Neytendastofa gegn neytendum Baldur Björnsson skrifar 22. maí 2014 07:00 Þegar opinberar stofnanir geta ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi, þá er það yfirleitt vegna fjársveltis. En þegar kemur að Neytendastofu virðist fjárveitingin ekki vandamálið, heldur átakanleg vangeta blönduð hræðslu við álit lögmanna hjá „fínum“ lögfræðistofum. Múrbúðin hefur nokkrum sinnum leitað atbeina Neytendastofu til að tryggja hagsmuni neytenda. Afgreiðsla Neytendastofu hefur undantekningalítið gengið í þveröfuga átt.Plast verður að timbri Múrbúðin taldi til dæmis að það væri slæm þróun fyrir eigendur fasteigna og gólfefnaverslanir þegar verslun ein fór að auglýsa plastparkett sem harðparkett, án þess að segja í leiðinni að um plastparkett væri að ræða. Parkett er jú gert úr viði og á þessum gólfefnum er verulegur verð- og gæðamunur. En Neytendastofa taldi að þetta væri í fínu lagi og byggði það á áliti íslenskufræðings og lögmannsstofu viðkomandi verslunar. Neytendastofa spurði ekki þá sem raunverulega til þekkja, svo sem fasteignasala eða kaupmenn sem selja parkett og plastparkett. Þrátt fyrir mótmæli Múrbúðarinnar stendur því sú ákvörðun Neytendastofu að það megi auglýsa plastparkett undir heitinu harðparkett, alveg eins og um parkett væri að ræða. Plast er viður samkvæmt úrskurði Neytendastofu. Þessi niðurstaða lýsir yfirþyrmandi þekkingarleysi Neytendastofu á einföldustu verslunarháttum og undirlægjuhætti gagnvart lögfræðistofum með fín lógó.Það er erfitt að skilja steypu Múrbúðin kvartaði til Neytendastofu undan fullyrðingum keppinautar um að steypuflotefni hans væri drýgra en annað flotefni. Því þyrftu viðskiptavinir að kaupa minna magn. Þetta var sambærilegt við fullyrðingu um að úr eins og hálfs lítra gosflösku kæmu tveir lítrar. Um mikla hagsmuni var að ræða, enda eru hundruð tonna af steypuflotefni seld á hverju ári. Nákvæm mæling hjá verkfræðistofunni Mannviti sýndi að steypuflotefnið frá keppinautnum var ekkert drýgra en annað flotefni. Þar sem keppinauturinn er sérfræðingur í steypuefnum, þá átti hann að vita betur. Neytendastofa taldi hins vegar ekki tiltökumál þó að það skeikaði um 6-30% í fullyrðingum um drýgni efnisins. Þessi sama Neytendastofa tekur að sér að votta að íslenskar framleiðsluvörur innihaldi það rúmmál sem fullyrt er á umbúðunum. Vonandi – fyrir neytendur – er gerð meiri krafa um nákvæmni í þeim mælingum en þegar kemur að steypufloti. Vonandi vottar Neytendastofa ekki að það séu tveir lítrar í eins og hálfs lítra flösku.Innkaup breytast í verktöku Enn bættist svo á vanþekkingarlistann hjá Neytendastofu þegar hún ákvað að vísa frekari umfjöllun um steypuflotið frá, þar sem um væri að ræða viðskipti við verktaka – og slík mál heyrðu ekki undir stofnunina. Þvílík steypa! Þó svo að verktakar kaupi steypuflot, þá flokkast þau viðskipti ekki undir verktöku, ekkert fremur en þegar verktakinn kemur í Múrbúðina til að kaupa krossvið. Hvað er eiginlega til ráða fyrir neytendur þegar sú stofnun sem á að gæta hagsmuna þeirra ræður ekki við einföldustu verkefni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar opinberar stofnanir geta ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi, þá er það yfirleitt vegna fjársveltis. En þegar kemur að Neytendastofu virðist fjárveitingin ekki vandamálið, heldur átakanleg vangeta blönduð hræðslu við álit lögmanna hjá „fínum“ lögfræðistofum. Múrbúðin hefur nokkrum sinnum leitað atbeina Neytendastofu til að tryggja hagsmuni neytenda. Afgreiðsla Neytendastofu hefur undantekningalítið gengið í þveröfuga átt.Plast verður að timbri Múrbúðin taldi til dæmis að það væri slæm þróun fyrir eigendur fasteigna og gólfefnaverslanir þegar verslun ein fór að auglýsa plastparkett sem harðparkett, án þess að segja í leiðinni að um plastparkett væri að ræða. Parkett er jú gert úr viði og á þessum gólfefnum er verulegur verð- og gæðamunur. En Neytendastofa taldi að þetta væri í fínu lagi og byggði það á áliti íslenskufræðings og lögmannsstofu viðkomandi verslunar. Neytendastofa spurði ekki þá sem raunverulega til þekkja, svo sem fasteignasala eða kaupmenn sem selja parkett og plastparkett. Þrátt fyrir mótmæli Múrbúðarinnar stendur því sú ákvörðun Neytendastofu að það megi auglýsa plastparkett undir heitinu harðparkett, alveg eins og um parkett væri að ræða. Plast er viður samkvæmt úrskurði Neytendastofu. Þessi niðurstaða lýsir yfirþyrmandi þekkingarleysi Neytendastofu á einföldustu verslunarháttum og undirlægjuhætti gagnvart lögfræðistofum með fín lógó.Það er erfitt að skilja steypu Múrbúðin kvartaði til Neytendastofu undan fullyrðingum keppinautar um að steypuflotefni hans væri drýgra en annað flotefni. Því þyrftu viðskiptavinir að kaupa minna magn. Þetta var sambærilegt við fullyrðingu um að úr eins og hálfs lítra gosflösku kæmu tveir lítrar. Um mikla hagsmuni var að ræða, enda eru hundruð tonna af steypuflotefni seld á hverju ári. Nákvæm mæling hjá verkfræðistofunni Mannviti sýndi að steypuflotefnið frá keppinautnum var ekkert drýgra en annað flotefni. Þar sem keppinauturinn er sérfræðingur í steypuefnum, þá átti hann að vita betur. Neytendastofa taldi hins vegar ekki tiltökumál þó að það skeikaði um 6-30% í fullyrðingum um drýgni efnisins. Þessi sama Neytendastofa tekur að sér að votta að íslenskar framleiðsluvörur innihaldi það rúmmál sem fullyrt er á umbúðunum. Vonandi – fyrir neytendur – er gerð meiri krafa um nákvæmni í þeim mælingum en þegar kemur að steypufloti. Vonandi vottar Neytendastofa ekki að það séu tveir lítrar í eins og hálfs lítra flösku.Innkaup breytast í verktöku Enn bættist svo á vanþekkingarlistann hjá Neytendastofu þegar hún ákvað að vísa frekari umfjöllun um steypuflotið frá, þar sem um væri að ræða viðskipti við verktaka – og slík mál heyrðu ekki undir stofnunina. Þvílík steypa! Þó svo að verktakar kaupi steypuflot, þá flokkast þau viðskipti ekki undir verktöku, ekkert fremur en þegar verktakinn kemur í Múrbúðina til að kaupa krossvið. Hvað er eiginlega til ráða fyrir neytendur þegar sú stofnun sem á að gæta hagsmuna þeirra ræður ekki við einföldustu verkefni?
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar