Er það réttlátt að einn tapi svo annar græði? Arna Reynisdóttir og Erna Markúsdóttir skrifar 29. maí 2014 07:00 Úthlutunarreglur LÍN fyrir skólaárið 2014-2015 voru birtar fyrir nokkrum dögum og komu líkt og þruma úr heiðskíru lofti fyrir þá fjölmörgu íslensku nemendur sem stunda nám erlendis. Niðurstaðan er sú að nemendur erlendis mega nú sætta sig við 10% skerðingu á framfærslu en um leið hækkar framfærsla fyrir nemendur á Íslandi um 3,2%. Mikilvægt er að bæta kjör nemenda á Íslandi en þarf það að koma niður á nemendum erlendis?Til að rétta skekkju LÍN hefur gefið út að þessar aðgerðir séu til samræmis við framfærslu á Íslandi og ástæðan fyrir lækkun á framfærslu nemenda erlendis sé til að rétta skekkju. Með þessum breytingum í úthlutunarreglum er LÍN að tengja framfærslu við neysluviðmið og verðbólgu hvers námslands, borin er saman upphæð til nemanda á Íslandi og nemanda erlendis. Jú, rétt er það að nemandinn erlendis fær örlítið meiri pening á mánuði en sá nemandi þarf aukið fjármagn sem ekki er tekið með í útreikningana t.d. fyrir ferðalaginu heim til Íslands. Þykir nokkuð ljóst að með þessum aðgerðum sé verið að sporna við því að nemendur leiti utan til að stunda nám, jafnvel nám sem þeim býðst ekki á Íslandi.Ferðalán einu sinni Auk þess að standa frammi fyrir takmörkuðu skólagjaldaláni frá LÍN, sem nær yfir þrjú af sex árum læknisfræðinámsins, þá hefur LÍN nú skorið niður upphæðina til framfærslu og ferðaláns. Ferðalánið sem hljóðaði áður upp á tæpar 40.000 ÍSK á ári, verður nú lánað einu sinni á hverju námsstigi. Á 6 ára námsferli læknanema sem býr erlendis er nú lánað einu sinni fyrir ferðaláninu. Þ.e. íslenskur læknanemi í Ungverjalandi/Slóvakíu kemst aðra leið á milli Íslands og Ungverjalands/Slóvakíu einu sinni á 6 ára námsferli. Við sem hófum nám fyrir nokkrum árum síðan stóðum í þeirri trú að við fengjum ákveðinni upphæð úthlutað á hverju ári. Nú hefur sú upphæð verið skert um 10% án fyrirvara. Skólaár hvers lands eru ekki öll eins og eru nemar erlendis oft að lenda í því að sumarleyfið nái einungis 6 vikum. Þær vikur gefa nemandanum ekki mikinn tíma til að brúa bilið sem skerðing framfærslunnar hefur myndað í fjármálum nemandans. Um leið og nemendur hafa minni pening á milli handanna til að ferðast þá minnka líkurnar á því að þeir sæki heim í starfsnám.Tapaðir læknar Ef nemandinn starfar ekki innan íslensks heilbrigðiskerfis á meðan á námi stendur þá segir það sig sjálft að sá nemandi mun síður velja íslenskt heilbrigðiskerfi sem vinnustað í framtíðinni. Allir þeir íslensku læknanemar sem ekki snúa heim eru tapaðir læknar í því verki að byggja upp vel mannað og sterkt heilbrigðiskerfi. Fyrir hönd Félags íslenskra læknanema í Ungverjalandi og Félags íslenskra læknanema í Slóvakíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Úthlutunarreglur LÍN fyrir skólaárið 2014-2015 voru birtar fyrir nokkrum dögum og komu líkt og þruma úr heiðskíru lofti fyrir þá fjölmörgu íslensku nemendur sem stunda nám erlendis. Niðurstaðan er sú að nemendur erlendis mega nú sætta sig við 10% skerðingu á framfærslu en um leið hækkar framfærsla fyrir nemendur á Íslandi um 3,2%. Mikilvægt er að bæta kjör nemenda á Íslandi en þarf það að koma niður á nemendum erlendis?Til að rétta skekkju LÍN hefur gefið út að þessar aðgerðir séu til samræmis við framfærslu á Íslandi og ástæðan fyrir lækkun á framfærslu nemenda erlendis sé til að rétta skekkju. Með þessum breytingum í úthlutunarreglum er LÍN að tengja framfærslu við neysluviðmið og verðbólgu hvers námslands, borin er saman upphæð til nemanda á Íslandi og nemanda erlendis. Jú, rétt er það að nemandinn erlendis fær örlítið meiri pening á mánuði en sá nemandi þarf aukið fjármagn sem ekki er tekið með í útreikningana t.d. fyrir ferðalaginu heim til Íslands. Þykir nokkuð ljóst að með þessum aðgerðum sé verið að sporna við því að nemendur leiti utan til að stunda nám, jafnvel nám sem þeim býðst ekki á Íslandi.Ferðalán einu sinni Auk þess að standa frammi fyrir takmörkuðu skólagjaldaláni frá LÍN, sem nær yfir þrjú af sex árum læknisfræðinámsins, þá hefur LÍN nú skorið niður upphæðina til framfærslu og ferðaláns. Ferðalánið sem hljóðaði áður upp á tæpar 40.000 ÍSK á ári, verður nú lánað einu sinni á hverju námsstigi. Á 6 ára námsferli læknanema sem býr erlendis er nú lánað einu sinni fyrir ferðaláninu. Þ.e. íslenskur læknanemi í Ungverjalandi/Slóvakíu kemst aðra leið á milli Íslands og Ungverjalands/Slóvakíu einu sinni á 6 ára námsferli. Við sem hófum nám fyrir nokkrum árum síðan stóðum í þeirri trú að við fengjum ákveðinni upphæð úthlutað á hverju ári. Nú hefur sú upphæð verið skert um 10% án fyrirvara. Skólaár hvers lands eru ekki öll eins og eru nemar erlendis oft að lenda í því að sumarleyfið nái einungis 6 vikum. Þær vikur gefa nemandanum ekki mikinn tíma til að brúa bilið sem skerðing framfærslunnar hefur myndað í fjármálum nemandans. Um leið og nemendur hafa minni pening á milli handanna til að ferðast þá minnka líkurnar á því að þeir sæki heim í starfsnám.Tapaðir læknar Ef nemandinn starfar ekki innan íslensks heilbrigðiskerfis á meðan á námi stendur þá segir það sig sjálft að sá nemandi mun síður velja íslenskt heilbrigðiskerfi sem vinnustað í framtíðinni. Allir þeir íslensku læknanemar sem ekki snúa heim eru tapaðir læknar í því verki að byggja upp vel mannað og sterkt heilbrigðiskerfi. Fyrir hönd Félags íslenskra læknanema í Ungverjalandi og Félags íslenskra læknanema í Slóvakíu.
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun