Velferð barna og ungmenna í Garðabæ Jóna Sæmundsdóttir skrifar 30. maí 2014 07:00 Rannsóknir á högum og líðan barna og ungmenna í Garðabæ undanfarin ár sýna að þeim líður almennt vel. Mjög margir taka þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi sem hefur mikið forvarnargildi og hefur góð áhrif á þroska þeirra og félagsfærni. Því er mikilvægt að tryggja framboð á öflugu tómstundastarfi fyrir öll börn og ungmenni. Öflugt forvarnarstarf er unnið í Garðabæ þar sem allir sem starfa með börnum og unglingum vinna saman að því markmiði að koma í veg fyrir einelti. Nýlegar rannsóknir sýna að góður árangur er af þessu starfi sem hefur leitt til þess að tíðni eineltis er lág í Garðabæ miðað við önnur sveitarfélög. Það er aldrei ásættanlegt að einhver verði fyrir einelti. Verkefnið „Gegn einelti í Garðabæ“ er samstarfsverkefni grunnskóla Garðabæjar. Markmið verkefnisins er að koma á samræmdum vinnubrögðum til að fyrirbyggja og að bregðast við einelti, bæta líðan og öryggi nemenda og skólabraginn í heild. Þessi hópur er að vinna gott starf og fylgir eftir þeim málum sem koma upp hverju sinni, því mikilvægt er að grípa strax inn í þegar eineltismál koma upp. Nauðsynlegt er að vera alltaf á verði og fylgjast með breytingum í umhverfi barna og ungmenna. Starfsfólk skóla og þeir sem sinna íþrótta- og tómstundastarfi eiga alltaf að fylgjast með því hvort einelti eða önnur vanlíðan sé í gangi og bregðast við því.Einelti og netið Einelti hefur því miður fylgt mannfólkinu frá ómuna tíð bæði hjá börnum og fullorðnum og ættum við þess vegna að vera búin að læra af reynslunni. En eineltið er í auknum mæli að færast yfir á netið, þannig að það er líka komið inn á heimilin þar sem áður var griðastaður. Í dag þrífst langmesta eineltið á netinu. Samfélagsmiðlar, skyndiskilaboð og spjallsvæði eru notuð til að gera lítið úr öðrum, og einnig snjallsímar. Undanfarin ár hefur forvarnarnefnd Garðabæjar verið í samstarfi við SAFT (samfélag, fjölskylda og tækni) við að leiðbeina og kynna fyrir nemendum, kennurum og foreldrum örugga netnotkun og góða netsiði. Netið er auðlind sem sjálfsagt er að nýta sér en nauðsynlegt er að setja „útivistarreglur“ á netinu fyrir börnin. Samstaða og samvinna foreldra er mikilvæg þarna eins og í mörgu öðru. Þrettán ára aldurstakmark á Facebook er ekki sett að ástæðulausu, það er vegna þess að börnin hafa ekki þroska til að vera á þessum samfélagsmiðli fyrr en þá. Foreldrar verða að fylgjast með því hvað fer fram í netheimum barna sinna. Og það er alveg öruggt að foreldrar almennt eru langt á eftir þegar kemur að öllu sem hægt er að gera á netinu.Fyrirmyndir Einelti á netinu er ekki síður vandamál meðal fullorðins fólks þar sem virðingarleysið og mannfyrirlitningin blómstrar. Það virðist vera auðveldara að klekkja á öðrum þegar ekki þarf að horfast í augu við viðkomandi. Er ekki líklegt að börnin læri þetta líka af þeim fullorðnu? Við verðum alltaf að vera á verði og vakandi gagnvart einelti en það er ekki eingöngu mál skóla og íþrótta- og tómstundaaðila að koma í veg fyrir það heldur þurfa foreldrar og forráðamenn að vera vakandi og kynna sér vel þennan miðil til að geta leiðbeint börnum sínum um netnotkun og verið börnum sínum góð fyrirmynd. Að lokum má geta þess að í Garðabæ hefur verið stofnaður samráðshópur þvert á skóla-, íþrótta- og tómstundasamfélagið með helstu hagsmunaaðilum, heitið á verkefninu er „Jafnrétti, kynheilbrigði og velferð á öllum skólastigum í Garðabæ“. Verkefnið er meðal mikilvægustu verkefna sem unnið er að í samfélaginu og gott til þess að vita að í nærsamfélaginu ætli allir að leggjast á eitt til þess að fyrirbyggja ofbeldi gegn börnum og vinna að kynheilbrigði og jafnrétti á öllum skólastigum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Sæmundsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Rannsóknir á högum og líðan barna og ungmenna í Garðabæ undanfarin ár sýna að þeim líður almennt vel. Mjög margir taka þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi sem hefur mikið forvarnargildi og hefur góð áhrif á þroska þeirra og félagsfærni. Því er mikilvægt að tryggja framboð á öflugu tómstundastarfi fyrir öll börn og ungmenni. Öflugt forvarnarstarf er unnið í Garðabæ þar sem allir sem starfa með börnum og unglingum vinna saman að því markmiði að koma í veg fyrir einelti. Nýlegar rannsóknir sýna að góður árangur er af þessu starfi sem hefur leitt til þess að tíðni eineltis er lág í Garðabæ miðað við önnur sveitarfélög. Það er aldrei ásættanlegt að einhver verði fyrir einelti. Verkefnið „Gegn einelti í Garðabæ“ er samstarfsverkefni grunnskóla Garðabæjar. Markmið verkefnisins er að koma á samræmdum vinnubrögðum til að fyrirbyggja og að bregðast við einelti, bæta líðan og öryggi nemenda og skólabraginn í heild. Þessi hópur er að vinna gott starf og fylgir eftir þeim málum sem koma upp hverju sinni, því mikilvægt er að grípa strax inn í þegar eineltismál koma upp. Nauðsynlegt er að vera alltaf á verði og fylgjast með breytingum í umhverfi barna og ungmenna. Starfsfólk skóla og þeir sem sinna íþrótta- og tómstundastarfi eiga alltaf að fylgjast með því hvort einelti eða önnur vanlíðan sé í gangi og bregðast við því.Einelti og netið Einelti hefur því miður fylgt mannfólkinu frá ómuna tíð bæði hjá börnum og fullorðnum og ættum við þess vegna að vera búin að læra af reynslunni. En eineltið er í auknum mæli að færast yfir á netið, þannig að það er líka komið inn á heimilin þar sem áður var griðastaður. Í dag þrífst langmesta eineltið á netinu. Samfélagsmiðlar, skyndiskilaboð og spjallsvæði eru notuð til að gera lítið úr öðrum, og einnig snjallsímar. Undanfarin ár hefur forvarnarnefnd Garðabæjar verið í samstarfi við SAFT (samfélag, fjölskylda og tækni) við að leiðbeina og kynna fyrir nemendum, kennurum og foreldrum örugga netnotkun og góða netsiði. Netið er auðlind sem sjálfsagt er að nýta sér en nauðsynlegt er að setja „útivistarreglur“ á netinu fyrir börnin. Samstaða og samvinna foreldra er mikilvæg þarna eins og í mörgu öðru. Þrettán ára aldurstakmark á Facebook er ekki sett að ástæðulausu, það er vegna þess að börnin hafa ekki þroska til að vera á þessum samfélagsmiðli fyrr en þá. Foreldrar verða að fylgjast með því hvað fer fram í netheimum barna sinna. Og það er alveg öruggt að foreldrar almennt eru langt á eftir þegar kemur að öllu sem hægt er að gera á netinu.Fyrirmyndir Einelti á netinu er ekki síður vandamál meðal fullorðins fólks þar sem virðingarleysið og mannfyrirlitningin blómstrar. Það virðist vera auðveldara að klekkja á öðrum þegar ekki þarf að horfast í augu við viðkomandi. Er ekki líklegt að börnin læri þetta líka af þeim fullorðnu? Við verðum alltaf að vera á verði og vakandi gagnvart einelti en það er ekki eingöngu mál skóla og íþrótta- og tómstundaaðila að koma í veg fyrir það heldur þurfa foreldrar og forráðamenn að vera vakandi og kynna sér vel þennan miðil til að geta leiðbeint börnum sínum um netnotkun og verið börnum sínum góð fyrirmynd. Að lokum má geta þess að í Garðabæ hefur verið stofnaður samráðshópur þvert á skóla-, íþrótta- og tómstundasamfélagið með helstu hagsmunaaðilum, heitið á verkefninu er „Jafnrétti, kynheilbrigði og velferð á öllum skólastigum í Garðabæ“. Verkefnið er meðal mikilvægustu verkefna sem unnið er að í samfélaginu og gott til þess að vita að í nærsamfélaginu ætli allir að leggjast á eitt til þess að fyrirbyggja ofbeldi gegn börnum og vinna að kynheilbrigði og jafnrétti á öllum skólastigum.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun