Náttúruvá – Formaður NASF á villigötum Guðbergur Rúnarsson skrifar 15. maí 2014 07:00 Það er fráleitt að halda því fram að fiskeldi muni skaða lífríki og ímynd Íslands eins og formaður NASF heldur fram í Fréttablaðinu 6. maí. Skattgreiðendur munu að sjálfsögðu ekki taka á sig skuldbindingar hlutafélaga eins og fullyrt er. Fiskeldismenn hlustuðu á sérfræðinga á málþingi NASF í vetur og varnaðarorð þeirra um að fara fram með gát og varúð, læra af reynslu annarra ríkja sem lengra eru komin í eldinu og koma í veg fyrir að eldið fari inn á villigötur. Drög að frumvarpi ríkisstjórnarinnar eru til mikilla bóta á núgildandi lögum: einföldun í stjórnsýslunni, skilvirkara eftirlit en einnig að herða á kröfum og auka skyldur fyrirtækjanna. Drög að lagabreytingu gera ráð fyrir 30% eiginfjármögnun, tryggingum, burðarþolsrannsóknum og fleiri kröfum, t.d. um búnað sem eykur öryggi. Hjá félaginu fór fram stefnumótunarvinna sem var auglýst og kynnt ráðuneytum og stjórnsýslunni í janúar 2013. Tekið er á skipulagsmálum í drögum að nýjum lögum en einnig í vinnu við skipulagningu Ísafjarðardjúps og Arnarfjarðar. Fyrirtækin í fiskeldi hafa með sér samstarf um hvernig fiskeldi í sjó verður best komið fyrir til að koma í veg fyrir árekstra. Ekkert öngþveiti er til staðar eins og haldið er fram. Utan netlagna fara íslensk stjórnvöld með umráðaréttinn en ekki eigendur sjávarjarða eða veiðiréttareigendur. Fiskeldi skaðar ekki aðra matvælaframleiðslu né veiðar, enda mjög umhverfisvæn grein miðað við aðra ræktun hráefnis til matvæla, t.d. kjöts.Frasa-vísindi Formaðurinn velur frasa-vísindi sem henta honum þegar hann fjallar um náttúruvá og um þúsundir háskóla og vísindastofnanir. Rétt er að vísindamenn og stóru eldisfyrirtækin í heiminum leita öll að betri lausnum sem minnka áhrifin frá fiskeldi, hvort sem um er að ræða úrgang eða leiðir til að koma í veg fyrir hugsanlegar sleppingar og erfðablöndun við villta laxastofna. Laxastofninn sem nú er í eldi á Íslandi er mun betri en sá sem notaður var á 9. áratugnum. Hann er kynbættur fyrir síðbúnum kynþroska sem minnkar áhættu á erfðablöndun. Formaðurinn skalar upp hrein ósannindi sem hann hefur áður fleygt fram í blaðagrein. Jón Örn Pálsson fjallaði um slíkan málflutning í Morgunblaðinu, 25. janúar sl., sjá lf.is. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er rekstrarleyfi í Patreksfirði fyrir 1.500 tonna eldi og fyrirhuguð er stækkun leyfis í 3.000 tonn en ekki 25.000 tonn eins og kom fram hjá formanni NASF. Fullyrðing formannsins um úrgang stenst einfaldlega ekki. Magnið er rangt og niðurstaðan einnig. Skólp frá fjórum mönnum jafngildir úrgangi frá einu tonni af laxi. Þá jafngildir úrgangur frá 3.000 tonna eldi 12.000 manna byggð. Í starfsleyfi fiskeldisfyrirtækja eru sett takmörk á losun úrgangs frá fiskeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það er fráleitt að halda því fram að fiskeldi muni skaða lífríki og ímynd Íslands eins og formaður NASF heldur fram í Fréttablaðinu 6. maí. Skattgreiðendur munu að sjálfsögðu ekki taka á sig skuldbindingar hlutafélaga eins og fullyrt er. Fiskeldismenn hlustuðu á sérfræðinga á málþingi NASF í vetur og varnaðarorð þeirra um að fara fram með gát og varúð, læra af reynslu annarra ríkja sem lengra eru komin í eldinu og koma í veg fyrir að eldið fari inn á villigötur. Drög að frumvarpi ríkisstjórnarinnar eru til mikilla bóta á núgildandi lögum: einföldun í stjórnsýslunni, skilvirkara eftirlit en einnig að herða á kröfum og auka skyldur fyrirtækjanna. Drög að lagabreytingu gera ráð fyrir 30% eiginfjármögnun, tryggingum, burðarþolsrannsóknum og fleiri kröfum, t.d. um búnað sem eykur öryggi. Hjá félaginu fór fram stefnumótunarvinna sem var auglýst og kynnt ráðuneytum og stjórnsýslunni í janúar 2013. Tekið er á skipulagsmálum í drögum að nýjum lögum en einnig í vinnu við skipulagningu Ísafjarðardjúps og Arnarfjarðar. Fyrirtækin í fiskeldi hafa með sér samstarf um hvernig fiskeldi í sjó verður best komið fyrir til að koma í veg fyrir árekstra. Ekkert öngþveiti er til staðar eins og haldið er fram. Utan netlagna fara íslensk stjórnvöld með umráðaréttinn en ekki eigendur sjávarjarða eða veiðiréttareigendur. Fiskeldi skaðar ekki aðra matvælaframleiðslu né veiðar, enda mjög umhverfisvæn grein miðað við aðra ræktun hráefnis til matvæla, t.d. kjöts.Frasa-vísindi Formaðurinn velur frasa-vísindi sem henta honum þegar hann fjallar um náttúruvá og um þúsundir háskóla og vísindastofnanir. Rétt er að vísindamenn og stóru eldisfyrirtækin í heiminum leita öll að betri lausnum sem minnka áhrifin frá fiskeldi, hvort sem um er að ræða úrgang eða leiðir til að koma í veg fyrir hugsanlegar sleppingar og erfðablöndun við villta laxastofna. Laxastofninn sem nú er í eldi á Íslandi er mun betri en sá sem notaður var á 9. áratugnum. Hann er kynbættur fyrir síðbúnum kynþroska sem minnkar áhættu á erfðablöndun. Formaðurinn skalar upp hrein ósannindi sem hann hefur áður fleygt fram í blaðagrein. Jón Örn Pálsson fjallaði um slíkan málflutning í Morgunblaðinu, 25. janúar sl., sjá lf.is. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er rekstrarleyfi í Patreksfirði fyrir 1.500 tonna eldi og fyrirhuguð er stækkun leyfis í 3.000 tonn en ekki 25.000 tonn eins og kom fram hjá formanni NASF. Fullyrðing formannsins um úrgang stenst einfaldlega ekki. Magnið er rangt og niðurstaðan einnig. Skólp frá fjórum mönnum jafngildir úrgangi frá einu tonni af laxi. Þá jafngildir úrgangur frá 3.000 tonna eldi 12.000 manna byggð. Í starfsleyfi fiskeldisfyrirtækja eru sett takmörk á losun úrgangs frá fiskeldi.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar