Fjölskylduborgin Reykjavík Benóný Harðarson skrifar 12. apríl 2014 07:00 Þó kannanir sýni að stór hluti ungs fólks vilji búa í Reykjavík og miðsvæðis er staðreyndin því miður sú að margt ungt fólk sem er að stofna fjölskyldu kýs að búa í nágrannasveitarfélögunum. Ástæðan er einföld: Húsnæðiskostnaður er of hár í Reykjavík, sérstaklega vegna þess hversu dýrt er að stofna og reka fjölskyldu. Þessu verður að breyta. Reykjavík þarf að verða alvöru fjölskylduborg þar sem fólk getur ráðið hvort það býr í eigin húsnæði eða öruggu leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Við þurfum aukið framboð á litlum og meðalstórum íbúðum sem henta ungum fjölskyldum og háskólanemum. Vinstrihreyfingin – grænt framboð gerir sér grein fyrir þessu. Að okkar mati er algert forgangsatriði að íbúðir í þessum stærðarflokkum verði byggðar. En við þurfum að tryggja að verktakar og leigufélög peningamanna og braskara misnoti ekki húsnæðisskortinn til að græða á vanda ungra fjölskyldna, við þurfum að efla húsnæðissamvinnufélög og auðvelda Félagsstofnun stúdenta að leysa húsnæðisvanda háskólanema.Þurfa fleira en húsnæði Ef við viljum bæta kjör ungra fjölskyldna þurfum við hins vegar að horfa til fleiri þátta en húsnæðiskostnaðar. Kostnaður foreldra vegna leikskólagjalda, frístundastarfs, skólamáltíða og annarrar grunnþjónustu við börn er t.d. gríðarlega mikill. Gjaldheimta borgarinnar vegna eðlilegrar grunnþjónustu við börn er þungur útgjaldaliður hjá mörgum ungum fjölskyldum. Of þungur, því allt of margar efnalitlar fjölskyldur eiga í erfiðleikum með að borga fyrir skólamáltíðir og frístundastarf, og fyrir alla hina eru þessi gjöld mjög stór útgjaldaliður. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði höfum því lagt mikla áherslu á að öll grunnþjónusta við börn verði í boði fyrir alla, óháð fjárhag eða stöðu.Gjaldfrjálsa grunnþjónustu Að bjóða upp á gjaldfrjálsa leikskóla, skólamat og tómstundastarf er ótrúlega mikilvægt fyrir samfélagið. Hærri tómstundastyrkur dugar ekki til. Við þurfum alvöru aðgerðir til að tryggja jöfnuð. Slíkar aðgerðir bæta ótvírætt kjör allra fjölskyldna. Þær auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna og losa efnaminnstu fjölskyldurnar við álagið sem fylgir því að eiga ekki fyrir reikningum vegna skólamatar eða frístundaheimilis. Kæru Reykvíkingar, fáum ungar fjölskyldur til þess að flytja til Reykjavíkur. Gætum þess að aðstæður séu þannig að allir fái jöfn tækifæri til að blómstra. Setjum því X við V í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Þó kannanir sýni að stór hluti ungs fólks vilji búa í Reykjavík og miðsvæðis er staðreyndin því miður sú að margt ungt fólk sem er að stofna fjölskyldu kýs að búa í nágrannasveitarfélögunum. Ástæðan er einföld: Húsnæðiskostnaður er of hár í Reykjavík, sérstaklega vegna þess hversu dýrt er að stofna og reka fjölskyldu. Þessu verður að breyta. Reykjavík þarf að verða alvöru fjölskylduborg þar sem fólk getur ráðið hvort það býr í eigin húsnæði eða öruggu leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Við þurfum aukið framboð á litlum og meðalstórum íbúðum sem henta ungum fjölskyldum og háskólanemum. Vinstrihreyfingin – grænt framboð gerir sér grein fyrir þessu. Að okkar mati er algert forgangsatriði að íbúðir í þessum stærðarflokkum verði byggðar. En við þurfum að tryggja að verktakar og leigufélög peningamanna og braskara misnoti ekki húsnæðisskortinn til að græða á vanda ungra fjölskyldna, við þurfum að efla húsnæðissamvinnufélög og auðvelda Félagsstofnun stúdenta að leysa húsnæðisvanda háskólanema.Þurfa fleira en húsnæði Ef við viljum bæta kjör ungra fjölskyldna þurfum við hins vegar að horfa til fleiri þátta en húsnæðiskostnaðar. Kostnaður foreldra vegna leikskólagjalda, frístundastarfs, skólamáltíða og annarrar grunnþjónustu við börn er t.d. gríðarlega mikill. Gjaldheimta borgarinnar vegna eðlilegrar grunnþjónustu við börn er þungur útgjaldaliður hjá mörgum ungum fjölskyldum. Of þungur, því allt of margar efnalitlar fjölskyldur eiga í erfiðleikum með að borga fyrir skólamáltíðir og frístundastarf, og fyrir alla hina eru þessi gjöld mjög stór útgjaldaliður. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði höfum því lagt mikla áherslu á að öll grunnþjónusta við börn verði í boði fyrir alla, óháð fjárhag eða stöðu.Gjaldfrjálsa grunnþjónustu Að bjóða upp á gjaldfrjálsa leikskóla, skólamat og tómstundastarf er ótrúlega mikilvægt fyrir samfélagið. Hærri tómstundastyrkur dugar ekki til. Við þurfum alvöru aðgerðir til að tryggja jöfnuð. Slíkar aðgerðir bæta ótvírætt kjör allra fjölskyldna. Þær auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna og losa efnaminnstu fjölskyldurnar við álagið sem fylgir því að eiga ekki fyrir reikningum vegna skólamatar eða frístundaheimilis. Kæru Reykvíkingar, fáum ungar fjölskyldur til þess að flytja til Reykjavíkur. Gætum þess að aðstæður séu þannig að allir fái jöfn tækifæri til að blómstra. Setjum því X við V í vor.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar