Þriðjungur frestar læknisheimsóknum – 1. maí 2014 Signý Jóhannesdóttir skrifar 22. apríl 2014 07:00 Verkalýðshreyfingin vill samfélag jafnréttis og jafnra tækifæra. Við viljum samfélag þar sem öryggisnet velferðarkerfisins grípur okkur þegar áföll verða. Einn grundvallarþáttur velferðar er gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Við Íslendingar höfum haft samfélagssáttmála um að öllum landsmönnum skuli tryggð besta heilbrigðisþjónusta sem völ er á. Þetta endurspeglast m.a. í markmiði laga um heilbrigðisþjónustu og stefnuskrám flestra stjórnmálaflokka. Vaxandi kostnaðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu á undanförnum áratugum hefur unnið gegn þessu markmiði. Á síðustu þrjátíu árum hefur kostnaðarhlutdeild heimila í heilbrigðisþjónustu nær tvöfaldast og þau standa nú undir um 20% af öllum heilbrigðisútgjöldum. Við þekkjum öll dæmi af tug- og jafnvel hundraða þúsunda króna reikningum sem sjúklingum er gert að greiða. Þessi kostnaður leggst þungt á mörg heimili. Þá er eftir að bæta við kostnað þeirra sem búa fjarri þjónustunni og þurfa að sækja hana um langan veg. Við sjáum aðvörunarljós blikka í tölum um fjölda þeirra sem fresta því að sækja sér nauðsynlega læknisþjónustu. Samkvæmt rannsókn Félagsvísindastofnunar frá 2013 frestaði tæplega þriðjungur landsmanna læknisheimsókn á síðustu sex mánuðum. Hlutfallið var enn hærra meðal lágtekjufólks og öryrkja. Það er verulegt áhyggjuefni hversu margir tilgreina há komugjöld og mikinn lyfjakostnað sem helstu ástæðu frestunar. Samkvæmt tölum frá Eurostat er mun algengara að Íslendingar sæki sér ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar en íbúar í nágrannalöndunum. Þetta ætti að vera stjórnvöldum umhugsunarefni þegar mótuð er stefna um gjaldtöku í heilbrigðisþjónustunni. Heilbrigðisráðherra hefur raunar lýst því yfir að ekki standi til að lækka hlutdeild sjúklinga í heilbrigðiskostnaði en hefur jafnframt skipað nefnd um samræmt niðurgreiðslukerfi fyrir alla heilbrigðisþjónustu, sem er vel. Í ljósi ummæla ráðherrans má þó ætla að hugmyndin sé einkum tilfærsla á kostnaði milli hópa, sem þýðir enn hærri gjaldtaka í heilbrigðiskerfinu fyrir allan meginþorra almennings. Niðurstaðan má aldrei verða sú að við sættum okkur við samfélag þar sem hluti þjóðarinnar þarf að neita sér um heilbrigðisþjónustu þegar heilsan bilar. Við viljum samfélag fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfingin vill samfélag jafnréttis og jafnra tækifæra. Við viljum samfélag þar sem öryggisnet velferðarkerfisins grípur okkur þegar áföll verða. Einn grundvallarþáttur velferðar er gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Við Íslendingar höfum haft samfélagssáttmála um að öllum landsmönnum skuli tryggð besta heilbrigðisþjónusta sem völ er á. Þetta endurspeglast m.a. í markmiði laga um heilbrigðisþjónustu og stefnuskrám flestra stjórnmálaflokka. Vaxandi kostnaðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu á undanförnum áratugum hefur unnið gegn þessu markmiði. Á síðustu þrjátíu árum hefur kostnaðarhlutdeild heimila í heilbrigðisþjónustu nær tvöfaldast og þau standa nú undir um 20% af öllum heilbrigðisútgjöldum. Við þekkjum öll dæmi af tug- og jafnvel hundraða þúsunda króna reikningum sem sjúklingum er gert að greiða. Þessi kostnaður leggst þungt á mörg heimili. Þá er eftir að bæta við kostnað þeirra sem búa fjarri þjónustunni og þurfa að sækja hana um langan veg. Við sjáum aðvörunarljós blikka í tölum um fjölda þeirra sem fresta því að sækja sér nauðsynlega læknisþjónustu. Samkvæmt rannsókn Félagsvísindastofnunar frá 2013 frestaði tæplega þriðjungur landsmanna læknisheimsókn á síðustu sex mánuðum. Hlutfallið var enn hærra meðal lágtekjufólks og öryrkja. Það er verulegt áhyggjuefni hversu margir tilgreina há komugjöld og mikinn lyfjakostnað sem helstu ástæðu frestunar. Samkvæmt tölum frá Eurostat er mun algengara að Íslendingar sæki sér ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar en íbúar í nágrannalöndunum. Þetta ætti að vera stjórnvöldum umhugsunarefni þegar mótuð er stefna um gjaldtöku í heilbrigðisþjónustunni. Heilbrigðisráðherra hefur raunar lýst því yfir að ekki standi til að lækka hlutdeild sjúklinga í heilbrigðiskostnaði en hefur jafnframt skipað nefnd um samræmt niðurgreiðslukerfi fyrir alla heilbrigðisþjónustu, sem er vel. Í ljósi ummæla ráðherrans má þó ætla að hugmyndin sé einkum tilfærsla á kostnaði milli hópa, sem þýðir enn hærri gjaldtaka í heilbrigðiskerfinu fyrir allan meginþorra almennings. Niðurstaðan má aldrei verða sú að við sættum okkur við samfélag þar sem hluti þjóðarinnar þarf að neita sér um heilbrigðisþjónustu þegar heilsan bilar. Við viljum samfélag fyrir alla.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun