Þau þurfa hjálp okkar Monika Jovisic skrifar 27. maí 2014 12:00 Ég heiti Monika Jovisic og er 18 ára bosnískur Íslendingur. Ég er fædd og hef alla mína ævi átt heima hér á landi. Á hverju einasta sumri hef ég farið til Bosníu í sumarfrí og hitt ættingja mína og vini. Jafnvel verið þar í heila 3 mánuði. Ég hef aldrei gengið í skóla í Bosníu, engu að síður kenndu foreldrar mínir mér að tala, lesa og skrifa eins og önnur börn frá Bosníu. Bosnía er mjög frábrugðin Íslandi. Ég finn fyrir því sérstaklega þegar íslenskt fólk kemur í mat heim til mín. „Þetta er öðruvísi.“ Eða „þetta er skrítið.“ Sem ég skildi ekki þegar ég var yngri. „Hvað meina þau? Þetta er ekki skrítið.“ Ég og yngri systir mín höfum nefnilega þau forréttindi að alast upp við tvær menningar. Það er frábært. Að kunna tvö tungumál reiprennandi, þekkja tvær gjörólíkar menningar og geta fengið að upplifa þær á sama tíma er æðislegt. Þetta er eitthvað sem ég uppgötvaði ekki strax. Ég vissi ekki að ákveðinn matur eða orð væri „skrítið“ eða „öðruvísi“ fyrr en upp úr 8 ára. Enda eigum við ekki að flokka menningu eftir hvað er „venjulegt“ og „hversdagslegt“. Og margir vinir mínir sem koma í heimsókn heim til mín hlæja að því hvernig ég og foreldrar mínir tölum saman. Því að ég hugsa á tveimur tungumálum. Og ómeðvitað blanda ég þessu saman. Nú eru Balkanskagalöndin mikið í fjölmiðlum. Og ég er ekki 100% viss um að allir viti hvað er í gangi. Það hefur verið hræðilegt flóð í Serbíu, Bosníu og Króatíu. Fjöldi manns hefur misst húsið sitt og allar eigurnar inni í þeim. Jarðsprengjur spruttu úr jarðveginum vegna flóðsins og fljóta nú um. Fólk hefur dáið og mikill búskapur hefur farist. Þetta er sárt fyrir þjóðirnar, það ríkir mikil fátækt yfir þessum landsvæðum. Íslendingar, ásamt mörgum öðrum þjóðum, hafa safnað peningum í Rauða krossinum og inn á ákveðinn reikning til hjálpar. Sem er frábært og ég er mjög þakklát fyrir það. Hins vegar finnst mér eins og Íslendingar annaðhvort reyni að ýta þessu frá sér eða einfaldlega hafi ekki áhuga á þessu. Ég hef deilt reikningsnúmeri, hjálparnúmeri Rauða krossins á Facebook-síðunni minni núna þrisvar sinnum og hef fengið samtals 6 like á það. Móðir mín á 2 like, 1 like á frænka mín sem er búsett í Bosníu, hin 3 eru Íslendingar. Á sama tíma setti ég inn grein frá Vísi.is um yfirmann í Svíþjóð sem gefur reyklausum starfsmönnum sínum viku lengra sumarfrí, þar fékk ég 5 like og allt frá Íslendingum. Þetta fær mig til að hugsa málið. Auðvitað er skemmtilegra að lesa fréttir um hressa yfirmenn heldur en náttúruhamfarir í Austur–Evrópu. En að láta þetta framhjá sér fara finnst mér fyrir neðan allar hellur. Ég á íslenskan kærasta og hann og foreldrar hans hafa spurt mig um ástandið úti og hvort fjölskylda mín sé óhult. Já, sem betur fer. En það er ennþá fólk þarna úti sem er ekki óhult, þó svo að ég þekki það ekki. Ég á stóran og mjög góðan vinahóp sem eru allt Íslendingar. Ekki einn af vinum mínum hefur spurt mig hvernig fjölskyldan mín hafi það. Ekki einn vinur minn né kunningi hefur spurt mig um hvernig ástandið sé þarna úti. Ekki minnst á það. Mér finnst það særandi. Mér finnst það leiðinlegt að við, og ég segi við, Íslendingar reynum að loka á svona hluti. Þetta fólk þarf NAUÐSYNLEGA okkar hjálp! Þetta fólk á ekki mat, á ekki hús, ekki rúm til að sofa í. Ég bið ekki um mikið, ég bið ykkur um að hjálpa eins og þið getið. 500-1.000 kr. skipta okkur varla miklu máli. En 1.000 kr. hér og 1.000 kr. þar safnast saman og hjálpa og bjarga heilu fjölskyldunum. Og ég vil líka biðja ykkur, ef þið getið ekki hjálpað, að minnsta kosti bera virðingu fyrir því sem á sér stað og fyrir öðrum þjóðum í heiminum. Nú á ég ekki bara við Bosníu. En mér sárnar að heyra hvernig fólk talar um þessa þjóð. „Ætlarðu eitthvað út í sumar? Hvert?“ „Já, ég ætla til Bosníu.“ „Nú, hvað ætlarðu að gera þar? Grafa upp lík?!“ Þetta átti sér stað bara núna fyrir stuttu. Við erum ekki að tala um ár eða mánuði. Við erum að tala um daga. Þetta er fullorðið fólk. Þetta er fólk sem er að ala upp næstu kynslóð. Þetta „lík“ sem þú heldur að ég ætli að grafa upp gæti verið barn, foreldri eða ástvinur sem einhver missti. Myndi viðkomandi finnast þetta fyndið ef hann væri að fara í kirkjugarð til móður sinnar? Ég efa það stórlega. Þetta eru gjörólíkar þjóðir með ólíku fólki. Ég er STOLTUR bosnískur Íslendingur sem vill að allir hafi húsaskjól. Ég ætla að leggja fram alla mína hjálp, og ég bið þig, kæri lesandi, ef þú sérð þér fært að hjálpa til, þó svo það séu ekki nema litlar 1.000 kr. Þá er ég þér þakklát. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Monika Jovisic og er 18 ára bosnískur Íslendingur. Ég er fædd og hef alla mína ævi átt heima hér á landi. Á hverju einasta sumri hef ég farið til Bosníu í sumarfrí og hitt ættingja mína og vini. Jafnvel verið þar í heila 3 mánuði. Ég hef aldrei gengið í skóla í Bosníu, engu að síður kenndu foreldrar mínir mér að tala, lesa og skrifa eins og önnur börn frá Bosníu. Bosnía er mjög frábrugðin Íslandi. Ég finn fyrir því sérstaklega þegar íslenskt fólk kemur í mat heim til mín. „Þetta er öðruvísi.“ Eða „þetta er skrítið.“ Sem ég skildi ekki þegar ég var yngri. „Hvað meina þau? Þetta er ekki skrítið.“ Ég og yngri systir mín höfum nefnilega þau forréttindi að alast upp við tvær menningar. Það er frábært. Að kunna tvö tungumál reiprennandi, þekkja tvær gjörólíkar menningar og geta fengið að upplifa þær á sama tíma er æðislegt. Þetta er eitthvað sem ég uppgötvaði ekki strax. Ég vissi ekki að ákveðinn matur eða orð væri „skrítið“ eða „öðruvísi“ fyrr en upp úr 8 ára. Enda eigum við ekki að flokka menningu eftir hvað er „venjulegt“ og „hversdagslegt“. Og margir vinir mínir sem koma í heimsókn heim til mín hlæja að því hvernig ég og foreldrar mínir tölum saman. Því að ég hugsa á tveimur tungumálum. Og ómeðvitað blanda ég þessu saman. Nú eru Balkanskagalöndin mikið í fjölmiðlum. Og ég er ekki 100% viss um að allir viti hvað er í gangi. Það hefur verið hræðilegt flóð í Serbíu, Bosníu og Króatíu. Fjöldi manns hefur misst húsið sitt og allar eigurnar inni í þeim. Jarðsprengjur spruttu úr jarðveginum vegna flóðsins og fljóta nú um. Fólk hefur dáið og mikill búskapur hefur farist. Þetta er sárt fyrir þjóðirnar, það ríkir mikil fátækt yfir þessum landsvæðum. Íslendingar, ásamt mörgum öðrum þjóðum, hafa safnað peningum í Rauða krossinum og inn á ákveðinn reikning til hjálpar. Sem er frábært og ég er mjög þakklát fyrir það. Hins vegar finnst mér eins og Íslendingar annaðhvort reyni að ýta þessu frá sér eða einfaldlega hafi ekki áhuga á þessu. Ég hef deilt reikningsnúmeri, hjálparnúmeri Rauða krossins á Facebook-síðunni minni núna þrisvar sinnum og hef fengið samtals 6 like á það. Móðir mín á 2 like, 1 like á frænka mín sem er búsett í Bosníu, hin 3 eru Íslendingar. Á sama tíma setti ég inn grein frá Vísi.is um yfirmann í Svíþjóð sem gefur reyklausum starfsmönnum sínum viku lengra sumarfrí, þar fékk ég 5 like og allt frá Íslendingum. Þetta fær mig til að hugsa málið. Auðvitað er skemmtilegra að lesa fréttir um hressa yfirmenn heldur en náttúruhamfarir í Austur–Evrópu. En að láta þetta framhjá sér fara finnst mér fyrir neðan allar hellur. Ég á íslenskan kærasta og hann og foreldrar hans hafa spurt mig um ástandið úti og hvort fjölskylda mín sé óhult. Já, sem betur fer. En það er ennþá fólk þarna úti sem er ekki óhult, þó svo að ég þekki það ekki. Ég á stóran og mjög góðan vinahóp sem eru allt Íslendingar. Ekki einn af vinum mínum hefur spurt mig hvernig fjölskyldan mín hafi það. Ekki einn vinur minn né kunningi hefur spurt mig um hvernig ástandið sé þarna úti. Ekki minnst á það. Mér finnst það særandi. Mér finnst það leiðinlegt að við, og ég segi við, Íslendingar reynum að loka á svona hluti. Þetta fólk þarf NAUÐSYNLEGA okkar hjálp! Þetta fólk á ekki mat, á ekki hús, ekki rúm til að sofa í. Ég bið ekki um mikið, ég bið ykkur um að hjálpa eins og þið getið. 500-1.000 kr. skipta okkur varla miklu máli. En 1.000 kr. hér og 1.000 kr. þar safnast saman og hjálpa og bjarga heilu fjölskyldunum. Og ég vil líka biðja ykkur, ef þið getið ekki hjálpað, að minnsta kosti bera virðingu fyrir því sem á sér stað og fyrir öðrum þjóðum í heiminum. Nú á ég ekki bara við Bosníu. En mér sárnar að heyra hvernig fólk talar um þessa þjóð. „Ætlarðu eitthvað út í sumar? Hvert?“ „Já, ég ætla til Bosníu.“ „Nú, hvað ætlarðu að gera þar? Grafa upp lík?!“ Þetta átti sér stað bara núna fyrir stuttu. Við erum ekki að tala um ár eða mánuði. Við erum að tala um daga. Þetta er fullorðið fólk. Þetta er fólk sem er að ala upp næstu kynslóð. Þetta „lík“ sem þú heldur að ég ætli að grafa upp gæti verið barn, foreldri eða ástvinur sem einhver missti. Myndi viðkomandi finnast þetta fyndið ef hann væri að fara í kirkjugarð til móður sinnar? Ég efa það stórlega. Þetta eru gjörólíkar þjóðir með ólíku fólki. Ég er STOLTUR bosnískur Íslendingur sem vill að allir hafi húsaskjól. Ég ætla að leggja fram alla mína hjálp, og ég bið þig, kæri lesandi, ef þú sérð þér fært að hjálpa til, þó svo það séu ekki nema litlar 1.000 kr. Þá er ég þér þakklát.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun