Áskorun til neytenda Gunnar Geir Pétursson skrifar 30. apríl 2014 07:00 Í Fréttablaðinu 20. mars síðastliðinn segir Elín Hirst frá því að Matfugl hafi boðið sér í heimsókn í kjúklingaverksmiðju á Kjalarnesi en áður hafði hún skrifað í sama blað grein sem hét „Áskorun til kjúklingabænda“. Það er jákvætt að heyra að í þessari tilteknu verksmiðju sé aðbúnaður dýranna eins og lög gera ráð fyrir, því það er ekki sjálfgefið, en auðvitað má reikna með að Matfugl hafi skartað sínu fegursta fyrir heimsókn þingmannsins. En jafnvel þótt Matfugl væri með eina fyrirmyndarverksmiðju skiptir það litlu máli fyrir neytandann því kjötinu fylgja ekki upprunamerkingar og því veit neytandinn ekki úr hvaða verksmiðju fuglinn kemur. Það má reyna að setja sig í spor dýra sem læst eru inni í verksmiðjum alla sína tíð við aðstæður sem eiga ekkert skylt við það náttúrulega umhverfi sem dýr hafa þróast í. Þótt „lýsing sé tempruð eftir því hvaða tími sólarhringsins er“ kemur hún ekki í stað sólarinnar sem dýrin fá aldrei að upplifa á sinni stuttu ævi, nema þá kannski þegar þau eru flutt við gríðarleg þrengsli í sláturhúsið, stundum beinbrotin ef eitthvað er að marka lýsingar nokkurra starfsmanna. Þótt Elínu þyki „loftskipti góð“ og „aðgengi að mat“ gott, munu þessi dýr aldrei upplifa andvara á sumardegi né heldur munu þau finna lykt af neinu öðru en því sem finna má í verksmiðjunni. Að auki munu þessi dýr aldrei geta valið sér annað en það tilbúna fóður sem þeim er skammtað, sem er valið til þess að hafa vaxtarhraða dýranna (óhugnanlega) mikinn, en kjúklingur nær sláturstærð á aðeins fimm vikum á Íslandi. Ljóst má vera að fáir myndu vilja hafa gæludýr sitt í svipuðu umhverfi.Alvarlegar athugasemdir Vel má vera að kjúklingaverksmiðjur hér á landi séu hreinlegri en gengur og gerist í Evrópu. Þrátt fyrir það er að finna alvarlegar athugasemdir dýralækna í hverri einustu starfsskýrslu Matvælastofnunar frá árinu 2008 vegna ástands kjúklinga. Hér fylgja nokkur dæmi: „…áberandi breytingar á fótum vegna bleytu á gólfum í eldishúsum…“, „…fuglarnir voru mjög marðir, fæturnir voru með mikinn dritbruna…“ „…misdjúpra sára vegna dritbruna undir fótum kjúklinga…“, „…illa meðferð fugla við tínslu og í flutningi vegna of mikilla þrengsla…“ Því ber að fagna að loksins er von á íslenskum velferðarkjúklingi. Samkvæmt nýlegum fréttum stefnir sprotafyrirtækið Litla gula hænan á að hefja sölu á velferðarkjúklingi í sumar. Vistvænu kjúklingarnir munu hafa frjálsan aðgang að útisvæði þegar veður leyfir en auk þess hafa meira rými en þeir sem fastir eru í verksmiðjunum. Í flestum stærri búðum er nú þegar hægt að kaupa lífrænan kjúkling, innfluttan frá Danmörku. Samtökin Velbú, sem beita sér fyrir velferð búfjár, vilja gagnsætt framleiðsluferli dýraafurða. Við hvetjum fleiri bú, verksmiðjur og sláturhús til að opna dyr sínar fyrir almenningi, svo þeir sem vilja geti kynnt sér ferlið sem liggur að baki matnum á diskinum. Við í Velbú þiggjum boð frá framleiðendum sem hafa ekkert að fela. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 20. mars síðastliðinn segir Elín Hirst frá því að Matfugl hafi boðið sér í heimsókn í kjúklingaverksmiðju á Kjalarnesi en áður hafði hún skrifað í sama blað grein sem hét „Áskorun til kjúklingabænda“. Það er jákvætt að heyra að í þessari tilteknu verksmiðju sé aðbúnaður dýranna eins og lög gera ráð fyrir, því það er ekki sjálfgefið, en auðvitað má reikna með að Matfugl hafi skartað sínu fegursta fyrir heimsókn þingmannsins. En jafnvel þótt Matfugl væri með eina fyrirmyndarverksmiðju skiptir það litlu máli fyrir neytandann því kjötinu fylgja ekki upprunamerkingar og því veit neytandinn ekki úr hvaða verksmiðju fuglinn kemur. Það má reyna að setja sig í spor dýra sem læst eru inni í verksmiðjum alla sína tíð við aðstæður sem eiga ekkert skylt við það náttúrulega umhverfi sem dýr hafa þróast í. Þótt „lýsing sé tempruð eftir því hvaða tími sólarhringsins er“ kemur hún ekki í stað sólarinnar sem dýrin fá aldrei að upplifa á sinni stuttu ævi, nema þá kannski þegar þau eru flutt við gríðarleg þrengsli í sláturhúsið, stundum beinbrotin ef eitthvað er að marka lýsingar nokkurra starfsmanna. Þótt Elínu þyki „loftskipti góð“ og „aðgengi að mat“ gott, munu þessi dýr aldrei upplifa andvara á sumardegi né heldur munu þau finna lykt af neinu öðru en því sem finna má í verksmiðjunni. Að auki munu þessi dýr aldrei geta valið sér annað en það tilbúna fóður sem þeim er skammtað, sem er valið til þess að hafa vaxtarhraða dýranna (óhugnanlega) mikinn, en kjúklingur nær sláturstærð á aðeins fimm vikum á Íslandi. Ljóst má vera að fáir myndu vilja hafa gæludýr sitt í svipuðu umhverfi.Alvarlegar athugasemdir Vel má vera að kjúklingaverksmiðjur hér á landi séu hreinlegri en gengur og gerist í Evrópu. Þrátt fyrir það er að finna alvarlegar athugasemdir dýralækna í hverri einustu starfsskýrslu Matvælastofnunar frá árinu 2008 vegna ástands kjúklinga. Hér fylgja nokkur dæmi: „…áberandi breytingar á fótum vegna bleytu á gólfum í eldishúsum…“, „…fuglarnir voru mjög marðir, fæturnir voru með mikinn dritbruna…“ „…misdjúpra sára vegna dritbruna undir fótum kjúklinga…“, „…illa meðferð fugla við tínslu og í flutningi vegna of mikilla þrengsla…“ Því ber að fagna að loksins er von á íslenskum velferðarkjúklingi. Samkvæmt nýlegum fréttum stefnir sprotafyrirtækið Litla gula hænan á að hefja sölu á velferðarkjúklingi í sumar. Vistvænu kjúklingarnir munu hafa frjálsan aðgang að útisvæði þegar veður leyfir en auk þess hafa meira rými en þeir sem fastir eru í verksmiðjunum. Í flestum stærri búðum er nú þegar hægt að kaupa lífrænan kjúkling, innfluttan frá Danmörku. Samtökin Velbú, sem beita sér fyrir velferð búfjár, vilja gagnsætt framleiðsluferli dýraafurða. Við hvetjum fleiri bú, verksmiðjur og sláturhús til að opna dyr sínar fyrir almenningi, svo þeir sem vilja geti kynnt sér ferlið sem liggur að baki matnum á diskinum. Við í Velbú þiggjum boð frá framleiðendum sem hafa ekkert að fela.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun