Viðskipti innlent

Virðisaukakattur á matvöru, tónlist og bækur gæti hækkað

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, vill einfalda virðisauka- og tekjuskattkerfið
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, vill einfalda virðisauka- og tekjuskattkerfið vísir/daníel
Vinna við endurskoðun á virðisaukaskattkerfinu stendur yfir og gerir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ráð fyrir að niðurstöður nefndar sem vinnur að málinu liggi fyrir síðar á þessu ári. Meðal annars eru skoðaðar breytingar á vörugjöldum og leitast við að draga úr mun á milli skattþrepa.

„Það er ójöfnuður í virðisaukaskattkerfinu sem við viljum breyta með því að einfalda kerfið, draga úr mun á milli þrepa og draga úr undanþágum,“ segir Bjarni.

Stærsta breytingin væri að lækka 25,5 prósenta virðisaukaskattinn í efra þrepi kerfisins, þar sem flestir vöruflokkar eru, og hækka skattinn í neðra þrepinu, 7 prósent virðisaukaskatt, sem er á bókum, tónlist, matvöru og hluta af ferðaþjónustu. Annað í ferðaþjónustunni er undanþegið virðisaukaskatti.

„Á móti kæmu mótvægisaðgerðir til að bæta stöðu þeirra sem eru með lægri tekjur. Grunnhugsunin er að lágt neðra þrep sé mjög ómarkviss aðgerð til að létta undir með þeim sem eru með lægri tekjur og aðrar leiðir eru skilvirkari, til að mynda í gegnum bótakerfið eða skattkerfið.“

Einnig er hafin vinna við að endurskoða og einfalda tekjuskattkerfið með skattalækkanir í huga. Bjarni segir að þær aðgerðir verði tímasettar á þessu kjörtímabili, meðal annars með hliðsjón af kjarasamningum sem verða opnir á árinu.


Tengdar fréttir

„You Ain't Seen Nothing Yet“

Skattalækkanir ríkisstjórnarinnar eru rétt að byrja. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á flokkráðsfundi flokksins í morgun. Hann þakkar einnig krónunni fyrir að atvinnuleysi sé minna á Íslandi en í öllum 28 ríkjum Evrópusambandins.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,05
13
257.683
REGINN
2
4
53.175
ARION
1,22
42
914.527
SIMINN
1,06
9
234.803
EIM
0,69
2
64.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,86
41
928.396
REITIR
-1,42
14
57.606
ICESEA
-0,92
12
136.097
ICEAIR
-0,71
20
8.546
EIK
-0,5
5
29.126
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.