Þriðjungur frestar læknisheimsóknum – 1. maí 2014 Signý Jóhannesdóttir skrifar 22. apríl 2014 07:00 Verkalýðshreyfingin vill samfélag jafnréttis og jafnra tækifæra. Við viljum samfélag þar sem öryggisnet velferðarkerfisins grípur okkur þegar áföll verða. Einn grundvallarþáttur velferðar er gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Við Íslendingar höfum haft samfélagssáttmála um að öllum landsmönnum skuli tryggð besta heilbrigðisþjónusta sem völ er á. Þetta endurspeglast m.a. í markmiði laga um heilbrigðisþjónustu og stefnuskrám flestra stjórnmálaflokka. Vaxandi kostnaðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu á undanförnum áratugum hefur unnið gegn þessu markmiði. Á síðustu þrjátíu árum hefur kostnaðarhlutdeild heimila í heilbrigðisþjónustu nær tvöfaldast og þau standa nú undir um 20% af öllum heilbrigðisútgjöldum. Við þekkjum öll dæmi af tug- og jafnvel hundraða þúsunda króna reikningum sem sjúklingum er gert að greiða. Þessi kostnaður leggst þungt á mörg heimili. Þá er eftir að bæta við kostnað þeirra sem búa fjarri þjónustunni og þurfa að sækja hana um langan veg. Við sjáum aðvörunarljós blikka í tölum um fjölda þeirra sem fresta því að sækja sér nauðsynlega læknisþjónustu. Samkvæmt rannsókn Félagsvísindastofnunar frá 2013 frestaði tæplega þriðjungur landsmanna læknisheimsókn á síðustu sex mánuðum. Hlutfallið var enn hærra meðal lágtekjufólks og öryrkja. Það er verulegt áhyggjuefni hversu margir tilgreina há komugjöld og mikinn lyfjakostnað sem helstu ástæðu frestunar. Samkvæmt tölum frá Eurostat er mun algengara að Íslendingar sæki sér ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar en íbúar í nágrannalöndunum. Þetta ætti að vera stjórnvöldum umhugsunarefni þegar mótuð er stefna um gjaldtöku í heilbrigðisþjónustunni. Heilbrigðisráðherra hefur raunar lýst því yfir að ekki standi til að lækka hlutdeild sjúklinga í heilbrigðiskostnaði en hefur jafnframt skipað nefnd um samræmt niðurgreiðslukerfi fyrir alla heilbrigðisþjónustu, sem er vel. Í ljósi ummæla ráðherrans má þó ætla að hugmyndin sé einkum tilfærsla á kostnaði milli hópa, sem þýðir enn hærri gjaldtaka í heilbrigðiskerfinu fyrir allan meginþorra almennings. Niðurstaðan má aldrei verða sú að við sættum okkur við samfélag þar sem hluti þjóðarinnar þarf að neita sér um heilbrigðisþjónustu þegar heilsan bilar. Við viljum samfélag fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfingin vill samfélag jafnréttis og jafnra tækifæra. Við viljum samfélag þar sem öryggisnet velferðarkerfisins grípur okkur þegar áföll verða. Einn grundvallarþáttur velferðar er gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Við Íslendingar höfum haft samfélagssáttmála um að öllum landsmönnum skuli tryggð besta heilbrigðisþjónusta sem völ er á. Þetta endurspeglast m.a. í markmiði laga um heilbrigðisþjónustu og stefnuskrám flestra stjórnmálaflokka. Vaxandi kostnaðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu á undanförnum áratugum hefur unnið gegn þessu markmiði. Á síðustu þrjátíu árum hefur kostnaðarhlutdeild heimila í heilbrigðisþjónustu nær tvöfaldast og þau standa nú undir um 20% af öllum heilbrigðisútgjöldum. Við þekkjum öll dæmi af tug- og jafnvel hundraða þúsunda króna reikningum sem sjúklingum er gert að greiða. Þessi kostnaður leggst þungt á mörg heimili. Þá er eftir að bæta við kostnað þeirra sem búa fjarri þjónustunni og þurfa að sækja hana um langan veg. Við sjáum aðvörunarljós blikka í tölum um fjölda þeirra sem fresta því að sækja sér nauðsynlega læknisþjónustu. Samkvæmt rannsókn Félagsvísindastofnunar frá 2013 frestaði tæplega þriðjungur landsmanna læknisheimsókn á síðustu sex mánuðum. Hlutfallið var enn hærra meðal lágtekjufólks og öryrkja. Það er verulegt áhyggjuefni hversu margir tilgreina há komugjöld og mikinn lyfjakostnað sem helstu ástæðu frestunar. Samkvæmt tölum frá Eurostat er mun algengara að Íslendingar sæki sér ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar en íbúar í nágrannalöndunum. Þetta ætti að vera stjórnvöldum umhugsunarefni þegar mótuð er stefna um gjaldtöku í heilbrigðisþjónustunni. Heilbrigðisráðherra hefur raunar lýst því yfir að ekki standi til að lækka hlutdeild sjúklinga í heilbrigðiskostnaði en hefur jafnframt skipað nefnd um samræmt niðurgreiðslukerfi fyrir alla heilbrigðisþjónustu, sem er vel. Í ljósi ummæla ráðherrans má þó ætla að hugmyndin sé einkum tilfærsla á kostnaði milli hópa, sem þýðir enn hærri gjaldtaka í heilbrigðiskerfinu fyrir allan meginþorra almennings. Niðurstaðan má aldrei verða sú að við sættum okkur við samfélag þar sem hluti þjóðarinnar þarf að neita sér um heilbrigðisþjónustu þegar heilsan bilar. Við viljum samfélag fyrir alla.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar