Er stytting náms til stúdentsprófs til hagsbóta fyrir nemendur? Yngvi Pétursson skrifar 5. apríl 2014 07:00 Seinni hluti Íslenski framhaldsskólinn er bæði góður og mjög sveigjanlegur þar sem nemendum býðst að velja um fjölbreyttar námsleiðir sem henta hverjum og einum. Ég vil minnast á áfangakerfið við Menntaskólann við Hamrahlíð sem olli straumhvörfum á sínum tíma og síðustu ár hafa fleiri skólar bæst við sem bjóða upp á námsleiðir með styttri námstíma eins og t.d. Kvennaskólinn í Reykjavík og þannig gefst nemendum kostur á styttri námstíma standi hugur þeirra til þess. Hafa þarf í huga að stytting framhaldsskólans hefur væntanlega í för með sér lengingu skólaársins og aukið álag á nemendur, sem án vafa kemur niður á félagslífi þeirra. Það tel ég afleitt því að virkni í félagslífi stuðlar ekki hvað síst að þroska einstaklingsins. Annað atriði sem vert er að huga sérstaklega að eru námskröfur erlendra háskóla. Nú þegar hafa nemendur sem hyggjast stunda nám erlendis lent í vandræðum vegna ónógs undirbúnings, t.d. vegna háskólanáms í Danmörku og Svíþjóð. Samtök framhaldsskólanema þurfa að vera á varðbergi fyrir því að nýtt skipulag námsins festi ekki nemendur í nokkurs konar átthagafjötrum þannig að þeir standist ekki lengur kröfur erlendra háskóla. Nú innleiðir hver deild Háskóla Íslands á fætur annarri inntökupróf. Það er gert vegna þess að stúdentspróf er ekki lengur sú trygging fyrir nægilegum undirbúningi undir háskólanám sem hún áður var. Í nýjasta tölublaði Tímarits um menntarannsóknir sem Háskólaútgáfan gefur út er sagt frá rannsókn Önnu Helgu Jónsdóttur og fleiri háskólakennara um gengi nýnema í stærðfræði á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands. Sú rannsókn gefur til kynna að þau áhrif, sem fyrirhugaðar breytingar geta haft á tækninám í landinu, eru verulega mikið áhyggjuefni. Vart þarf að deila um mikilvægi tæknimenntunar í ljósi væntinga þjóðarinnar til aukinnar hagsældar á Íslandi.Skólar þrói eigin námskrár Ég tel farsælast að skólar fái, eins og reyndar nýju framhaldsskólalögin gera ráð fyrir, að þróa eigin námskrár, rækta sína styrkleika og bjóða nemendum upp á skýrt val. Hingað til hef ég talið að það væri pólitískur vilji á Alþingi fyrir því að þingmenn beiti sér fyrir að standa gegn allri miðstýringu í tilhögun náms en styddu í stað þess við sjálfstæði, sveigjanleika og val í námi. A.m.k. virtist mér slíkur vilji koma fram í aðdraganda lagasetninga á Alþingi um heildstæð lög fyrir öll skólastigin árið 2008. Í samtölum mínum um kerfisbreytingu námsins við nemendur mína og foreldra þeirra er oftast bent á að beinast liggi við að stokka upp námið í efstu bekkjum grunnskólans. Eins og ég hef áður sagt eru öll rök sem mæla með því að hafa kerfið sveigjanlegt og opið. Það er brýn þörf í slíkri uppstokkun námsins á að bjóða nemendum upp á að velja nám til undirbúnings verknámi í framhaldsskóla. Á árunum 2007 og 2008 vann Menntaskólinn í Reykjavík að þróunarverkefni þar sem nemendum úr 9. bekk bauðst að taka námsefni 10. bekkjar grunnskólans og fyrsta bekk framhaldsskólans á sama árinu. Þessi tilraun gekk afar vel og var það samdóma álit nemenda og foreldra sem tóku þátt í verkefninu að vel hefði tekist til. Í haust sótti ég, fyrir hönd skólans, um leyfi til mennta- og menningarmálaráðuneytis til þess að halda þróunarverkefninu áfram með því að bjóða nemendum úr 9. bekk að þreyta inntökupróf og taka þannig þátt í þróunarverkefni skólans. Með þessu móti gæfist þeim nemendum möguleiki á því að stytta námstíma sinn til stúdentsprófs um eitt ár. Að lokum vil ég leggja áherslu á að það er skýr afstaða Menntaskólans í Reykjavík að með tilliti til farsæls ferils nemenda í háskólanámi sé ekki rétt – heldur beinlínis rangt – að svipta nemendur bestu hugsanlegu möguleikunum til þess að öðlast þann undirbúning sem opnar þeim sem flestar dyr inn til framtíðar. Ég hvet stjórnmálamenn til þess að huga að skólakerfinu í heild sinni allt frá leikskóla til háskóla í þeim kerfisbreytingum sem fyrirhugaðar eru. Með framtíð þjóðarinnar í huga er mikilvægt að hlúa að æsku landsins og vonandi berum við gæfu til þess að láta nemendur njóta forgangs í ákvörðun um menntastefnu þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Seinni hluti Íslenski framhaldsskólinn er bæði góður og mjög sveigjanlegur þar sem nemendum býðst að velja um fjölbreyttar námsleiðir sem henta hverjum og einum. Ég vil minnast á áfangakerfið við Menntaskólann við Hamrahlíð sem olli straumhvörfum á sínum tíma og síðustu ár hafa fleiri skólar bæst við sem bjóða upp á námsleiðir með styttri námstíma eins og t.d. Kvennaskólinn í Reykjavík og þannig gefst nemendum kostur á styttri námstíma standi hugur þeirra til þess. Hafa þarf í huga að stytting framhaldsskólans hefur væntanlega í för með sér lengingu skólaársins og aukið álag á nemendur, sem án vafa kemur niður á félagslífi þeirra. Það tel ég afleitt því að virkni í félagslífi stuðlar ekki hvað síst að þroska einstaklingsins. Annað atriði sem vert er að huga sérstaklega að eru námskröfur erlendra háskóla. Nú þegar hafa nemendur sem hyggjast stunda nám erlendis lent í vandræðum vegna ónógs undirbúnings, t.d. vegna háskólanáms í Danmörku og Svíþjóð. Samtök framhaldsskólanema þurfa að vera á varðbergi fyrir því að nýtt skipulag námsins festi ekki nemendur í nokkurs konar átthagafjötrum þannig að þeir standist ekki lengur kröfur erlendra háskóla. Nú innleiðir hver deild Háskóla Íslands á fætur annarri inntökupróf. Það er gert vegna þess að stúdentspróf er ekki lengur sú trygging fyrir nægilegum undirbúningi undir háskólanám sem hún áður var. Í nýjasta tölublaði Tímarits um menntarannsóknir sem Háskólaútgáfan gefur út er sagt frá rannsókn Önnu Helgu Jónsdóttur og fleiri háskólakennara um gengi nýnema í stærðfræði á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands. Sú rannsókn gefur til kynna að þau áhrif, sem fyrirhugaðar breytingar geta haft á tækninám í landinu, eru verulega mikið áhyggjuefni. Vart þarf að deila um mikilvægi tæknimenntunar í ljósi væntinga þjóðarinnar til aukinnar hagsældar á Íslandi.Skólar þrói eigin námskrár Ég tel farsælast að skólar fái, eins og reyndar nýju framhaldsskólalögin gera ráð fyrir, að þróa eigin námskrár, rækta sína styrkleika og bjóða nemendum upp á skýrt val. Hingað til hef ég talið að það væri pólitískur vilji á Alþingi fyrir því að þingmenn beiti sér fyrir að standa gegn allri miðstýringu í tilhögun náms en styddu í stað þess við sjálfstæði, sveigjanleika og val í námi. A.m.k. virtist mér slíkur vilji koma fram í aðdraganda lagasetninga á Alþingi um heildstæð lög fyrir öll skólastigin árið 2008. Í samtölum mínum um kerfisbreytingu námsins við nemendur mína og foreldra þeirra er oftast bent á að beinast liggi við að stokka upp námið í efstu bekkjum grunnskólans. Eins og ég hef áður sagt eru öll rök sem mæla með því að hafa kerfið sveigjanlegt og opið. Það er brýn þörf í slíkri uppstokkun námsins á að bjóða nemendum upp á að velja nám til undirbúnings verknámi í framhaldsskóla. Á árunum 2007 og 2008 vann Menntaskólinn í Reykjavík að þróunarverkefni þar sem nemendum úr 9. bekk bauðst að taka námsefni 10. bekkjar grunnskólans og fyrsta bekk framhaldsskólans á sama árinu. Þessi tilraun gekk afar vel og var það samdóma álit nemenda og foreldra sem tóku þátt í verkefninu að vel hefði tekist til. Í haust sótti ég, fyrir hönd skólans, um leyfi til mennta- og menningarmálaráðuneytis til þess að halda þróunarverkefninu áfram með því að bjóða nemendum úr 9. bekk að þreyta inntökupróf og taka þannig þátt í þróunarverkefni skólans. Með þessu móti gæfist þeim nemendum möguleiki á því að stytta námstíma sinn til stúdentsprófs um eitt ár. Að lokum vil ég leggja áherslu á að það er skýr afstaða Menntaskólans í Reykjavík að með tilliti til farsæls ferils nemenda í háskólanámi sé ekki rétt – heldur beinlínis rangt – að svipta nemendur bestu hugsanlegu möguleikunum til þess að öðlast þann undirbúning sem opnar þeim sem flestar dyr inn til framtíðar. Ég hvet stjórnmálamenn til þess að huga að skólakerfinu í heild sinni allt frá leikskóla til háskóla í þeim kerfisbreytingum sem fyrirhugaðar eru. Með framtíð þjóðarinnar í huga er mikilvægt að hlúa að æsku landsins og vonandi berum við gæfu til þess að láta nemendur njóta forgangs í ákvörðun um menntastefnu þjóðarinnar.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun