Ríkið, kirkjan, mannréttindi og jarðir Valgarður Guðjónsson skrifar 9. maí 2014 07:00 Hjalti Hugason prófessor skrifar í Fréttablaðið 30. apríl og hvetur til umræðu um tengsl ríkis og kirkju, í framhaldi af ummælum Árna Páls, leiðara Ólafs í Fréttablaðinu fyrir páska og grein minni frá 23. apríl í sama blaði. Gott mál. Hjalti talar um „sýndarrök“ og „staðhæfulitlar fullyrðingar“ og nefnir tvö atriði í grein minni án þess kannski að saka mig beinum orðum um þetta. Það er rétt að ég hefði mátt að fjalla ítarlegar um fullyrðingar mínar, en greinin var orðin nokkuð löng og ég hef áður skýrt þetta ítarlega. Hjalti ræðir fullyrðingu mína um að núverandi fyrirkomulag ríkisrekinnar kirkju á Íslandi standist ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu og dóma Mannréttindadómstólsins. Hjalti segir nýlega dóma styðja núverandi fyrirkomulag. Hjalti nefnir þó, merkilegt nokk, reyndar sjálfur engin dæmi til að styðja sína fullyrðingu. Skýrasti dómurinn er væntanlega í máli Darby gegn sænska ríkinu. Þar hafnaði Mannréttindadómstóllinn vissulega kröfu Darby. En forsendur fyrir þeirri höfnun voru að Darby átti kost á því að lækka gjöld sín til sænska ríkisins með því að segja sig úr viðkomandi kirkju. Þetta er ekki hægt á Íslandi og því nokkuð augljóst að fyrirkomulagið hér stenst ekki Mannréttindasáttmálann. Það er kannski rétt að fá hreinan úrskurð frá Mannréttindadómstólnum varðandi fyrirkomulagið hér á Íslandi. En ég var nú að vonast til að þetta væri nægilega augljóst til að við getum komist að niðurstöðu án þess.Í eigu allra landsmanna Hin fullyrðing mín sem Hjalti dregur í efa er að enginn viti hvaða jarðir tilheyra samningi ríkis og kirkju frá 1997. Hjalti segir skjalfest að þetta sé til, en aftur vantar upplýsingar frá Hjalta um hvar þetta er skjalfest! Svavar Kjarval sendi fjármálaráðuneytinu fyrirspurn fyrir rúmu ári um hvaða jarðir þetta væru. Svarið frá ráðuneytinu var ekki flókið (http://www.kjarrval.is/safn/548): „Við leit í skjalasafni ráðuneytisins fannst ekki yfirlit frá þessum tíma yfir þessar kirkjujarðir sem urðu eftir hjá ríkinu. Enginn listi fannst í málaskrá fjármála- og efnahagsráðuneytisins yfir þær jarðir og kirkjueignir sem íslenska ríkið fékk við samning sinn við Þjóðkirkjuna sem undirritaður var 10. janúar 1997. Ekki er því hægt að skoða tilteknar eignir eða jarðir, hvorki verðmæti þeirra né hvort útbúið hafi verið sérstakt afsal frá Þjóðkirkjunni til Ríkissjóðs Íslands.“ En ef Hjalti getur bent á lista yfir þessar jarðir þá má fara að velta fyrir sér hversu mikils virði þær eru, hvaða tekjur ríkissjóður hefur af þeim og jafnvel hvernig kirkjan eignaðist þær. Það gleymist nefnilega gjarnan að kirkjan náði þessum eignum þegar ekki var trúfrelsi og því eignirnar upphaflega í eigu allra landsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Hjalti Hugason prófessor skrifar í Fréttablaðið 30. apríl og hvetur til umræðu um tengsl ríkis og kirkju, í framhaldi af ummælum Árna Páls, leiðara Ólafs í Fréttablaðinu fyrir páska og grein minni frá 23. apríl í sama blaði. Gott mál. Hjalti talar um „sýndarrök“ og „staðhæfulitlar fullyrðingar“ og nefnir tvö atriði í grein minni án þess kannski að saka mig beinum orðum um þetta. Það er rétt að ég hefði mátt að fjalla ítarlegar um fullyrðingar mínar, en greinin var orðin nokkuð löng og ég hef áður skýrt þetta ítarlega. Hjalti ræðir fullyrðingu mína um að núverandi fyrirkomulag ríkisrekinnar kirkju á Íslandi standist ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu og dóma Mannréttindadómstólsins. Hjalti segir nýlega dóma styðja núverandi fyrirkomulag. Hjalti nefnir þó, merkilegt nokk, reyndar sjálfur engin dæmi til að styðja sína fullyrðingu. Skýrasti dómurinn er væntanlega í máli Darby gegn sænska ríkinu. Þar hafnaði Mannréttindadómstóllinn vissulega kröfu Darby. En forsendur fyrir þeirri höfnun voru að Darby átti kost á því að lækka gjöld sín til sænska ríkisins með því að segja sig úr viðkomandi kirkju. Þetta er ekki hægt á Íslandi og því nokkuð augljóst að fyrirkomulagið hér stenst ekki Mannréttindasáttmálann. Það er kannski rétt að fá hreinan úrskurð frá Mannréttindadómstólnum varðandi fyrirkomulagið hér á Íslandi. En ég var nú að vonast til að þetta væri nægilega augljóst til að við getum komist að niðurstöðu án þess.Í eigu allra landsmanna Hin fullyrðing mín sem Hjalti dregur í efa er að enginn viti hvaða jarðir tilheyra samningi ríkis og kirkju frá 1997. Hjalti segir skjalfest að þetta sé til, en aftur vantar upplýsingar frá Hjalta um hvar þetta er skjalfest! Svavar Kjarval sendi fjármálaráðuneytinu fyrirspurn fyrir rúmu ári um hvaða jarðir þetta væru. Svarið frá ráðuneytinu var ekki flókið (http://www.kjarrval.is/safn/548): „Við leit í skjalasafni ráðuneytisins fannst ekki yfirlit frá þessum tíma yfir þessar kirkjujarðir sem urðu eftir hjá ríkinu. Enginn listi fannst í málaskrá fjármála- og efnahagsráðuneytisins yfir þær jarðir og kirkjueignir sem íslenska ríkið fékk við samning sinn við Þjóðkirkjuna sem undirritaður var 10. janúar 1997. Ekki er því hægt að skoða tilteknar eignir eða jarðir, hvorki verðmæti þeirra né hvort útbúið hafi verið sérstakt afsal frá Þjóðkirkjunni til Ríkissjóðs Íslands.“ En ef Hjalti getur bent á lista yfir þessar jarðir þá má fara að velta fyrir sér hversu mikils virði þær eru, hvaða tekjur ríkissjóður hefur af þeim og jafnvel hvernig kirkjan eignaðist þær. Það gleymist nefnilega gjarnan að kirkjan náði þessum eignum þegar ekki var trúfrelsi og því eignirnar upphaflega í eigu allra landsmanna.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun