Viðbótarlífeyrissparnaður eykur enn gildi sitt Ólafur Páll Gunnarsson skrifar 3. apríl 2014 07:00 Stjórnvöld hafa nú kynnt aðgerðir í skuldamálum heimilanna. Þær eru tvíþættar, þ.e. annars vegar er um að ræða niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána og hins vegar skattfrjálsa ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar til lækkunar höfuðstóls húsnæðislána eða til kaupa á íbúðarhúsnæði. Viðbótarlífeyrissparnaður er afar hagkvæmt sparnaðarform, m.a. vegna mótframlags launagreiðanda og undanþágu inneignar frá fjármagnstekjuskatti. Tekjur sem ráðstafað er til viðbótarlífeyrissparnaðar eru skattfrjálsar en tekjuskattur er greiddur við úttekt. Sú ráðstöfun sem stjórnvöld hafa nú kynnt um skattfrjálsa úttekt viðbótarlífeyrissparnaðar, að hámarki 1,5 milljónir króna á þremur árum, og nýta má til greiðslu inn á húsnæðislán eða til húsnæðiskaupa, gerir sparnaðinn enn fýsilegri.Greiddur inn á lán Að greiða niður skuldir er árangursrík leið til eignamyndunar. Með því að greiða inn á íbúðalánið með viðbótarlífeyrissparnaði nýtur viðkomandi skattaafsláttar og mótframlags launagreiðanda auk þess sem innborgunin lækkar heildarvaxtagreiðslu og -verðbætur. Aðili sem greiðir eina milljón króna í viðbótarlífeyrissparnað og fær hálfa milljón króna í mótframlag atvinnurekanda getur vænst þess að fá 2,1 milljón króna eftir skatt að 25 árum liðnum á föstu verðlagi. Ef sami aðili greiðir sömu fjárhæð inn á fasteignalán og heldur sömu greiðslubyrði á lánunum myndi skuld hans lækka um fjórar og hálfa milljón króna að 25 árum liðnum, jafnframt á föstu verðlagi. (Forsendur útreiknings miðast við 3,5% raunávöxtun lífeyrissparnaðar, 4,5% raunvexti af fasteignalánum og 40% tekjuskatt.) Eins og framangreind dæmi sýna getur einnar milljónar króna skattfrjálst framlag launþega lækkað lán um margfalda þá upphæð. Fáir fjárfestingarkostir í dag fela í sér jafn háa ávöxtun, auk þess sem niðurgreiðsla skulda er í raun ígildi áhættulausrar fjárfestingar.Húsnæðiskaup Samkvæmt frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um séreignarsparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar, verður fólki heimil skattfrjáls úttekt á viðbótalífeyrissparnaði sem myndast á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017, og nýta má hana til húsnæðiskaupa. Skilyrði er að inneign verði nýtt til öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota og að rétthafi hafi ekki verið eigandi íbúðarhúsnæðis frá 1. júlí 2014 þar til heimildin er nýtt. Heimildin takmarkast við 1,5 milljóna króna ráðstöfun á hverja fasteign, þ.e. hvert heimili. Heimildin gildir í 5 ár. Þá er miðað við að heimildina megi nýta vegna nýbyggingar eða kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota og að sama gildi um kaup á búseturétti. Hægt verður að nýta báða þætti úrræðisins, safna t.d. fyrir útborgun í tvö ár og greiða svo inn á húsnæðislán í eitt ár. Skattfrjáls ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar til húsnæðiskaupa mun því án efa flýta fyrir nauðsynlegri eignamyndun húskaupenda og hækka eiginfjárframlag, ekki síst þeirra sem hyggja á fyrstu kaup.Mikilvægt að kynna sér kostina Ráðstöfun skattfrjáls viðbótarsparnaðar inn á húsnæðislán eða til húsnæðiskaupa er hagstæður kostur fyrir þá sem vilja hámarka tekjur sínar og byggja upp eigið fé á sama tíma. Aðgerðir stjórnvalda eru til þess fallnar að hraða eignamyndun en á sama tíma munu þær treysta í sessi það mikilvæga sparnaðarform sem viðbótarlífeyrissparnaðurinn er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa nú kynnt aðgerðir í skuldamálum heimilanna. Þær eru tvíþættar, þ.e. annars vegar er um að ræða niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána og hins vegar skattfrjálsa ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar til lækkunar höfuðstóls húsnæðislána eða til kaupa á íbúðarhúsnæði. Viðbótarlífeyrissparnaður er afar hagkvæmt sparnaðarform, m.a. vegna mótframlags launagreiðanda og undanþágu inneignar frá fjármagnstekjuskatti. Tekjur sem ráðstafað er til viðbótarlífeyrissparnaðar eru skattfrjálsar en tekjuskattur er greiddur við úttekt. Sú ráðstöfun sem stjórnvöld hafa nú kynnt um skattfrjálsa úttekt viðbótarlífeyrissparnaðar, að hámarki 1,5 milljónir króna á þremur árum, og nýta má til greiðslu inn á húsnæðislán eða til húsnæðiskaupa, gerir sparnaðinn enn fýsilegri.Greiddur inn á lán Að greiða niður skuldir er árangursrík leið til eignamyndunar. Með því að greiða inn á íbúðalánið með viðbótarlífeyrissparnaði nýtur viðkomandi skattaafsláttar og mótframlags launagreiðanda auk þess sem innborgunin lækkar heildarvaxtagreiðslu og -verðbætur. Aðili sem greiðir eina milljón króna í viðbótarlífeyrissparnað og fær hálfa milljón króna í mótframlag atvinnurekanda getur vænst þess að fá 2,1 milljón króna eftir skatt að 25 árum liðnum á föstu verðlagi. Ef sami aðili greiðir sömu fjárhæð inn á fasteignalán og heldur sömu greiðslubyrði á lánunum myndi skuld hans lækka um fjórar og hálfa milljón króna að 25 árum liðnum, jafnframt á föstu verðlagi. (Forsendur útreiknings miðast við 3,5% raunávöxtun lífeyrissparnaðar, 4,5% raunvexti af fasteignalánum og 40% tekjuskatt.) Eins og framangreind dæmi sýna getur einnar milljónar króna skattfrjálst framlag launþega lækkað lán um margfalda þá upphæð. Fáir fjárfestingarkostir í dag fela í sér jafn háa ávöxtun, auk þess sem niðurgreiðsla skulda er í raun ígildi áhættulausrar fjárfestingar.Húsnæðiskaup Samkvæmt frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um séreignarsparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar, verður fólki heimil skattfrjáls úttekt á viðbótalífeyrissparnaði sem myndast á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017, og nýta má hana til húsnæðiskaupa. Skilyrði er að inneign verði nýtt til öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota og að rétthafi hafi ekki verið eigandi íbúðarhúsnæðis frá 1. júlí 2014 þar til heimildin er nýtt. Heimildin takmarkast við 1,5 milljóna króna ráðstöfun á hverja fasteign, þ.e. hvert heimili. Heimildin gildir í 5 ár. Þá er miðað við að heimildina megi nýta vegna nýbyggingar eða kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota og að sama gildi um kaup á búseturétti. Hægt verður að nýta báða þætti úrræðisins, safna t.d. fyrir útborgun í tvö ár og greiða svo inn á húsnæðislán í eitt ár. Skattfrjáls ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar til húsnæðiskaupa mun því án efa flýta fyrir nauðsynlegri eignamyndun húskaupenda og hækka eiginfjárframlag, ekki síst þeirra sem hyggja á fyrstu kaup.Mikilvægt að kynna sér kostina Ráðstöfun skattfrjáls viðbótarsparnaðar inn á húsnæðislán eða til húsnæðiskaupa er hagstæður kostur fyrir þá sem vilja hámarka tekjur sínar og byggja upp eigið fé á sama tíma. Aðgerðir stjórnvalda eru til þess fallnar að hraða eignamyndun en á sama tíma munu þær treysta í sessi það mikilvæga sparnaðarform sem viðbótarlífeyrissparnaðurinn er.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar