Riddarar á hvítum hestum Arngrímur Thorlacius skrifar 10. apríl 2014 00:00 Síðustu vikur hafa málefni Landbúnaðarháskóla Íslands verið áberandi í fjölmiðlum. Tilefnið er fyrirhuguð sameining skólans við Háskóla Íslands. Um sameiningarhugmyndina sýnist sitt hverjum. Heimóttur, nágranni minn, bendir á að samstarf við myrku öflin í Reykjavík kunni ekki góðri lukku að stýra. Maður réttir þessu fólki litla fingur og það tekur báða handleggina. Öðrum verður tíðrætt um samlegðaráhrif við rekstur gæðakerfa og nauðsynlegra námskeiða á meistara- og doktorsstigi. Hér er ávinningurinn augljós og greinilega sýnu meiri fyrir litlu eininguna. Heimóttur telur hins vegar ljóst að kennsla í búfjárrækt endi öll í Húsdýragarðinum og jarðræktarnámið í Grasagarðinum þar við hliðina á.Galli á gjöf Njarðar Skóla þessum var ýtt úr vör meira af vilja en mætti 2005 með samruna Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Garðyrkjuskóla ríkisins og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Hið opinbera hefur aldrei fyllilega axlað ábyrgð á stofnun hans. Frumkvæðið var alfarið hjá landbúnaðarráðuneytinu sáluga og markmiðin voru skýr. Til að ölast lífsins rétt þyrfti hinn nýi skóli að hafa 300 til 500 háskólanema á sínum snærum, enda væri reksturinn annars óforsvaranlegur. Sá galli var þó á gjöf Njarðar að ekki fylgdi þjónustusamningur sem tryggði fjármögnun þessarar nauðsynlegu stækkunar og við fjárlagagerðina var fylgt gömlum hefðum og reddað í horn með aukafjárlögum. Ég hef fylgst með málefnum landbúnaðarháskólans um langt árabil. Það er mín skoðun að ef yfirstjórn skólans hefði á einhverjum tímapunkti ákveðið að halda rekstrinum innan ramma fjárlaga, þá hefði það jafngilt lokun. Það hefði tæpast verið vilji þings og þjóðar. Skólinn hefur nú náð áðurnefndu markmiði um nemendafjölda.Keyrt áfram á þrjóskunni Háskólamenntunin sem við veitum okkar nemendum reynist þeim vel og hún er alls ekki dýr á landsvísu. Framlag skólans á sviði rannsókna myndi skipa okkur vel ofan við meðallag íslenskra háskóladeilda. Eftir hrunið mikla hefur ofan í vanáætlanir verið dembt hverjum niðurskurðinum á fætur öðrum. Líkt og á Landspítalanum höfum við starfsfólkið keyrt þetta áfram á þrjóskunni. Þær hugmyndir sem ráðherra og ráðuneyti menntamála hafa sett fram um sameiningu eru að mínu viti fyrstu merki um áhuga hins opinbera á að finna varanlega og raunhæfa lausn fyrir Landbúnaðarháskólann. Og gott betur. Hér var að finna atriði sem ég hefði ekki þorað að vonast eftir. Það var því næsta undarleg upplifun þegar fram ruddist vösk sveit riddara á hvítum hestum til að bjarga okkur frá þessu bjargræði. Tryggja yrði sjálfstæði skólans hvað sem tautar og raular.Burtreiðalaust Þetta minnti mig á atriði sem ég sá í mynd (um riddara) með Monty Python fyrir mörgum árum, nema hvað þá hló ég. Hvað felst í þessu sjálfstæði? Sjálfstæði Bjarts í Sumarhúsum segir Heimóttur keikur. Nú þykir riddurum undarlegt að ráðherra málaflokksins vilji ekki ólmur kúvenda og styðja þessa sjálfstæðisbaráttu. Maðurinn er þrátt fyrir allt sjálfstæðismaður. Og bændasamtök lýðveldisins, þau vilja taka olnbogabarnið að sér og reka sem sjálfseignarstofnun. Allt hlýtur að vera betra en að láta okkur sprenglærða ofvitana annast þetta. Ég óttast að fyrirhuguð sjálfseignarstofnun gæti reynst fóstra sínum þung í skauti. Er ekki komið nóg af Heimóttarskap? Við verðum að leysa þessi mál burtreiðalaust. Á Íslandi eru þrátt fyrir allt engir hvítir hestar, aðeins gráir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hafa málefni Landbúnaðarháskóla Íslands verið áberandi í fjölmiðlum. Tilefnið er fyrirhuguð sameining skólans við Háskóla Íslands. Um sameiningarhugmyndina sýnist sitt hverjum. Heimóttur, nágranni minn, bendir á að samstarf við myrku öflin í Reykjavík kunni ekki góðri lukku að stýra. Maður réttir þessu fólki litla fingur og það tekur báða handleggina. Öðrum verður tíðrætt um samlegðaráhrif við rekstur gæðakerfa og nauðsynlegra námskeiða á meistara- og doktorsstigi. Hér er ávinningurinn augljós og greinilega sýnu meiri fyrir litlu eininguna. Heimóttur telur hins vegar ljóst að kennsla í búfjárrækt endi öll í Húsdýragarðinum og jarðræktarnámið í Grasagarðinum þar við hliðina á.Galli á gjöf Njarðar Skóla þessum var ýtt úr vör meira af vilja en mætti 2005 með samruna Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Garðyrkjuskóla ríkisins og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Hið opinbera hefur aldrei fyllilega axlað ábyrgð á stofnun hans. Frumkvæðið var alfarið hjá landbúnaðarráðuneytinu sáluga og markmiðin voru skýr. Til að ölast lífsins rétt þyrfti hinn nýi skóli að hafa 300 til 500 háskólanema á sínum snærum, enda væri reksturinn annars óforsvaranlegur. Sá galli var þó á gjöf Njarðar að ekki fylgdi þjónustusamningur sem tryggði fjármögnun þessarar nauðsynlegu stækkunar og við fjárlagagerðina var fylgt gömlum hefðum og reddað í horn með aukafjárlögum. Ég hef fylgst með málefnum landbúnaðarháskólans um langt árabil. Það er mín skoðun að ef yfirstjórn skólans hefði á einhverjum tímapunkti ákveðið að halda rekstrinum innan ramma fjárlaga, þá hefði það jafngilt lokun. Það hefði tæpast verið vilji þings og þjóðar. Skólinn hefur nú náð áðurnefndu markmiði um nemendafjölda.Keyrt áfram á þrjóskunni Háskólamenntunin sem við veitum okkar nemendum reynist þeim vel og hún er alls ekki dýr á landsvísu. Framlag skólans á sviði rannsókna myndi skipa okkur vel ofan við meðallag íslenskra háskóladeilda. Eftir hrunið mikla hefur ofan í vanáætlanir verið dembt hverjum niðurskurðinum á fætur öðrum. Líkt og á Landspítalanum höfum við starfsfólkið keyrt þetta áfram á þrjóskunni. Þær hugmyndir sem ráðherra og ráðuneyti menntamála hafa sett fram um sameiningu eru að mínu viti fyrstu merki um áhuga hins opinbera á að finna varanlega og raunhæfa lausn fyrir Landbúnaðarháskólann. Og gott betur. Hér var að finna atriði sem ég hefði ekki þorað að vonast eftir. Það var því næsta undarleg upplifun þegar fram ruddist vösk sveit riddara á hvítum hestum til að bjarga okkur frá þessu bjargræði. Tryggja yrði sjálfstæði skólans hvað sem tautar og raular.Burtreiðalaust Þetta minnti mig á atriði sem ég sá í mynd (um riddara) með Monty Python fyrir mörgum árum, nema hvað þá hló ég. Hvað felst í þessu sjálfstæði? Sjálfstæði Bjarts í Sumarhúsum segir Heimóttur keikur. Nú þykir riddurum undarlegt að ráðherra málaflokksins vilji ekki ólmur kúvenda og styðja þessa sjálfstæðisbaráttu. Maðurinn er þrátt fyrir allt sjálfstæðismaður. Og bændasamtök lýðveldisins, þau vilja taka olnbogabarnið að sér og reka sem sjálfseignarstofnun. Allt hlýtur að vera betra en að láta okkur sprenglærða ofvitana annast þetta. Ég óttast að fyrirhuguð sjálfseignarstofnun gæti reynst fóstra sínum þung í skauti. Er ekki komið nóg af Heimóttarskap? Við verðum að leysa þessi mál burtreiðalaust. Á Íslandi eru þrátt fyrir allt engir hvítir hestar, aðeins gráir.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun