
Hjúskapur hælisleitenda
„Hjón eru í hvívetna jafnrétthá í hjúskap sínum og bera jafnar skyldur hvort gagnvart öðru og börnum sínum. Þeim ber að sýna hvort öðru trúmennsku, styðja hvort annað og gæta sameiginlegra hagsmuna heimilisins og fjölskyldu.“ (hjúskaparlög 2.gr.)
Þetta ákvæði bendir á hvernig hjúskaparlögin skilja hugtakið hjúskapur. Hjúskapur er ekki brandari eða smábiti af köku. Í hjúskap axlar fólk ábyrgð og ber skyldur sem hjón. En það upplifir líka gleði hjónabandsins og blessun.
Réttindi til hjúskapar eru því mikilvægur þáttur í lífi okkar og ekki síst að njóta hjónalífsins í raun. Við getum rifjað upp hve mikil umræða átti sér stað í þjóðfélaginu þegar um hjúskap samkynhneigðs fólks var að ræða. Og það á að vera það þegar málefnið er svo mikilvægt.
Hver er rökstuðningurinn?
En eru hjúskaparréttindi og hjónalíf hælisleitenda þá öðruvísi en hjónaband okkar „venjulega“ fólksins?
Nú virðast yfirvöld telja að staða lögverndaðs hjúskapar sé lægri en staða Dyflinnarreglugerðarinnar þegar hælisleitandi er aðili málsins og hjúskaparréttindi þeirra séu næstum einskis virði og eigi ekki skilið sérstaka athugun.
Hver er rökstuðningur þess hjá yfirvöldunum? Hver er skilningur þeirra á samræmi milli ákvörðunar um brottvísun maka Íslendinga og annarra borgaralegra réttinda sem allir á Íslandi eiga að njóta?
Brottvísun hælisleitanda sem jafnframt er maki Íslendings er ekki jafneinfalt mál og vísan í „Dyflinnarreglugerð“ eða annar smávandi í hælisumsókn getur réttlætt, að mínu mati.
Ég óska að yfirvöld sýni fram á eigin rökstuðning um málið og biðji þjóðfélagið einnig um sitt álit áður en brottvísun af þessu tagi verður framkvæmd aftur.
Skoðun

Skattur á rafbíla fer í að bjarga íslenskunni
Tómas Kristjánsson skrifar

Palestína er prófsteinninn!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Útskúfunarsinfónían
Nökkvi Dan Elliðason skrifar

Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkreppa 1
Viðar Hreinsson skrifar

Vill Ísland útrýma kynbundnu ofbeldi og afnema alla mismunun gegn konum?
Tatjana Latinovic skrifar

Talsmenn einfaldara skattkerfis og lækkun skatta, koma á fót nýjum og flóknum skatti
Jónas Godsk Rögnvaldsson skrifar

Jarðefnaeldsneyti grefur undan lífskjörum
Simon Stiell skrifar

Gervigreind og hröð og hæg hugsun
Þorsteinn Siglaugsson skrifar

Lögverndað siðleysi
Sigríður María Eyþórsdóttir skrifar

Má barnið þitt segja nei?
Alfa Jóhannsdóttir skrifar

Pláss fyrir 125 farþega í 18 metra Borgarlínuvagni
Ásdís Kristinsdóttir skrifar

Ríkisstjórnin kastar 5 þúsund heimilum út úr vaxtabótakerfinu
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Vettvangur lyginnar, Réttlæti hins sterka
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Ertu sekur um að verða 67 ára?
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Úrræði fyrir þolendur á landsbyggðinni
Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – grundvöllur farsællar framtíðar
Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar

Gjörðir okkar hafa veruleg áhrif á tilfinningar okkar
Ingrid Kuhlman skrifar

Hvers vegna eru biðlistar í fangelsi?
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Frelsi leikskólanna
Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Tilraun um stefnubreytingu í leikskólamálum
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Sjúkraþyrlur
Atli Már Markússon skrifar

Passaðu púlsinn í desember
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Birgir Þórarinsson dragi ummæli sín til baka
Gunnar Waage skrifar

Til stjórnar Breiðabliks
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Að styðja ástvin með ADHD: Ráð fyrir fjölskyldur
Steindór Þórarinsson skrifar

Nektardansstaðirnir og mansal
Drífa Snædal skrifar

Mikilvægi öryggis, tengsla og tilfinninga - opið bréf til ráðherra
Valgerður H. Bjarnadóttir skrifar

Lilja Alfreðsdóttir úti á túni með seðlabankastjóra
Örn Karlsson skrifar

Húsagi – Húsreglur
Sigurður Helgi Guðjónsson skrifar

Þjóðarmorð í beinni útsendingu
Urður Hákonardóttir skrifar