Neytendastofa gegn neytendum Baldur Björnsson skrifar 22. maí 2014 07:00 Þegar opinberar stofnanir geta ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi, þá er það yfirleitt vegna fjársveltis. En þegar kemur að Neytendastofu virðist fjárveitingin ekki vandamálið, heldur átakanleg vangeta blönduð hræðslu við álit lögmanna hjá „fínum“ lögfræðistofum. Múrbúðin hefur nokkrum sinnum leitað atbeina Neytendastofu til að tryggja hagsmuni neytenda. Afgreiðsla Neytendastofu hefur undantekningalítið gengið í þveröfuga átt.Plast verður að timbri Múrbúðin taldi til dæmis að það væri slæm þróun fyrir eigendur fasteigna og gólfefnaverslanir þegar verslun ein fór að auglýsa plastparkett sem harðparkett, án þess að segja í leiðinni að um plastparkett væri að ræða. Parkett er jú gert úr viði og á þessum gólfefnum er verulegur verð- og gæðamunur. En Neytendastofa taldi að þetta væri í fínu lagi og byggði það á áliti íslenskufræðings og lögmannsstofu viðkomandi verslunar. Neytendastofa spurði ekki þá sem raunverulega til þekkja, svo sem fasteignasala eða kaupmenn sem selja parkett og plastparkett. Þrátt fyrir mótmæli Múrbúðarinnar stendur því sú ákvörðun Neytendastofu að það megi auglýsa plastparkett undir heitinu harðparkett, alveg eins og um parkett væri að ræða. Plast er viður samkvæmt úrskurði Neytendastofu. Þessi niðurstaða lýsir yfirþyrmandi þekkingarleysi Neytendastofu á einföldustu verslunarháttum og undirlægjuhætti gagnvart lögfræðistofum með fín lógó.Það er erfitt að skilja steypu Múrbúðin kvartaði til Neytendastofu undan fullyrðingum keppinautar um að steypuflotefni hans væri drýgra en annað flotefni. Því þyrftu viðskiptavinir að kaupa minna magn. Þetta var sambærilegt við fullyrðingu um að úr eins og hálfs lítra gosflösku kæmu tveir lítrar. Um mikla hagsmuni var að ræða, enda eru hundruð tonna af steypuflotefni seld á hverju ári. Nákvæm mæling hjá verkfræðistofunni Mannviti sýndi að steypuflotefnið frá keppinautnum var ekkert drýgra en annað flotefni. Þar sem keppinauturinn er sérfræðingur í steypuefnum, þá átti hann að vita betur. Neytendastofa taldi hins vegar ekki tiltökumál þó að það skeikaði um 6-30% í fullyrðingum um drýgni efnisins. Þessi sama Neytendastofa tekur að sér að votta að íslenskar framleiðsluvörur innihaldi það rúmmál sem fullyrt er á umbúðunum. Vonandi – fyrir neytendur – er gerð meiri krafa um nákvæmni í þeim mælingum en þegar kemur að steypufloti. Vonandi vottar Neytendastofa ekki að það séu tveir lítrar í eins og hálfs lítra flösku.Innkaup breytast í verktöku Enn bættist svo á vanþekkingarlistann hjá Neytendastofu þegar hún ákvað að vísa frekari umfjöllun um steypuflotið frá, þar sem um væri að ræða viðskipti við verktaka – og slík mál heyrðu ekki undir stofnunina. Þvílík steypa! Þó svo að verktakar kaupi steypuflot, þá flokkast þau viðskipti ekki undir verktöku, ekkert fremur en þegar verktakinn kemur í Múrbúðina til að kaupa krossvið. Hvað er eiginlega til ráða fyrir neytendur þegar sú stofnun sem á að gæta hagsmuna þeirra ræður ekki við einföldustu verkefni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Þegar opinberar stofnanir geta ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi, þá er það yfirleitt vegna fjársveltis. En þegar kemur að Neytendastofu virðist fjárveitingin ekki vandamálið, heldur átakanleg vangeta blönduð hræðslu við álit lögmanna hjá „fínum“ lögfræðistofum. Múrbúðin hefur nokkrum sinnum leitað atbeina Neytendastofu til að tryggja hagsmuni neytenda. Afgreiðsla Neytendastofu hefur undantekningalítið gengið í þveröfuga átt.Plast verður að timbri Múrbúðin taldi til dæmis að það væri slæm þróun fyrir eigendur fasteigna og gólfefnaverslanir þegar verslun ein fór að auglýsa plastparkett sem harðparkett, án þess að segja í leiðinni að um plastparkett væri að ræða. Parkett er jú gert úr viði og á þessum gólfefnum er verulegur verð- og gæðamunur. En Neytendastofa taldi að þetta væri í fínu lagi og byggði það á áliti íslenskufræðings og lögmannsstofu viðkomandi verslunar. Neytendastofa spurði ekki þá sem raunverulega til þekkja, svo sem fasteignasala eða kaupmenn sem selja parkett og plastparkett. Þrátt fyrir mótmæli Múrbúðarinnar stendur því sú ákvörðun Neytendastofu að það megi auglýsa plastparkett undir heitinu harðparkett, alveg eins og um parkett væri að ræða. Plast er viður samkvæmt úrskurði Neytendastofu. Þessi niðurstaða lýsir yfirþyrmandi þekkingarleysi Neytendastofu á einföldustu verslunarháttum og undirlægjuhætti gagnvart lögfræðistofum með fín lógó.Það er erfitt að skilja steypu Múrbúðin kvartaði til Neytendastofu undan fullyrðingum keppinautar um að steypuflotefni hans væri drýgra en annað flotefni. Því þyrftu viðskiptavinir að kaupa minna magn. Þetta var sambærilegt við fullyrðingu um að úr eins og hálfs lítra gosflösku kæmu tveir lítrar. Um mikla hagsmuni var að ræða, enda eru hundruð tonna af steypuflotefni seld á hverju ári. Nákvæm mæling hjá verkfræðistofunni Mannviti sýndi að steypuflotefnið frá keppinautnum var ekkert drýgra en annað flotefni. Þar sem keppinauturinn er sérfræðingur í steypuefnum, þá átti hann að vita betur. Neytendastofa taldi hins vegar ekki tiltökumál þó að það skeikaði um 6-30% í fullyrðingum um drýgni efnisins. Þessi sama Neytendastofa tekur að sér að votta að íslenskar framleiðsluvörur innihaldi það rúmmál sem fullyrt er á umbúðunum. Vonandi – fyrir neytendur – er gerð meiri krafa um nákvæmni í þeim mælingum en þegar kemur að steypufloti. Vonandi vottar Neytendastofa ekki að það séu tveir lítrar í eins og hálfs lítra flösku.Innkaup breytast í verktöku Enn bættist svo á vanþekkingarlistann hjá Neytendastofu þegar hún ákvað að vísa frekari umfjöllun um steypuflotið frá, þar sem um væri að ræða viðskipti við verktaka – og slík mál heyrðu ekki undir stofnunina. Þvílík steypa! Þó svo að verktakar kaupi steypuflot, þá flokkast þau viðskipti ekki undir verktöku, ekkert fremur en þegar verktakinn kemur í Múrbúðina til að kaupa krossvið. Hvað er eiginlega til ráða fyrir neytendur þegar sú stofnun sem á að gæta hagsmuna þeirra ræður ekki við einföldustu verkefni?
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun