Viðbótarlífeyrissparnaður eykur enn gildi sitt Ólafur Páll Gunnarsson skrifar 3. apríl 2014 07:00 Stjórnvöld hafa nú kynnt aðgerðir í skuldamálum heimilanna. Þær eru tvíþættar, þ.e. annars vegar er um að ræða niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána og hins vegar skattfrjálsa ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar til lækkunar höfuðstóls húsnæðislána eða til kaupa á íbúðarhúsnæði. Viðbótarlífeyrissparnaður er afar hagkvæmt sparnaðarform, m.a. vegna mótframlags launagreiðanda og undanþágu inneignar frá fjármagnstekjuskatti. Tekjur sem ráðstafað er til viðbótarlífeyrissparnaðar eru skattfrjálsar en tekjuskattur er greiddur við úttekt. Sú ráðstöfun sem stjórnvöld hafa nú kynnt um skattfrjálsa úttekt viðbótarlífeyrissparnaðar, að hámarki 1,5 milljónir króna á þremur árum, og nýta má til greiðslu inn á húsnæðislán eða til húsnæðiskaupa, gerir sparnaðinn enn fýsilegri.Greiddur inn á lán Að greiða niður skuldir er árangursrík leið til eignamyndunar. Með því að greiða inn á íbúðalánið með viðbótarlífeyrissparnaði nýtur viðkomandi skattaafsláttar og mótframlags launagreiðanda auk þess sem innborgunin lækkar heildarvaxtagreiðslu og -verðbætur. Aðili sem greiðir eina milljón króna í viðbótarlífeyrissparnað og fær hálfa milljón króna í mótframlag atvinnurekanda getur vænst þess að fá 2,1 milljón króna eftir skatt að 25 árum liðnum á föstu verðlagi. Ef sami aðili greiðir sömu fjárhæð inn á fasteignalán og heldur sömu greiðslubyrði á lánunum myndi skuld hans lækka um fjórar og hálfa milljón króna að 25 árum liðnum, jafnframt á föstu verðlagi. (Forsendur útreiknings miðast við 3,5% raunávöxtun lífeyrissparnaðar, 4,5% raunvexti af fasteignalánum og 40% tekjuskatt.) Eins og framangreind dæmi sýna getur einnar milljónar króna skattfrjálst framlag launþega lækkað lán um margfalda þá upphæð. Fáir fjárfestingarkostir í dag fela í sér jafn háa ávöxtun, auk þess sem niðurgreiðsla skulda er í raun ígildi áhættulausrar fjárfestingar.Húsnæðiskaup Samkvæmt frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um séreignarsparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar, verður fólki heimil skattfrjáls úttekt á viðbótalífeyrissparnaði sem myndast á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017, og nýta má hana til húsnæðiskaupa. Skilyrði er að inneign verði nýtt til öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota og að rétthafi hafi ekki verið eigandi íbúðarhúsnæðis frá 1. júlí 2014 þar til heimildin er nýtt. Heimildin takmarkast við 1,5 milljóna króna ráðstöfun á hverja fasteign, þ.e. hvert heimili. Heimildin gildir í 5 ár. Þá er miðað við að heimildina megi nýta vegna nýbyggingar eða kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota og að sama gildi um kaup á búseturétti. Hægt verður að nýta báða þætti úrræðisins, safna t.d. fyrir útborgun í tvö ár og greiða svo inn á húsnæðislán í eitt ár. Skattfrjáls ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar til húsnæðiskaupa mun því án efa flýta fyrir nauðsynlegri eignamyndun húskaupenda og hækka eiginfjárframlag, ekki síst þeirra sem hyggja á fyrstu kaup.Mikilvægt að kynna sér kostina Ráðstöfun skattfrjáls viðbótarsparnaðar inn á húsnæðislán eða til húsnæðiskaupa er hagstæður kostur fyrir þá sem vilja hámarka tekjur sínar og byggja upp eigið fé á sama tíma. Aðgerðir stjórnvalda eru til þess fallnar að hraða eignamyndun en á sama tíma munu þær treysta í sessi það mikilvæga sparnaðarform sem viðbótarlífeyrissparnaðurinn er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa nú kynnt aðgerðir í skuldamálum heimilanna. Þær eru tvíþættar, þ.e. annars vegar er um að ræða niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána og hins vegar skattfrjálsa ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar til lækkunar höfuðstóls húsnæðislána eða til kaupa á íbúðarhúsnæði. Viðbótarlífeyrissparnaður er afar hagkvæmt sparnaðarform, m.a. vegna mótframlags launagreiðanda og undanþágu inneignar frá fjármagnstekjuskatti. Tekjur sem ráðstafað er til viðbótarlífeyrissparnaðar eru skattfrjálsar en tekjuskattur er greiddur við úttekt. Sú ráðstöfun sem stjórnvöld hafa nú kynnt um skattfrjálsa úttekt viðbótarlífeyrissparnaðar, að hámarki 1,5 milljónir króna á þremur árum, og nýta má til greiðslu inn á húsnæðislán eða til húsnæðiskaupa, gerir sparnaðinn enn fýsilegri.Greiddur inn á lán Að greiða niður skuldir er árangursrík leið til eignamyndunar. Með því að greiða inn á íbúðalánið með viðbótarlífeyrissparnaði nýtur viðkomandi skattaafsláttar og mótframlags launagreiðanda auk þess sem innborgunin lækkar heildarvaxtagreiðslu og -verðbætur. Aðili sem greiðir eina milljón króna í viðbótarlífeyrissparnað og fær hálfa milljón króna í mótframlag atvinnurekanda getur vænst þess að fá 2,1 milljón króna eftir skatt að 25 árum liðnum á föstu verðlagi. Ef sami aðili greiðir sömu fjárhæð inn á fasteignalán og heldur sömu greiðslubyrði á lánunum myndi skuld hans lækka um fjórar og hálfa milljón króna að 25 árum liðnum, jafnframt á föstu verðlagi. (Forsendur útreiknings miðast við 3,5% raunávöxtun lífeyrissparnaðar, 4,5% raunvexti af fasteignalánum og 40% tekjuskatt.) Eins og framangreind dæmi sýna getur einnar milljónar króna skattfrjálst framlag launþega lækkað lán um margfalda þá upphæð. Fáir fjárfestingarkostir í dag fela í sér jafn háa ávöxtun, auk þess sem niðurgreiðsla skulda er í raun ígildi áhættulausrar fjárfestingar.Húsnæðiskaup Samkvæmt frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um séreignarsparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar, verður fólki heimil skattfrjáls úttekt á viðbótalífeyrissparnaði sem myndast á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017, og nýta má hana til húsnæðiskaupa. Skilyrði er að inneign verði nýtt til öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota og að rétthafi hafi ekki verið eigandi íbúðarhúsnæðis frá 1. júlí 2014 þar til heimildin er nýtt. Heimildin takmarkast við 1,5 milljóna króna ráðstöfun á hverja fasteign, þ.e. hvert heimili. Heimildin gildir í 5 ár. Þá er miðað við að heimildina megi nýta vegna nýbyggingar eða kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota og að sama gildi um kaup á búseturétti. Hægt verður að nýta báða þætti úrræðisins, safna t.d. fyrir útborgun í tvö ár og greiða svo inn á húsnæðislán í eitt ár. Skattfrjáls ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar til húsnæðiskaupa mun því án efa flýta fyrir nauðsynlegri eignamyndun húskaupenda og hækka eiginfjárframlag, ekki síst þeirra sem hyggja á fyrstu kaup.Mikilvægt að kynna sér kostina Ráðstöfun skattfrjáls viðbótarsparnaðar inn á húsnæðislán eða til húsnæðiskaupa er hagstæður kostur fyrir þá sem vilja hámarka tekjur sínar og byggja upp eigið fé á sama tíma. Aðgerðir stjórnvalda eru til þess fallnar að hraða eignamyndun en á sama tíma munu þær treysta í sessi það mikilvæga sparnaðarform sem viðbótarlífeyrissparnaðurinn er.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar