Sjálfsmynd og veikindi Anna Sigríður Jökulsdóttir skrifar 10. apríl 2014 07:00 Heilsubrestur getur valdið því að fólki finnist það minna virði en áður eða minna virði en aðrir. Margir kannast við að geta ekki gert það sama og áður, líða öðruvísi, líta öðruvísi út og hugsanir geta komið upp um að hafa brugðist og vera byrði. Margt af því sem fjallað er um hér á bæði við um þann veika og aðstandendur og flest á það erindi hvort sem um krabbamein eða annan heilsubrest er að ræða. Veikindum fylgja oft verkir sem hægja á hugsun, hreyfingum, viðbragði, trufla einbeitingu, minni og svefn. Þreyta og verkir geta valdið því að fólk hefur minni samskipti og tækifærum til að tjá sig, skemmta sér, upplifa nýja hluti og fá viðurkenningu fækkar. Viðbrögð og viðhorf annarra hafa áhrif á sjálfsmyndina, ekki síður hjá þeim sem bera ekki veikindi utan á sér. Allt þetta getur aukið óöryggi og líkur á einangrun. Með minni virkni, lækkuðu sjálfsmati, verkjum og fleiru getur depurð orðið hluti af einkennamyndinni. Fólk getur fundið fyrir viðkvæmni, pirringi, óstöðugleika í tilfinningum og erfiðleikum með að taka ákvarðanir. Náin samskipti geta orðið flóknari, breytt hlutverk haft áhrif auk minnkaðrar getu til að njóta kynlífs og fleira. Vítahringir vanlíðunar geta myndast og mikilvægt er að leita lausna sem henta hverjum og einum. Fagfólk veitir upplýsingar, ráð og meðferð og hjá Embætti landlæknis má finna klínískar leiðbeiningar sem taka mið af bestu þekkingu á hverjum tíma. Ýmis félagasamtök styðja auk þess við sjúklinga og aðstandendur. Ef um krabbamein er að ræða veitir Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélags Íslands ráðgjöf, fræðslu og stuðning. Breytingar vegna heilsubrests gerast oftast á mun styttri tíma en það tekur væntingar og viðhorf að breytast. Þetta á bæði við um þann veika og aðstandendur. Það er eðlilegt að upplifa áfall og sorg í þessu tilliti og mikilvægt að meðtaka og vinna úr erfiðum tilfinningum.Jafningjastuðningur Að sama skapi er mikilvægt að huga vel að þeim þáttum sem gera mann að þeirri manneskju sem maður er og leggja áherslu á það sem maður getur, hefur gagn af, dreymir um og þykir skemmtilegt. Sjálfsmynd sem dregur fram margþætta eiginleika hefur aukinn sveigjanleika og styrk til að standa af sér mótlæti. Það er hollt fyrir sjálfsmyndina að rækta styrkleika sína og meðtaka veikleika. Það eykur líkurnar á að fólk geri raunhæfar kröfur til sín og annarra. Það er erfitt að sætta sig við að ná ekki þeim markmiðum sem maður hefur sett sér og ærið verkefni að laga markmið sín að breyttum aðstæðum. Það er einnig eðlilegt að þarfir fólks aukist undir álagi. Það er því nauðsynlegt að ígrunda nýjar leiðir og nálgun til að rækta það sem hverjum og einum er mikilvægt. Undirrituð sér um jafningjastuðning Krafts, sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Það hefur reynst mörgum vel, bæði sjúklingum og aðstandendum, að eiga samskipti við jafningja, einstakling sem hefur reynt svipað og maður stendur sjálfur frammi fyrir. Það er oft léttir að finna þann skilning sem einungis næst með sameiginlegri reynslu og jafningjastuðningur getur spornað gegn einangrun og veitt nýja sýn. Jafningjastuðningur á vegum Krafts er veittur af stuðningsfulltrúum sem hafa setið sérstakt stuðningsfulltrúanámskeið og hljóta reglulega endurmenntun og sinna þessu sjálfboðastarfi undir handleiðslu sálfræðings. Sálfræðingurinn tekur á móti öllum beiðnum um stuðning, finnur stuðningsfulltrúa sem hentar og hefur eftirfylgni með því að hafa samband að stuðningi loknum. Jafningjastuðningurinn er að kostnaðarlausu og farið er með öll samtöl sem trúnaðarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Heilsubrestur getur valdið því að fólki finnist það minna virði en áður eða minna virði en aðrir. Margir kannast við að geta ekki gert það sama og áður, líða öðruvísi, líta öðruvísi út og hugsanir geta komið upp um að hafa brugðist og vera byrði. Margt af því sem fjallað er um hér á bæði við um þann veika og aðstandendur og flest á það erindi hvort sem um krabbamein eða annan heilsubrest er að ræða. Veikindum fylgja oft verkir sem hægja á hugsun, hreyfingum, viðbragði, trufla einbeitingu, minni og svefn. Þreyta og verkir geta valdið því að fólk hefur minni samskipti og tækifærum til að tjá sig, skemmta sér, upplifa nýja hluti og fá viðurkenningu fækkar. Viðbrögð og viðhorf annarra hafa áhrif á sjálfsmyndina, ekki síður hjá þeim sem bera ekki veikindi utan á sér. Allt þetta getur aukið óöryggi og líkur á einangrun. Með minni virkni, lækkuðu sjálfsmati, verkjum og fleiru getur depurð orðið hluti af einkennamyndinni. Fólk getur fundið fyrir viðkvæmni, pirringi, óstöðugleika í tilfinningum og erfiðleikum með að taka ákvarðanir. Náin samskipti geta orðið flóknari, breytt hlutverk haft áhrif auk minnkaðrar getu til að njóta kynlífs og fleira. Vítahringir vanlíðunar geta myndast og mikilvægt er að leita lausna sem henta hverjum og einum. Fagfólk veitir upplýsingar, ráð og meðferð og hjá Embætti landlæknis má finna klínískar leiðbeiningar sem taka mið af bestu þekkingu á hverjum tíma. Ýmis félagasamtök styðja auk þess við sjúklinga og aðstandendur. Ef um krabbamein er að ræða veitir Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélags Íslands ráðgjöf, fræðslu og stuðning. Breytingar vegna heilsubrests gerast oftast á mun styttri tíma en það tekur væntingar og viðhorf að breytast. Þetta á bæði við um þann veika og aðstandendur. Það er eðlilegt að upplifa áfall og sorg í þessu tilliti og mikilvægt að meðtaka og vinna úr erfiðum tilfinningum.Jafningjastuðningur Að sama skapi er mikilvægt að huga vel að þeim þáttum sem gera mann að þeirri manneskju sem maður er og leggja áherslu á það sem maður getur, hefur gagn af, dreymir um og þykir skemmtilegt. Sjálfsmynd sem dregur fram margþætta eiginleika hefur aukinn sveigjanleika og styrk til að standa af sér mótlæti. Það er hollt fyrir sjálfsmyndina að rækta styrkleika sína og meðtaka veikleika. Það eykur líkurnar á að fólk geri raunhæfar kröfur til sín og annarra. Það er erfitt að sætta sig við að ná ekki þeim markmiðum sem maður hefur sett sér og ærið verkefni að laga markmið sín að breyttum aðstæðum. Það er einnig eðlilegt að þarfir fólks aukist undir álagi. Það er því nauðsynlegt að ígrunda nýjar leiðir og nálgun til að rækta það sem hverjum og einum er mikilvægt. Undirrituð sér um jafningjastuðning Krafts, sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Það hefur reynst mörgum vel, bæði sjúklingum og aðstandendum, að eiga samskipti við jafningja, einstakling sem hefur reynt svipað og maður stendur sjálfur frammi fyrir. Það er oft léttir að finna þann skilning sem einungis næst með sameiginlegri reynslu og jafningjastuðningur getur spornað gegn einangrun og veitt nýja sýn. Jafningjastuðningur á vegum Krafts er veittur af stuðningsfulltrúum sem hafa setið sérstakt stuðningsfulltrúanámskeið og hljóta reglulega endurmenntun og sinna þessu sjálfboðastarfi undir handleiðslu sálfræðings. Sálfræðingurinn tekur á móti öllum beiðnum um stuðning, finnur stuðningsfulltrúa sem hentar og hefur eftirfylgni með því að hafa samband að stuðningi loknum. Jafningjastuðningurinn er að kostnaðarlausu og farið er með öll samtöl sem trúnaðarmál.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun