Persónunjósnir sjálfstæðismanna í Kópavogi Hjálmar Hjálmarsson skrifar 14. maí 2014 00:00 Það er sjálfsagður og lýðræðislegur réttur hvers manns að taka þátt í stjórnmálum. Rétturinn til að bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga er varinn með margvíslegum hætti. Þær hindranir sem frambjóðendur þurfa að yfirstíga eru ekki miklar. Í Kópavogi þurfa framboð að afla sér að lágmarki 80 undirskrifta frá kjósendum sem gefa þar með framboðinu tækifæri til að nýta sér þennan dýrmæta lýðræðisrétt sinn; að taka þátt í stjórn bæjarfélagsins. Þessari undirskrift fylgja engar kvaðir að nokkru leyti. Sjálf atkvæðagreiðslan á kjördag er enn sem komið er leynileg, sem betur fer. Engu að síður eru fjölmargir sem vilja ekki tengjast stjórnmálaflokkum á nokkurn hátt. Sjá þá sem gamaldags, spillta og vinna fyrst og fremst að sérhagsmunum fárra í stað þess að hugsa um hag samfélagsins. Undanfarna daga hafa frambjóðendur Næstbestaflokksins í Kópavogi safnað um 120 undirskriftum frá kjósendum sem staðfesta þar með að þeir styðji okkur til framboðs. Við hétum þessu fólki trúnaði, að þessar upplýsingar kæmu hvergi fram nema hjá kjörstjórn sem myndi síðan eyða þeim að kosningum loknum. Að engin skuldbinding fælist í undirskriftinni og þær yrðu hvergi birtar opinberlega. Að framboð okkar tengdist ekki neinum af starfandi stjórnmálaflokkum. Að frambjóðendur Næstbestaflokksins hefðu engin bein hagsmunatengsl við einstök fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök í bænum. Að við vildum vinna fyrir alla í Kópavogi, en ekki fyrir fáa útvalda.Fyrirgreiðslupólitík Nú hefur það fáheyrða gerst, að umboðsmaður Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, Bragi Michaelsson, óskar eftir því að fá afhenta meðmælendalista allra framboða til kosninganna í vor. Til hvers veit ég ekki. Eina skýringin sem hann gaf var sú að þetta hefði „alltaf verið gert“, sem er auðvitað firra. Stjórnmálaflokkar eru löngu hættir þessum ósið sem er ekkert annað en lágkúrulegar persónunjósnir. Það er nefnilega svo að sumir menn og flokkar telja sig „eiga“ atkvæði kjósenda í bænum og vilja fá að vita hverjir ætli að svíkjast undan merkjum. Þetta eru sömu mennirnir og telja sig eiga Kópavog, að þeir geti gengið í sjóði bæjarins, fengið verkefni, lóðir, djobb og fyrirgreiðslu eins og þeim hentar. Þetta er „gamli tíminn“ sem mætir nútímanum. Fyrirgreiðslupólitíkin sem abbast upp á heilbrigða skynsemi. Umboðsmenn Næstbestaflokksins hafna því alfarið að Sjálfstæðisflokkurinn fái aðgang að meðmælendalistum og upplýsingar um nöfn þeirra 120 íbúa sem þar er að finna. Byggingaverktakinn og skógræktarfrömuðurinn Bragi Michaelsson verður að finna þörf sinni til persónunjósna annan farveg. Hverjir styðja Næstbestaflokkinn til framboðs í kosningunum í vor er trúnaðarmál milli framboðsins og kjörstjórnar Kópavogs og verður það áfram. Það kemur hvorki Sjálfstæðisflokknum né Braga Michaelssyni nokkurn skapaðan hlut við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það er sjálfsagður og lýðræðislegur réttur hvers manns að taka þátt í stjórnmálum. Rétturinn til að bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga er varinn með margvíslegum hætti. Þær hindranir sem frambjóðendur þurfa að yfirstíga eru ekki miklar. Í Kópavogi þurfa framboð að afla sér að lágmarki 80 undirskrifta frá kjósendum sem gefa þar með framboðinu tækifæri til að nýta sér þennan dýrmæta lýðræðisrétt sinn; að taka þátt í stjórn bæjarfélagsins. Þessari undirskrift fylgja engar kvaðir að nokkru leyti. Sjálf atkvæðagreiðslan á kjördag er enn sem komið er leynileg, sem betur fer. Engu að síður eru fjölmargir sem vilja ekki tengjast stjórnmálaflokkum á nokkurn hátt. Sjá þá sem gamaldags, spillta og vinna fyrst og fremst að sérhagsmunum fárra í stað þess að hugsa um hag samfélagsins. Undanfarna daga hafa frambjóðendur Næstbestaflokksins í Kópavogi safnað um 120 undirskriftum frá kjósendum sem staðfesta þar með að þeir styðji okkur til framboðs. Við hétum þessu fólki trúnaði, að þessar upplýsingar kæmu hvergi fram nema hjá kjörstjórn sem myndi síðan eyða þeim að kosningum loknum. Að engin skuldbinding fælist í undirskriftinni og þær yrðu hvergi birtar opinberlega. Að framboð okkar tengdist ekki neinum af starfandi stjórnmálaflokkum. Að frambjóðendur Næstbestaflokksins hefðu engin bein hagsmunatengsl við einstök fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök í bænum. Að við vildum vinna fyrir alla í Kópavogi, en ekki fyrir fáa útvalda.Fyrirgreiðslupólitík Nú hefur það fáheyrða gerst, að umboðsmaður Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, Bragi Michaelsson, óskar eftir því að fá afhenta meðmælendalista allra framboða til kosninganna í vor. Til hvers veit ég ekki. Eina skýringin sem hann gaf var sú að þetta hefði „alltaf verið gert“, sem er auðvitað firra. Stjórnmálaflokkar eru löngu hættir þessum ósið sem er ekkert annað en lágkúrulegar persónunjósnir. Það er nefnilega svo að sumir menn og flokkar telja sig „eiga“ atkvæði kjósenda í bænum og vilja fá að vita hverjir ætli að svíkjast undan merkjum. Þetta eru sömu mennirnir og telja sig eiga Kópavog, að þeir geti gengið í sjóði bæjarins, fengið verkefni, lóðir, djobb og fyrirgreiðslu eins og þeim hentar. Þetta er „gamli tíminn“ sem mætir nútímanum. Fyrirgreiðslupólitíkin sem abbast upp á heilbrigða skynsemi. Umboðsmenn Næstbestaflokksins hafna því alfarið að Sjálfstæðisflokkurinn fái aðgang að meðmælendalistum og upplýsingar um nöfn þeirra 120 íbúa sem þar er að finna. Byggingaverktakinn og skógræktarfrömuðurinn Bragi Michaelsson verður að finna þörf sinni til persónunjósna annan farveg. Hverjir styðja Næstbestaflokkinn til framboðs í kosningunum í vor er trúnaðarmál milli framboðsins og kjörstjórnar Kópavogs og verður það áfram. Það kemur hvorki Sjálfstæðisflokknum né Braga Michaelssyni nokkurn skapaðan hlut við.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun