Sáttin um þjóðarsjúkrahúsið Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 22. maí 2014 07:00 Vissir þú að árlega eru farnar yfir 9.000 ferðir með sjúklinga á milli starfstöðva Landspítala í Fossvogi og við Hringbraut og 25.000 ferðir með rannsóknarsýni? Vissir þú að það eru fimm bráðavaktir á Landspítala og þrjár gjörgæsludeildir og að meira en helmingur bygginganna er reistur fyrir 1970 og aðeins 8 prósent bygginganna á síðustu 25 árum? Vissir þú að með nýjum byggingum Landspítala á Hringbrautinni er hægt að sameina meðferð sjúklinga og rannsóknir að mestu á einum stað? Þess vegna hefur Samfylkingin lagt mikla áherslu á endurnýjun og uppbyggingu á húsakosti Landspítalans. En við erum ekki ein um það eins og stofnun samtakanna „Spítalinn okkar“ sýnir. Í þeim starfar fjöldi fólks úr öllum áttum að því að Landspítali verði áfram hjarta heilbrigðiskerfisins með heilbrigðisþjónustu í fremstu röð. Mikilvægustu rökin fyrir uppbyggingu sjúkrahússins eru aukið öryggi sjúklinga, bættar aðstæður starfsfólks og rekstrarhagræði. Á næstu árum mun álagið á sjúkrahúsið aukast vegna 50 prósenta fjölgunar fólks yfir 60 ára aldri. Yfir helmingur legudeilda er undir viðmiðunarstærðum, einbýli eru of fá og salerni of fá og lítil. Sýkingavarnir eru því ófullnægjandi. Ef við viljum áfram tryggja að sjúkrahúsið hafi heilbrigðisstarfsfólk í fremstu röð þurfum við að tryggja gott starfsumhverfi, góðan tækjabúnað og möguleika til starfsþróunar. Með starfsemi á einum stað dregur úr rekstrarkostnaði og hægt verður að sameina vaktir og nýta sérhæfða þekkingu betur. Verkefnið um öflugt þjóðarsjúkrahús þarfnast pólitískrar samtöðu. Frumhönnunarvinna er langt komin og deiliskipulag hefur verið samþykkt við Hringbraut. Með ríkisstjórnarskiptunum vorið 2013 skapaðist óvissa um framtíð þessara áætlana, enda ekki ljóst hvort áfram ætti að vinna á sömu braut. Við í Samfylkingunni fögnum því samhljóða samþykkt þingályktunar Alþingis um tillögu Kristjáns Möller og þingmanna úr flestum flokkum. Nú er stefnan skýr. Alþingi hefur falið „ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi á endurnýjun og uppbyggingu Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og hefja framkvæmdir þegar fjármögnun hefur verið tryggð“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Vissir þú að árlega eru farnar yfir 9.000 ferðir með sjúklinga á milli starfstöðva Landspítala í Fossvogi og við Hringbraut og 25.000 ferðir með rannsóknarsýni? Vissir þú að það eru fimm bráðavaktir á Landspítala og þrjár gjörgæsludeildir og að meira en helmingur bygginganna er reistur fyrir 1970 og aðeins 8 prósent bygginganna á síðustu 25 árum? Vissir þú að með nýjum byggingum Landspítala á Hringbrautinni er hægt að sameina meðferð sjúklinga og rannsóknir að mestu á einum stað? Þess vegna hefur Samfylkingin lagt mikla áherslu á endurnýjun og uppbyggingu á húsakosti Landspítalans. En við erum ekki ein um það eins og stofnun samtakanna „Spítalinn okkar“ sýnir. Í þeim starfar fjöldi fólks úr öllum áttum að því að Landspítali verði áfram hjarta heilbrigðiskerfisins með heilbrigðisþjónustu í fremstu röð. Mikilvægustu rökin fyrir uppbyggingu sjúkrahússins eru aukið öryggi sjúklinga, bættar aðstæður starfsfólks og rekstrarhagræði. Á næstu árum mun álagið á sjúkrahúsið aukast vegna 50 prósenta fjölgunar fólks yfir 60 ára aldri. Yfir helmingur legudeilda er undir viðmiðunarstærðum, einbýli eru of fá og salerni of fá og lítil. Sýkingavarnir eru því ófullnægjandi. Ef við viljum áfram tryggja að sjúkrahúsið hafi heilbrigðisstarfsfólk í fremstu röð þurfum við að tryggja gott starfsumhverfi, góðan tækjabúnað og möguleika til starfsþróunar. Með starfsemi á einum stað dregur úr rekstrarkostnaði og hægt verður að sameina vaktir og nýta sérhæfða þekkingu betur. Verkefnið um öflugt þjóðarsjúkrahús þarfnast pólitískrar samtöðu. Frumhönnunarvinna er langt komin og deiliskipulag hefur verið samþykkt við Hringbraut. Með ríkisstjórnarskiptunum vorið 2013 skapaðist óvissa um framtíð þessara áætlana, enda ekki ljóst hvort áfram ætti að vinna á sömu braut. Við í Samfylkingunni fögnum því samhljóða samþykkt þingályktunar Alþingis um tillögu Kristjáns Möller og þingmanna úr flestum flokkum. Nú er stefnan skýr. Alþingi hefur falið „ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi á endurnýjun og uppbyggingu Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og hefja framkvæmdir þegar fjármögnun hefur verið tryggð“.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun