Vitleysa leiðrétt Sigurjón Þórðarson skrifar 6. júní 2014 07:00 Þröstur Ólafsson ritar grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni „Að vernda vitleysuna, eða…?” Í greininni er því haldið fram að helstu nytjastofnar á Íslandsmiðum hafi verið að eyðast um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Sú fullyrðing stenst enga skoðun og er í raun alger vitleysa ef eitthvert mark má taka á tölfræði Hafró. Í skýrslum Hafró kemur fram að á tímabilinu 1980–1985 hafi bæði nýliðun þorsks verið meiri og viðmiðunarstofn stærri á Íslandsmiðum en hann var áætlaður 2008–2013. Það að veiðin á seinna tímabilinu sé helmingurinn af því sem hún var á því fyrra hefur hvorki skilað meiri nýliðun né stærri viðmiðunarstofni. Allt bendir því til þess að veiðistjórnunin hafi verið algerlega misheppnuð. Ekki ætla ég að elta ólar við fráleita vitleysu eins og þá að setja vöxt og viðgang fiskistofna í samhengi við gróður á hálendi landsins. Ég ætla einnig að láta Vestfirðingum og íbúum Djúpavogs eftir að deila við hagfræðinginn um hagræðingu kvótakerfisins en mér finnst þó rétt að benda á vitleysuna við að setja þá hamingju alla í samhengi við afskriftir, lækkað fasteignaverð, minni afla, skuldsetningu og aldinn fiskiskipaflota landsmanna. Einhver kann að ætla að þrátt fyrir að framangreindur samanburður gefi kvótakerfinu falleinkunn, þá megi búast við betri tíð og aflaaukningu á næstunni, en svo er alls ekki þar sem stofnvísitala þorsks lækkaði í ár annað árið í röð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Þröstur Ólafsson ritar grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni „Að vernda vitleysuna, eða…?” Í greininni er því haldið fram að helstu nytjastofnar á Íslandsmiðum hafi verið að eyðast um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Sú fullyrðing stenst enga skoðun og er í raun alger vitleysa ef eitthvert mark má taka á tölfræði Hafró. Í skýrslum Hafró kemur fram að á tímabilinu 1980–1985 hafi bæði nýliðun þorsks verið meiri og viðmiðunarstofn stærri á Íslandsmiðum en hann var áætlaður 2008–2013. Það að veiðin á seinna tímabilinu sé helmingurinn af því sem hún var á því fyrra hefur hvorki skilað meiri nýliðun né stærri viðmiðunarstofni. Allt bendir því til þess að veiðistjórnunin hafi verið algerlega misheppnuð. Ekki ætla ég að elta ólar við fráleita vitleysu eins og þá að setja vöxt og viðgang fiskistofna í samhengi við gróður á hálendi landsins. Ég ætla einnig að láta Vestfirðingum og íbúum Djúpavogs eftir að deila við hagfræðinginn um hagræðingu kvótakerfisins en mér finnst þó rétt að benda á vitleysuna við að setja þá hamingju alla í samhengi við afskriftir, lækkað fasteignaverð, minni afla, skuldsetningu og aldinn fiskiskipaflota landsmanna. Einhver kann að ætla að þrátt fyrir að framangreindur samanburður gefi kvótakerfinu falleinkunn, þá megi búast við betri tíð og aflaaukningu á næstunni, en svo er alls ekki þar sem stofnvísitala þorsks lækkaði í ár annað árið í röð.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar