Sá yðar sem syndlaus er... Gunnar Þorsteinsson skrifar 2. apríl 2014 07:00 Mér finnst merkilegt hversu aðgengi þeirra sem ata aðra auri er greitt að ríkisfjölmiðlum. Nú nýverið var ég borinn þungum sökum í Kastljósþætti Sjónvarpsins, þar sem fréttamaður fer með getsakir á hendur mér í löngu máli, þar sem hann fjallar um kröfu stjórnar Krossgatna um rannsókn á meintri vafasamri meðferð fjármuna Krossgatna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kastljós fer í slíka vegferð gegn mér, en fyrir rúmum þremur árum gerði Kastljós slíkt hið sama, er það flutti mál kvenna sem fóru með fáránlegar ásakanir á hendur mér sem saksóknari vísaði síðan frá. Þar fóru Kastljósmenn rangt með og brutu á mér rétt. Fréttamaðurinn lætur þess getið að ég hafi sætt ákæru, reyndar af allt öðrum toga, og telur það upplýsandi fyrir þessa frétt og gerir síðan samanburð sem er fáránlegur. En fréttamaðurinn gætir ekki jafnræðis og upplýsir ekki að ákærandi minn, Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður, hefur sætt kæru vegna þjófnaðar, fjárdráttar, fölsunar ársreikninga og fyrir að villa á sér heimildir. Sú aðferð að gera kröfu um rannsókn og senda bólgin bréf í allar áttir er í hæsta máta ámælisverð. Af hverju eru þeir ekki spurðir sem að málinu koma og málið leyst með þeim hætti? Þennan undarlega málatilbúnað verður að skoða í ljósi þess að sú stjórn sem þetta gerir situr án umboðs. Hún er skipuð af stjórn Krossins sem kosin var á ólöglegum fundi þar sem fjölmargar réttarreglur voru brotnar. Flestir þeirra stjórnarmanna sem þá voru settir inn hafa yfirgefið stjórnina og eru ekki virkir. Einn óskaði eftir að segja af sér, en honum er tjáð að það geti hann ekki nema á fundi. Það er að sjálfsögðu ekki rétt. Enginn ársfundur var haldinn í fyrra þrátt fyrir að ítrekað væri rekið á eftir því og fyrirheit voru gefin um það. Óyndisúrræði Nú er komið að aðalfundi samkvæmt samþykktum safnaðarins og ljóst er að þeir sem sitja fyrir á fleti bera mikinn kvíðboga fyrir þeim fundi og reyna með öllum tiltækum ráðum að halda sínu. Tímasetning þessarar beiðni um rannsókn segir eiginlega allt sem segja þarf. Menn hafa gripið til þeirra óyndisúrræða að sverta mig sem þeir mega og vega að mér með þeim hætti að mér verði ekki stætt á því að halda minni baráttu áfram fyrir breytingum í stjórn Krossins. Hér eru menn með augljósum og óábyrgum hætti að misnota fjölmiðla og réttarkerfið til að ná fram annarlegum markmiðum. Það sjá allir sem vilja sjá að stjórn Krossins hefur brotið lög sem og samþykktir safnaðarins með framgöngu sinni. Nú skal búin til smjörklípa til að breiða yfir það. Þessi aðför segir ekkert um mig, en fjölmargt um þá sem að henni standa. Auðvitað ætti að biðja um opinbera rannsókn á starfsháttum stjórnarmanna í Krossinum sem hafa með ótrúlegum lagaklækjum, svikum og fláræði barist fyrir annarlegum hagsmunum. Ég held að sú leið sé e.t.v. ekki sú rétta heldur beri að hvetja stjórn Krossins til að fara að lögum og halda aðalfund hið fyrsta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Skoðun Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Mér finnst merkilegt hversu aðgengi þeirra sem ata aðra auri er greitt að ríkisfjölmiðlum. Nú nýverið var ég borinn þungum sökum í Kastljósþætti Sjónvarpsins, þar sem fréttamaður fer með getsakir á hendur mér í löngu máli, þar sem hann fjallar um kröfu stjórnar Krossgatna um rannsókn á meintri vafasamri meðferð fjármuna Krossgatna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kastljós fer í slíka vegferð gegn mér, en fyrir rúmum þremur árum gerði Kastljós slíkt hið sama, er það flutti mál kvenna sem fóru með fáránlegar ásakanir á hendur mér sem saksóknari vísaði síðan frá. Þar fóru Kastljósmenn rangt með og brutu á mér rétt. Fréttamaðurinn lætur þess getið að ég hafi sætt ákæru, reyndar af allt öðrum toga, og telur það upplýsandi fyrir þessa frétt og gerir síðan samanburð sem er fáránlegur. En fréttamaðurinn gætir ekki jafnræðis og upplýsir ekki að ákærandi minn, Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður, hefur sætt kæru vegna þjófnaðar, fjárdráttar, fölsunar ársreikninga og fyrir að villa á sér heimildir. Sú aðferð að gera kröfu um rannsókn og senda bólgin bréf í allar áttir er í hæsta máta ámælisverð. Af hverju eru þeir ekki spurðir sem að málinu koma og málið leyst með þeim hætti? Þennan undarlega málatilbúnað verður að skoða í ljósi þess að sú stjórn sem þetta gerir situr án umboðs. Hún er skipuð af stjórn Krossins sem kosin var á ólöglegum fundi þar sem fjölmargar réttarreglur voru brotnar. Flestir þeirra stjórnarmanna sem þá voru settir inn hafa yfirgefið stjórnina og eru ekki virkir. Einn óskaði eftir að segja af sér, en honum er tjáð að það geti hann ekki nema á fundi. Það er að sjálfsögðu ekki rétt. Enginn ársfundur var haldinn í fyrra þrátt fyrir að ítrekað væri rekið á eftir því og fyrirheit voru gefin um það. Óyndisúrræði Nú er komið að aðalfundi samkvæmt samþykktum safnaðarins og ljóst er að þeir sem sitja fyrir á fleti bera mikinn kvíðboga fyrir þeim fundi og reyna með öllum tiltækum ráðum að halda sínu. Tímasetning þessarar beiðni um rannsókn segir eiginlega allt sem segja þarf. Menn hafa gripið til þeirra óyndisúrræða að sverta mig sem þeir mega og vega að mér með þeim hætti að mér verði ekki stætt á því að halda minni baráttu áfram fyrir breytingum í stjórn Krossins. Hér eru menn með augljósum og óábyrgum hætti að misnota fjölmiðla og réttarkerfið til að ná fram annarlegum markmiðum. Það sjá allir sem vilja sjá að stjórn Krossins hefur brotið lög sem og samþykktir safnaðarins með framgöngu sinni. Nú skal búin til smjörklípa til að breiða yfir það. Þessi aðför segir ekkert um mig, en fjölmargt um þá sem að henni standa. Auðvitað ætti að biðja um opinbera rannsókn á starfsháttum stjórnarmanna í Krossinum sem hafa með ótrúlegum lagaklækjum, svikum og fláræði barist fyrir annarlegum hagsmunum. Ég held að sú leið sé e.t.v. ekki sú rétta heldur beri að hvetja stjórn Krossins til að fara að lögum og halda aðalfund hið fyrsta.
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar