Neytendastofa gegn neytendum Baldur Björnsson skrifar 22. maí 2014 07:00 Þegar opinberar stofnanir geta ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi, þá er það yfirleitt vegna fjársveltis. En þegar kemur að Neytendastofu virðist fjárveitingin ekki vandamálið, heldur átakanleg vangeta blönduð hræðslu við álit lögmanna hjá „fínum“ lögfræðistofum. Múrbúðin hefur nokkrum sinnum leitað atbeina Neytendastofu til að tryggja hagsmuni neytenda. Afgreiðsla Neytendastofu hefur undantekningalítið gengið í þveröfuga átt.Plast verður að timbri Múrbúðin taldi til dæmis að það væri slæm þróun fyrir eigendur fasteigna og gólfefnaverslanir þegar verslun ein fór að auglýsa plastparkett sem harðparkett, án þess að segja í leiðinni að um plastparkett væri að ræða. Parkett er jú gert úr viði og á þessum gólfefnum er verulegur verð- og gæðamunur. En Neytendastofa taldi að þetta væri í fínu lagi og byggði það á áliti íslenskufræðings og lögmannsstofu viðkomandi verslunar. Neytendastofa spurði ekki þá sem raunverulega til þekkja, svo sem fasteignasala eða kaupmenn sem selja parkett og plastparkett. Þrátt fyrir mótmæli Múrbúðarinnar stendur því sú ákvörðun Neytendastofu að það megi auglýsa plastparkett undir heitinu harðparkett, alveg eins og um parkett væri að ræða. Plast er viður samkvæmt úrskurði Neytendastofu. Þessi niðurstaða lýsir yfirþyrmandi þekkingarleysi Neytendastofu á einföldustu verslunarháttum og undirlægjuhætti gagnvart lögfræðistofum með fín lógó.Það er erfitt að skilja steypu Múrbúðin kvartaði til Neytendastofu undan fullyrðingum keppinautar um að steypuflotefni hans væri drýgra en annað flotefni. Því þyrftu viðskiptavinir að kaupa minna magn. Þetta var sambærilegt við fullyrðingu um að úr eins og hálfs lítra gosflösku kæmu tveir lítrar. Um mikla hagsmuni var að ræða, enda eru hundruð tonna af steypuflotefni seld á hverju ári. Nákvæm mæling hjá verkfræðistofunni Mannviti sýndi að steypuflotefnið frá keppinautnum var ekkert drýgra en annað flotefni. Þar sem keppinauturinn er sérfræðingur í steypuefnum, þá átti hann að vita betur. Neytendastofa taldi hins vegar ekki tiltökumál þó að það skeikaði um 6-30% í fullyrðingum um drýgni efnisins. Þessi sama Neytendastofa tekur að sér að votta að íslenskar framleiðsluvörur innihaldi það rúmmál sem fullyrt er á umbúðunum. Vonandi – fyrir neytendur – er gerð meiri krafa um nákvæmni í þeim mælingum en þegar kemur að steypufloti. Vonandi vottar Neytendastofa ekki að það séu tveir lítrar í eins og hálfs lítra flösku.Innkaup breytast í verktöku Enn bættist svo á vanþekkingarlistann hjá Neytendastofu þegar hún ákvað að vísa frekari umfjöllun um steypuflotið frá, þar sem um væri að ræða viðskipti við verktaka – og slík mál heyrðu ekki undir stofnunina. Þvílík steypa! Þó svo að verktakar kaupi steypuflot, þá flokkast þau viðskipti ekki undir verktöku, ekkert fremur en þegar verktakinn kemur í Múrbúðina til að kaupa krossvið. Hvað er eiginlega til ráða fyrir neytendur þegar sú stofnun sem á að gæta hagsmuna þeirra ræður ekki við einföldustu verkefni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar opinberar stofnanir geta ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi, þá er það yfirleitt vegna fjársveltis. En þegar kemur að Neytendastofu virðist fjárveitingin ekki vandamálið, heldur átakanleg vangeta blönduð hræðslu við álit lögmanna hjá „fínum“ lögfræðistofum. Múrbúðin hefur nokkrum sinnum leitað atbeina Neytendastofu til að tryggja hagsmuni neytenda. Afgreiðsla Neytendastofu hefur undantekningalítið gengið í þveröfuga átt.Plast verður að timbri Múrbúðin taldi til dæmis að það væri slæm þróun fyrir eigendur fasteigna og gólfefnaverslanir þegar verslun ein fór að auglýsa plastparkett sem harðparkett, án þess að segja í leiðinni að um plastparkett væri að ræða. Parkett er jú gert úr viði og á þessum gólfefnum er verulegur verð- og gæðamunur. En Neytendastofa taldi að þetta væri í fínu lagi og byggði það á áliti íslenskufræðings og lögmannsstofu viðkomandi verslunar. Neytendastofa spurði ekki þá sem raunverulega til þekkja, svo sem fasteignasala eða kaupmenn sem selja parkett og plastparkett. Þrátt fyrir mótmæli Múrbúðarinnar stendur því sú ákvörðun Neytendastofu að það megi auglýsa plastparkett undir heitinu harðparkett, alveg eins og um parkett væri að ræða. Plast er viður samkvæmt úrskurði Neytendastofu. Þessi niðurstaða lýsir yfirþyrmandi þekkingarleysi Neytendastofu á einföldustu verslunarháttum og undirlægjuhætti gagnvart lögfræðistofum með fín lógó.Það er erfitt að skilja steypu Múrbúðin kvartaði til Neytendastofu undan fullyrðingum keppinautar um að steypuflotefni hans væri drýgra en annað flotefni. Því þyrftu viðskiptavinir að kaupa minna magn. Þetta var sambærilegt við fullyrðingu um að úr eins og hálfs lítra gosflösku kæmu tveir lítrar. Um mikla hagsmuni var að ræða, enda eru hundruð tonna af steypuflotefni seld á hverju ári. Nákvæm mæling hjá verkfræðistofunni Mannviti sýndi að steypuflotefnið frá keppinautnum var ekkert drýgra en annað flotefni. Þar sem keppinauturinn er sérfræðingur í steypuefnum, þá átti hann að vita betur. Neytendastofa taldi hins vegar ekki tiltökumál þó að það skeikaði um 6-30% í fullyrðingum um drýgni efnisins. Þessi sama Neytendastofa tekur að sér að votta að íslenskar framleiðsluvörur innihaldi það rúmmál sem fullyrt er á umbúðunum. Vonandi – fyrir neytendur – er gerð meiri krafa um nákvæmni í þeim mælingum en þegar kemur að steypufloti. Vonandi vottar Neytendastofa ekki að það séu tveir lítrar í eins og hálfs lítra flösku.Innkaup breytast í verktöku Enn bættist svo á vanþekkingarlistann hjá Neytendastofu þegar hún ákvað að vísa frekari umfjöllun um steypuflotið frá, þar sem um væri að ræða viðskipti við verktaka – og slík mál heyrðu ekki undir stofnunina. Þvílík steypa! Þó svo að verktakar kaupi steypuflot, þá flokkast þau viðskipti ekki undir verktöku, ekkert fremur en þegar verktakinn kemur í Múrbúðina til að kaupa krossvið. Hvað er eiginlega til ráða fyrir neytendur þegar sú stofnun sem á að gæta hagsmuna þeirra ræður ekki við einföldustu verkefni?
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun