Friður, jöfnuður og auðlindir Helgi Hjörvar og Karin Åström skrifar 7. apríl 2014 00:00 Akureyri verður vettvangur samráðs og pólitískrar umræðu 87 þingmanna þegar Norðurlandaráð kemur þar saman til vorþings á morgun. Á dagskrá þingsins eru bæði átakamál þar sem mismunandi áherslur stjórnmálaflokkanna koma skýrt fram en einnig samstöðumál, þar sem stjórnmálamenn allra flokka vinna saman að mikilvægum hagsmunamálum. Jafnaðarmenn munu taka virkan þátt í þinginu enda er þingflokkur jafnaðarmanna stærstur í Norðurlandaráði með 26 þingmenn frá öllum Norðurlöndunum. Afdráttarlaus afstaða Norðurlandaráðs í deilunni um Krímskagann er gott dæmi um það hvernig Norðurlöndin geta á vettvangi ráðsins tekið sameiginlega afstöðu í alþjóðlegum álitamálum. Á þinginu er áríðandi að Norðurlandaráð árétti skýra afstöðu sína í deilunni og leggi með þeim hætti mikilvægt lóð sitt á vogarskál friðar í Evrópu. Á þinginu munu jafnaðarmenn leggja ríka áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, bæði með tilliti til umgengni okkar við lífríkið en ekki síður samfélagsins sem auðlindirnar fóstrar. Við verðum að tryggja að auðlindirnar nýtist komandi kynslóðum ekki síður en okkur sem nú lifum og við verðum að tryggja að arði af sameiginlegum auðlindum verði réttlátlega skipt og hann nýtist til uppbyggingar og samfélagslegra verkefna. Um þessi grundvallarsjónarmið standa norrænir jafnaðarmenn saman hvort sem rætt er um fisk, námugröft, skógarhögg, orku eða aðrar auðlindir Norðurlandanna. Á Akureyri munu jafnaðarmenn einnig halda áfram sameiginlegri baráttu sinni fyrir uppbyggingu og þróun norræna velferðarkerfisins en í stjórnartíð hægrimanna hefur víða verið að því sótt á undanförnum árum. Ekki síst á þetta við um réttindi og stöðu launþega gagnvart félagslegum undirboðum og langtímaatvinnuleysi ungs fólks. Afleiðingin er aukin lagskipting vinnumarkaðarins og aukinn ójöfnuður. Þessari þróun vilja jafnaðarmenn snúa við, m.a. með sameiginlegum aðgerðum Norðurlandanna gegn félagslegum undirboðum á vinnumarkaði, aðgerðum gegn atvinnuleysi ungs fólks og með því að styrkja stöðu stéttarfélaga. Á þingi Norðurlandaráðs leggja jafnaðarmenn því áherslu á frið, jöfnuð, réttlæti og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda – hér eftir sem hingað til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Akureyri verður vettvangur samráðs og pólitískrar umræðu 87 þingmanna þegar Norðurlandaráð kemur þar saman til vorþings á morgun. Á dagskrá þingsins eru bæði átakamál þar sem mismunandi áherslur stjórnmálaflokkanna koma skýrt fram en einnig samstöðumál, þar sem stjórnmálamenn allra flokka vinna saman að mikilvægum hagsmunamálum. Jafnaðarmenn munu taka virkan þátt í þinginu enda er þingflokkur jafnaðarmanna stærstur í Norðurlandaráði með 26 þingmenn frá öllum Norðurlöndunum. Afdráttarlaus afstaða Norðurlandaráðs í deilunni um Krímskagann er gott dæmi um það hvernig Norðurlöndin geta á vettvangi ráðsins tekið sameiginlega afstöðu í alþjóðlegum álitamálum. Á þinginu er áríðandi að Norðurlandaráð árétti skýra afstöðu sína í deilunni og leggi með þeim hætti mikilvægt lóð sitt á vogarskál friðar í Evrópu. Á þinginu munu jafnaðarmenn leggja ríka áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, bæði með tilliti til umgengni okkar við lífríkið en ekki síður samfélagsins sem auðlindirnar fóstrar. Við verðum að tryggja að auðlindirnar nýtist komandi kynslóðum ekki síður en okkur sem nú lifum og við verðum að tryggja að arði af sameiginlegum auðlindum verði réttlátlega skipt og hann nýtist til uppbyggingar og samfélagslegra verkefna. Um þessi grundvallarsjónarmið standa norrænir jafnaðarmenn saman hvort sem rætt er um fisk, námugröft, skógarhögg, orku eða aðrar auðlindir Norðurlandanna. Á Akureyri munu jafnaðarmenn einnig halda áfram sameiginlegri baráttu sinni fyrir uppbyggingu og þróun norræna velferðarkerfisins en í stjórnartíð hægrimanna hefur víða verið að því sótt á undanförnum árum. Ekki síst á þetta við um réttindi og stöðu launþega gagnvart félagslegum undirboðum og langtímaatvinnuleysi ungs fólks. Afleiðingin er aukin lagskipting vinnumarkaðarins og aukinn ójöfnuður. Þessari þróun vilja jafnaðarmenn snúa við, m.a. með sameiginlegum aðgerðum Norðurlandanna gegn félagslegum undirboðum á vinnumarkaði, aðgerðum gegn atvinnuleysi ungs fólks og með því að styrkja stöðu stéttarfélaga. Á þingi Norðurlandaráðs leggja jafnaðarmenn því áherslu á frið, jöfnuð, réttlæti og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda – hér eftir sem hingað til.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar