Ógnvekjandi eigin kostnaður vegna göngudeildarþjónustu Ólafur Ólafsson og Lýður Árnason og Gunnar Alexander Ólafsson skrifa 1. maí 2014 07:00 Margar kannanir hafa leitt í ljós að gæði heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi eru eins og best gerist í nágrannalöndum. Grundvallaratriði er að allir hafi gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Því miður virðist svo ekki vera hér á landi. Mörg dæmi hafa borist, meðal annars í fjölmiðlum, um að kostnaður við heilbrigðisþjónustu hafi snaraukist. Vitað er um sjúklinga sem greitt hafa að minnsta kosti milljón krónur á ári fyrir heilbrigðisþjónustu. Annars staðar á Norðurlöndum, þar sem þjónustan er byggð upp á svipuðu róli og hér, hafa verið settar reglur um hámarkskostnað í heilbrigðisþjónustu. Sem dæmi má nefna að í Svíþjóð er kostnaður yfir 12 mánaða tímabil um 1.100 SEK (18.800 ISK) fyrir heilbrigðisþjónustu og 2.200 SEK (37.500 ISK) fyrir lyf. Á Íslandi er ekkert hámarksþak fyrir kostnað vegna heilbrigðisþjónustu, en hægt er að fá afsláttarkort þegar kostnaður fer yfir 32.300 á almanaksári.Flóknar gjaldskrár Hins vegar er hámarksþak á kostnað vegna lyfja á Íslandi og liggur það við 69.000 krónur. Þegar fólk hefur náð þessari upphæð vegna lyfja á ári, greiðir það ekki meir á 12 mánaða tímabili. Öryrkjar og aldraðir greiða lægri upphæðir. Til viðbótar þessu verður að geta þess að gjaldskrár í heilbrigðisþjónustunni eru flóknar og ógegnsæjar, til dæmis í göngudeildarþjónustu. Í skýrslu sem gerð var fyrir Krabbameinsfélagið haustið 2013 kom fram að heildarkostnaður heilbrigðiskerfisins á Íslandi árið 2012 var um 150 milljarðar króna. Þar af borgaði hið opinbera 120 milljarða og einstaklingar borguðu um 30 milljarða fyrir heilbrigðisþjónustu (lyf þ.m.t.) árið 2012. Þetta þýðir á mannamáli að ef þeim kostnaði yrði deilt niður á hvert mannsbarn á Íslandi, þyrfti hver og einn að borga 95.000 krónur á ári úr eigin vasa fyrir heilbrigðisþjónustu og lyf. Að ofan var nefnt dæmi um að sjúklingar hafi þurft að greiða allt að milljón á ári fyrir göngudeildarþjónustu. Þessi kostnaður er að okkar mati óásættanlegur, ekki síst í ljósi þess að um er að ræða langveikt fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Margar kannanir hafa leitt í ljós að gæði heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi eru eins og best gerist í nágrannalöndum. Grundvallaratriði er að allir hafi gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Því miður virðist svo ekki vera hér á landi. Mörg dæmi hafa borist, meðal annars í fjölmiðlum, um að kostnaður við heilbrigðisþjónustu hafi snaraukist. Vitað er um sjúklinga sem greitt hafa að minnsta kosti milljón krónur á ári fyrir heilbrigðisþjónustu. Annars staðar á Norðurlöndum, þar sem þjónustan er byggð upp á svipuðu róli og hér, hafa verið settar reglur um hámarkskostnað í heilbrigðisþjónustu. Sem dæmi má nefna að í Svíþjóð er kostnaður yfir 12 mánaða tímabil um 1.100 SEK (18.800 ISK) fyrir heilbrigðisþjónustu og 2.200 SEK (37.500 ISK) fyrir lyf. Á Íslandi er ekkert hámarksþak fyrir kostnað vegna heilbrigðisþjónustu, en hægt er að fá afsláttarkort þegar kostnaður fer yfir 32.300 á almanaksári.Flóknar gjaldskrár Hins vegar er hámarksþak á kostnað vegna lyfja á Íslandi og liggur það við 69.000 krónur. Þegar fólk hefur náð þessari upphæð vegna lyfja á ári, greiðir það ekki meir á 12 mánaða tímabili. Öryrkjar og aldraðir greiða lægri upphæðir. Til viðbótar þessu verður að geta þess að gjaldskrár í heilbrigðisþjónustunni eru flóknar og ógegnsæjar, til dæmis í göngudeildarþjónustu. Í skýrslu sem gerð var fyrir Krabbameinsfélagið haustið 2013 kom fram að heildarkostnaður heilbrigðiskerfisins á Íslandi árið 2012 var um 150 milljarðar króna. Þar af borgaði hið opinbera 120 milljarða og einstaklingar borguðu um 30 milljarða fyrir heilbrigðisþjónustu (lyf þ.m.t.) árið 2012. Þetta þýðir á mannamáli að ef þeim kostnaði yrði deilt niður á hvert mannsbarn á Íslandi, þyrfti hver og einn að borga 95.000 krónur á ári úr eigin vasa fyrir heilbrigðisþjónustu og lyf. Að ofan var nefnt dæmi um að sjúklingar hafi þurft að greiða allt að milljón á ári fyrir göngudeildarþjónustu. Þessi kostnaður er að okkar mati óásættanlegur, ekki síst í ljósi þess að um er að ræða langveikt fólk.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar