Uppbygging og verndun Sigurður Ingi Jóhannsson og umhverfisráðherra skrifa 26. maí 2014 07:00 Ráðast á í mikla uppbyggingu og verndaraðgerðir á ferðamannastöðum strax í sumar, en ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku að veita ríflega 350 milljóna króna framlag til brýnna verkefna til verndunar á náttúru landsins og öryggissjónarmiða. Um er að ræða um 90 mismunandi framkvæmdir á gönguleiðum/göngustígum til að vernda okkar helstu náttúruperlur sem eru undir álagi vegna aukins ferðamannastraums. Þessar nauðsynlegu aðgerðir munu skapa fjöldamörg störf um allt land, en meðal annars er um að ræða svæði sem eru á rauðum lista Umhverfisstofnunar. Aðgerðirnar ná til friðlýstra svæða, þjóðgarða og svæða á náttúruminjaskrá, auk annarra svæða sem eru vinsæl og undir álagi af ferðamennsku. Fjármunirnir skiptast á milli Þingvallaþjóðgarðs, Vatnajökulsþjóðgarðs, Umhverfisstofnunar, Landgræðslu ríkisins, Skógræktar ríkisins og sveitarfélaga vítt og breitt um landið. Fjölmargir einkaaðilar og samtök munu koma að þessum framkvæmdum sem dreifast víða um landið. Meðal annars er um að ræða endurnýjun á útsýnispalli við Gullfoss, göngu- og útsýnispall við Dettifoss, viðhald á gönguleiðum í Þórsmörk, endurbætur á gönguleiðum í Skaftafelli, við Látrabjarg, Goðafoss, Glym og Hengifoss og svo má lengi telja. Bæta þarf öryggi gesta eins og kostur er með góðum stígum og öryggisgirðingum um leið og verndargildi svæðanna eru uppfyllt. Aðstæður hafa gjörbreyst hér á landi á skömmum tíma og hefur ekki síst orðið mikil fjölgun ferðamanna yfir vetrartímann sem nauðsynlegt er að bregðast við áður en í óefni er komið. Greinin hefur vaxið hratt og skapar miklar gjaldeyristekjur, væntanlega mest allra atvinnugreina á síðasta ári. Stuðlað hefur verið að vexti og framgangi ferðaþjónustunnar sem hefur skilað sér í auknum tekjum til þeirra sem selja ferðamönnum vörur og þjónustu. Það felst mikil áskorun í því að taka á móti auknum fjölda ferðamanna og er náttúra landsins helsta aðdráttaraflið. Fyrr í vetur kynnti ég í ríkisstjórn útfærslu á uppbyggingu innviða og vernd náttúru á ferðamannastöðum. Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er nú unnið að heildstæðri áætlun sem nær yfir allt landið, en hingað til hefur skort skýra stefnumörkun og yfirlit yfir vandann á ferðamannastöðum. Slík áætlun er mikilvæg forsenda þess að hægt sé að ráðast í verndaraðgerðir og takast á við uppbyggingu innviða með skipulögðum hætti. Útfærslan verður grundvöllur fyrir úthlutun fjármagns sem yrði til við gjaldtöku, en ráðherra ferðamála útfærir leiðir til tekjuöflunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Sjá meira
Ráðast á í mikla uppbyggingu og verndaraðgerðir á ferðamannastöðum strax í sumar, en ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku að veita ríflega 350 milljóna króna framlag til brýnna verkefna til verndunar á náttúru landsins og öryggissjónarmiða. Um er að ræða um 90 mismunandi framkvæmdir á gönguleiðum/göngustígum til að vernda okkar helstu náttúruperlur sem eru undir álagi vegna aukins ferðamannastraums. Þessar nauðsynlegu aðgerðir munu skapa fjöldamörg störf um allt land, en meðal annars er um að ræða svæði sem eru á rauðum lista Umhverfisstofnunar. Aðgerðirnar ná til friðlýstra svæða, þjóðgarða og svæða á náttúruminjaskrá, auk annarra svæða sem eru vinsæl og undir álagi af ferðamennsku. Fjármunirnir skiptast á milli Þingvallaþjóðgarðs, Vatnajökulsþjóðgarðs, Umhverfisstofnunar, Landgræðslu ríkisins, Skógræktar ríkisins og sveitarfélaga vítt og breitt um landið. Fjölmargir einkaaðilar og samtök munu koma að þessum framkvæmdum sem dreifast víða um landið. Meðal annars er um að ræða endurnýjun á útsýnispalli við Gullfoss, göngu- og útsýnispall við Dettifoss, viðhald á gönguleiðum í Þórsmörk, endurbætur á gönguleiðum í Skaftafelli, við Látrabjarg, Goðafoss, Glym og Hengifoss og svo má lengi telja. Bæta þarf öryggi gesta eins og kostur er með góðum stígum og öryggisgirðingum um leið og verndargildi svæðanna eru uppfyllt. Aðstæður hafa gjörbreyst hér á landi á skömmum tíma og hefur ekki síst orðið mikil fjölgun ferðamanna yfir vetrartímann sem nauðsynlegt er að bregðast við áður en í óefni er komið. Greinin hefur vaxið hratt og skapar miklar gjaldeyristekjur, væntanlega mest allra atvinnugreina á síðasta ári. Stuðlað hefur verið að vexti og framgangi ferðaþjónustunnar sem hefur skilað sér í auknum tekjum til þeirra sem selja ferðamönnum vörur og þjónustu. Það felst mikil áskorun í því að taka á móti auknum fjölda ferðamanna og er náttúra landsins helsta aðdráttaraflið. Fyrr í vetur kynnti ég í ríkisstjórn útfærslu á uppbyggingu innviða og vernd náttúru á ferðamannastöðum. Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er nú unnið að heildstæðri áætlun sem nær yfir allt landið, en hingað til hefur skort skýra stefnumörkun og yfirlit yfir vandann á ferðamannastöðum. Slík áætlun er mikilvæg forsenda þess að hægt sé að ráðast í verndaraðgerðir og takast á við uppbyggingu innviða með skipulögðum hætti. Útfærslan verður grundvöllur fyrir úthlutun fjármagns sem yrði til við gjaldtöku, en ráðherra ferðamála útfærir leiðir til tekjuöflunar.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar