Heimila á tollfrjálsan innflutning á nautakjöti Jóhannes Gunnarsson skrifar 29. maí 2014 07:00 Nautakjöt hefur hækkað mikið í verði að undanförnu. Ástæðan er einföld, í kjölfar skorts á mjólkurfitu fyrir síðustu jól með tilheyrandi innflutningi á írsku smjöri voru mjólkurbændur hvattir til að auka mjólkurframleiðslu sína en um leið var dregið úr nautakjötsframleiðslunni. Afleiðingin er einföld, bændur urðu við þessu kalli sem hefur leitt til skorts á innlendu nautakjöti. Framboð á nautakjöti er einfaldlega allt of lítið miðað við eftirspurnina. Sem dæmi má nefna að Nóatún sem lagt hefur ríka áherslu á að í kjötborðum þeirra sé aðeins innlent kjöt, getur ekki lengur staðið við það þegar kemur að nautakjötinu. Nú í maímánuði hækkaði verð á nautakjöti mikið til bænda enda slást sláturleyfishafar hart um hvern þann skrokk sem í boði er og yfirbjóða hver annan. Síðan hækkar verðið frá sláturleyfishafa til kjötiðnaðarstöðvar og þaðan til verslunarinnar. Það eru svo neytendur sem borga brúsann af öllu þessu í gegnum hálftóma budduna. Samkvæmt heimildum Neytendasamtakanna hækkaði verð á nautakjöti frá slátursleyfishöfum um 20% fyrr í þessum mánuði og hefur jafnvel heyrst um enn meiri hækkanir. En það er einnig fróðlegt að skoða verðþróun á nautakjöti síðustu 12 mánuði, þ.e. frá apríl 2013 til apríl 2014 samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Þar kemur fram að vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 1%. Ef litið er til einstakra kjöttegunda hækkaði kjöt að meðaltali um 1,6%, lambakjöt um 1,5% en bæði svínakjöt og kjúklingar hafa lækkað í verði á þessu tímabili, svínakjötið um 1,6% og kjúklingurinn um 0,4%, Nautakjötið hefur hins vegar hækkað um 5,9% á þessu sama tímabili. En hver verður svo hækkunin til neytenda á nautakjöti kemur í ljós þegar Hagstofan gefur út næstu mælingu sína sem verður 28. maí. Vonandi sem minnst en það er þó ástæða til að hafa verulegar áhyggjur. Ef miðað er við hækkun á tímabilinu frá apríl 2013 til maí 2014 gæti verðhækkunin farið í 20% eða meira á þessu tímabili. Verum þess jafnframt minnug að einstakar matvörur eru í innbyrðis samkeppni sín á milli og á það ekki síst við um kjöt. Í versta falli gæti þetta einfaldlega leitt til almennrar verðhækkunar á kjöti. En er eðlilegt að hægt sé að valta yfir neytendur á þennan hátt til að tryggja þrönga hagsmuni framleiðenda? Að sjálfsögðu ekki. Þessu er aðeins hægt að svara á einn hátt, að stjórnvöld heimili tollfrjálsan innflutning á nautakjöti. Allt annað er óvirðing við neytendur. Þá má ekki gleyma að takmarkað framboð á nautakjöti hækkar ekki aðeins verð á því heldur einnig verðtryggð íbúðarlán heimilanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nautakjöt hefur hækkað mikið í verði að undanförnu. Ástæðan er einföld, í kjölfar skorts á mjólkurfitu fyrir síðustu jól með tilheyrandi innflutningi á írsku smjöri voru mjólkurbændur hvattir til að auka mjólkurframleiðslu sína en um leið var dregið úr nautakjötsframleiðslunni. Afleiðingin er einföld, bændur urðu við þessu kalli sem hefur leitt til skorts á innlendu nautakjöti. Framboð á nautakjöti er einfaldlega allt of lítið miðað við eftirspurnina. Sem dæmi má nefna að Nóatún sem lagt hefur ríka áherslu á að í kjötborðum þeirra sé aðeins innlent kjöt, getur ekki lengur staðið við það þegar kemur að nautakjötinu. Nú í maímánuði hækkaði verð á nautakjöti mikið til bænda enda slást sláturleyfishafar hart um hvern þann skrokk sem í boði er og yfirbjóða hver annan. Síðan hækkar verðið frá sláturleyfishafa til kjötiðnaðarstöðvar og þaðan til verslunarinnar. Það eru svo neytendur sem borga brúsann af öllu þessu í gegnum hálftóma budduna. Samkvæmt heimildum Neytendasamtakanna hækkaði verð á nautakjöti frá slátursleyfishöfum um 20% fyrr í þessum mánuði og hefur jafnvel heyrst um enn meiri hækkanir. En það er einnig fróðlegt að skoða verðþróun á nautakjöti síðustu 12 mánuði, þ.e. frá apríl 2013 til apríl 2014 samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Þar kemur fram að vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 1%. Ef litið er til einstakra kjöttegunda hækkaði kjöt að meðaltali um 1,6%, lambakjöt um 1,5% en bæði svínakjöt og kjúklingar hafa lækkað í verði á þessu tímabili, svínakjötið um 1,6% og kjúklingurinn um 0,4%, Nautakjötið hefur hins vegar hækkað um 5,9% á þessu sama tímabili. En hver verður svo hækkunin til neytenda á nautakjöti kemur í ljós þegar Hagstofan gefur út næstu mælingu sína sem verður 28. maí. Vonandi sem minnst en það er þó ástæða til að hafa verulegar áhyggjur. Ef miðað er við hækkun á tímabilinu frá apríl 2013 til maí 2014 gæti verðhækkunin farið í 20% eða meira á þessu tímabili. Verum þess jafnframt minnug að einstakar matvörur eru í innbyrðis samkeppni sín á milli og á það ekki síst við um kjöt. Í versta falli gæti þetta einfaldlega leitt til almennrar verðhækkunar á kjöti. En er eðlilegt að hægt sé að valta yfir neytendur á þennan hátt til að tryggja þrönga hagsmuni framleiðenda? Að sjálfsögðu ekki. Þessu er aðeins hægt að svara á einn hátt, að stjórnvöld heimili tollfrjálsan innflutning á nautakjöti. Allt annað er óvirðing við neytendur. Þá má ekki gleyma að takmarkað framboð á nautakjöti hækkar ekki aðeins verð á því heldur einnig verðtryggð íbúðarlán heimilanna.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun