Gjaldtaka á ferðamannastöðum Árni Davíðsson skrifar 15. apríl 2014 07:00 Stjórnvöld eru nú að undirbúa upptöku svokallaðs náttúrupassa. Með honum á að innheimta nokkur þús. kr. gjald af öllum sem skoða náttúru Íslands, bæði Íslendingum og útlendingum, til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða. Með honum væri þó vegið að almannarétti okkar til að ferðast um eigið land. Náttúrupassinn kallar líka á eftirlit með ferðamönnum og hluti tekna mun fara í umsýslu og eftirlit.Gjald fyrir veitta þjónustu Mig langar til að fjalla um aðra leið til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða. Það er að taka einfaldlega gjald fyrir veitta þjónustu á hverjum stað. Auðvelt er að innheimta það, tæknin löngu þekkt og eftirlit einfalt og ódýrt. Á fjölsóttum ferðamannastöðum er nauðsynlegt að veita þjónustu eins og bílastæði, salerni, upplýsingar og stíga. Dýrasti hluti þjónustunnar eru bílastæðin, salernin og byggingar. Auðvelt er að koma fyrir gjaldtöku á bílastæði og til er margvísleg tækni til þess. Gjaldtaka á bílastæði ætti að standa undir skilgreindum þáttum í uppbyggingu og rekstri staðar og ætti upphæð að miðast við stærð bílastæðis og lengd stöðu.Að koma á gjaldtöku Eigandi og rekstraraðili svæðis hefur það á sínu valdi að taka gjald fyrir veitta þjónustu. Ef það er gert einhliða er þó hætt við því að bílstjórar leggi bílum sínum í vegköntum og út um hvippinn og hvappinn og valdi þannig bæði slysahættu á mjóum þjóðvegum og skemmdum á gróðri og umhverfi. Til að koma í veg fyrir það þarf sveitarstjórn að setja „reglur um notkun stöðureita“ í grennd við viðkomandi ferðamannastað, eins og orðalagið er í 2. mgr. 83. gr. umferðarlaga [1]. Gallinn er bara sá að heimildarákvæðið í 83. gr. er takmarkað við kaupstaði og kauptún. Það virðist ekki mega setja slíkar reglur í dreifbýli! Það væri samt léttur leikur fyrir Alþingi að kippa því í liðinn með því einfaldlega að kippa eftirfarandi texta útúr 2. mgr.: „Í kaupstað eða kauptúni er“, og byrja málsgreinina á: „Sveitarstjórn er heimilt.“ Þegar þessu hefur verið breytt getur sveitarstjórn einfaldlega sett samþykkt um bílastæði í sveitarfélaginu sem getur takmarkað stöður bíla á skilgreindum svæðum þar sem þörf er á í nágrenni ferðamannastaða. Aukastöðugjöld væri hægt að leggja á fyrir ólöglega lagningu bíla utan merktra stæða innan þessara svæða.Lokaorð Í stuttri grein er ekki hægt að rekja þetta lengra en ég er sannfærður um að gjaldtaka fyrir veitta þjónustu er auðveldasta og sanngjarnasta leiðin til að fjármagna uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Hún útilokar heldur ekki aðra gjaldtöku og hún leysir heldur ekki allan vanda. Ljóst er að skoða verður aðrar leiðir til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi einkum þeirra fáfarnari. Gjaldtaka fyrir veitta þjónustu fer sennilega létt með að standa undir allri þjónustu og uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum og minnkar þar með álagið á aðra sjóði. Það gæti aukið það fjármagn sem er til ráðstöfunar á fáfarnari og erfiðari stöðum. [1] http://www.althingi.is/lagas/143a/1987050.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld eru nú að undirbúa upptöku svokallaðs náttúrupassa. Með honum á að innheimta nokkur þús. kr. gjald af öllum sem skoða náttúru Íslands, bæði Íslendingum og útlendingum, til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða. Með honum væri þó vegið að almannarétti okkar til að ferðast um eigið land. Náttúrupassinn kallar líka á eftirlit með ferðamönnum og hluti tekna mun fara í umsýslu og eftirlit.Gjald fyrir veitta þjónustu Mig langar til að fjalla um aðra leið til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða. Það er að taka einfaldlega gjald fyrir veitta þjónustu á hverjum stað. Auðvelt er að innheimta það, tæknin löngu þekkt og eftirlit einfalt og ódýrt. Á fjölsóttum ferðamannastöðum er nauðsynlegt að veita þjónustu eins og bílastæði, salerni, upplýsingar og stíga. Dýrasti hluti þjónustunnar eru bílastæðin, salernin og byggingar. Auðvelt er að koma fyrir gjaldtöku á bílastæði og til er margvísleg tækni til þess. Gjaldtaka á bílastæði ætti að standa undir skilgreindum þáttum í uppbyggingu og rekstri staðar og ætti upphæð að miðast við stærð bílastæðis og lengd stöðu.Að koma á gjaldtöku Eigandi og rekstraraðili svæðis hefur það á sínu valdi að taka gjald fyrir veitta þjónustu. Ef það er gert einhliða er þó hætt við því að bílstjórar leggi bílum sínum í vegköntum og út um hvippinn og hvappinn og valdi þannig bæði slysahættu á mjóum þjóðvegum og skemmdum á gróðri og umhverfi. Til að koma í veg fyrir það þarf sveitarstjórn að setja „reglur um notkun stöðureita“ í grennd við viðkomandi ferðamannastað, eins og orðalagið er í 2. mgr. 83. gr. umferðarlaga [1]. Gallinn er bara sá að heimildarákvæðið í 83. gr. er takmarkað við kaupstaði og kauptún. Það virðist ekki mega setja slíkar reglur í dreifbýli! Það væri samt léttur leikur fyrir Alþingi að kippa því í liðinn með því einfaldlega að kippa eftirfarandi texta útúr 2. mgr.: „Í kaupstað eða kauptúni er“, og byrja málsgreinina á: „Sveitarstjórn er heimilt.“ Þegar þessu hefur verið breytt getur sveitarstjórn einfaldlega sett samþykkt um bílastæði í sveitarfélaginu sem getur takmarkað stöður bíla á skilgreindum svæðum þar sem þörf er á í nágrenni ferðamannastaða. Aukastöðugjöld væri hægt að leggja á fyrir ólöglega lagningu bíla utan merktra stæða innan þessara svæða.Lokaorð Í stuttri grein er ekki hægt að rekja þetta lengra en ég er sannfærður um að gjaldtaka fyrir veitta þjónustu er auðveldasta og sanngjarnasta leiðin til að fjármagna uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Hún útilokar heldur ekki aðra gjaldtöku og hún leysir heldur ekki allan vanda. Ljóst er að skoða verður aðrar leiðir til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi einkum þeirra fáfarnari. Gjaldtaka fyrir veitta þjónustu fer sennilega létt með að standa undir allri þjónustu og uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum og minnkar þar með álagið á aðra sjóði. Það gæti aukið það fjármagn sem er til ráðstöfunar á fáfarnari og erfiðari stöðum. [1] http://www.althingi.is/lagas/143a/1987050.html
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun