Sjálfsmynd og veikindi Anna Sigríður Jökulsdóttir skrifar 10. apríl 2014 07:00 Heilsubrestur getur valdið því að fólki finnist það minna virði en áður eða minna virði en aðrir. Margir kannast við að geta ekki gert það sama og áður, líða öðruvísi, líta öðruvísi út og hugsanir geta komið upp um að hafa brugðist og vera byrði. Margt af því sem fjallað er um hér á bæði við um þann veika og aðstandendur og flest á það erindi hvort sem um krabbamein eða annan heilsubrest er að ræða. Veikindum fylgja oft verkir sem hægja á hugsun, hreyfingum, viðbragði, trufla einbeitingu, minni og svefn. Þreyta og verkir geta valdið því að fólk hefur minni samskipti og tækifærum til að tjá sig, skemmta sér, upplifa nýja hluti og fá viðurkenningu fækkar. Viðbrögð og viðhorf annarra hafa áhrif á sjálfsmyndina, ekki síður hjá þeim sem bera ekki veikindi utan á sér. Allt þetta getur aukið óöryggi og líkur á einangrun. Með minni virkni, lækkuðu sjálfsmati, verkjum og fleiru getur depurð orðið hluti af einkennamyndinni. Fólk getur fundið fyrir viðkvæmni, pirringi, óstöðugleika í tilfinningum og erfiðleikum með að taka ákvarðanir. Náin samskipti geta orðið flóknari, breytt hlutverk haft áhrif auk minnkaðrar getu til að njóta kynlífs og fleira. Vítahringir vanlíðunar geta myndast og mikilvægt er að leita lausna sem henta hverjum og einum. Fagfólk veitir upplýsingar, ráð og meðferð og hjá Embætti landlæknis má finna klínískar leiðbeiningar sem taka mið af bestu þekkingu á hverjum tíma. Ýmis félagasamtök styðja auk þess við sjúklinga og aðstandendur. Ef um krabbamein er að ræða veitir Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélags Íslands ráðgjöf, fræðslu og stuðning. Breytingar vegna heilsubrests gerast oftast á mun styttri tíma en það tekur væntingar og viðhorf að breytast. Þetta á bæði við um þann veika og aðstandendur. Það er eðlilegt að upplifa áfall og sorg í þessu tilliti og mikilvægt að meðtaka og vinna úr erfiðum tilfinningum.Jafningjastuðningur Að sama skapi er mikilvægt að huga vel að þeim þáttum sem gera mann að þeirri manneskju sem maður er og leggja áherslu á það sem maður getur, hefur gagn af, dreymir um og þykir skemmtilegt. Sjálfsmynd sem dregur fram margþætta eiginleika hefur aukinn sveigjanleika og styrk til að standa af sér mótlæti. Það er hollt fyrir sjálfsmyndina að rækta styrkleika sína og meðtaka veikleika. Það eykur líkurnar á að fólk geri raunhæfar kröfur til sín og annarra. Það er erfitt að sætta sig við að ná ekki þeim markmiðum sem maður hefur sett sér og ærið verkefni að laga markmið sín að breyttum aðstæðum. Það er einnig eðlilegt að þarfir fólks aukist undir álagi. Það er því nauðsynlegt að ígrunda nýjar leiðir og nálgun til að rækta það sem hverjum og einum er mikilvægt. Undirrituð sér um jafningjastuðning Krafts, sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Það hefur reynst mörgum vel, bæði sjúklingum og aðstandendum, að eiga samskipti við jafningja, einstakling sem hefur reynt svipað og maður stendur sjálfur frammi fyrir. Það er oft léttir að finna þann skilning sem einungis næst með sameiginlegri reynslu og jafningjastuðningur getur spornað gegn einangrun og veitt nýja sýn. Jafningjastuðningur á vegum Krafts er veittur af stuðningsfulltrúum sem hafa setið sérstakt stuðningsfulltrúanámskeið og hljóta reglulega endurmenntun og sinna þessu sjálfboðastarfi undir handleiðslu sálfræðings. Sálfræðingurinn tekur á móti öllum beiðnum um stuðning, finnur stuðningsfulltrúa sem hentar og hefur eftirfylgni með því að hafa samband að stuðningi loknum. Jafningjastuðningurinn er að kostnaðarlausu og farið er með öll samtöl sem trúnaðarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Heilsubrestur getur valdið því að fólki finnist það minna virði en áður eða minna virði en aðrir. Margir kannast við að geta ekki gert það sama og áður, líða öðruvísi, líta öðruvísi út og hugsanir geta komið upp um að hafa brugðist og vera byrði. Margt af því sem fjallað er um hér á bæði við um þann veika og aðstandendur og flest á það erindi hvort sem um krabbamein eða annan heilsubrest er að ræða. Veikindum fylgja oft verkir sem hægja á hugsun, hreyfingum, viðbragði, trufla einbeitingu, minni og svefn. Þreyta og verkir geta valdið því að fólk hefur minni samskipti og tækifærum til að tjá sig, skemmta sér, upplifa nýja hluti og fá viðurkenningu fækkar. Viðbrögð og viðhorf annarra hafa áhrif á sjálfsmyndina, ekki síður hjá þeim sem bera ekki veikindi utan á sér. Allt þetta getur aukið óöryggi og líkur á einangrun. Með minni virkni, lækkuðu sjálfsmati, verkjum og fleiru getur depurð orðið hluti af einkennamyndinni. Fólk getur fundið fyrir viðkvæmni, pirringi, óstöðugleika í tilfinningum og erfiðleikum með að taka ákvarðanir. Náin samskipti geta orðið flóknari, breytt hlutverk haft áhrif auk minnkaðrar getu til að njóta kynlífs og fleira. Vítahringir vanlíðunar geta myndast og mikilvægt er að leita lausna sem henta hverjum og einum. Fagfólk veitir upplýsingar, ráð og meðferð og hjá Embætti landlæknis má finna klínískar leiðbeiningar sem taka mið af bestu þekkingu á hverjum tíma. Ýmis félagasamtök styðja auk þess við sjúklinga og aðstandendur. Ef um krabbamein er að ræða veitir Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélags Íslands ráðgjöf, fræðslu og stuðning. Breytingar vegna heilsubrests gerast oftast á mun styttri tíma en það tekur væntingar og viðhorf að breytast. Þetta á bæði við um þann veika og aðstandendur. Það er eðlilegt að upplifa áfall og sorg í þessu tilliti og mikilvægt að meðtaka og vinna úr erfiðum tilfinningum.Jafningjastuðningur Að sama skapi er mikilvægt að huga vel að þeim þáttum sem gera mann að þeirri manneskju sem maður er og leggja áherslu á það sem maður getur, hefur gagn af, dreymir um og þykir skemmtilegt. Sjálfsmynd sem dregur fram margþætta eiginleika hefur aukinn sveigjanleika og styrk til að standa af sér mótlæti. Það er hollt fyrir sjálfsmyndina að rækta styrkleika sína og meðtaka veikleika. Það eykur líkurnar á að fólk geri raunhæfar kröfur til sín og annarra. Það er erfitt að sætta sig við að ná ekki þeim markmiðum sem maður hefur sett sér og ærið verkefni að laga markmið sín að breyttum aðstæðum. Það er einnig eðlilegt að þarfir fólks aukist undir álagi. Það er því nauðsynlegt að ígrunda nýjar leiðir og nálgun til að rækta það sem hverjum og einum er mikilvægt. Undirrituð sér um jafningjastuðning Krafts, sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Það hefur reynst mörgum vel, bæði sjúklingum og aðstandendum, að eiga samskipti við jafningja, einstakling sem hefur reynt svipað og maður stendur sjálfur frammi fyrir. Það er oft léttir að finna þann skilning sem einungis næst með sameiginlegri reynslu og jafningjastuðningur getur spornað gegn einangrun og veitt nýja sýn. Jafningjastuðningur á vegum Krafts er veittur af stuðningsfulltrúum sem hafa setið sérstakt stuðningsfulltrúanámskeið og hljóta reglulega endurmenntun og sinna þessu sjálfboðastarfi undir handleiðslu sálfræðings. Sálfræðingurinn tekur á móti öllum beiðnum um stuðning, finnur stuðningsfulltrúa sem hentar og hefur eftirfylgni með því að hafa samband að stuðningi loknum. Jafningjastuðningurinn er að kostnaðarlausu og farið er með öll samtöl sem trúnaðarmál.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar