Viðskipti innlent

300 þúsund þegar komin

Sveinn Arnarsson skrifar
Ferðamönnum hefur fjölgað.
Ferðamönnum hefur fjölgað. FRÉTTABLAðið/PJETUR
Nærri 300 þúsund manns hafa sótt Ísland heim það sem af er ári. Fjölgunin nemur nær 70 þúsund ferðamönnum, samkvæmt nýjum tölum Ferðamálastofu.

Fjöldi ferðamanna sem fóru frá landinu í maí hefur aldrei verið meiri, en héðan fóru 66.700 í mánuðinum miðað við 55.600 í maí í fyrra. Fjöldi ferðamanna hefur nærri tvöfaldast frá árinu 2011. Fjölgun hefur einnig verið í hinum mánuðum ársins miðað við sömu mánuði í fyrra.

Ferðamönnum fjölgar frá velflestum löndum, þó mælist ekki fjölgun á meðal Þjóðverja og Norðmanna. Bandaríkjamenn og Bretar eru stærsti ferðamannahópurinn í maí líkt og í fyrra. Þeir ásamt Kanadabúum standa undir nærri helmingi allrar fjölgunar ferðamanna í maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×