Markaðurinn hefur brugðist Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 1. maí 2014 07:00 Það dylst engum að ein helsta ástæðan fyrir núverandi vanda á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík er sú ofuráhersla sem lögð hefur verið á séreignarstefnuna. Afleiðing hennar er meðal annars að leigumarkaðurinn í borginni hefur verið mjög vanþróaður, sem birtist til dæmis í því að hér skortir hefð fyrir leigufélögum sem bjóða langtímaleigu á hagstæðum kjörum. Fyrir vikið einkennist leigumarkaðurinn af óöryggi, óstöðugleika og allt of hárri húsaleigu. Þetta er hvorki gott né heilbrigt og er ein helsta ástæða þess að 17,9% þeirra sem eru í leiguhúsnæði búa við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað, samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar.Reynslan er ekki góð Reynslan hefur sýnt að „markaðurinn“ virðist ekki geta leyst þetta vandamál, og því þurfum við að nálgast vandann úr nýjum áttum og á félagslegum forsendum. Hluti af lausninni er húsnæðissamvinnufélög, sem rekin eru í þágu almennings og bjóða öruggt leigu- og kaupleiguhúsnæði fyrir einstaklinga og fjölskyldur á sanngjörnum kjörum. Þau gætu orðið mikilvæg viðbót við það sem nú býðst á íslenskum húsnæðismarkaði. Mikið hefur verið talað en minna hefur verið gert. Ljóst er að það þarf sameiginlegt átak ríkis, sveitarfélaga, leigufélaga, lífeyrissjóða og lánastofnana til að hugmyndir um stórfellda uppbyggingu leigumarkaðar geti orðið að veruleika.Engan pilsfaldakapítalisma Markaðurinn hefur ekki svör við öllum þeim vanda sem blasir við íslensku samfélagi. Í stað þess að borgin byði einkaaðilum lóðir til uppbyggingar leigufélaga á útsöluprís – og tryggði þannig hagnað verktaka og fasteignafélaga á kostnað almennings – ætti borgin að setja hagsmuni íbúanna í forgang. Reykjavíkurborg getur orðið hluthafi í nýjum leigufélögum gegn því að úthluta ákveðnu hlutfalli félagslegra íbúða inn í félögin. Þannig mætti vinna bug á biðlistum eftir félagslegu húsnæði og tryggja félagslega blöndun byggðar.Félagslegar lausnir En til þess að þessar hugmyndir geti orðið að veruleika þarf áframhaldandi aðkomu Vinstri grænna. Við höfum kjark og þor til að hugsa út fyrir rammann og tryggja það að uppbygging leigumarkaðar verði á félagslegum forsendum í formi húsnæðissamvinnufélaga og búseturéttaríbúða. Það er margsannað að ofuráhersla íslenskra stjórnvalda á séreignarkerfið er löngu úr sér gengin. Með sameiginlegu átaki getum við leyst þann húsnæðisvanda sem nú blasir við í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Það dylst engum að ein helsta ástæðan fyrir núverandi vanda á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík er sú ofuráhersla sem lögð hefur verið á séreignarstefnuna. Afleiðing hennar er meðal annars að leigumarkaðurinn í borginni hefur verið mjög vanþróaður, sem birtist til dæmis í því að hér skortir hefð fyrir leigufélögum sem bjóða langtímaleigu á hagstæðum kjörum. Fyrir vikið einkennist leigumarkaðurinn af óöryggi, óstöðugleika og allt of hárri húsaleigu. Þetta er hvorki gott né heilbrigt og er ein helsta ástæða þess að 17,9% þeirra sem eru í leiguhúsnæði búa við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað, samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar.Reynslan er ekki góð Reynslan hefur sýnt að „markaðurinn“ virðist ekki geta leyst þetta vandamál, og því þurfum við að nálgast vandann úr nýjum áttum og á félagslegum forsendum. Hluti af lausninni er húsnæðissamvinnufélög, sem rekin eru í þágu almennings og bjóða öruggt leigu- og kaupleiguhúsnæði fyrir einstaklinga og fjölskyldur á sanngjörnum kjörum. Þau gætu orðið mikilvæg viðbót við það sem nú býðst á íslenskum húsnæðismarkaði. Mikið hefur verið talað en minna hefur verið gert. Ljóst er að það þarf sameiginlegt átak ríkis, sveitarfélaga, leigufélaga, lífeyrissjóða og lánastofnana til að hugmyndir um stórfellda uppbyggingu leigumarkaðar geti orðið að veruleika.Engan pilsfaldakapítalisma Markaðurinn hefur ekki svör við öllum þeim vanda sem blasir við íslensku samfélagi. Í stað þess að borgin byði einkaaðilum lóðir til uppbyggingar leigufélaga á útsöluprís – og tryggði þannig hagnað verktaka og fasteignafélaga á kostnað almennings – ætti borgin að setja hagsmuni íbúanna í forgang. Reykjavíkurborg getur orðið hluthafi í nýjum leigufélögum gegn því að úthluta ákveðnu hlutfalli félagslegra íbúða inn í félögin. Þannig mætti vinna bug á biðlistum eftir félagslegu húsnæði og tryggja félagslega blöndun byggðar.Félagslegar lausnir En til þess að þessar hugmyndir geti orðið að veruleika þarf áframhaldandi aðkomu Vinstri grænna. Við höfum kjark og þor til að hugsa út fyrir rammann og tryggja það að uppbygging leigumarkaðar verði á félagslegum forsendum í formi húsnæðissamvinnufélaga og búseturéttaríbúða. Það er margsannað að ofuráhersla íslenskra stjórnvalda á séreignarkerfið er löngu úr sér gengin. Með sameiginlegu átaki getum við leyst þann húsnæðisvanda sem nú blasir við í borginni.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun