Stöndum saman Hjalti Hugason skrifar 4. júní 2014 07:00 Í kjölfar Hrunsins vakti margt ugg. Það sem sem olli mér einna þyngstum áhyggjum var að harðri þjóðernishyggju yxi fiskur um hrygg líkt og víða hafði gerst. Íslendingar eru sjálfhverf þjóð og skildu varnaðarorð og gagnrýni umheimsins sem ofsóknir gegn landi og þjóð. Uggurinn reyndist ástæðulaus þar til í nýafstöðnum kosningum.Ekki óvænt Það kom ekki á óvart að frumkvæði að þjóðernishyggju kæmi frá Framsókn. Hún hefur lengi verið snar þáttur í hugmyndafræði flokksins. Í byrjun kann hún að hafa verið frjó. Svo er ekki nú. Árangurinn af útspilinu í moskumálinu kom heldur ekki á óvart. Hugsanlega gefa úrslitin í Reykjavík hugboð um hlutfall ákafra þjóðernissinna. Það er þó óvíst. Hlutfallið kann að vera mun hærra en upp úr kössunum kom. Í öllu falli er tími til kominn fyrir allt vel hugsandi fólk sem þráir opið samfélag að snúast til varnar gegn tortryggni, útilokunarstefnu og útlendingaandúð.Blindgata Átökin sem blásið hefur verið til snúast um hvort veita eigi múslimum og orþodoxum lóðir á sömu forsendum og öðrum trúfélögum og afturkalla e.t.v. þegar veittar lóðir. Í lýðræðislegu réttarríki er þessi kostur ekki í boði þótt hugmyndin hafi nýst í kosningaslag. Í stjórnarskrá lýðveldisins segir: „Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins“. Til þess þurfa múslimar moskur ekki síður en kristið fólk kirkjur. Auk þess segir: „Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna“. Og loks: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til … trúarbragða … og stöðu að öðru leyti“. Öllum þessum mikilvægu mannréttindareglum virðast borgarfulltrúar Framsóknar vilja gleyma eða brjóta gegn þeim. Trúfrelsis- og jafnræðisreglur stjórnarskrárinnar vernda rétt allra en leggja jafnframt mikilvægar skyldur á herðar okkar en þar segir líka: „Þó má ekki kenna eða fremja neitt (þ.e. í nafni trúar) sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu“, sem og „né heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan almennri þegnskyldu“. Ákvæðunum er ætlað að tryggja að enginn misnoti frelsi sitt til að brjóta gegn lögum og grunngildum landsmanna. Þannig er trúfrelsið stillt af. Þetta er sá rammi sem stjórnarskráin setur um grundvallarmannréttindi á trúmálasviðinu. Af ákvæðunum verður ekki slegið eða kosið um framkvæmd þeirra nema með því að ógna lýðræðinu og réttarríkinu. Borgar- og skipulagsyfirvöld hljóta því að úthluta lóðum til múslima eins og þegar aðrir eiga hlut að máli. — Eða hvernig málflutningur skyldi vera hafður uppi ef kosið yrði um slíkt mál?Til framtíðar Nú verðum við sem viljum opið, frjálst og friðsamlegt samfélag að horfast í augu við raunveruleikann: Við verðum að standa saman um grunngildi okkar. – Framsóknarflokkurinn má gjarna vera með ef hann vill og endurheimtir trúverðugleika eftir útspilið í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar Hrunsins vakti margt ugg. Það sem sem olli mér einna þyngstum áhyggjum var að harðri þjóðernishyggju yxi fiskur um hrygg líkt og víða hafði gerst. Íslendingar eru sjálfhverf þjóð og skildu varnaðarorð og gagnrýni umheimsins sem ofsóknir gegn landi og þjóð. Uggurinn reyndist ástæðulaus þar til í nýafstöðnum kosningum.Ekki óvænt Það kom ekki á óvart að frumkvæði að þjóðernishyggju kæmi frá Framsókn. Hún hefur lengi verið snar þáttur í hugmyndafræði flokksins. Í byrjun kann hún að hafa verið frjó. Svo er ekki nú. Árangurinn af útspilinu í moskumálinu kom heldur ekki á óvart. Hugsanlega gefa úrslitin í Reykjavík hugboð um hlutfall ákafra þjóðernissinna. Það er þó óvíst. Hlutfallið kann að vera mun hærra en upp úr kössunum kom. Í öllu falli er tími til kominn fyrir allt vel hugsandi fólk sem þráir opið samfélag að snúast til varnar gegn tortryggni, útilokunarstefnu og útlendingaandúð.Blindgata Átökin sem blásið hefur verið til snúast um hvort veita eigi múslimum og orþodoxum lóðir á sömu forsendum og öðrum trúfélögum og afturkalla e.t.v. þegar veittar lóðir. Í lýðræðislegu réttarríki er þessi kostur ekki í boði þótt hugmyndin hafi nýst í kosningaslag. Í stjórnarskrá lýðveldisins segir: „Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins“. Til þess þurfa múslimar moskur ekki síður en kristið fólk kirkjur. Auk þess segir: „Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna“. Og loks: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til … trúarbragða … og stöðu að öðru leyti“. Öllum þessum mikilvægu mannréttindareglum virðast borgarfulltrúar Framsóknar vilja gleyma eða brjóta gegn þeim. Trúfrelsis- og jafnræðisreglur stjórnarskrárinnar vernda rétt allra en leggja jafnframt mikilvægar skyldur á herðar okkar en þar segir líka: „Þó má ekki kenna eða fremja neitt (þ.e. í nafni trúar) sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu“, sem og „né heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan almennri þegnskyldu“. Ákvæðunum er ætlað að tryggja að enginn misnoti frelsi sitt til að brjóta gegn lögum og grunngildum landsmanna. Þannig er trúfrelsið stillt af. Þetta er sá rammi sem stjórnarskráin setur um grundvallarmannréttindi á trúmálasviðinu. Af ákvæðunum verður ekki slegið eða kosið um framkvæmd þeirra nema með því að ógna lýðræðinu og réttarríkinu. Borgar- og skipulagsyfirvöld hljóta því að úthluta lóðum til múslima eins og þegar aðrir eiga hlut að máli. — Eða hvernig málflutningur skyldi vera hafður uppi ef kosið yrði um slíkt mál?Til framtíðar Nú verðum við sem viljum opið, frjálst og friðsamlegt samfélag að horfast í augu við raunveruleikann: Við verðum að standa saman um grunngildi okkar. – Framsóknarflokkurinn má gjarna vera með ef hann vill og endurheimtir trúverðugleika eftir útspilið í Reykjavík.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun