Velferð barna og ungmenna í Garðabæ Jóna Sæmundsdóttir skrifar 30. maí 2014 07:00 Rannsóknir á högum og líðan barna og ungmenna í Garðabæ undanfarin ár sýna að þeim líður almennt vel. Mjög margir taka þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi sem hefur mikið forvarnargildi og hefur góð áhrif á þroska þeirra og félagsfærni. Því er mikilvægt að tryggja framboð á öflugu tómstundastarfi fyrir öll börn og ungmenni. Öflugt forvarnarstarf er unnið í Garðabæ þar sem allir sem starfa með börnum og unglingum vinna saman að því markmiði að koma í veg fyrir einelti. Nýlegar rannsóknir sýna að góður árangur er af þessu starfi sem hefur leitt til þess að tíðni eineltis er lág í Garðabæ miðað við önnur sveitarfélög. Það er aldrei ásættanlegt að einhver verði fyrir einelti. Verkefnið „Gegn einelti í Garðabæ“ er samstarfsverkefni grunnskóla Garðabæjar. Markmið verkefnisins er að koma á samræmdum vinnubrögðum til að fyrirbyggja og að bregðast við einelti, bæta líðan og öryggi nemenda og skólabraginn í heild. Þessi hópur er að vinna gott starf og fylgir eftir þeim málum sem koma upp hverju sinni, því mikilvægt er að grípa strax inn í þegar eineltismál koma upp. Nauðsynlegt er að vera alltaf á verði og fylgjast með breytingum í umhverfi barna og ungmenna. Starfsfólk skóla og þeir sem sinna íþrótta- og tómstundastarfi eiga alltaf að fylgjast með því hvort einelti eða önnur vanlíðan sé í gangi og bregðast við því.Einelti og netið Einelti hefur því miður fylgt mannfólkinu frá ómuna tíð bæði hjá börnum og fullorðnum og ættum við þess vegna að vera búin að læra af reynslunni. En eineltið er í auknum mæli að færast yfir á netið, þannig að það er líka komið inn á heimilin þar sem áður var griðastaður. Í dag þrífst langmesta eineltið á netinu. Samfélagsmiðlar, skyndiskilaboð og spjallsvæði eru notuð til að gera lítið úr öðrum, og einnig snjallsímar. Undanfarin ár hefur forvarnarnefnd Garðabæjar verið í samstarfi við SAFT (samfélag, fjölskylda og tækni) við að leiðbeina og kynna fyrir nemendum, kennurum og foreldrum örugga netnotkun og góða netsiði. Netið er auðlind sem sjálfsagt er að nýta sér en nauðsynlegt er að setja „útivistarreglur“ á netinu fyrir börnin. Samstaða og samvinna foreldra er mikilvæg þarna eins og í mörgu öðru. Þrettán ára aldurstakmark á Facebook er ekki sett að ástæðulausu, það er vegna þess að börnin hafa ekki þroska til að vera á þessum samfélagsmiðli fyrr en þá. Foreldrar verða að fylgjast með því hvað fer fram í netheimum barna sinna. Og það er alveg öruggt að foreldrar almennt eru langt á eftir þegar kemur að öllu sem hægt er að gera á netinu.Fyrirmyndir Einelti á netinu er ekki síður vandamál meðal fullorðins fólks þar sem virðingarleysið og mannfyrirlitningin blómstrar. Það virðist vera auðveldara að klekkja á öðrum þegar ekki þarf að horfast í augu við viðkomandi. Er ekki líklegt að börnin læri þetta líka af þeim fullorðnu? Við verðum alltaf að vera á verði og vakandi gagnvart einelti en það er ekki eingöngu mál skóla og íþrótta- og tómstundaaðila að koma í veg fyrir það heldur þurfa foreldrar og forráðamenn að vera vakandi og kynna sér vel þennan miðil til að geta leiðbeint börnum sínum um netnotkun og verið börnum sínum góð fyrirmynd. Að lokum má geta þess að í Garðabæ hefur verið stofnaður samráðshópur þvert á skóla-, íþrótta- og tómstundasamfélagið með helstu hagsmunaaðilum, heitið á verkefninu er „Jafnrétti, kynheilbrigði og velferð á öllum skólastigum í Garðabæ“. Verkefnið er meðal mikilvægustu verkefna sem unnið er að í samfélaginu og gott til þess að vita að í nærsamfélaginu ætli allir að leggjast á eitt til þess að fyrirbyggja ofbeldi gegn börnum og vinna að kynheilbrigði og jafnrétti á öllum skólastigum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Sæmundsdóttir Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Rannsóknir á högum og líðan barna og ungmenna í Garðabæ undanfarin ár sýna að þeim líður almennt vel. Mjög margir taka þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi sem hefur mikið forvarnargildi og hefur góð áhrif á þroska þeirra og félagsfærni. Því er mikilvægt að tryggja framboð á öflugu tómstundastarfi fyrir öll börn og ungmenni. Öflugt forvarnarstarf er unnið í Garðabæ þar sem allir sem starfa með börnum og unglingum vinna saman að því markmiði að koma í veg fyrir einelti. Nýlegar rannsóknir sýna að góður árangur er af þessu starfi sem hefur leitt til þess að tíðni eineltis er lág í Garðabæ miðað við önnur sveitarfélög. Það er aldrei ásættanlegt að einhver verði fyrir einelti. Verkefnið „Gegn einelti í Garðabæ“ er samstarfsverkefni grunnskóla Garðabæjar. Markmið verkefnisins er að koma á samræmdum vinnubrögðum til að fyrirbyggja og að bregðast við einelti, bæta líðan og öryggi nemenda og skólabraginn í heild. Þessi hópur er að vinna gott starf og fylgir eftir þeim málum sem koma upp hverju sinni, því mikilvægt er að grípa strax inn í þegar eineltismál koma upp. Nauðsynlegt er að vera alltaf á verði og fylgjast með breytingum í umhverfi barna og ungmenna. Starfsfólk skóla og þeir sem sinna íþrótta- og tómstundastarfi eiga alltaf að fylgjast með því hvort einelti eða önnur vanlíðan sé í gangi og bregðast við því.Einelti og netið Einelti hefur því miður fylgt mannfólkinu frá ómuna tíð bæði hjá börnum og fullorðnum og ættum við þess vegna að vera búin að læra af reynslunni. En eineltið er í auknum mæli að færast yfir á netið, þannig að það er líka komið inn á heimilin þar sem áður var griðastaður. Í dag þrífst langmesta eineltið á netinu. Samfélagsmiðlar, skyndiskilaboð og spjallsvæði eru notuð til að gera lítið úr öðrum, og einnig snjallsímar. Undanfarin ár hefur forvarnarnefnd Garðabæjar verið í samstarfi við SAFT (samfélag, fjölskylda og tækni) við að leiðbeina og kynna fyrir nemendum, kennurum og foreldrum örugga netnotkun og góða netsiði. Netið er auðlind sem sjálfsagt er að nýta sér en nauðsynlegt er að setja „útivistarreglur“ á netinu fyrir börnin. Samstaða og samvinna foreldra er mikilvæg þarna eins og í mörgu öðru. Þrettán ára aldurstakmark á Facebook er ekki sett að ástæðulausu, það er vegna þess að börnin hafa ekki þroska til að vera á þessum samfélagsmiðli fyrr en þá. Foreldrar verða að fylgjast með því hvað fer fram í netheimum barna sinna. Og það er alveg öruggt að foreldrar almennt eru langt á eftir þegar kemur að öllu sem hægt er að gera á netinu.Fyrirmyndir Einelti á netinu er ekki síður vandamál meðal fullorðins fólks þar sem virðingarleysið og mannfyrirlitningin blómstrar. Það virðist vera auðveldara að klekkja á öðrum þegar ekki þarf að horfast í augu við viðkomandi. Er ekki líklegt að börnin læri þetta líka af þeim fullorðnu? Við verðum alltaf að vera á verði og vakandi gagnvart einelti en það er ekki eingöngu mál skóla og íþrótta- og tómstundaaðila að koma í veg fyrir það heldur þurfa foreldrar og forráðamenn að vera vakandi og kynna sér vel þennan miðil til að geta leiðbeint börnum sínum um netnotkun og verið börnum sínum góð fyrirmynd. Að lokum má geta þess að í Garðabæ hefur verið stofnaður samráðshópur þvert á skóla-, íþrótta- og tómstundasamfélagið með helstu hagsmunaaðilum, heitið á verkefninu er „Jafnrétti, kynheilbrigði og velferð á öllum skólastigum í Garðabæ“. Verkefnið er meðal mikilvægustu verkefna sem unnið er að í samfélaginu og gott til þess að vita að í nærsamfélaginu ætli allir að leggjast á eitt til þess að fyrirbyggja ofbeldi gegn börnum og vinna að kynheilbrigði og jafnrétti á öllum skólastigum.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun