Draumur ef við sópum Haukum og Liverpool vinnur Chelsea Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2014 07:00 Ágúst Elí Björgvinsson ver eins og berserkur. Fréttablaðið/Stefán „Þetta er allt að smella og við að toppa sem lið á réttum tíma,“ segir Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH í Olís-deild karla í handbolta, en liðið er einum sigri frá því að sópa deildar- og bikarmeisturum Hauka í sumarfrí í undanúrslitum deildarinnar. FH rétt slefaði inn í úrslitakeppnina en liðið vann þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni eftir að hafa tapað sex af sjö þar á undan. Með tilkomu Kristjáns Arasonar hefur liðið spilað eftir getu og er búið að vinna besta lið tímabilsins í tvígang. FH-ingum leiðist heldur ekkert að vera að eyðileggja tímabilið fyrir erkifjendum sínum.Æðislegt að spila í þessu liði Sá leikmaður sem hefur komið mest á óvart í einvíginu til þessa er markvörðurinn Ágúst Elí sem er með samanlagt 45 prósent hlutfallsmarkvörslu í fyrstu tveimur leikjunum. Hann er að springa út nú þegar ljósin skína sem skærast en til viðmiðunar var hann aðeins með 28 prósent hlutfallsmarkvörslu í síðustu tveimur leikjum liðsins í deildinni sem báðir voru sigurleikir. „Það er alveg æðislegt að spila í þessu liði núna. Fyrir svona mánuði var það dapurt en við hertum okkur bara saman. Hausinn komst í lag hjá okkur og þetta small í gang. Við höfum alltaf búið yfir þessum gæðum en nú erum við að sýna þau,“ segir markvörðurinn ungi sem er aðeins 19 ára gamall. Hann þakkar frábærum varnarleik liðsins fyrstu tvo sigrana. „Varnarvinnan er búin að vera þvílík. Ísak (Rafnsson) er búinn að vera frábær. Ég hef farið með honum upp alla yngri flokkana en aldrei séð hann í þessum ham. Samvinna varnar- og markmanns hefur verið frábær og það gerir manni auðveldara um vik. Ég er aðallega bara að verja úr dauðafærum.“Frábært tækifæri Ef allt væri eðlilegt væri Ágúst Elí vafalítið ekki að spila mikið í þessari úrslitakeppni enda hóf hann tímabilið sem varamaður Daníels Freys Andréssonar sem var besti markvörður Íslandsmótsins þegar hann meiddist illa um miðbik móts. Eins manns dauði er annars brauð í hörðum heimi íþróttanna og er Ágúst nú að nýta tækifærið til fulls. „Þetta er alveg frábært tækifæri sem ég hef fengið. Ég gat bara ekki fengið betri séns. Einar Andri þjálfari sagði við mig strax að það væri enginn að ætlast til neins af mér og því þyrfti ég ekki að setja neina pressu á sjálfan mig. Fyrr í vetur ætlaði ég bara að reyna að gera gott úr þessum vetri og ná mér í smá reynslu og hjálpa Danna en svo fékk ég þetta frábæra tækifæri og nú er allt í blóma hjá liðinu. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman,“ segir Ágúst Elí. FH getur afgreitt einvígið við deildarmeistara Hauka á Ásvöllum á sunnudaginn þegar liðin mætast þriðja sinni og það er takmarkið. „Við ætlum að klára þetta en það verður erfitt,“ segir Ágúst Elí. „Það yrði ekki amalegur sunnudagur að sjá Liverpool vinna Chelsea og sópa svo Haukunum í sumarfrí. Við erum samt ekki búnir að vinna neitt og verðum að halda okkur á jörðinni.“ Olís-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira
„Þetta er allt að smella og við að toppa sem lið á réttum tíma,“ segir Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH í Olís-deild karla í handbolta, en liðið er einum sigri frá því að sópa deildar- og bikarmeisturum Hauka í sumarfrí í undanúrslitum deildarinnar. FH rétt slefaði inn í úrslitakeppnina en liðið vann þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni eftir að hafa tapað sex af sjö þar á undan. Með tilkomu Kristjáns Arasonar hefur liðið spilað eftir getu og er búið að vinna besta lið tímabilsins í tvígang. FH-ingum leiðist heldur ekkert að vera að eyðileggja tímabilið fyrir erkifjendum sínum.Æðislegt að spila í þessu liði Sá leikmaður sem hefur komið mest á óvart í einvíginu til þessa er markvörðurinn Ágúst Elí sem er með samanlagt 45 prósent hlutfallsmarkvörslu í fyrstu tveimur leikjunum. Hann er að springa út nú þegar ljósin skína sem skærast en til viðmiðunar var hann aðeins með 28 prósent hlutfallsmarkvörslu í síðustu tveimur leikjum liðsins í deildinni sem báðir voru sigurleikir. „Það er alveg æðislegt að spila í þessu liði núna. Fyrir svona mánuði var það dapurt en við hertum okkur bara saman. Hausinn komst í lag hjá okkur og þetta small í gang. Við höfum alltaf búið yfir þessum gæðum en nú erum við að sýna þau,“ segir markvörðurinn ungi sem er aðeins 19 ára gamall. Hann þakkar frábærum varnarleik liðsins fyrstu tvo sigrana. „Varnarvinnan er búin að vera þvílík. Ísak (Rafnsson) er búinn að vera frábær. Ég hef farið með honum upp alla yngri flokkana en aldrei séð hann í þessum ham. Samvinna varnar- og markmanns hefur verið frábær og það gerir manni auðveldara um vik. Ég er aðallega bara að verja úr dauðafærum.“Frábært tækifæri Ef allt væri eðlilegt væri Ágúst Elí vafalítið ekki að spila mikið í þessari úrslitakeppni enda hóf hann tímabilið sem varamaður Daníels Freys Andréssonar sem var besti markvörður Íslandsmótsins þegar hann meiddist illa um miðbik móts. Eins manns dauði er annars brauð í hörðum heimi íþróttanna og er Ágúst nú að nýta tækifærið til fulls. „Þetta er alveg frábært tækifæri sem ég hef fengið. Ég gat bara ekki fengið betri séns. Einar Andri þjálfari sagði við mig strax að það væri enginn að ætlast til neins af mér og því þyrfti ég ekki að setja neina pressu á sjálfan mig. Fyrr í vetur ætlaði ég bara að reyna að gera gott úr þessum vetri og ná mér í smá reynslu og hjálpa Danna en svo fékk ég þetta frábæra tækifæri og nú er allt í blóma hjá liðinu. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman,“ segir Ágúst Elí. FH getur afgreitt einvígið við deildarmeistara Hauka á Ásvöllum á sunnudaginn þegar liðin mætast þriðja sinni og það er takmarkið. „Við ætlum að klára þetta en það verður erfitt,“ segir Ágúst Elí. „Það yrði ekki amalegur sunnudagur að sjá Liverpool vinna Chelsea og sópa svo Haukunum í sumarfrí. Við erum samt ekki búnir að vinna neitt og verðum að halda okkur á jörðinni.“
Olís-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira