Þökk sé ykkur! Svanhildur Konráðsdóttir skrifar 4. júní 2014 07:00 Fyrir tíu árum var alls óvíst hvernig landsmenn tækju í þá hugmynd að styðja við réttindi barna á heimsvísu með mánaðarlegum gjöfum. Gæta að velferð barna um veröld víða – velferð allra barna. Gerast heimsforeldrar og segja við sjálfa sig að það sé sameiginlegt verkefni okkar allra að búa börnum þessa heims örugga framtíð. Á tíu ára afmæli UNICEF á Íslandi gætum við ekki verið ánægðari eða þakklátari. Fólk hér á landi hefur fylkt sér á bak við málstað UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Í dag eru fleiri en 22.000 heimsforeldrar hér á landi eða rúm 9% fullorðinna landsmanna. Gjafir þeirra skipta sköpum fyrir börn um víða veröld og tryggja þeim hreint vatn, heilsugæslu, menntun, næringu, vernd gegn ofbeldi og önnur sjálfsögð réttindi. Heimsforeldrarnir eru hugsjónafólk á ólíkum aldri sem býr um allt land – og breiðfylking heimsforeldra hér á landi hefur vakið athygli hjá UNICEF alþjóðlega.Löngunin til að bæta Í nær sjö áratugi hefur UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, verið leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Við leggjum ríka áherslu á að ná til þeirra barna sem helst eiga undir högg að sækja. Það var því einstaklega ánægjulegt að finna hvað hugmyndin um að koma á fót UNICEF hér á landi fékk mikinn hljómgrunn. UNICEF á Íslandi spratt úr grasrótarstarfi sem var drifið áfram af lönguninni til að bæta réttindi barna. Hópur af ungu fólki tók sig saman og gott fólk og öflugir bakhjarlar tóku framtaki þeirra fagnandi og studdu hugmyndina. Án þeirra hefði UNICEF á Íslandi aldrei orðið að veruleika. Stofnun landsnefndarinnar var samvinna og baráttuhugur í hópnum. Fljótt fjölgaði síðan í hópi styrktaraðila þegar fyrstu heimsforeldrarnir gengu til liðs við okkur. UNICEF var komið til að vera hér á landi – komið til að þrýsta á um breytingar fyrir börn og standa fyrir varanlegum umbótum sem breyta heiminum þegar til lengri tíma er litið.Aldrei fleiri börn í skóla Á þeim áratug sem liðinn er hefur mikill árangur náðst í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Stórlega hefur sem dæmi dregið úr barnadauða og aldrei hafa fleiri börn gengið í skóla en einmitt nú. Á sama tíma hefur mikill árangur náðst hvað varðar réttindi barna á Íslandi. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur í fyrra og aukin fræðsla hefur skilað sér í meiri vitund um réttindi barna hér á landi. Eitt af hlutverkum UNICEF er að fræða börn um réttindi sín – og fræða fullorðna um réttindi barna. Á Íslandi sinnir UNICEF auk þess markvissri réttindagæslu fyrir börn, fylgist vandlega með stöðu barna og beitir sér til dæmis fyrir því að stjórnvöld hafi hagsmuni barna að leiðarljósi við ákvarðanatöku sína. Við höfum sem dæmi ítrekað bent á að ofbeldi í sínum fjölmörgu birtingarmyndum er ein helsta ógn sem steðjar að börnum hér á landi. Við höfum beitt okkur af alefli fyrir því að minnka ofbeldið og komið með vandlega útfærðar lausnir. Þessi áhersla UNICEF á Íslandi og annarra aðila á baráttu gegn ofbeldi hefur leitt til meiri framlaga til málaflokksins. Það er okkur mikið fagnaðarefni. Ekkert af þessu hefðum við getað gert nema vegna þess trausts sem við njótum frá heimsforeldrunum okkar og öðrum styrktaraðilum. Ykkur öllum viljum við því færa hjartans þakkir. Til hamingju með 10 ára samfylgd sem helguð er því að tryggja réttinn til betra lífs fyrir öll heimsins börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sniðgangan á Rapyd slær öll met Björn B. Björnsson Skoðun Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Fyrir tíu árum var alls óvíst hvernig landsmenn tækju í þá hugmynd að styðja við réttindi barna á heimsvísu með mánaðarlegum gjöfum. Gæta að velferð barna um veröld víða – velferð allra barna. Gerast heimsforeldrar og segja við sjálfa sig að það sé sameiginlegt verkefni okkar allra að búa börnum þessa heims örugga framtíð. Á tíu ára afmæli UNICEF á Íslandi gætum við ekki verið ánægðari eða þakklátari. Fólk hér á landi hefur fylkt sér á bak við málstað UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Í dag eru fleiri en 22.000 heimsforeldrar hér á landi eða rúm 9% fullorðinna landsmanna. Gjafir þeirra skipta sköpum fyrir börn um víða veröld og tryggja þeim hreint vatn, heilsugæslu, menntun, næringu, vernd gegn ofbeldi og önnur sjálfsögð réttindi. Heimsforeldrarnir eru hugsjónafólk á ólíkum aldri sem býr um allt land – og breiðfylking heimsforeldra hér á landi hefur vakið athygli hjá UNICEF alþjóðlega.Löngunin til að bæta Í nær sjö áratugi hefur UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, verið leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Við leggjum ríka áherslu á að ná til þeirra barna sem helst eiga undir högg að sækja. Það var því einstaklega ánægjulegt að finna hvað hugmyndin um að koma á fót UNICEF hér á landi fékk mikinn hljómgrunn. UNICEF á Íslandi spratt úr grasrótarstarfi sem var drifið áfram af lönguninni til að bæta réttindi barna. Hópur af ungu fólki tók sig saman og gott fólk og öflugir bakhjarlar tóku framtaki þeirra fagnandi og studdu hugmyndina. Án þeirra hefði UNICEF á Íslandi aldrei orðið að veruleika. Stofnun landsnefndarinnar var samvinna og baráttuhugur í hópnum. Fljótt fjölgaði síðan í hópi styrktaraðila þegar fyrstu heimsforeldrarnir gengu til liðs við okkur. UNICEF var komið til að vera hér á landi – komið til að þrýsta á um breytingar fyrir börn og standa fyrir varanlegum umbótum sem breyta heiminum þegar til lengri tíma er litið.Aldrei fleiri börn í skóla Á þeim áratug sem liðinn er hefur mikill árangur náðst í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Stórlega hefur sem dæmi dregið úr barnadauða og aldrei hafa fleiri börn gengið í skóla en einmitt nú. Á sama tíma hefur mikill árangur náðst hvað varðar réttindi barna á Íslandi. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur í fyrra og aukin fræðsla hefur skilað sér í meiri vitund um réttindi barna hér á landi. Eitt af hlutverkum UNICEF er að fræða börn um réttindi sín – og fræða fullorðna um réttindi barna. Á Íslandi sinnir UNICEF auk þess markvissri réttindagæslu fyrir börn, fylgist vandlega með stöðu barna og beitir sér til dæmis fyrir því að stjórnvöld hafi hagsmuni barna að leiðarljósi við ákvarðanatöku sína. Við höfum sem dæmi ítrekað bent á að ofbeldi í sínum fjölmörgu birtingarmyndum er ein helsta ógn sem steðjar að börnum hér á landi. Við höfum beitt okkur af alefli fyrir því að minnka ofbeldið og komið með vandlega útfærðar lausnir. Þessi áhersla UNICEF á Íslandi og annarra aðila á baráttu gegn ofbeldi hefur leitt til meiri framlaga til málaflokksins. Það er okkur mikið fagnaðarefni. Ekkert af þessu hefðum við getað gert nema vegna þess trausts sem við njótum frá heimsforeldrunum okkar og öðrum styrktaraðilum. Ykkur öllum viljum við því færa hjartans þakkir. Til hamingju með 10 ára samfylgd sem helguð er því að tryggja réttinn til betra lífs fyrir öll heimsins börn.
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun