Hvernig á að bæta skaðann sem bankarnir ollu þjóðinni? Ólafur Elíasson, Agnar Helgason og Torfi Þórhallsson og Ragnar F. Ólafsson skrifa 17. maí 2014 07:00 Íslenskir skattgreiðendur hafa nú þegar orðið fyrir gríðarlegum kostnaði vegna gjaldþrots einkarekinna banka og enn hvíla óuppgerð þrotabú þeirra á þjóðinni eins og mara. Í vinnuskýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 2012¹ kemur fram að fjárhagskostnaður íslenska ríkisins vegna hruns bankanna á Íslandi hafi verið um 44% af þjóðarframleiðslu, eða u.þ.b. 740 milljarðar. Auk þess þurfti ríkissjóður að auka skuldir sínar um 70% af landsframleiðslu eða um 1.200 milljarða með tilheyrandi kostnaði vegna falls þessara fyrirtækja. Það er fráleitt óréttlæti að skattgreiðendur á Íslandi hafi þurft að bera slíkan ofurkostnað vegna gjaldþrota einkarekinna banka. Raunar stríðir slík ráðstöfun einnig gegn yfirlýstri stefnu Evrópusambandsins² og Bandaríkjastjórnar³ um gjaldþrot einkarekinna banka. Þar er gert ráð fyrir því að hluthafar og kröfuhafar eigi að bera kostnaðinn af falli slíkra fyrirtækja og jafnvel aðrir aflögufærir bankar, en alls ekki skattgreiðendur. Í ljósi þessa er furðulegt að orðræðan á Íslandi skuli snúast mest um hagsmuni og meintan rétt kröfuhafa föllnu bankanna í stað þess að snúast um óréttmætt fjárhagstjón íslenskra skattgreiðenda. Sumir ganga svo langt að tala um íslenskar og erlendar eignir þessara kröfuhafa í þrotabúum bankanna. Hið rétta er að þeir eiga engar slíkar eignir. Þeir eiga aðeins kröfur í þrotabúin sem eru algerlega háðar íslenskum gjaldþrotalögum og verða ekki að eignum fyrr en þrotabúið hefur verið gert upp samkvæmt þessum lögum. Þrotabúin hafa nú fengið fimm ár til að hámarka heimtur, og það er orðið löngu tímabært að klára uppgjör þeirra í samræmi við lög um gjaldþrotameðferð og gjaldeyrishöft. Eina eðlilega niðurstaðan er sú að kröfuhafar fái greitt úr þrotabúum eingöngu í íslenskum krónum eins og dómafordæmi er fyrir. Á sama tíma ber stjórnvöldum skylda til að sækja bætur fyrir þann skaða, sem bankarnir ollu þjóðinni, í þrotabú þeirra. Íslenska ríkið ætti með réttu að vera stærsti kröfuhafinn í þrotabú föllnu bankanna. Til samanburðar mætti hugsa sér dæmi um olíufyrirtæki starfrækt á Íslandi, sem hefði mengað náttúru landsins með þeim afleiðingum að íslenska ríkið hefði þurft að kosta til meira en 1.000 milljörðum til að hreinsa eftir það. Nú væri fyrirtækið farið í gjaldþrot og þá ætluðu kröfuhafar í þrotabú olíufyrirtækisins að fá allar eigur þrotabúsins en íslenska ríkið ætti ekki að fá neitt. Það er ljóst að slík ráðstöfun stenst ekki skoðun. Það sama gildir um uppgjörið á þrotabúum bankanna. Í samræmi við þær reglur sem Evrópusambandið og Bandaríkjastjórn hafa sett til að verja skattgreiðendur þegar einkareknir bankar verða gjaldþrota, ættu íslensk stjórnvöld að beita sektum, sköttum eða öðrum meðölum sem leynast í vopnabúri fullvalda ríkis til að sækja bætur fyrir það fjárhagstjón sem fall bankanna olli íslenskum skattgreiðendum. Ríkissjóður Íslands má undir engum kringumstæðum fara óbættur frá málinu. Heimildir 1. https://www.imf.org/external/pubs/ft/wp/2012/wp12163.pdf 2. http://europa.eu/rapid/press-release_MEMO-13-1140_en.htm?locale=en 3. http://www.fdic.gov/about/srac/2012/gsifi.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir skattgreiðendur hafa nú þegar orðið fyrir gríðarlegum kostnaði vegna gjaldþrots einkarekinna banka og enn hvíla óuppgerð þrotabú þeirra á þjóðinni eins og mara. Í vinnuskýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 2012¹ kemur fram að fjárhagskostnaður íslenska ríkisins vegna hruns bankanna á Íslandi hafi verið um 44% af þjóðarframleiðslu, eða u.þ.b. 740 milljarðar. Auk þess þurfti ríkissjóður að auka skuldir sínar um 70% af landsframleiðslu eða um 1.200 milljarða með tilheyrandi kostnaði vegna falls þessara fyrirtækja. Það er fráleitt óréttlæti að skattgreiðendur á Íslandi hafi þurft að bera slíkan ofurkostnað vegna gjaldþrota einkarekinna banka. Raunar stríðir slík ráðstöfun einnig gegn yfirlýstri stefnu Evrópusambandsins² og Bandaríkjastjórnar³ um gjaldþrot einkarekinna banka. Þar er gert ráð fyrir því að hluthafar og kröfuhafar eigi að bera kostnaðinn af falli slíkra fyrirtækja og jafnvel aðrir aflögufærir bankar, en alls ekki skattgreiðendur. Í ljósi þessa er furðulegt að orðræðan á Íslandi skuli snúast mest um hagsmuni og meintan rétt kröfuhafa föllnu bankanna í stað þess að snúast um óréttmætt fjárhagstjón íslenskra skattgreiðenda. Sumir ganga svo langt að tala um íslenskar og erlendar eignir þessara kröfuhafa í þrotabúum bankanna. Hið rétta er að þeir eiga engar slíkar eignir. Þeir eiga aðeins kröfur í þrotabúin sem eru algerlega háðar íslenskum gjaldþrotalögum og verða ekki að eignum fyrr en þrotabúið hefur verið gert upp samkvæmt þessum lögum. Þrotabúin hafa nú fengið fimm ár til að hámarka heimtur, og það er orðið löngu tímabært að klára uppgjör þeirra í samræmi við lög um gjaldþrotameðferð og gjaldeyrishöft. Eina eðlilega niðurstaðan er sú að kröfuhafar fái greitt úr þrotabúum eingöngu í íslenskum krónum eins og dómafordæmi er fyrir. Á sama tíma ber stjórnvöldum skylda til að sækja bætur fyrir þann skaða, sem bankarnir ollu þjóðinni, í þrotabú þeirra. Íslenska ríkið ætti með réttu að vera stærsti kröfuhafinn í þrotabú föllnu bankanna. Til samanburðar mætti hugsa sér dæmi um olíufyrirtæki starfrækt á Íslandi, sem hefði mengað náttúru landsins með þeim afleiðingum að íslenska ríkið hefði þurft að kosta til meira en 1.000 milljörðum til að hreinsa eftir það. Nú væri fyrirtækið farið í gjaldþrot og þá ætluðu kröfuhafar í þrotabú olíufyrirtækisins að fá allar eigur þrotabúsins en íslenska ríkið ætti ekki að fá neitt. Það er ljóst að slík ráðstöfun stenst ekki skoðun. Það sama gildir um uppgjörið á þrotabúum bankanna. Í samræmi við þær reglur sem Evrópusambandið og Bandaríkjastjórn hafa sett til að verja skattgreiðendur þegar einkareknir bankar verða gjaldþrota, ættu íslensk stjórnvöld að beita sektum, sköttum eða öðrum meðölum sem leynast í vopnabúri fullvalda ríkis til að sækja bætur fyrir það fjárhagstjón sem fall bankanna olli íslenskum skattgreiðendum. Ríkissjóður Íslands má undir engum kringumstæðum fara óbættur frá málinu. Heimildir 1. https://www.imf.org/external/pubs/ft/wp/2012/wp12163.pdf 2. http://europa.eu/rapid/press-release_MEMO-13-1140_en.htm?locale=en 3. http://www.fdic.gov/about/srac/2012/gsifi.pdf
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar