Ógagnleg ákæra Ólafur Stephensen skrifar 23. maí 2014 06:45 Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er grunaður um að hafa gert mistök sem ollu dauða sjúklings. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenzkur heilbrigðisstarfsmaður er ákærður í slíku máli og ákæran felur því í sér stefnubreytingu frá því sem verið hefur. Málið hefur verið til umfjöllunar eftir að lögreglurannsókn hófst á andláti sjúklingsins. Sú skoðun hefur áður komið fram af hálfu forsvarsmanna Landspítalans, og raunar líka sjúklinga og aðstandenda þeirra sem hafa skaðazt í læknamistökum, að það myndi hafa afar neikvæð áhrif, yrði ákæra gefin út, að ekki sé talað um ef dómur fellur í málinu og hjúkrunarfræðingurinn verður dæmdur til refsingar. Rökin fyrir þeirri afstöðu eru meðal annars þau að undanfarin misseri hefur verið gert stórátak í að bæta öryggismenninguna á Landspítalanum, en í því felst að starfsfólk er hvatt til að tilkynna um hvers kyns mistök, stór og smá, í þeim tilgangi að hægt sé að læra af þeim og leitast við að hindra að þau endurtaki sig. Eigi fólk á hættu að það sjálft eða vinnufélagarnir þurfi að sæta refsingu, jafnvel fangelsi, ef sagt er frá mistökum, hefur það ekki mjög hvetjandi áhrif á öryggismenninguna. Í ákæru ríkissaksóknara kemur fram að mistök hjúkrunarfræðingsins sem um ræðir voru gerð á kvöldvakt, sem unnin var í beinu framhaldi af dagvakt. Við slíkar aðstæður eykst hættan á mistökum. Launakjör, aðstaða og vinnuálag íslenzks heilbrigðisstarfsfólks eru í nógu miklu ólagi þótt ekki bætist við hættan á að dómskerfið refsi fólki fyrir mistök. Það kemur því ekkert á óvart að allir viðmælendur Fréttablaðsins í gær lýstu yfir óánægju með að ákæra til refsingar hefði verið gefin út í málinu. Það á við um ekkju sjúklingsins sem lézt, formann Viljaspors, félags sem aðstoðar sjúklinga og aðstandendur þeirra sem hafa lent í óhöppum á heilbrigðisstofnunum, forsvarsmenn Landspítalans og formann Félags íslenzkra hjúkrunarfræðinga. Allir eru á því að frekar eigi að reyna að læra af mistökunum en að refsa fyrir þau. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur ekki fengizt til að rökstyðja það í fjölmiðlum hvers vegna ákæra var gefin út í þessu máli. Hugsanlega metur saksóknaraembættið það svo að gildandi lög gefi einfaldlega ekki tilefni til annars. Eftir er að sjá hvernig fer þegar dæmt verður í málinu, en útgáfa ákærunnar hlýtur að gefa löggjafanum tilefni til að endurskoða lagarammann að því er varðar mistök í heilbrigðisþjónustunni. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir í Fréttablaðinu í gær að tilefni sé til að taka upp umræðu um þetta mál. Geir Gunnlaugsson landlæknir nefnir að skoða megi norska kerfið, þar sem atvik í heilbrigðisþjónustu séu ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur um glæpsamlegt athæfi liggi fyrir. Að sjálfsögðu ber heilbrigðisstarfsfólk sína ábyrgð. Að sjálfsögðu þurfa sjúklingar og aðstandendur að geta leitað réttar síns og fengið bætur ef mistök eru gerð í heilbrigðisþjónustunni. En refsileiðin er augljóslega röng leið til þess og sú sem dregur úr líkum á að mistök séu tilkynnt og leitazt við að læra af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er grunaður um að hafa gert mistök sem ollu dauða sjúklings. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenzkur heilbrigðisstarfsmaður er ákærður í slíku máli og ákæran felur því í sér stefnubreytingu frá því sem verið hefur. Málið hefur verið til umfjöllunar eftir að lögreglurannsókn hófst á andláti sjúklingsins. Sú skoðun hefur áður komið fram af hálfu forsvarsmanna Landspítalans, og raunar líka sjúklinga og aðstandenda þeirra sem hafa skaðazt í læknamistökum, að það myndi hafa afar neikvæð áhrif, yrði ákæra gefin út, að ekki sé talað um ef dómur fellur í málinu og hjúkrunarfræðingurinn verður dæmdur til refsingar. Rökin fyrir þeirri afstöðu eru meðal annars þau að undanfarin misseri hefur verið gert stórátak í að bæta öryggismenninguna á Landspítalanum, en í því felst að starfsfólk er hvatt til að tilkynna um hvers kyns mistök, stór og smá, í þeim tilgangi að hægt sé að læra af þeim og leitast við að hindra að þau endurtaki sig. Eigi fólk á hættu að það sjálft eða vinnufélagarnir þurfi að sæta refsingu, jafnvel fangelsi, ef sagt er frá mistökum, hefur það ekki mjög hvetjandi áhrif á öryggismenninguna. Í ákæru ríkissaksóknara kemur fram að mistök hjúkrunarfræðingsins sem um ræðir voru gerð á kvöldvakt, sem unnin var í beinu framhaldi af dagvakt. Við slíkar aðstæður eykst hættan á mistökum. Launakjör, aðstaða og vinnuálag íslenzks heilbrigðisstarfsfólks eru í nógu miklu ólagi þótt ekki bætist við hættan á að dómskerfið refsi fólki fyrir mistök. Það kemur því ekkert á óvart að allir viðmælendur Fréttablaðsins í gær lýstu yfir óánægju með að ákæra til refsingar hefði verið gefin út í málinu. Það á við um ekkju sjúklingsins sem lézt, formann Viljaspors, félags sem aðstoðar sjúklinga og aðstandendur þeirra sem hafa lent í óhöppum á heilbrigðisstofnunum, forsvarsmenn Landspítalans og formann Félags íslenzkra hjúkrunarfræðinga. Allir eru á því að frekar eigi að reyna að læra af mistökunum en að refsa fyrir þau. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur ekki fengizt til að rökstyðja það í fjölmiðlum hvers vegna ákæra var gefin út í þessu máli. Hugsanlega metur saksóknaraembættið það svo að gildandi lög gefi einfaldlega ekki tilefni til annars. Eftir er að sjá hvernig fer þegar dæmt verður í málinu, en útgáfa ákærunnar hlýtur að gefa löggjafanum tilefni til að endurskoða lagarammann að því er varðar mistök í heilbrigðisþjónustunni. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir í Fréttablaðinu í gær að tilefni sé til að taka upp umræðu um þetta mál. Geir Gunnlaugsson landlæknir nefnir að skoða megi norska kerfið, þar sem atvik í heilbrigðisþjónustu séu ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur um glæpsamlegt athæfi liggi fyrir. Að sjálfsögðu ber heilbrigðisstarfsfólk sína ábyrgð. Að sjálfsögðu þurfa sjúklingar og aðstandendur að geta leitað réttar síns og fengið bætur ef mistök eru gerð í heilbrigðisþjónustunni. En refsileiðin er augljóslega röng leið til þess og sú sem dregur úr líkum á að mistök séu tilkynnt og leitazt við að læra af þeim.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar