyrir bindindi og hvetjum fólk til að vera löghlýðið, fyrirmyndarborgarar og almennt með allt sitt á hreinu.“Barnabarn stórra afa Helgi er barnabarn Einars heitins Gíslasonar sem oft var kenndur við Betel í Vestmannaeyjum. Einar var landsfrægur prédikari og forstöðumaður í Fíladelfíu í 22 ár. „Mér þótti vænt um afa minn sem var stórbrotinn og skemmtilegur karakter, fastur fyrir en mildur og góður. Afi var alinn upp sem útvegsbóndi, hafði mikið fyrir lífinu og ég bar mikla virðingu fyrir honum, enda merkilegur maður og þjóðþekktur. Um sextugt fékk hann heilablóðfall og varð ekki samur á eftir. Þá var ég sjö ára. Ég man lítið eftir honum sem prédikara en hef heyrt til hans á upptökum og skynja að það er mikið af afa í sjálfum mér þótt við höfum hvor sinn prédikunarstílinn.“ Móðurafi Helga var Helgi Hallvarðsson, skipherra hjá Landhelgisgæslunni. „Ég átti því tvo stóra afa og ekki allir sem eiga afa sem báðir hafa gefið út ævisögu sína. Ég kannast við þá báða í sjálfum mér en er þó líkari Helga afa í útliti.“ Helgi segir að styrkleika sínir í prestembættinu séu væntumþykja fyrir fólki og þörf til að hjálpa því að blómstra í lífinu. „Það er stærsta krafan í starfi prests; að hafa tíma, dug og kærleika í starfið í stað þess að líta á það sem verkefni. Ég er líka á heimavelli þegar kemur að því að útskýra ritningartexta Biblíunnar, sem er einkenni Hvítasunnukirkjunnar. Ég hef yndi af því að skoða gamla texta í upprunalegu samhengi og sjá hvernig mannlegt eðli er samt við sig. Þá kemur í ljós að nútímafólk tekst enn á við sömu vandamál, langanir og þrár og leitar svara við sömu spurningum.“ Jesús er Drottinn Helgi ólst upp í Vesturbænum fyrstu æviárin en bjó síðar lengst af á Kjalarnesi. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og fór þaðan til Belgíu þar sem hann lauk prófgráðu í guðfræði. „Ég fékk ungur tækifæri til að prédika og fann strax að ég væri á réttri hillu. Söfnuður Hvítasunnukirkjunnar á það sameiginlegt að hafa Jesú Krist í brennidepli og við erum með stystu trúarjátningu í íslenskum trúfélögum, sem er „Jesús er Drottinn“ og er talin elsta trúarjátning manna. Jesús er leiðtoginn sem við öll viljum líkjast og allir hafa upplifað að Jesús sé raunverulegur. Trúin er því ekki bara góð hugmynd; hún er veruleiki sem við lifum.“ Helgi segir engan þurfa að vera í krísu til að upplifa Jesú sem förunaut í sínu lífi. „Það hendir venjulegar manneskjur, eins og við erum flest, og gefur þeim ríkulega lífsfyllingu. Það blómstrar, hættir að hafa áhyggjur af áliti annarra, hættir að láta höft hamla sér og gerir það sem það er skapað til að gera. Á sama tíma erum við til staðar þegar fólk fótar sig á trúargöngunni, hvetjum það til að vaxa og finna hæfileika sína og gjafir.“ Margir safnaðarmeðlima Hvítasunnukirkjunnar hafa farið út af sporinu og segir Helgi þá sækja í kirkjuna vegna þess að hún dæmir þá ekki. „Í stað þess að dæma tökum við utan um þá og hér fá þeir hvatningu og stuðning. Það koma ótrúlega margir til okkar sem engin tengsl hafa við kirkjuna, eins og innflytjendur sem eru vanir því úr heimalandi sínu að kirkjan sé eina óspillta stofnunin sem hægt er að treysta. Það leggur traust sitt á Jesú og kirkjuna sem verður stuðningsnet þess og fjölskylda þegar eiginleg fjölskylda er fjarri.“ Hvítasunnusöfnuðurinn telur um 1.200 manns og á hverjum sunnudegi mæta hundruð þeirra til kirkju. Félagsstarf er ríkulegt og tónlistarlíf í Fíladelfíu rómað eins og landsmenn þekkja af sjónvarpsútsendingu jólatónleika kirkjunnar á aðfangadagskvöld. „Jólatónleikarnir eru styrktartónleikar en ágætis hliðarverkun er að fólk kynnist okkur í leiðinni. Við finnum fyrir meiri velvild í samfélaginu eftir að jólatónleikunum var sjónvarpað og nú vita fleiri hver við erum og að við erum meinlaust trúfélag,“ segir Helgi og brosir. Í frístundum hefur Helgi gaman að útivist og veiði, hjólreiðum og samveru með fjölskyldu og vinum. „Ég er líka forfallinn áhugamaður um ruðning (e. rugby) og hefur lengi langað að gefa mér tíma til að sækja æfingar hjá rugbyfélagi sem æfir á Valsvellinum. Þetta er alvöru sport sem útheimtir heilmikil átök og kannski það yrði erfitt að útskýra glóðarauga á samkomum,“ segir Helgi og skellir upp úr.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met Sjá meira