Áskorun til neytenda Gunnar Geir Pétursson skrifar 30. apríl 2014 07:00 Í Fréttablaðinu 20. mars síðastliðinn segir Elín Hirst frá því að Matfugl hafi boðið sér í heimsókn í kjúklingaverksmiðju á Kjalarnesi en áður hafði hún skrifað í sama blað grein sem hét „Áskorun til kjúklingabænda“. Það er jákvætt að heyra að í þessari tilteknu verksmiðju sé aðbúnaður dýranna eins og lög gera ráð fyrir, því það er ekki sjálfgefið, en auðvitað má reikna með að Matfugl hafi skartað sínu fegursta fyrir heimsókn þingmannsins. En jafnvel þótt Matfugl væri með eina fyrirmyndarverksmiðju skiptir það litlu máli fyrir neytandann því kjötinu fylgja ekki upprunamerkingar og því veit neytandinn ekki úr hvaða verksmiðju fuglinn kemur. Það má reyna að setja sig í spor dýra sem læst eru inni í verksmiðjum alla sína tíð við aðstæður sem eiga ekkert skylt við það náttúrulega umhverfi sem dýr hafa þróast í. Þótt „lýsing sé tempruð eftir því hvaða tími sólarhringsins er“ kemur hún ekki í stað sólarinnar sem dýrin fá aldrei að upplifa á sinni stuttu ævi, nema þá kannski þegar þau eru flutt við gríðarleg þrengsli í sláturhúsið, stundum beinbrotin ef eitthvað er að marka lýsingar nokkurra starfsmanna. Þótt Elínu þyki „loftskipti góð“ og „aðgengi að mat“ gott, munu þessi dýr aldrei upplifa andvara á sumardegi né heldur munu þau finna lykt af neinu öðru en því sem finna má í verksmiðjunni. Að auki munu þessi dýr aldrei geta valið sér annað en það tilbúna fóður sem þeim er skammtað, sem er valið til þess að hafa vaxtarhraða dýranna (óhugnanlega) mikinn, en kjúklingur nær sláturstærð á aðeins fimm vikum á Íslandi. Ljóst má vera að fáir myndu vilja hafa gæludýr sitt í svipuðu umhverfi.Alvarlegar athugasemdir Vel má vera að kjúklingaverksmiðjur hér á landi séu hreinlegri en gengur og gerist í Evrópu. Þrátt fyrir það er að finna alvarlegar athugasemdir dýralækna í hverri einustu starfsskýrslu Matvælastofnunar frá árinu 2008 vegna ástands kjúklinga. Hér fylgja nokkur dæmi: „…áberandi breytingar á fótum vegna bleytu á gólfum í eldishúsum…“, „…fuglarnir voru mjög marðir, fæturnir voru með mikinn dritbruna…“ „…misdjúpra sára vegna dritbruna undir fótum kjúklinga…“, „…illa meðferð fugla við tínslu og í flutningi vegna of mikilla þrengsla…“ Því ber að fagna að loksins er von á íslenskum velferðarkjúklingi. Samkvæmt nýlegum fréttum stefnir sprotafyrirtækið Litla gula hænan á að hefja sölu á velferðarkjúklingi í sumar. Vistvænu kjúklingarnir munu hafa frjálsan aðgang að útisvæði þegar veður leyfir en auk þess hafa meira rými en þeir sem fastir eru í verksmiðjunum. Í flestum stærri búðum er nú þegar hægt að kaupa lífrænan kjúkling, innfluttan frá Danmörku. Samtökin Velbú, sem beita sér fyrir velferð búfjár, vilja gagnsætt framleiðsluferli dýraafurða. Við hvetjum fleiri bú, verksmiðjur og sláturhús til að opna dyr sínar fyrir almenningi, svo þeir sem vilja geti kynnt sér ferlið sem liggur að baki matnum á diskinum. Við í Velbú þiggjum boð frá framleiðendum sem hafa ekkert að fela. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 20. mars síðastliðinn segir Elín Hirst frá því að Matfugl hafi boðið sér í heimsókn í kjúklingaverksmiðju á Kjalarnesi en áður hafði hún skrifað í sama blað grein sem hét „Áskorun til kjúklingabænda“. Það er jákvætt að heyra að í þessari tilteknu verksmiðju sé aðbúnaður dýranna eins og lög gera ráð fyrir, því það er ekki sjálfgefið, en auðvitað má reikna með að Matfugl hafi skartað sínu fegursta fyrir heimsókn þingmannsins. En jafnvel þótt Matfugl væri með eina fyrirmyndarverksmiðju skiptir það litlu máli fyrir neytandann því kjötinu fylgja ekki upprunamerkingar og því veit neytandinn ekki úr hvaða verksmiðju fuglinn kemur. Það má reyna að setja sig í spor dýra sem læst eru inni í verksmiðjum alla sína tíð við aðstæður sem eiga ekkert skylt við það náttúrulega umhverfi sem dýr hafa þróast í. Þótt „lýsing sé tempruð eftir því hvaða tími sólarhringsins er“ kemur hún ekki í stað sólarinnar sem dýrin fá aldrei að upplifa á sinni stuttu ævi, nema þá kannski þegar þau eru flutt við gríðarleg þrengsli í sláturhúsið, stundum beinbrotin ef eitthvað er að marka lýsingar nokkurra starfsmanna. Þótt Elínu þyki „loftskipti góð“ og „aðgengi að mat“ gott, munu þessi dýr aldrei upplifa andvara á sumardegi né heldur munu þau finna lykt af neinu öðru en því sem finna má í verksmiðjunni. Að auki munu þessi dýr aldrei geta valið sér annað en það tilbúna fóður sem þeim er skammtað, sem er valið til þess að hafa vaxtarhraða dýranna (óhugnanlega) mikinn, en kjúklingur nær sláturstærð á aðeins fimm vikum á Íslandi. Ljóst má vera að fáir myndu vilja hafa gæludýr sitt í svipuðu umhverfi.Alvarlegar athugasemdir Vel má vera að kjúklingaverksmiðjur hér á landi séu hreinlegri en gengur og gerist í Evrópu. Þrátt fyrir það er að finna alvarlegar athugasemdir dýralækna í hverri einustu starfsskýrslu Matvælastofnunar frá árinu 2008 vegna ástands kjúklinga. Hér fylgja nokkur dæmi: „…áberandi breytingar á fótum vegna bleytu á gólfum í eldishúsum…“, „…fuglarnir voru mjög marðir, fæturnir voru með mikinn dritbruna…“ „…misdjúpra sára vegna dritbruna undir fótum kjúklinga…“, „…illa meðferð fugla við tínslu og í flutningi vegna of mikilla þrengsla…“ Því ber að fagna að loksins er von á íslenskum velferðarkjúklingi. Samkvæmt nýlegum fréttum stefnir sprotafyrirtækið Litla gula hænan á að hefja sölu á velferðarkjúklingi í sumar. Vistvænu kjúklingarnir munu hafa frjálsan aðgang að útisvæði þegar veður leyfir en auk þess hafa meira rými en þeir sem fastir eru í verksmiðjunum. Í flestum stærri búðum er nú þegar hægt að kaupa lífrænan kjúkling, innfluttan frá Danmörku. Samtökin Velbú, sem beita sér fyrir velferð búfjár, vilja gagnsætt framleiðsluferli dýraafurða. Við hvetjum fleiri bú, verksmiðjur og sláturhús til að opna dyr sínar fyrir almenningi, svo þeir sem vilja geti kynnt sér ferlið sem liggur að baki matnum á diskinum. Við í Velbú þiggjum boð frá framleiðendum sem hafa ekkert að fela.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun