Náttúruvá – Formaður NASF á villigötum Guðbergur Rúnarsson skrifar 15. maí 2014 07:00 Það er fráleitt að halda því fram að fiskeldi muni skaða lífríki og ímynd Íslands eins og formaður NASF heldur fram í Fréttablaðinu 6. maí. Skattgreiðendur munu að sjálfsögðu ekki taka á sig skuldbindingar hlutafélaga eins og fullyrt er. Fiskeldismenn hlustuðu á sérfræðinga á málþingi NASF í vetur og varnaðarorð þeirra um að fara fram með gát og varúð, læra af reynslu annarra ríkja sem lengra eru komin í eldinu og koma í veg fyrir að eldið fari inn á villigötur. Drög að frumvarpi ríkisstjórnarinnar eru til mikilla bóta á núgildandi lögum: einföldun í stjórnsýslunni, skilvirkara eftirlit en einnig að herða á kröfum og auka skyldur fyrirtækjanna. Drög að lagabreytingu gera ráð fyrir 30% eiginfjármögnun, tryggingum, burðarþolsrannsóknum og fleiri kröfum, t.d. um búnað sem eykur öryggi. Hjá félaginu fór fram stefnumótunarvinna sem var auglýst og kynnt ráðuneytum og stjórnsýslunni í janúar 2013. Tekið er á skipulagsmálum í drögum að nýjum lögum en einnig í vinnu við skipulagningu Ísafjarðardjúps og Arnarfjarðar. Fyrirtækin í fiskeldi hafa með sér samstarf um hvernig fiskeldi í sjó verður best komið fyrir til að koma í veg fyrir árekstra. Ekkert öngþveiti er til staðar eins og haldið er fram. Utan netlagna fara íslensk stjórnvöld með umráðaréttinn en ekki eigendur sjávarjarða eða veiðiréttareigendur. Fiskeldi skaðar ekki aðra matvælaframleiðslu né veiðar, enda mjög umhverfisvæn grein miðað við aðra ræktun hráefnis til matvæla, t.d. kjöts.Frasa-vísindi Formaðurinn velur frasa-vísindi sem henta honum þegar hann fjallar um náttúruvá og um þúsundir háskóla og vísindastofnanir. Rétt er að vísindamenn og stóru eldisfyrirtækin í heiminum leita öll að betri lausnum sem minnka áhrifin frá fiskeldi, hvort sem um er að ræða úrgang eða leiðir til að koma í veg fyrir hugsanlegar sleppingar og erfðablöndun við villta laxastofna. Laxastofninn sem nú er í eldi á Íslandi er mun betri en sá sem notaður var á 9. áratugnum. Hann er kynbættur fyrir síðbúnum kynþroska sem minnkar áhættu á erfðablöndun. Formaðurinn skalar upp hrein ósannindi sem hann hefur áður fleygt fram í blaðagrein. Jón Örn Pálsson fjallaði um slíkan málflutning í Morgunblaðinu, 25. janúar sl., sjá lf.is. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er rekstrarleyfi í Patreksfirði fyrir 1.500 tonna eldi og fyrirhuguð er stækkun leyfis í 3.000 tonn en ekki 25.000 tonn eins og kom fram hjá formanni NASF. Fullyrðing formannsins um úrgang stenst einfaldlega ekki. Magnið er rangt og niðurstaðan einnig. Skólp frá fjórum mönnum jafngildir úrgangi frá einu tonni af laxi. Þá jafngildir úrgangur frá 3.000 tonna eldi 12.000 manna byggð. Í starfsleyfi fiskeldisfyrirtækja eru sett takmörk á losun úrgangs frá fiskeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Það er fráleitt að halda því fram að fiskeldi muni skaða lífríki og ímynd Íslands eins og formaður NASF heldur fram í Fréttablaðinu 6. maí. Skattgreiðendur munu að sjálfsögðu ekki taka á sig skuldbindingar hlutafélaga eins og fullyrt er. Fiskeldismenn hlustuðu á sérfræðinga á málþingi NASF í vetur og varnaðarorð þeirra um að fara fram með gát og varúð, læra af reynslu annarra ríkja sem lengra eru komin í eldinu og koma í veg fyrir að eldið fari inn á villigötur. Drög að frumvarpi ríkisstjórnarinnar eru til mikilla bóta á núgildandi lögum: einföldun í stjórnsýslunni, skilvirkara eftirlit en einnig að herða á kröfum og auka skyldur fyrirtækjanna. Drög að lagabreytingu gera ráð fyrir 30% eiginfjármögnun, tryggingum, burðarþolsrannsóknum og fleiri kröfum, t.d. um búnað sem eykur öryggi. Hjá félaginu fór fram stefnumótunarvinna sem var auglýst og kynnt ráðuneytum og stjórnsýslunni í janúar 2013. Tekið er á skipulagsmálum í drögum að nýjum lögum en einnig í vinnu við skipulagningu Ísafjarðardjúps og Arnarfjarðar. Fyrirtækin í fiskeldi hafa með sér samstarf um hvernig fiskeldi í sjó verður best komið fyrir til að koma í veg fyrir árekstra. Ekkert öngþveiti er til staðar eins og haldið er fram. Utan netlagna fara íslensk stjórnvöld með umráðaréttinn en ekki eigendur sjávarjarða eða veiðiréttareigendur. Fiskeldi skaðar ekki aðra matvælaframleiðslu né veiðar, enda mjög umhverfisvæn grein miðað við aðra ræktun hráefnis til matvæla, t.d. kjöts.Frasa-vísindi Formaðurinn velur frasa-vísindi sem henta honum þegar hann fjallar um náttúruvá og um þúsundir háskóla og vísindastofnanir. Rétt er að vísindamenn og stóru eldisfyrirtækin í heiminum leita öll að betri lausnum sem minnka áhrifin frá fiskeldi, hvort sem um er að ræða úrgang eða leiðir til að koma í veg fyrir hugsanlegar sleppingar og erfðablöndun við villta laxastofna. Laxastofninn sem nú er í eldi á Íslandi er mun betri en sá sem notaður var á 9. áratugnum. Hann er kynbættur fyrir síðbúnum kynþroska sem minnkar áhættu á erfðablöndun. Formaðurinn skalar upp hrein ósannindi sem hann hefur áður fleygt fram í blaðagrein. Jón Örn Pálsson fjallaði um slíkan málflutning í Morgunblaðinu, 25. janúar sl., sjá lf.is. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er rekstrarleyfi í Patreksfirði fyrir 1.500 tonna eldi og fyrirhuguð er stækkun leyfis í 3.000 tonn en ekki 25.000 tonn eins og kom fram hjá formanni NASF. Fullyrðing formannsins um úrgang stenst einfaldlega ekki. Magnið er rangt og niðurstaðan einnig. Skólp frá fjórum mönnum jafngildir úrgangi frá einu tonni af laxi. Þá jafngildir úrgangur frá 3.000 tonna eldi 12.000 manna byggð. Í starfsleyfi fiskeldisfyrirtækja eru sett takmörk á losun úrgangs frá fiskeldi.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun