Norðurlöndin vilja aðstoða Úkraínu Karin Åström og Hans Wallmark skrifar 8. apríl 2014 07:00 Umheimurinn varð orðlaus og viðbrögðin létu ekki standa á sér þegar Rússar innlimuðu Krímskaga á ólöglegan hátt. Verknaðurinn er skýlaust brot á alþjóðarétti. Litlum og meðalstórum ríkjum eins og Norðurlöndum er það mikilvægt að staðið sé við alþjóðleg lög og reglur. Fyrir utan atburðarásina á Krímskaga er mikilvægt að átta sig á því að Úkraínumenn hafa mikla þörf fyrir aðstoð, ekki síst í baráttunni gegn spillingu og við uppbyggingu lýðræðis og réttarríkis. Samstarf þingmanna frá fimm ríkjum og þremur sjálfstjórnarsvæðum í Norðurlandaráði byggir á lýðræðishugsun og nútíma réttarríki. Því er einlægur vilji til að aðstoða aðrar þjóðir á þessu sviði. Svipað og Norðurlöndin studdu þróun lýðræðis í Eystrasaltsríkjunum fyrir rúmum tuttugu árum er ástæða til að Norðurlöndin og grannsvæði þeirra taki nú höndum saman um að styðja við lýðræðisþróun í Úkraínu. Á samráðsfundum sem Norðurlandaráð átti á dögunum með fulltrúum utanríkismálanefnda og forystu þjóðþinga Eystrasaltsríkjanna og Póllands kom greinilegur áhugi í ljós á því að efla samstarf ríkja á Eystrasaltssvæðinu um lýðræði og öryggismál. Stuðningur Norðurlandanna er vel þeginn og menn voru áfram um að dýpka samstarf um öryggis- og lýðræðismál.Vopnaskak er áminning Mikið er rætt um sameiginlegar aðgerðir gegn Rússlandi. Þjóðum Norðurlandanna finnst mikilvægt og eðlilegt að ræða það. Norðurlandaráð hefur því ákveðið að fyrirhugað þemaþing á Akureyri þann 8. apríl hefjist á umræðu um þessi málefni. Vopnaskak Rússa við landamærin að Úkraínu er okkur áminning um að Rússar geta gripið til harðrar valdbeitingar en valdbeiting getur einnig birst í áróðri og ritskoðun. Norðurlandaþjóðirnar eiga lýðræðisleg gildi og reynslu af stjórnskipulegu ferli sameiginleg og þær eru reiðubúnar til að rétta Úkraínumönnum hjálparhönd í þeim efnum. Alþjóðabankinn og einstök ríki eru reiðubúin til að veita ýmis konar lán og aðra fjárhagsaðstoð. Við á Norðurlöndum erum reiðubúin til að leggja hönd á plóg til að skapa lifandi lýðræðishefð sem einkennist af gagnsæi, þátttöku og fjölbreytileika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Umheimurinn varð orðlaus og viðbrögðin létu ekki standa á sér þegar Rússar innlimuðu Krímskaga á ólöglegan hátt. Verknaðurinn er skýlaust brot á alþjóðarétti. Litlum og meðalstórum ríkjum eins og Norðurlöndum er það mikilvægt að staðið sé við alþjóðleg lög og reglur. Fyrir utan atburðarásina á Krímskaga er mikilvægt að átta sig á því að Úkraínumenn hafa mikla þörf fyrir aðstoð, ekki síst í baráttunni gegn spillingu og við uppbyggingu lýðræðis og réttarríkis. Samstarf þingmanna frá fimm ríkjum og þremur sjálfstjórnarsvæðum í Norðurlandaráði byggir á lýðræðishugsun og nútíma réttarríki. Því er einlægur vilji til að aðstoða aðrar þjóðir á þessu sviði. Svipað og Norðurlöndin studdu þróun lýðræðis í Eystrasaltsríkjunum fyrir rúmum tuttugu árum er ástæða til að Norðurlöndin og grannsvæði þeirra taki nú höndum saman um að styðja við lýðræðisþróun í Úkraínu. Á samráðsfundum sem Norðurlandaráð átti á dögunum með fulltrúum utanríkismálanefnda og forystu þjóðþinga Eystrasaltsríkjanna og Póllands kom greinilegur áhugi í ljós á því að efla samstarf ríkja á Eystrasaltssvæðinu um lýðræði og öryggismál. Stuðningur Norðurlandanna er vel þeginn og menn voru áfram um að dýpka samstarf um öryggis- og lýðræðismál.Vopnaskak er áminning Mikið er rætt um sameiginlegar aðgerðir gegn Rússlandi. Þjóðum Norðurlandanna finnst mikilvægt og eðlilegt að ræða það. Norðurlandaráð hefur því ákveðið að fyrirhugað þemaþing á Akureyri þann 8. apríl hefjist á umræðu um þessi málefni. Vopnaskak Rússa við landamærin að Úkraínu er okkur áminning um að Rússar geta gripið til harðrar valdbeitingar en valdbeiting getur einnig birst í áróðri og ritskoðun. Norðurlandaþjóðirnar eiga lýðræðisleg gildi og reynslu af stjórnskipulegu ferli sameiginleg og þær eru reiðubúnar til að rétta Úkraínumönnum hjálparhönd í þeim efnum. Alþjóðabankinn og einstök ríki eru reiðubúin til að veita ýmis konar lán og aðra fjárhagsaðstoð. Við á Norðurlöndum erum reiðubúin til að leggja hönd á plóg til að skapa lifandi lýðræðishefð sem einkennist af gagnsæi, þátttöku og fjölbreytileika.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar