Draumur ef við sópum Haukum og Liverpool vinnur Chelsea Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2014 07:00 Ágúst Elí Björgvinsson ver eins og berserkur. Fréttablaðið/Stefán „Þetta er allt að smella og við að toppa sem lið á réttum tíma,“ segir Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH í Olís-deild karla í handbolta, en liðið er einum sigri frá því að sópa deildar- og bikarmeisturum Hauka í sumarfrí í undanúrslitum deildarinnar. FH rétt slefaði inn í úrslitakeppnina en liðið vann þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni eftir að hafa tapað sex af sjö þar á undan. Með tilkomu Kristjáns Arasonar hefur liðið spilað eftir getu og er búið að vinna besta lið tímabilsins í tvígang. FH-ingum leiðist heldur ekkert að vera að eyðileggja tímabilið fyrir erkifjendum sínum.Æðislegt að spila í þessu liði Sá leikmaður sem hefur komið mest á óvart í einvíginu til þessa er markvörðurinn Ágúst Elí sem er með samanlagt 45 prósent hlutfallsmarkvörslu í fyrstu tveimur leikjunum. Hann er að springa út nú þegar ljósin skína sem skærast en til viðmiðunar var hann aðeins með 28 prósent hlutfallsmarkvörslu í síðustu tveimur leikjum liðsins í deildinni sem báðir voru sigurleikir. „Það er alveg æðislegt að spila í þessu liði núna. Fyrir svona mánuði var það dapurt en við hertum okkur bara saman. Hausinn komst í lag hjá okkur og þetta small í gang. Við höfum alltaf búið yfir þessum gæðum en nú erum við að sýna þau,“ segir markvörðurinn ungi sem er aðeins 19 ára gamall. Hann þakkar frábærum varnarleik liðsins fyrstu tvo sigrana. „Varnarvinnan er búin að vera þvílík. Ísak (Rafnsson) er búinn að vera frábær. Ég hef farið með honum upp alla yngri flokkana en aldrei séð hann í þessum ham. Samvinna varnar- og markmanns hefur verið frábær og það gerir manni auðveldara um vik. Ég er aðallega bara að verja úr dauðafærum.“Frábært tækifæri Ef allt væri eðlilegt væri Ágúst Elí vafalítið ekki að spila mikið í þessari úrslitakeppni enda hóf hann tímabilið sem varamaður Daníels Freys Andréssonar sem var besti markvörður Íslandsmótsins þegar hann meiddist illa um miðbik móts. Eins manns dauði er annars brauð í hörðum heimi íþróttanna og er Ágúst nú að nýta tækifærið til fulls. „Þetta er alveg frábært tækifæri sem ég hef fengið. Ég gat bara ekki fengið betri séns. Einar Andri þjálfari sagði við mig strax að það væri enginn að ætlast til neins af mér og því þyrfti ég ekki að setja neina pressu á sjálfan mig. Fyrr í vetur ætlaði ég bara að reyna að gera gott úr þessum vetri og ná mér í smá reynslu og hjálpa Danna en svo fékk ég þetta frábæra tækifæri og nú er allt í blóma hjá liðinu. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman,“ segir Ágúst Elí. FH getur afgreitt einvígið við deildarmeistara Hauka á Ásvöllum á sunnudaginn þegar liðin mætast þriðja sinni og það er takmarkið. „Við ætlum að klára þetta en það verður erfitt,“ segir Ágúst Elí. „Það yrði ekki amalegur sunnudagur að sjá Liverpool vinna Chelsea og sópa svo Haukunum í sumarfrí. Við erum samt ekki búnir að vinna neitt og verðum að halda okkur á jörðinni.“ Olís-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
„Þetta er allt að smella og við að toppa sem lið á réttum tíma,“ segir Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH í Olís-deild karla í handbolta, en liðið er einum sigri frá því að sópa deildar- og bikarmeisturum Hauka í sumarfrí í undanúrslitum deildarinnar. FH rétt slefaði inn í úrslitakeppnina en liðið vann þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni eftir að hafa tapað sex af sjö þar á undan. Með tilkomu Kristjáns Arasonar hefur liðið spilað eftir getu og er búið að vinna besta lið tímabilsins í tvígang. FH-ingum leiðist heldur ekkert að vera að eyðileggja tímabilið fyrir erkifjendum sínum.Æðislegt að spila í þessu liði Sá leikmaður sem hefur komið mest á óvart í einvíginu til þessa er markvörðurinn Ágúst Elí sem er með samanlagt 45 prósent hlutfallsmarkvörslu í fyrstu tveimur leikjunum. Hann er að springa út nú þegar ljósin skína sem skærast en til viðmiðunar var hann aðeins með 28 prósent hlutfallsmarkvörslu í síðustu tveimur leikjum liðsins í deildinni sem báðir voru sigurleikir. „Það er alveg æðislegt að spila í þessu liði núna. Fyrir svona mánuði var það dapurt en við hertum okkur bara saman. Hausinn komst í lag hjá okkur og þetta small í gang. Við höfum alltaf búið yfir þessum gæðum en nú erum við að sýna þau,“ segir markvörðurinn ungi sem er aðeins 19 ára gamall. Hann þakkar frábærum varnarleik liðsins fyrstu tvo sigrana. „Varnarvinnan er búin að vera þvílík. Ísak (Rafnsson) er búinn að vera frábær. Ég hef farið með honum upp alla yngri flokkana en aldrei séð hann í þessum ham. Samvinna varnar- og markmanns hefur verið frábær og það gerir manni auðveldara um vik. Ég er aðallega bara að verja úr dauðafærum.“Frábært tækifæri Ef allt væri eðlilegt væri Ágúst Elí vafalítið ekki að spila mikið í þessari úrslitakeppni enda hóf hann tímabilið sem varamaður Daníels Freys Andréssonar sem var besti markvörður Íslandsmótsins þegar hann meiddist illa um miðbik móts. Eins manns dauði er annars brauð í hörðum heimi íþróttanna og er Ágúst nú að nýta tækifærið til fulls. „Þetta er alveg frábært tækifæri sem ég hef fengið. Ég gat bara ekki fengið betri séns. Einar Andri þjálfari sagði við mig strax að það væri enginn að ætlast til neins af mér og því þyrfti ég ekki að setja neina pressu á sjálfan mig. Fyrr í vetur ætlaði ég bara að reyna að gera gott úr þessum vetri og ná mér í smá reynslu og hjálpa Danna en svo fékk ég þetta frábæra tækifæri og nú er allt í blóma hjá liðinu. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman,“ segir Ágúst Elí. FH getur afgreitt einvígið við deildarmeistara Hauka á Ásvöllum á sunnudaginn þegar liðin mætast þriðja sinni og það er takmarkið. „Við ætlum að klára þetta en það verður erfitt,“ segir Ágúst Elí. „Það yrði ekki amalegur sunnudagur að sjá Liverpool vinna Chelsea og sópa svo Haukunum í sumarfrí. Við erum samt ekki búnir að vinna neitt og verðum að halda okkur á jörðinni.“
Olís-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira