Uppbygging og verndun Sigurður Ingi Jóhannsson og umhverfisráðherra skrifa 26. maí 2014 07:00 Ráðast á í mikla uppbyggingu og verndaraðgerðir á ferðamannastöðum strax í sumar, en ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku að veita ríflega 350 milljóna króna framlag til brýnna verkefna til verndunar á náttúru landsins og öryggissjónarmiða. Um er að ræða um 90 mismunandi framkvæmdir á gönguleiðum/göngustígum til að vernda okkar helstu náttúruperlur sem eru undir álagi vegna aukins ferðamannastraums. Þessar nauðsynlegu aðgerðir munu skapa fjöldamörg störf um allt land, en meðal annars er um að ræða svæði sem eru á rauðum lista Umhverfisstofnunar. Aðgerðirnar ná til friðlýstra svæða, þjóðgarða og svæða á náttúruminjaskrá, auk annarra svæða sem eru vinsæl og undir álagi af ferðamennsku. Fjármunirnir skiptast á milli Þingvallaþjóðgarðs, Vatnajökulsþjóðgarðs, Umhverfisstofnunar, Landgræðslu ríkisins, Skógræktar ríkisins og sveitarfélaga vítt og breitt um landið. Fjölmargir einkaaðilar og samtök munu koma að þessum framkvæmdum sem dreifast víða um landið. Meðal annars er um að ræða endurnýjun á útsýnispalli við Gullfoss, göngu- og útsýnispall við Dettifoss, viðhald á gönguleiðum í Þórsmörk, endurbætur á gönguleiðum í Skaftafelli, við Látrabjarg, Goðafoss, Glym og Hengifoss og svo má lengi telja. Bæta þarf öryggi gesta eins og kostur er með góðum stígum og öryggisgirðingum um leið og verndargildi svæðanna eru uppfyllt. Aðstæður hafa gjörbreyst hér á landi á skömmum tíma og hefur ekki síst orðið mikil fjölgun ferðamanna yfir vetrartímann sem nauðsynlegt er að bregðast við áður en í óefni er komið. Greinin hefur vaxið hratt og skapar miklar gjaldeyristekjur, væntanlega mest allra atvinnugreina á síðasta ári. Stuðlað hefur verið að vexti og framgangi ferðaþjónustunnar sem hefur skilað sér í auknum tekjum til þeirra sem selja ferðamönnum vörur og þjónustu. Það felst mikil áskorun í því að taka á móti auknum fjölda ferðamanna og er náttúra landsins helsta aðdráttaraflið. Fyrr í vetur kynnti ég í ríkisstjórn útfærslu á uppbyggingu innviða og vernd náttúru á ferðamannastöðum. Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er nú unnið að heildstæðri áætlun sem nær yfir allt landið, en hingað til hefur skort skýra stefnumörkun og yfirlit yfir vandann á ferðamannastöðum. Slík áætlun er mikilvæg forsenda þess að hægt sé að ráðast í verndaraðgerðir og takast á við uppbyggingu innviða með skipulögðum hætti. Útfærslan verður grundvöllur fyrir úthlutun fjármagns sem yrði til við gjaldtöku, en ráðherra ferðamála útfærir leiðir til tekjuöflunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ráðast á í mikla uppbyggingu og verndaraðgerðir á ferðamannastöðum strax í sumar, en ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku að veita ríflega 350 milljóna króna framlag til brýnna verkefna til verndunar á náttúru landsins og öryggissjónarmiða. Um er að ræða um 90 mismunandi framkvæmdir á gönguleiðum/göngustígum til að vernda okkar helstu náttúruperlur sem eru undir álagi vegna aukins ferðamannastraums. Þessar nauðsynlegu aðgerðir munu skapa fjöldamörg störf um allt land, en meðal annars er um að ræða svæði sem eru á rauðum lista Umhverfisstofnunar. Aðgerðirnar ná til friðlýstra svæða, þjóðgarða og svæða á náttúruminjaskrá, auk annarra svæða sem eru vinsæl og undir álagi af ferðamennsku. Fjármunirnir skiptast á milli Þingvallaþjóðgarðs, Vatnajökulsþjóðgarðs, Umhverfisstofnunar, Landgræðslu ríkisins, Skógræktar ríkisins og sveitarfélaga vítt og breitt um landið. Fjölmargir einkaaðilar og samtök munu koma að þessum framkvæmdum sem dreifast víða um landið. Meðal annars er um að ræða endurnýjun á útsýnispalli við Gullfoss, göngu- og útsýnispall við Dettifoss, viðhald á gönguleiðum í Þórsmörk, endurbætur á gönguleiðum í Skaftafelli, við Látrabjarg, Goðafoss, Glym og Hengifoss og svo má lengi telja. Bæta þarf öryggi gesta eins og kostur er með góðum stígum og öryggisgirðingum um leið og verndargildi svæðanna eru uppfyllt. Aðstæður hafa gjörbreyst hér á landi á skömmum tíma og hefur ekki síst orðið mikil fjölgun ferðamanna yfir vetrartímann sem nauðsynlegt er að bregðast við áður en í óefni er komið. Greinin hefur vaxið hratt og skapar miklar gjaldeyristekjur, væntanlega mest allra atvinnugreina á síðasta ári. Stuðlað hefur verið að vexti og framgangi ferðaþjónustunnar sem hefur skilað sér í auknum tekjum til þeirra sem selja ferðamönnum vörur og þjónustu. Það felst mikil áskorun í því að taka á móti auknum fjölda ferðamanna og er náttúra landsins helsta aðdráttaraflið. Fyrr í vetur kynnti ég í ríkisstjórn útfærslu á uppbyggingu innviða og vernd náttúru á ferðamannastöðum. Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er nú unnið að heildstæðri áætlun sem nær yfir allt landið, en hingað til hefur skort skýra stefnumörkun og yfirlit yfir vandann á ferðamannastöðum. Slík áætlun er mikilvæg forsenda þess að hægt sé að ráðast í verndaraðgerðir og takast á við uppbyggingu innviða með skipulögðum hætti. Útfærslan verður grundvöllur fyrir úthlutun fjármagns sem yrði til við gjaldtöku, en ráðherra ferðamála útfærir leiðir til tekjuöflunar.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun