Hjúskapur hælisleitenda Toshiki Toma skrifar 14. maí 2014 00:00 Samkvæmt fréttum í fjölmiðlunum þann 8. maí og 12. maí hafa tveir hælisleitendur sem báðir eru makar Íslendinga fengið tilkynningu um að þeim sé vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og hefur öðrum þeirra þegar verið vísað úr landi. „Hjón eru í hvívetna jafnrétthá í hjúskap sínum og bera jafnar skyldur hvort gagnvart öðru og börnum sínum. Þeim ber að sýna hvort öðru trúmennsku, styðja hvort annað og gæta sameiginlegra hagsmuna heimilisins og fjölskyldu.“ (hjúskaparlög 2.gr.) Þetta ákvæði bendir á hvernig hjúskaparlögin skilja hugtakið hjúskapur. Hjúskapur er ekki brandari eða smábiti af köku. Í hjúskap axlar fólk ábyrgð og ber skyldur sem hjón. En það upplifir líka gleði hjónabandsins og blessun. Réttindi til hjúskapar eru því mikilvægur þáttur í lífi okkar og ekki síst að njóta hjónalífsins í raun. Við getum rifjað upp hve mikil umræða átti sér stað í þjóðfélaginu þegar um hjúskap samkynhneigðs fólks var að ræða. Og það á að vera það þegar málefnið er svo mikilvægt.Hver er rökstuðningurinn? En eru hjúskaparréttindi og hjónalíf hælisleitenda þá öðruvísi en hjónaband okkar „venjulega“ fólksins? Nú virðast yfirvöld telja að staða lögverndaðs hjúskapar sé lægri en staða Dyflinnarreglugerðarinnar þegar hælisleitandi er aðili málsins og hjúskaparréttindi þeirra séu næstum einskis virði og eigi ekki skilið sérstaka athugun. Hver er rökstuðningur þess hjá yfirvöldunum? Hver er skilningur þeirra á samræmi milli ákvörðunar um brottvísun maka Íslendinga og annarra borgaralegra réttinda sem allir á Íslandi eiga að njóta? Brottvísun hælisleitanda sem jafnframt er maki Íslendings er ekki jafneinfalt mál og vísan í „Dyflinnarreglugerð“ eða annar smávandi í hælisumsókn getur réttlætt, að mínu mati. Ég óska að yfirvöld sýni fram á eigin rökstuðning um málið og biðji þjóðfélagið einnig um sitt álit áður en brottvísun af þessu tagi verður framkvæmd aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt fréttum í fjölmiðlunum þann 8. maí og 12. maí hafa tveir hælisleitendur sem báðir eru makar Íslendinga fengið tilkynningu um að þeim sé vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og hefur öðrum þeirra þegar verið vísað úr landi. „Hjón eru í hvívetna jafnrétthá í hjúskap sínum og bera jafnar skyldur hvort gagnvart öðru og börnum sínum. Þeim ber að sýna hvort öðru trúmennsku, styðja hvort annað og gæta sameiginlegra hagsmuna heimilisins og fjölskyldu.“ (hjúskaparlög 2.gr.) Þetta ákvæði bendir á hvernig hjúskaparlögin skilja hugtakið hjúskapur. Hjúskapur er ekki brandari eða smábiti af köku. Í hjúskap axlar fólk ábyrgð og ber skyldur sem hjón. En það upplifir líka gleði hjónabandsins og blessun. Réttindi til hjúskapar eru því mikilvægur þáttur í lífi okkar og ekki síst að njóta hjónalífsins í raun. Við getum rifjað upp hve mikil umræða átti sér stað í þjóðfélaginu þegar um hjúskap samkynhneigðs fólks var að ræða. Og það á að vera það þegar málefnið er svo mikilvægt.Hver er rökstuðningurinn? En eru hjúskaparréttindi og hjónalíf hælisleitenda þá öðruvísi en hjónaband okkar „venjulega“ fólksins? Nú virðast yfirvöld telja að staða lögverndaðs hjúskapar sé lægri en staða Dyflinnarreglugerðarinnar þegar hælisleitandi er aðili málsins og hjúskaparréttindi þeirra séu næstum einskis virði og eigi ekki skilið sérstaka athugun. Hver er rökstuðningur þess hjá yfirvöldunum? Hver er skilningur þeirra á samræmi milli ákvörðunar um brottvísun maka Íslendinga og annarra borgaralegra réttinda sem allir á Íslandi eiga að njóta? Brottvísun hælisleitanda sem jafnframt er maki Íslendings er ekki jafneinfalt mál og vísan í „Dyflinnarreglugerð“ eða annar smávandi í hælisumsókn getur réttlætt, að mínu mati. Ég óska að yfirvöld sýni fram á eigin rökstuðning um málið og biðji þjóðfélagið einnig um sitt álit áður en brottvísun af þessu tagi verður framkvæmd aftur.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun