Hvítasunna Þórhallur Heimisson skrifar 7. júní 2014 07:00 I Flest vitum við hvers vegna haldið er upp á jól og páska. Á jólum fögnum við fæðingu Jesú í heiminn. Á páskum gleðjumst við sömuleiðis yfir upprisu hans, þau sem trúa á hana. En hvers vegna er hvítasunnan svona mikil hátíð? Maður nokkur svaraði því fyrir sitt leyti á þennan veg, þegar hann var spurður af fréttamanni sjónvarps á förnum vegi: „Hvítasunnan er svona mikil hátíð, því þá höfum við heila þrjá daga í frí til að djamma.“ Og vissulega hafði hann á réttu að standa að hluta. Það er mikið djammað þessa fyrstu ferðahelgi ársins eins og hún er kölluð. En minna er spáð í hvers vegna hátíðin er haldin. II Hvítasunnan á marga strengi í hörpu sinni. Meðal annars er hún vorhátíð. Um hvítasunnu fögnum við sumri, lofum Guð fyrir stuðning hans um langa vetrardaga og biðjum þess að land og haf beri ríkulegan ávöxt það misseri sem nú fer í hönd. Hvítasunnan er þannig hátíð vorsins en vorið er gróðurreitur allra bjartra vona. Tilveran öll rís upp, vaknar af dvala, þessa vordaga. Veturinn er á enda og sumarið knýr dyra. Sólin lýsir upp landið okkar allan sólarhringinn og tunglið lítur rétt við um miðnættið, svona til málamynda. Langar skammdegisnætur og útmánuði horfa menn löngunaraugum fram til komandi vors. Fögnuðurinn er að sama skapi ósvikinn þegar sumarið rennur upp yfir landið. Þann fögnuð eigum við öll sameiginlega. Bestu mánuðir ársins fara í hönd með blóm í haga, sæta langa sumardaga. Allt þetta undirstrikar hvítasunnan. Annar strengur hvítasunnunnar tengist upphafi kirkjunnar. Þau heimstrúarbrögð sem ganga undir samheitinu kristni og teygja sig nú í einhverri mynd til allra landa á jörðu, voru stofnuð á hvítasunnudag. Hvítasunnudagur er fæðingardagur kirkjunnar, afmælishátíð hennar ár hvert. Hvítasunna er beintengd páskum, upprisuhátíðinni. Meginhluta þeirra sjö vikna sem liðu frá páskum til hvítasunnu gekk hinn upprisni Jesús Kristur um á meðal lærisveina sinna, birtist þeim ítrekað og styrkti þá í trúnni. Fjörutíu dögum eftir páska ávarpaði hann lærisveina sína og sagði: „Þér skuluð skírðir verða með heilögum anda nú innan fárra daga.“ Þegar hann hafði þetta mælt varð hann uppnuminn að þeim ásjáandi, og ský nam hann burt frá augum þeirra. Tíu dögum síðar voru lærisveinarnir allir saman komnir. Þá urðu þau tíðindi, sem nefnd eru hvítasunnuundrið. Sama dag talaði Pétur postuli til mikils mannfjölda sem dreif að, er gnýr heyrðist af himni og tungutal kvað við. Pétur sagði: „Gjörið iðrun og látið skírast hver og einn í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar; þá munuð þér öðlast að gjöf heilagan anda.“ En þeir sem veittu orði Péturs viðtöku voru skírðir, og þann dag bættust við um þrjú þúsund sálir, eins og segir frá í Postulasögunni. Þannig varð kirkja Krists til. Kirkjan rekur því ekki upphaf sitt til verka manna. Þótt kirkjustofnunin vilji nú oft verða býsna mannleg og breysk í starfi sínu og verki, þá er það aðeins önnur hlið hennar sem þannig birtist. Hin hliðin grundvallast á sköpunarmætti Guðs og krafti Guðs. Án Guðs væri því engin kirkja. Hvað það var sem raunverulega hratt af stað þessari viðburðarás hinn fyrsta hvítasunnudag hefur verið mönnum hugstætt á öllum öldum. Þar er hinn þriðja streng hvítasunnunnar að finna. Biblían talar um gný af himni, eins og undanfari sterkviðris er fyllti allt húsið þar sem lærisveinarnir voru. Þeim birtust tungur, segir Postulasagan, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvern og einn þeirra. Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla. En hver er þessi kraftur sem Postulasagan talar um og kallar heilagan anda? Jú, það er þessi sami andi Guðs sem hvíslar að þér í einrúmi bænarinnar, lætur þig finna nærveru sína á förnum vegi og hrífur þig í náttúrunnar ríki. Og þetta er erindi heilags anda við okkur. Þetta er hið eiginlega hvítasunnuundur í lífi allra kristinna manna á þessari hátíð. Vegna þess að kirkjan á sér þetta upphaf og vegna nálægðar andans í lífi og starfi sérhvers kristins manns, þá felur hvítasunnan í sér enn einn sterkan streng. Það er hvatningin til að lifa lífi sínu í ljósi þess að við erum hvert og eitt kölluð til hins nýja samfélags sem andinn stýrir. Öll okkar verk eiga að einkennast af þessu. Hvar sem andinn kallar okkur til verka í heiminum, eigum við ekki að skorast undan heldur ganga fram í eldmóði, í heilögum anda. III Í heimi þar sem myrkrið fer á margan hátt vaxandi, eiginhagsmunasemin, fordómar og mannhatur ráða svo oft ríkjum og enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér er þessi boðskapur besta vörnin og sterkasta skjólið. En um leið kallar hann okkur til að sækja fram og takast á við myrkrið og sigra það undir merkjum krossins – óttalaus. Það er kjarni þess boðskapar sem hvítasunnan flytur okkur. Og það er þegar allt kemur til alls kjarni hinnar kristnu trúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
I Flest vitum við hvers vegna haldið er upp á jól og páska. Á jólum fögnum við fæðingu Jesú í heiminn. Á páskum gleðjumst við sömuleiðis yfir upprisu hans, þau sem trúa á hana. En hvers vegna er hvítasunnan svona mikil hátíð? Maður nokkur svaraði því fyrir sitt leyti á þennan veg, þegar hann var spurður af fréttamanni sjónvarps á förnum vegi: „Hvítasunnan er svona mikil hátíð, því þá höfum við heila þrjá daga í frí til að djamma.“ Og vissulega hafði hann á réttu að standa að hluta. Það er mikið djammað þessa fyrstu ferðahelgi ársins eins og hún er kölluð. En minna er spáð í hvers vegna hátíðin er haldin. II Hvítasunnan á marga strengi í hörpu sinni. Meðal annars er hún vorhátíð. Um hvítasunnu fögnum við sumri, lofum Guð fyrir stuðning hans um langa vetrardaga og biðjum þess að land og haf beri ríkulegan ávöxt það misseri sem nú fer í hönd. Hvítasunnan er þannig hátíð vorsins en vorið er gróðurreitur allra bjartra vona. Tilveran öll rís upp, vaknar af dvala, þessa vordaga. Veturinn er á enda og sumarið knýr dyra. Sólin lýsir upp landið okkar allan sólarhringinn og tunglið lítur rétt við um miðnættið, svona til málamynda. Langar skammdegisnætur og útmánuði horfa menn löngunaraugum fram til komandi vors. Fögnuðurinn er að sama skapi ósvikinn þegar sumarið rennur upp yfir landið. Þann fögnuð eigum við öll sameiginlega. Bestu mánuðir ársins fara í hönd með blóm í haga, sæta langa sumardaga. Allt þetta undirstrikar hvítasunnan. Annar strengur hvítasunnunnar tengist upphafi kirkjunnar. Þau heimstrúarbrögð sem ganga undir samheitinu kristni og teygja sig nú í einhverri mynd til allra landa á jörðu, voru stofnuð á hvítasunnudag. Hvítasunnudagur er fæðingardagur kirkjunnar, afmælishátíð hennar ár hvert. Hvítasunna er beintengd páskum, upprisuhátíðinni. Meginhluta þeirra sjö vikna sem liðu frá páskum til hvítasunnu gekk hinn upprisni Jesús Kristur um á meðal lærisveina sinna, birtist þeim ítrekað og styrkti þá í trúnni. Fjörutíu dögum eftir páska ávarpaði hann lærisveina sína og sagði: „Þér skuluð skírðir verða með heilögum anda nú innan fárra daga.“ Þegar hann hafði þetta mælt varð hann uppnuminn að þeim ásjáandi, og ský nam hann burt frá augum þeirra. Tíu dögum síðar voru lærisveinarnir allir saman komnir. Þá urðu þau tíðindi, sem nefnd eru hvítasunnuundrið. Sama dag talaði Pétur postuli til mikils mannfjölda sem dreif að, er gnýr heyrðist af himni og tungutal kvað við. Pétur sagði: „Gjörið iðrun og látið skírast hver og einn í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar; þá munuð þér öðlast að gjöf heilagan anda.“ En þeir sem veittu orði Péturs viðtöku voru skírðir, og þann dag bættust við um þrjú þúsund sálir, eins og segir frá í Postulasögunni. Þannig varð kirkja Krists til. Kirkjan rekur því ekki upphaf sitt til verka manna. Þótt kirkjustofnunin vilji nú oft verða býsna mannleg og breysk í starfi sínu og verki, þá er það aðeins önnur hlið hennar sem þannig birtist. Hin hliðin grundvallast á sköpunarmætti Guðs og krafti Guðs. Án Guðs væri því engin kirkja. Hvað það var sem raunverulega hratt af stað þessari viðburðarás hinn fyrsta hvítasunnudag hefur verið mönnum hugstætt á öllum öldum. Þar er hinn þriðja streng hvítasunnunnar að finna. Biblían talar um gný af himni, eins og undanfari sterkviðris er fyllti allt húsið þar sem lærisveinarnir voru. Þeim birtust tungur, segir Postulasagan, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvern og einn þeirra. Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla. En hver er þessi kraftur sem Postulasagan talar um og kallar heilagan anda? Jú, það er þessi sami andi Guðs sem hvíslar að þér í einrúmi bænarinnar, lætur þig finna nærveru sína á förnum vegi og hrífur þig í náttúrunnar ríki. Og þetta er erindi heilags anda við okkur. Þetta er hið eiginlega hvítasunnuundur í lífi allra kristinna manna á þessari hátíð. Vegna þess að kirkjan á sér þetta upphaf og vegna nálægðar andans í lífi og starfi sérhvers kristins manns, þá felur hvítasunnan í sér enn einn sterkan streng. Það er hvatningin til að lifa lífi sínu í ljósi þess að við erum hvert og eitt kölluð til hins nýja samfélags sem andinn stýrir. Öll okkar verk eiga að einkennast af þessu. Hvar sem andinn kallar okkur til verka í heiminum, eigum við ekki að skorast undan heldur ganga fram í eldmóði, í heilögum anda. III Í heimi þar sem myrkrið fer á margan hátt vaxandi, eiginhagsmunasemin, fordómar og mannhatur ráða svo oft ríkjum og enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér er þessi boðskapur besta vörnin og sterkasta skjólið. En um leið kallar hann okkur til að sækja fram og takast á við myrkrið og sigra það undir merkjum krossins – óttalaus. Það er kjarni þess boðskapar sem hvítasunnan flytur okkur. Og það er þegar allt kemur til alls kjarni hinnar kristnu trúar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun