Eigum við að kenna börnunum okkar dyggðir? Lýður Árnason skrifar 17. apríl 2014 07:00 Við erum dugleg að kenna börnunum okkar dyggðir. Við viljum að þau standi við orð sín, séu heiðarleg, steli ekki né ljúgi, fari ekki í manngreinarálit og séu góð við minnimáttar. Við teljum hógværð til mannkosta, nægjusemi, ráðdeild, tillitssemi og kennum aðgát í nærveru sálar. Við viljum að börnin okkar komi hreint fram, sýni öðrum virðingu og taki samfélagslega ábyrgð þegar þar að kemur. Þessar siðareglur eiga að tryggja heilsteypta einstaklinga og velgengni í lífinu. Út frá manngildi er ofangreind sýn tær og falleg en er hún vænleg? Hverjir tróna í efstu lögum á Íslandi? Er það fólk sem hefur haft hógværð að leiðarljósi? Eru nægjusamir einstaklingar að gera það gott? Er tillitssemi að skila árangri í lífsgæðakapphlaupinu? Eru þeir sem helga sig hjálparstörfum hátt metnir í launastiganum? Er vænlegra til frama að sýna fylgispekt eða vera hreinskilinn? Hvorum vegnar betur, ráðdeildarmanninum sem eyðir ekki umfram efni eða óreiðumanninum sem hringsnýst á tíundu kennitölunni? Er stjörnulögfræðingur sá sem leitar réttlætis eða sá sem sigrar? Er kjörþokki fólginn í heiðarleika eða blekkingu? Eða kannski útlitinu einu saman? Kjósum við frambjóðanda sem segir okkur það sem við þurfum að heyra eða það sem við viljum heyra? Hvort er vænlegra til valda á Íslandi, sannleikurinn eða lygin? Hverjir eru ríkastir á Íslandi í dag? Eru það grandvarir og fyrirhyggjusamir kaupsýslumenn eða heiðarlegir atvinnurekendur sem hafa unnið sig upp? Gegna siðblindir sjálftökumenn einhverju hlutverki í auðsöfnun á Íslandi? Og hverjir eiga Ísland, náttúruperlurnar, fiskimiðin, fjölmiðlana, feitustu stöðurnar hjá hinu opinbera? Er það hinn almenni Íslendingur eða sá innmúraði? Hinn sjálfstæði Íslendingur sem ber skoðanir sínar á torg eða músin sem læðist með flokksskírteinið í vasanum? Hverjir búa Ísland, er það samheldin, dyggðum prýdd þjóð eða sundurleit hjörð, óalandi og óferjandi? Maður spyr sig þessara spurninga og veltir óhjákvæmilega fyrir sér hvort rétt sé að kenna börnunum dyggðir. Myndu þau ekki pluma sig miklu betur ef þau kynnu að ljúga, svíkja, stela, vera sæt, smjaðra, gefa skít í náungann og umgangast engan nema hafa af því einhvern hag? Svei mér þá, það skyldi þó ekki vera? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum dugleg að kenna börnunum okkar dyggðir. Við viljum að þau standi við orð sín, séu heiðarleg, steli ekki né ljúgi, fari ekki í manngreinarálit og séu góð við minnimáttar. Við teljum hógværð til mannkosta, nægjusemi, ráðdeild, tillitssemi og kennum aðgát í nærveru sálar. Við viljum að börnin okkar komi hreint fram, sýni öðrum virðingu og taki samfélagslega ábyrgð þegar þar að kemur. Þessar siðareglur eiga að tryggja heilsteypta einstaklinga og velgengni í lífinu. Út frá manngildi er ofangreind sýn tær og falleg en er hún vænleg? Hverjir tróna í efstu lögum á Íslandi? Er það fólk sem hefur haft hógværð að leiðarljósi? Eru nægjusamir einstaklingar að gera það gott? Er tillitssemi að skila árangri í lífsgæðakapphlaupinu? Eru þeir sem helga sig hjálparstörfum hátt metnir í launastiganum? Er vænlegra til frama að sýna fylgispekt eða vera hreinskilinn? Hvorum vegnar betur, ráðdeildarmanninum sem eyðir ekki umfram efni eða óreiðumanninum sem hringsnýst á tíundu kennitölunni? Er stjörnulögfræðingur sá sem leitar réttlætis eða sá sem sigrar? Er kjörþokki fólginn í heiðarleika eða blekkingu? Eða kannski útlitinu einu saman? Kjósum við frambjóðanda sem segir okkur það sem við þurfum að heyra eða það sem við viljum heyra? Hvort er vænlegra til valda á Íslandi, sannleikurinn eða lygin? Hverjir eru ríkastir á Íslandi í dag? Eru það grandvarir og fyrirhyggjusamir kaupsýslumenn eða heiðarlegir atvinnurekendur sem hafa unnið sig upp? Gegna siðblindir sjálftökumenn einhverju hlutverki í auðsöfnun á Íslandi? Og hverjir eiga Ísland, náttúruperlurnar, fiskimiðin, fjölmiðlana, feitustu stöðurnar hjá hinu opinbera? Er það hinn almenni Íslendingur eða sá innmúraði? Hinn sjálfstæði Íslendingur sem ber skoðanir sínar á torg eða músin sem læðist með flokksskírteinið í vasanum? Hverjir búa Ísland, er það samheldin, dyggðum prýdd þjóð eða sundurleit hjörð, óalandi og óferjandi? Maður spyr sig þessara spurninga og veltir óhjákvæmilega fyrir sér hvort rétt sé að kenna börnunum dyggðir. Myndu þau ekki pluma sig miklu betur ef þau kynnu að ljúga, svíkja, stela, vera sæt, smjaðra, gefa skít í náungann og umgangast engan nema hafa af því einhvern hag? Svei mér þá, það skyldi þó ekki vera?
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar