Hvernig á að bæta skaðann sem bankarnir ollu þjóðinni? Ólafur Elíasson, Agnar Helgason og Torfi Þórhallsson og Ragnar F. Ólafsson skrifa 17. maí 2014 07:00 Íslenskir skattgreiðendur hafa nú þegar orðið fyrir gríðarlegum kostnaði vegna gjaldþrots einkarekinna banka og enn hvíla óuppgerð þrotabú þeirra á þjóðinni eins og mara. Í vinnuskýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 2012¹ kemur fram að fjárhagskostnaður íslenska ríkisins vegna hruns bankanna á Íslandi hafi verið um 44% af þjóðarframleiðslu, eða u.þ.b. 740 milljarðar. Auk þess þurfti ríkissjóður að auka skuldir sínar um 70% af landsframleiðslu eða um 1.200 milljarða með tilheyrandi kostnaði vegna falls þessara fyrirtækja. Það er fráleitt óréttlæti að skattgreiðendur á Íslandi hafi þurft að bera slíkan ofurkostnað vegna gjaldþrota einkarekinna banka. Raunar stríðir slík ráðstöfun einnig gegn yfirlýstri stefnu Evrópusambandsins² og Bandaríkjastjórnar³ um gjaldþrot einkarekinna banka. Þar er gert ráð fyrir því að hluthafar og kröfuhafar eigi að bera kostnaðinn af falli slíkra fyrirtækja og jafnvel aðrir aflögufærir bankar, en alls ekki skattgreiðendur. Í ljósi þessa er furðulegt að orðræðan á Íslandi skuli snúast mest um hagsmuni og meintan rétt kröfuhafa föllnu bankanna í stað þess að snúast um óréttmætt fjárhagstjón íslenskra skattgreiðenda. Sumir ganga svo langt að tala um íslenskar og erlendar eignir þessara kröfuhafa í þrotabúum bankanna. Hið rétta er að þeir eiga engar slíkar eignir. Þeir eiga aðeins kröfur í þrotabúin sem eru algerlega háðar íslenskum gjaldþrotalögum og verða ekki að eignum fyrr en þrotabúið hefur verið gert upp samkvæmt þessum lögum. Þrotabúin hafa nú fengið fimm ár til að hámarka heimtur, og það er orðið löngu tímabært að klára uppgjör þeirra í samræmi við lög um gjaldþrotameðferð og gjaldeyrishöft. Eina eðlilega niðurstaðan er sú að kröfuhafar fái greitt úr þrotabúum eingöngu í íslenskum krónum eins og dómafordæmi er fyrir. Á sama tíma ber stjórnvöldum skylda til að sækja bætur fyrir þann skaða, sem bankarnir ollu þjóðinni, í þrotabú þeirra. Íslenska ríkið ætti með réttu að vera stærsti kröfuhafinn í þrotabú föllnu bankanna. Til samanburðar mætti hugsa sér dæmi um olíufyrirtæki starfrækt á Íslandi, sem hefði mengað náttúru landsins með þeim afleiðingum að íslenska ríkið hefði þurft að kosta til meira en 1.000 milljörðum til að hreinsa eftir það. Nú væri fyrirtækið farið í gjaldþrot og þá ætluðu kröfuhafar í þrotabú olíufyrirtækisins að fá allar eigur þrotabúsins en íslenska ríkið ætti ekki að fá neitt. Það er ljóst að slík ráðstöfun stenst ekki skoðun. Það sama gildir um uppgjörið á þrotabúum bankanna. Í samræmi við þær reglur sem Evrópusambandið og Bandaríkjastjórn hafa sett til að verja skattgreiðendur þegar einkareknir bankar verða gjaldþrota, ættu íslensk stjórnvöld að beita sektum, sköttum eða öðrum meðölum sem leynast í vopnabúri fullvalda ríkis til að sækja bætur fyrir það fjárhagstjón sem fall bankanna olli íslenskum skattgreiðendum. Ríkissjóður Íslands má undir engum kringumstæðum fara óbættur frá málinu. Heimildir 1. https://www.imf.org/external/pubs/ft/wp/2012/wp12163.pdf 2. http://europa.eu/rapid/press-release_MEMO-13-1140_en.htm?locale=en 3. http://www.fdic.gov/about/srac/2012/gsifi.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir skattgreiðendur hafa nú þegar orðið fyrir gríðarlegum kostnaði vegna gjaldþrots einkarekinna banka og enn hvíla óuppgerð þrotabú þeirra á þjóðinni eins og mara. Í vinnuskýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 2012¹ kemur fram að fjárhagskostnaður íslenska ríkisins vegna hruns bankanna á Íslandi hafi verið um 44% af þjóðarframleiðslu, eða u.þ.b. 740 milljarðar. Auk þess þurfti ríkissjóður að auka skuldir sínar um 70% af landsframleiðslu eða um 1.200 milljarða með tilheyrandi kostnaði vegna falls þessara fyrirtækja. Það er fráleitt óréttlæti að skattgreiðendur á Íslandi hafi þurft að bera slíkan ofurkostnað vegna gjaldþrota einkarekinna banka. Raunar stríðir slík ráðstöfun einnig gegn yfirlýstri stefnu Evrópusambandsins² og Bandaríkjastjórnar³ um gjaldþrot einkarekinna banka. Þar er gert ráð fyrir því að hluthafar og kröfuhafar eigi að bera kostnaðinn af falli slíkra fyrirtækja og jafnvel aðrir aflögufærir bankar, en alls ekki skattgreiðendur. Í ljósi þessa er furðulegt að orðræðan á Íslandi skuli snúast mest um hagsmuni og meintan rétt kröfuhafa föllnu bankanna í stað þess að snúast um óréttmætt fjárhagstjón íslenskra skattgreiðenda. Sumir ganga svo langt að tala um íslenskar og erlendar eignir þessara kröfuhafa í þrotabúum bankanna. Hið rétta er að þeir eiga engar slíkar eignir. Þeir eiga aðeins kröfur í þrotabúin sem eru algerlega háðar íslenskum gjaldþrotalögum og verða ekki að eignum fyrr en þrotabúið hefur verið gert upp samkvæmt þessum lögum. Þrotabúin hafa nú fengið fimm ár til að hámarka heimtur, og það er orðið löngu tímabært að klára uppgjör þeirra í samræmi við lög um gjaldþrotameðferð og gjaldeyrishöft. Eina eðlilega niðurstaðan er sú að kröfuhafar fái greitt úr þrotabúum eingöngu í íslenskum krónum eins og dómafordæmi er fyrir. Á sama tíma ber stjórnvöldum skylda til að sækja bætur fyrir þann skaða, sem bankarnir ollu þjóðinni, í þrotabú þeirra. Íslenska ríkið ætti með réttu að vera stærsti kröfuhafinn í þrotabú föllnu bankanna. Til samanburðar mætti hugsa sér dæmi um olíufyrirtæki starfrækt á Íslandi, sem hefði mengað náttúru landsins með þeim afleiðingum að íslenska ríkið hefði þurft að kosta til meira en 1.000 milljörðum til að hreinsa eftir það. Nú væri fyrirtækið farið í gjaldþrot og þá ætluðu kröfuhafar í þrotabú olíufyrirtækisins að fá allar eigur þrotabúsins en íslenska ríkið ætti ekki að fá neitt. Það er ljóst að slík ráðstöfun stenst ekki skoðun. Það sama gildir um uppgjörið á þrotabúum bankanna. Í samræmi við þær reglur sem Evrópusambandið og Bandaríkjastjórn hafa sett til að verja skattgreiðendur þegar einkareknir bankar verða gjaldþrota, ættu íslensk stjórnvöld að beita sektum, sköttum eða öðrum meðölum sem leynast í vopnabúri fullvalda ríkis til að sækja bætur fyrir það fjárhagstjón sem fall bankanna olli íslenskum skattgreiðendum. Ríkissjóður Íslands má undir engum kringumstæðum fara óbættur frá málinu. Heimildir 1. https://www.imf.org/external/pubs/ft/wp/2012/wp12163.pdf 2. http://europa.eu/rapid/press-release_MEMO-13-1140_en.htm?locale=en 3. http://www.fdic.gov/about/srac/2012/gsifi.pdf
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun