Ríkið, kirkjan, mannréttindi og jarðir Valgarður Guðjónsson skrifar 9. maí 2014 07:00 Hjalti Hugason prófessor skrifar í Fréttablaðið 30. apríl og hvetur til umræðu um tengsl ríkis og kirkju, í framhaldi af ummælum Árna Páls, leiðara Ólafs í Fréttablaðinu fyrir páska og grein minni frá 23. apríl í sama blaði. Gott mál. Hjalti talar um „sýndarrök“ og „staðhæfulitlar fullyrðingar“ og nefnir tvö atriði í grein minni án þess kannski að saka mig beinum orðum um þetta. Það er rétt að ég hefði mátt að fjalla ítarlegar um fullyrðingar mínar, en greinin var orðin nokkuð löng og ég hef áður skýrt þetta ítarlega. Hjalti ræðir fullyrðingu mína um að núverandi fyrirkomulag ríkisrekinnar kirkju á Íslandi standist ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu og dóma Mannréttindadómstólsins. Hjalti segir nýlega dóma styðja núverandi fyrirkomulag. Hjalti nefnir þó, merkilegt nokk, reyndar sjálfur engin dæmi til að styðja sína fullyrðingu. Skýrasti dómurinn er væntanlega í máli Darby gegn sænska ríkinu. Þar hafnaði Mannréttindadómstóllinn vissulega kröfu Darby. En forsendur fyrir þeirri höfnun voru að Darby átti kost á því að lækka gjöld sín til sænska ríkisins með því að segja sig úr viðkomandi kirkju. Þetta er ekki hægt á Íslandi og því nokkuð augljóst að fyrirkomulagið hér stenst ekki Mannréttindasáttmálann. Það er kannski rétt að fá hreinan úrskurð frá Mannréttindadómstólnum varðandi fyrirkomulagið hér á Íslandi. En ég var nú að vonast til að þetta væri nægilega augljóst til að við getum komist að niðurstöðu án þess.Í eigu allra landsmanna Hin fullyrðing mín sem Hjalti dregur í efa er að enginn viti hvaða jarðir tilheyra samningi ríkis og kirkju frá 1997. Hjalti segir skjalfest að þetta sé til, en aftur vantar upplýsingar frá Hjalta um hvar þetta er skjalfest! Svavar Kjarval sendi fjármálaráðuneytinu fyrirspurn fyrir rúmu ári um hvaða jarðir þetta væru. Svarið frá ráðuneytinu var ekki flókið (http://www.kjarrval.is/safn/548): „Við leit í skjalasafni ráðuneytisins fannst ekki yfirlit frá þessum tíma yfir þessar kirkjujarðir sem urðu eftir hjá ríkinu. Enginn listi fannst í málaskrá fjármála- og efnahagsráðuneytisins yfir þær jarðir og kirkjueignir sem íslenska ríkið fékk við samning sinn við Þjóðkirkjuna sem undirritaður var 10. janúar 1997. Ekki er því hægt að skoða tilteknar eignir eða jarðir, hvorki verðmæti þeirra né hvort útbúið hafi verið sérstakt afsal frá Þjóðkirkjunni til Ríkissjóðs Íslands.“ En ef Hjalti getur bent á lista yfir þessar jarðir þá má fara að velta fyrir sér hversu mikils virði þær eru, hvaða tekjur ríkissjóður hefur af þeim og jafnvel hvernig kirkjan eignaðist þær. Það gleymist nefnilega gjarnan að kirkjan náði þessum eignum þegar ekki var trúfrelsi og því eignirnar upphaflega í eigu allra landsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Hjalti Hugason prófessor skrifar í Fréttablaðið 30. apríl og hvetur til umræðu um tengsl ríkis og kirkju, í framhaldi af ummælum Árna Páls, leiðara Ólafs í Fréttablaðinu fyrir páska og grein minni frá 23. apríl í sama blaði. Gott mál. Hjalti talar um „sýndarrök“ og „staðhæfulitlar fullyrðingar“ og nefnir tvö atriði í grein minni án þess kannski að saka mig beinum orðum um þetta. Það er rétt að ég hefði mátt að fjalla ítarlegar um fullyrðingar mínar, en greinin var orðin nokkuð löng og ég hef áður skýrt þetta ítarlega. Hjalti ræðir fullyrðingu mína um að núverandi fyrirkomulag ríkisrekinnar kirkju á Íslandi standist ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu og dóma Mannréttindadómstólsins. Hjalti segir nýlega dóma styðja núverandi fyrirkomulag. Hjalti nefnir þó, merkilegt nokk, reyndar sjálfur engin dæmi til að styðja sína fullyrðingu. Skýrasti dómurinn er væntanlega í máli Darby gegn sænska ríkinu. Þar hafnaði Mannréttindadómstóllinn vissulega kröfu Darby. En forsendur fyrir þeirri höfnun voru að Darby átti kost á því að lækka gjöld sín til sænska ríkisins með því að segja sig úr viðkomandi kirkju. Þetta er ekki hægt á Íslandi og því nokkuð augljóst að fyrirkomulagið hér stenst ekki Mannréttindasáttmálann. Það er kannski rétt að fá hreinan úrskurð frá Mannréttindadómstólnum varðandi fyrirkomulagið hér á Íslandi. En ég var nú að vonast til að þetta væri nægilega augljóst til að við getum komist að niðurstöðu án þess.Í eigu allra landsmanna Hin fullyrðing mín sem Hjalti dregur í efa er að enginn viti hvaða jarðir tilheyra samningi ríkis og kirkju frá 1997. Hjalti segir skjalfest að þetta sé til, en aftur vantar upplýsingar frá Hjalta um hvar þetta er skjalfest! Svavar Kjarval sendi fjármálaráðuneytinu fyrirspurn fyrir rúmu ári um hvaða jarðir þetta væru. Svarið frá ráðuneytinu var ekki flókið (http://www.kjarrval.is/safn/548): „Við leit í skjalasafni ráðuneytisins fannst ekki yfirlit frá þessum tíma yfir þessar kirkjujarðir sem urðu eftir hjá ríkinu. Enginn listi fannst í málaskrá fjármála- og efnahagsráðuneytisins yfir þær jarðir og kirkjueignir sem íslenska ríkið fékk við samning sinn við Þjóðkirkjuna sem undirritaður var 10. janúar 1997. Ekki er því hægt að skoða tilteknar eignir eða jarðir, hvorki verðmæti þeirra né hvort útbúið hafi verið sérstakt afsal frá Þjóðkirkjunni til Ríkissjóðs Íslands.“ En ef Hjalti getur bent á lista yfir þessar jarðir þá má fara að velta fyrir sér hversu mikils virði þær eru, hvaða tekjur ríkissjóður hefur af þeim og jafnvel hvernig kirkjan eignaðist þær. Það gleymist nefnilega gjarnan að kirkjan náði þessum eignum þegar ekki var trúfrelsi og því eignirnar upphaflega í eigu allra landsmanna.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar