Er það réttlátt að einn tapi svo annar græði? Arna Reynisdóttir og Erna Markúsdóttir skrifar 29. maí 2014 07:00 Úthlutunarreglur LÍN fyrir skólaárið 2014-2015 voru birtar fyrir nokkrum dögum og komu líkt og þruma úr heiðskíru lofti fyrir þá fjölmörgu íslensku nemendur sem stunda nám erlendis. Niðurstaðan er sú að nemendur erlendis mega nú sætta sig við 10% skerðingu á framfærslu en um leið hækkar framfærsla fyrir nemendur á Íslandi um 3,2%. Mikilvægt er að bæta kjör nemenda á Íslandi en þarf það að koma niður á nemendum erlendis?Til að rétta skekkju LÍN hefur gefið út að þessar aðgerðir séu til samræmis við framfærslu á Íslandi og ástæðan fyrir lækkun á framfærslu nemenda erlendis sé til að rétta skekkju. Með þessum breytingum í úthlutunarreglum er LÍN að tengja framfærslu við neysluviðmið og verðbólgu hvers námslands, borin er saman upphæð til nemanda á Íslandi og nemanda erlendis. Jú, rétt er það að nemandinn erlendis fær örlítið meiri pening á mánuði en sá nemandi þarf aukið fjármagn sem ekki er tekið með í útreikningana t.d. fyrir ferðalaginu heim til Íslands. Þykir nokkuð ljóst að með þessum aðgerðum sé verið að sporna við því að nemendur leiti utan til að stunda nám, jafnvel nám sem þeim býðst ekki á Íslandi.Ferðalán einu sinni Auk þess að standa frammi fyrir takmörkuðu skólagjaldaláni frá LÍN, sem nær yfir þrjú af sex árum læknisfræðinámsins, þá hefur LÍN nú skorið niður upphæðina til framfærslu og ferðaláns. Ferðalánið sem hljóðaði áður upp á tæpar 40.000 ÍSK á ári, verður nú lánað einu sinni á hverju námsstigi. Á 6 ára námsferli læknanema sem býr erlendis er nú lánað einu sinni fyrir ferðaláninu. Þ.e. íslenskur læknanemi í Ungverjalandi/Slóvakíu kemst aðra leið á milli Íslands og Ungverjalands/Slóvakíu einu sinni á 6 ára námsferli. Við sem hófum nám fyrir nokkrum árum síðan stóðum í þeirri trú að við fengjum ákveðinni upphæð úthlutað á hverju ári. Nú hefur sú upphæð verið skert um 10% án fyrirvara. Skólaár hvers lands eru ekki öll eins og eru nemar erlendis oft að lenda í því að sumarleyfið nái einungis 6 vikum. Þær vikur gefa nemandanum ekki mikinn tíma til að brúa bilið sem skerðing framfærslunnar hefur myndað í fjármálum nemandans. Um leið og nemendur hafa minni pening á milli handanna til að ferðast þá minnka líkurnar á því að þeir sæki heim í starfsnám.Tapaðir læknar Ef nemandinn starfar ekki innan íslensks heilbrigðiskerfis á meðan á námi stendur þá segir það sig sjálft að sá nemandi mun síður velja íslenskt heilbrigðiskerfi sem vinnustað í framtíðinni. Allir þeir íslensku læknanemar sem ekki snúa heim eru tapaðir læknar í því verki að byggja upp vel mannað og sterkt heilbrigðiskerfi. Fyrir hönd Félags íslenskra læknanema í Ungverjalandi og Félags íslenskra læknanema í Slóvakíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Úthlutunarreglur LÍN fyrir skólaárið 2014-2015 voru birtar fyrir nokkrum dögum og komu líkt og þruma úr heiðskíru lofti fyrir þá fjölmörgu íslensku nemendur sem stunda nám erlendis. Niðurstaðan er sú að nemendur erlendis mega nú sætta sig við 10% skerðingu á framfærslu en um leið hækkar framfærsla fyrir nemendur á Íslandi um 3,2%. Mikilvægt er að bæta kjör nemenda á Íslandi en þarf það að koma niður á nemendum erlendis?Til að rétta skekkju LÍN hefur gefið út að þessar aðgerðir séu til samræmis við framfærslu á Íslandi og ástæðan fyrir lækkun á framfærslu nemenda erlendis sé til að rétta skekkju. Með þessum breytingum í úthlutunarreglum er LÍN að tengja framfærslu við neysluviðmið og verðbólgu hvers námslands, borin er saman upphæð til nemanda á Íslandi og nemanda erlendis. Jú, rétt er það að nemandinn erlendis fær örlítið meiri pening á mánuði en sá nemandi þarf aukið fjármagn sem ekki er tekið með í útreikningana t.d. fyrir ferðalaginu heim til Íslands. Þykir nokkuð ljóst að með þessum aðgerðum sé verið að sporna við því að nemendur leiti utan til að stunda nám, jafnvel nám sem þeim býðst ekki á Íslandi.Ferðalán einu sinni Auk þess að standa frammi fyrir takmörkuðu skólagjaldaláni frá LÍN, sem nær yfir þrjú af sex árum læknisfræðinámsins, þá hefur LÍN nú skorið niður upphæðina til framfærslu og ferðaláns. Ferðalánið sem hljóðaði áður upp á tæpar 40.000 ÍSK á ári, verður nú lánað einu sinni á hverju námsstigi. Á 6 ára námsferli læknanema sem býr erlendis er nú lánað einu sinni fyrir ferðaláninu. Þ.e. íslenskur læknanemi í Ungverjalandi/Slóvakíu kemst aðra leið á milli Íslands og Ungverjalands/Slóvakíu einu sinni á 6 ára námsferli. Við sem hófum nám fyrir nokkrum árum síðan stóðum í þeirri trú að við fengjum ákveðinni upphæð úthlutað á hverju ári. Nú hefur sú upphæð verið skert um 10% án fyrirvara. Skólaár hvers lands eru ekki öll eins og eru nemar erlendis oft að lenda í því að sumarleyfið nái einungis 6 vikum. Þær vikur gefa nemandanum ekki mikinn tíma til að brúa bilið sem skerðing framfærslunnar hefur myndað í fjármálum nemandans. Um leið og nemendur hafa minni pening á milli handanna til að ferðast þá minnka líkurnar á því að þeir sæki heim í starfsnám.Tapaðir læknar Ef nemandinn starfar ekki innan íslensks heilbrigðiskerfis á meðan á námi stendur þá segir það sig sjálft að sá nemandi mun síður velja íslenskt heilbrigðiskerfi sem vinnustað í framtíðinni. Allir þeir íslensku læknanemar sem ekki snúa heim eru tapaðir læknar í því verki að byggja upp vel mannað og sterkt heilbrigðiskerfi. Fyrir hönd Félags íslenskra læknanema í Ungverjalandi og Félags íslenskra læknanema í Slóvakíu.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun