Þriðjungur frestar læknisheimsóknum – 1. maí 2014 Signý Jóhannesdóttir skrifar 22. apríl 2014 07:00 Verkalýðshreyfingin vill samfélag jafnréttis og jafnra tækifæra. Við viljum samfélag þar sem öryggisnet velferðarkerfisins grípur okkur þegar áföll verða. Einn grundvallarþáttur velferðar er gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Við Íslendingar höfum haft samfélagssáttmála um að öllum landsmönnum skuli tryggð besta heilbrigðisþjónusta sem völ er á. Þetta endurspeglast m.a. í markmiði laga um heilbrigðisþjónustu og stefnuskrám flestra stjórnmálaflokka. Vaxandi kostnaðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu á undanförnum áratugum hefur unnið gegn þessu markmiði. Á síðustu þrjátíu árum hefur kostnaðarhlutdeild heimila í heilbrigðisþjónustu nær tvöfaldast og þau standa nú undir um 20% af öllum heilbrigðisútgjöldum. Við þekkjum öll dæmi af tug- og jafnvel hundraða þúsunda króna reikningum sem sjúklingum er gert að greiða. Þessi kostnaður leggst þungt á mörg heimili. Þá er eftir að bæta við kostnað þeirra sem búa fjarri þjónustunni og þurfa að sækja hana um langan veg. Við sjáum aðvörunarljós blikka í tölum um fjölda þeirra sem fresta því að sækja sér nauðsynlega læknisþjónustu. Samkvæmt rannsókn Félagsvísindastofnunar frá 2013 frestaði tæplega þriðjungur landsmanna læknisheimsókn á síðustu sex mánuðum. Hlutfallið var enn hærra meðal lágtekjufólks og öryrkja. Það er verulegt áhyggjuefni hversu margir tilgreina há komugjöld og mikinn lyfjakostnað sem helstu ástæðu frestunar. Samkvæmt tölum frá Eurostat er mun algengara að Íslendingar sæki sér ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar en íbúar í nágrannalöndunum. Þetta ætti að vera stjórnvöldum umhugsunarefni þegar mótuð er stefna um gjaldtöku í heilbrigðisþjónustunni. Heilbrigðisráðherra hefur raunar lýst því yfir að ekki standi til að lækka hlutdeild sjúklinga í heilbrigðiskostnaði en hefur jafnframt skipað nefnd um samræmt niðurgreiðslukerfi fyrir alla heilbrigðisþjónustu, sem er vel. Í ljósi ummæla ráðherrans má þó ætla að hugmyndin sé einkum tilfærsla á kostnaði milli hópa, sem þýðir enn hærri gjaldtaka í heilbrigðiskerfinu fyrir allan meginþorra almennings. Niðurstaðan má aldrei verða sú að við sættum okkur við samfélag þar sem hluti þjóðarinnar þarf að neita sér um heilbrigðisþjónustu þegar heilsan bilar. Við viljum samfélag fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfingin vill samfélag jafnréttis og jafnra tækifæra. Við viljum samfélag þar sem öryggisnet velferðarkerfisins grípur okkur þegar áföll verða. Einn grundvallarþáttur velferðar er gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Við Íslendingar höfum haft samfélagssáttmála um að öllum landsmönnum skuli tryggð besta heilbrigðisþjónusta sem völ er á. Þetta endurspeglast m.a. í markmiði laga um heilbrigðisþjónustu og stefnuskrám flestra stjórnmálaflokka. Vaxandi kostnaðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu á undanförnum áratugum hefur unnið gegn þessu markmiði. Á síðustu þrjátíu árum hefur kostnaðarhlutdeild heimila í heilbrigðisþjónustu nær tvöfaldast og þau standa nú undir um 20% af öllum heilbrigðisútgjöldum. Við þekkjum öll dæmi af tug- og jafnvel hundraða þúsunda króna reikningum sem sjúklingum er gert að greiða. Þessi kostnaður leggst þungt á mörg heimili. Þá er eftir að bæta við kostnað þeirra sem búa fjarri þjónustunni og þurfa að sækja hana um langan veg. Við sjáum aðvörunarljós blikka í tölum um fjölda þeirra sem fresta því að sækja sér nauðsynlega læknisþjónustu. Samkvæmt rannsókn Félagsvísindastofnunar frá 2013 frestaði tæplega þriðjungur landsmanna læknisheimsókn á síðustu sex mánuðum. Hlutfallið var enn hærra meðal lágtekjufólks og öryrkja. Það er verulegt áhyggjuefni hversu margir tilgreina há komugjöld og mikinn lyfjakostnað sem helstu ástæðu frestunar. Samkvæmt tölum frá Eurostat er mun algengara að Íslendingar sæki sér ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar en íbúar í nágrannalöndunum. Þetta ætti að vera stjórnvöldum umhugsunarefni þegar mótuð er stefna um gjaldtöku í heilbrigðisþjónustunni. Heilbrigðisráðherra hefur raunar lýst því yfir að ekki standi til að lækka hlutdeild sjúklinga í heilbrigðiskostnaði en hefur jafnframt skipað nefnd um samræmt niðurgreiðslukerfi fyrir alla heilbrigðisþjónustu, sem er vel. Í ljósi ummæla ráðherrans má þó ætla að hugmyndin sé einkum tilfærsla á kostnaði milli hópa, sem þýðir enn hærri gjaldtaka í heilbrigðiskerfinu fyrir allan meginþorra almennings. Niðurstaðan má aldrei verða sú að við sættum okkur við samfélag þar sem hluti þjóðarinnar þarf að neita sér um heilbrigðisþjónustu þegar heilsan bilar. Við viljum samfélag fyrir alla.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun